Viðskipti innlent

Gert ráð fyrir að verðbólga lækki í 3,5%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Verðbólga hefur lækkað mikið að undanförnu
Verðbólga hefur lækkað mikið að undanförnu MYND/365

Greiningardeildir Landsbankans og Kaupþings spá hækkun vísitölu neysluverðs í ágúst um 0,1%. Gangi spáin eftir lækkar tólf mánaða verðbólga úr 3,8% í 3,5% á milli mánaða. Vegvísir Landsbankans segir að tólf mánaða verðbólga hafi ekki verið svo lág í tvö ár, eða frá því í júlí 2005. Hagstofa Íslands greinir frá breytingum á vísitölu neysluverðs fyrir opnun markaða á mánudag.

Greiningadeild Kaupþings segir að eldsneytisverð hafi ásamt íbúðaverði verið leiðandi þáttur í hækkun neysluverðsvísitölu síðustu mánuði. Hækkandi eldsneytisverð megi fyrst og fremst rekja til olíuverðsþróunar á heimsmarkaði þar sem verð hafi hækkað talsvert frá áramótum. Hins vegar megi gera ráð fyrir að hátt gengi krónunnar hafi dregið úr frekari verðhækkunum til neytenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×