Viðskipti erlent

Metafkoma dugði ekki

Commerzbank, annar stærsti banki Þýskalands, skilaði methagnaði á fyrri hluta ársins sem markaðist af miklum innri vexti og vexti á þóknunar- og fjárfestingartekjum. Þrátt yfir að hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi hefði meira en tvöfaldast á milli ára og verið umfram væntingar markaðsðila féllu bréf hans um rúm fjögur prósent í gær.

Hálfsárs uppgjör sýndi hagnað upp á 1.433 milljónir evra, um 126 milljarða króna, sem var 28,3 prósenta aukning á milli ára. Bankinn hagnaðist um 792 milljónir evra, nærri sjötíu milljarða króna, á öðrum ársfjórðungi. Söluhagnaður af breska dótturfélaginu Jupiter Asset Managemet vó þar þungt á metunum.

Arðsemi eigin fjár nam 22 prósentum á fyrri hluta árins.

FL Group á 3,24 prósenta hlut í Commerzbank sem metinn er á 57 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×