Fleiri fréttir

Eigendaskipti á Apótekinu

Garðar Kjartansson og Gunnar Traustason gengu frá kaupum á rekstri Apóteksins í gær. Þeir munu formlega taka við staðnum þann 16. september næstkomandi. Að sögn Garðars verða miklar breytingar á staðnum og áherslur allt aðrar en hafa verið.

Afkoma Danske Bank undir væntingum

Hagnaður Danske Bank fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins nam rúmum 10 milljörðum danskra króna, jafnvirði rúmra 118 milljarða íslenskra króna. Þrátt fyrir að vera 18 prósenta hækkun frá sama tíma í fyrra en þetta lítillega undir væntingum.

Hagnaður Murdochs eykst milli ára

News Corporation, afþreyinga- og fjölmiðlaveldi ástralskættaða milljarðamæringsins Ruperts Murdoch, skilaði hagnaði upp á 890 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 56,5 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi, sem var fjórði fjórðungurinn í bókum samstæðunnar. Þetta er 4,5 prósenta aukning á milli ára.

Vilja 25 prósent í OMX

Kauphöllin í Dubaí er enn að þreifa fyrir sér með kaup á norrænu kauphallarsamstæðunni OMX og greindi frá því í dag að hún ætli að tryggja sér allt að fjórðung í henni. OMX-samstæðan rekur kauphallir víða á Norðurlöndunum, þar á meðal hér, og í Eystrasaltsríkjunum. Gengi bréfa í OMX-samstæðunni hækkaði um tæp sex prósent í dag.

Acer með mestu markaðshlutdeildina

Tölvuframleiðandinn Acer er með 20,3 prósenta markaðshlutdeild á fartölvumarkaði í Evrópu og er það mesta markaðshlutdeildin í álfunni, samkvæmt nýútkominni skýrslu greiningafyrirtækisins Gartner. Þetta er fjórða árið í röð sem fyrirtækið situr í fyrsta sæti.

Þrír aðilar sektaðir vegna brots á flöggunarskyldu

Þrír aðilar hafa nýverið gengist undir sekt upp á tvö hundruð þúsund krónur fyrir brot á flöggunarskyldu í Kauphöll Íslands. Eftir því sem fram kemur í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag kærði Fjármálaeftirlitið málin til ríkislögreglustjóra.

Breyta

verðmatinuBréf í Landsbankanum eru metin á 39 krónur í nýju verðmati greiningar Glitnis. Landsbankinn lækkar mat á Glitni.

Peningaskápurinn ...

Skjótt skipast veður í lofti á alþjóðlegum fjármálamörkuðum sem hafa sveiflast fram og til baka á síðustu dögum við stöðubaráttu nauta og bjarna. Markaðurinn greindi frá því í gær að FL Group hefði tapað um níu milljörðum króna á risafjárfestingu sinni í Commerzbank á þriðja ársfjórðungi.

Bankamönnum fjölgar um fimmtung á árinu

Fjórfalt fleiri vinna hjá Straumi nú en í ársbyrjun. Fjölgun starfsfólks, bónusar og meiri umsvif skýra aukin gjöld stóru bankanna sem aukast um 45 prósent á milli ára. Starfslok Bjarna Ármannssonar eru sögð kosta Glitni 700 milljónir.

Óbreyttir vextir vestra

Bankastjórn Seðlabanka Bandaríkjanna ákvað í fyrrakvöld að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum þrátt fyrir væringar í bandarísku efnahagslífi.

Fyrsta flugi Virgin America frestað vegna veðurs

Breski auðkýfingurinn Richard Branson hefur sett á stofn nýtt flugfélag, Virgin America sem ætlað er að verða í forystu á hinum harða markaði innanlandsflugs í Bandaríkjunum. Fyrsta flugvélin á vegum hins nýja félags átti að hefja sig til lofts frá JFK flugvelli í Bandaríkjunum í dag með pompi og pragt, en fresta þurfti fluginu vegna gífurlegra rigninga í borginni.

Storebrand keyrir fram úr væntingum

Hagnaður norska fjármálafyrirtækisins Storebrand nam 576 milljónum norskra króna á öðrum fjórðungi ársins. Þetta jafngildir rúmum 6,3 milljörðum króna, sem er 73 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Þetta er næstum tvöfalt meira en greinendur gerðu ráð fyrir. Kaupþing og Exista eiga rúman fjórðung í félaginu.

Pliva dregur úr hagnaði Barr

Hagnaður bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr nam 45,3 milljónum bandaríkjadala, rúmlega 2,9 milljörðum króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 41 prósents samdráttur frá sama tíma í fyrra og skrifast að mestu leyti á kostnað við yfirtöku á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva síðasta haust. Afkoman er talsvert undir væntingum greinenda.

Kaupir Oliver fyrir peninga og raðhús

Skemmtistaðurinn Oliver var seldur á 162 milljónir um síðustu mánaðarmót, samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. Greitt var með eignarhluta í 11 raðhúsum að andvirði tæplega 63 milljóna króna. Afgangurinn var greiddur með peningum og skuldabréfum. Qbar og Barinn, sem voru að hluta til í eigu sömu aðila, hafa einnig verið seldir.

Bókaútgáfa Máls og menningar endurreist

Allt bendir til að bókaútgáfa Máls og menningar verði endurreist en bráðabirgðasamkomulag hefur náðst um kaup Máls og menningar á útgáfuhluta Eddu.

Stýrivaxtahækkun líkleg í Bretlandi

Englandsbanki gaf í skyn í dag að stýrivaxtahækkun liggi í loftinu. Bankinn var undir miklum þrýstingi á fyrri hluta árs að hækka stýrivexti til að ná verðbólgu niður. Hann brást við með stýrivaxtahækkunum á árinu og standa vextirnir í Bretlandi nú í 5,75 prósentum. Stýrivaxtahækkanir fara fyrir brjóstið á verslanaeigendum.

Krónan á uppleið í morgun

Frá því að gjaldeyrismarkmaður opnaði í morgun hefur krónan styrkst um 1,2 prósent í töluverðum viðskiptum. Ingólfur Bender hjá Greiningardeild Glitnis segir að þetta sé sama þróun og varð fyrripartinn í gærdag á markaðnum.

Carlsberg yfir væntingum

Hagnaður danska bjórframleiðandans Carlsberg nam rétt rúmum einum milljarði danskra króna, jafnvirði 11,8 milljörðum íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins. Þrátt fyrir samdrátt upp á 18 prósent á milli ára er afkoman yfir væntingum markaðsaðila.

Kínverjar horfa til Hollands

Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo er sagður vera að íhuga að leggja fram kauptilboð í hollenska keppinautinn Packard Bell. Verðmiðinn er talinn hlaupa á um 800 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði 51 milljarðs íslenskra króna.

Kaupþing eða Kápþíng?

Íslenskt viðskiptalíf verður alþjóðlegra með hverjum deginum. Þessi alþjóðlegu áhrif eiga sér ýmsar birtingarmyndir; til að mynda stórkostleg umsvif íslensku útrásarfyrirtækjanna á erlendri grundu og auknar fjárfestingar erlendra aðila hér á landi.

Neytendur meðvitaðri um ábyrgð sína

Mæðgurnar Arndís Harpa Einarsdóttir og Ásdís Ósk Einarsdóttir opnuðu nýverið fyrstu Fair Trade-verslunina á Íslandi við Klapparstíg. Jón Skaftason spjallaði við Ásdísi sem segir ekki um góðgerðarstarfsemi að ræða, þótt gróðasjónarmið ráði ef til vill för í minna mæli en hjá flestum fyrirtækjum.

Eik Group kaupir fyrirtæki í Danmörku

Eik Group hefur fest kaup á fjárfestingarráðgjafarfyrirtækinu Privestor Fondsmæglerselskab A/S og tímaritinu Tidsskriftet FinansNyt A/S. Eik Banki er skráður á markað í Kauphöllinni hér, en það er Eik Bank Danmark A/S sem samið hefur um kaupin á fyrirtækjunum tveimur.

Snert viðkvæma taug

Eitt af því sem ég hef lært sem fjárfestir er það að setja hluta af peningunum mínum á þá staði sem flestir telja að muni hækka í framtíðinni. Þess vegna hafa peningarnir mínir farið úr íslenskum eignum yfir í erlendan gjaldeyri, færeyska og skandinavíska banka, evrópsk drykkjarfyrirtæki, fasteignir í Mið-Evrópu og svo framvegis.

Enginn nýgræðingur í bankaheiminum

Birna Einarsdóttir, sem nýverið tók við starfi framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs Glitnis á Íslandi, hefur lengi verið viðriðin fjármálaheiminn. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir hitti Birnu að máli og fékk að heyra sögur úr bankanum.

Kapítalskt nirvana

The Guardian segir Moskvuborg hafa náð enn einum áfanganum á leiðinni að kapítalísku algleymi, eða nirvana eins og það heitir upp á ensku. Samkvæmt nýrri könnun er hvergi í veröldinni meiri hagnaður af hótelrekstri heldur en einmitt í Moskvu, þar sem hagnaður á fyrri helmingi árs nam 12.650 krónum á hvert herbergi að meðaltali.

Allur hringvegurinn með GSM í janúar

Hringvegurinn og fimm fjölfarnir fjallvegir utan hans verða komnir með GSM-samband í janúar. Útboð er hafið í seinni hluta áfangans um að GSM-væða vegakerfið. Búist er við að því verki verði lokið á tveimur árum.

Hreiðar Már næstlaunahæstur bankastjóra á Norðurlöndum

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, var næstlaunahæsti bankastjórinn á Norðurlöndum árið 2006 ef mið er tekið af ársskýrslum átta stærstu bankanna. Hreiðar Már var með 168,9 milljónir í árslaun en aðeins Björn Wahlroos, forstjóri Sampo, var hærri með 247,5 milljónir.

Óbreyttir stýrivextir í Bandaríkjunum

Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað í dag að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 5,25 prósentum. Þetta var í níunda skiptið í röð sem ákveðið er að halda vöxtunum óbreyttum og hefur vaxtastigið verið það sama síðan í júní 2006. Misserin þar á undan höfðu vextirnir hins vegar hækkað jafnt og þétt.

Raungengi með sterkara móti

Raungengi í júlí mældist 113,4 stig miðað við 111,5 í júní og hefur ekki verið sterkara í 16 mánuði, samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabanka Íslands. Raungengi er gengisvísitala krónunnar þar sem fram kemur meðalverð hennar í öðrum gjaldmiðlum og búið er að leiðrétta miðað við verðbólgu í hverju landi.

Starfsmenn fá yfir 1,4 milljarða

Starfsmenn í Actavis Group, sem höfðu gert kaupréttarsamninga við félagið, fengu í gær 16,58 milljónir evra, um 1.450 milljónir króna, þegar fyrirtækið greiddi upp alla samningana. Um var að ræða greiðslu sem tók mið af mismuni á yfirtökutilboðsverði Novators í Actavis, sem hljóðaði upp á 1,075 evrur á hlut, og kaupverði af kaupréttarsamningum.

Danske varar við krónunni

Danske Bank er enn svartsýnn um íslensks efnahagsmál. Í nýrri greiningu eru fjárfestar varaðir við krónunni. Illa grunduð skrif segir Ólafur Ísleifsson.

Kögun hagnast

Hagnaður Kögunar hf. fyrir afskriftir (EBITDA) hefur aukist um 22 prósent frá fyrri helmingi síðasta árs til fyrri helmings þessa árs. Hagnaður eftir skatta á fyrri helmingi ársins nemur 876 milljónum króna. Í fyrra tapaði félagið 394 milljónum.

Raungengi krónu hækkar

Raungengi krónunnar hækkaði um 1,7 prósent milli júní og júlí. Gengið hefur hækkað um 12,2 prósent það sem af er ári.

Norðmenn rannsaka eignaraðild Kaupþings að Storebrand

Norska fjármálaeftirlitið athugar nú hvort rannsaka eigi eignarhluta Kaupþings banka í norska tryggingafyrirtækinu Storebrand. Mögulegt er að bein og óbein eignaraðild bankans í tryggingafyrirækinu sé komin upp yfir leyfilegt hámark.

Decode tapar um 2,5 milljörðum

DeCode tapaði tæpum tveimur hálfum milljarði króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs samkvæmt ársfjórðungsuppgjöri fyrirtækisins. Þetta er svipað tap og á sama tímabili í fyrra.

Peningaskápurinn …

FL Group skilaði uppgjöri í gær og var hagnaður félagsins rúmir 23 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins. Menn þar á bæ eru himinlifandi með árangurinn, enda umfram spár auk þess að vera margfalt meiri hagnaður en fyrir sama tímabil í fyrra.

Brithis Airways sektað um 34 milljarða

Bandarísk og bresk samkeppnisyfirvöld sektuðu í dag flugfélagið Brithis Airways um 34 milljarða vegna verðsamráðs. Stjórnendur flugfélagsins hafa viðurkennt að hafa á tímabilinu ágúst 2004 – janúar 2006, haft samráð við Virgin Atlantic flugfélagið um aukaálagningu á flugmiða vegna hækkandi olíuverðs. Aukaálagning nam frá 600 íslenskum krónum og allt upp í 7600 á þessum tíma.

TM hagnast um 2,4 milljarða

Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar nam 2,43 milljörðum á fyrri árshelmingi. Mikill hagnaður varð af fjárfestingastarfsemi félagsins.

6 konur af 90 tekjuhæstu Íslendingunum

Af níutíu hæstu skattgreiðendum landsins eru aðeins sex konur. Ein þeirra ber höfuð og herðar yfir aðrar - Ingunn Gyða Wernersdóttir er skattadrottning landsins og greiðir tæpar 290 milljónir í opinber gjöld.

Atorka innleysir 11 milljarða króna hagnað með sölu Jarðborana

Atorka hefur gengið frá sölu á öllum eignarhlut sínum í Jarðborunum, ásamt 16% hlut í Enex til Geysir Green Energy í gegnum félag sitt Renewable Energy Resources. Með sölunni innleysir Atorka yfir 11 milljarða króna í hagnað eftir skatta. Samhliða sölunni kaupir Atorka 32% hlut í Geysi og verður með því kjölfestufjárfestir í félaginu.

Metafkoma FL Group

Hagnaður FL Group nam 23,1 milljörðum króna fyrstu sex mánuði árs og jókst um 304 prósent frá fyrra ári. Heildareignir félagsins eru metnar á tæplega 320 milljarða króna.

Vísindasafn verður opnað

Náttúrufræðistofnun Íslands er á leið í nýtt húsnæði. Útboð hefur verið auglýst en undirbúningur hefur staðið síðan umhverfisráðuneytið samþykkti í vor að stofnunin fengi nýtt húsnæði. Gerð er krafa um að Náttúrufræðistofnun verði á höfuðborgarsvæðinu.

Sjá næstu 50 fréttir