Viðskipti erlent

Ókyrrð á fjármálamörkuðum

Verð hlutabréfa hefur fallið á mörkuðum í Asíu.
Verð hlutabréfa hefur fallið á mörkuðum í Asíu. MYND/AFP

Mikil ókyrrð ríkir á helstu fjármálamörkuðum í Asíu og féll verð á hlutabréfum um allt að fjögur prósent í morgun. Í Japan féll Nikkei-vísitalan um 2,5 prósent og þá féll verð á hlutabréfum á mörkuðum í Hong Kong og Singapore um tvö til fjögur prósent.

Seðlabankar Japans, Ástralíu, Evrópu og Bandaríkjanna hafa dælt fé inn á markaðinn í þeirri von að ná jafnvægi og koma í veg fyrir frekari fall hlutabréfa.

Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu lækkuðu í verði við opnun í morgun. Í Bretlandi lækkaði FTSE vísitalan um 2 prósent við opnun, í Frakklandi nam lækkunin 1,83 prósent og í Þýskalandi lækkaði Dax vísitalan um 1,9 prósent.

Í gær féll Dow Jones vísitalan um tæp 3 prósent.

Ókyrrðin kemur í kjölfar mikillar lækkunar á fasteignaverði í Bandaríkjunum. Fjármálafyrirtæki þar hafa þurft að taka á sig mikið tap vegna þessa og þá hafa vanskil á lánum aukist verulega vegna hækkandi vaxta.


Tengdar fréttir

Eitt stærsta húsnæðislánafyrirtæki Bandaríkjanna gjaldþrota

Eitt stærsta húsnæðislánafyrirtæki Bandaríkjanna, American Home Mortgage, lýsti yfir gjaldþroti í gær. Gjaldþrot fyrirtækisins kemur í kjölfar mikillar lækkunar á fasteignaverði í Bandaríkjunum á undanförnum mánuðum. Þá hafa vextir á húsnæðislánum farið hækkandi þar vestra og vanskil aukist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×