Fleiri fréttir IBM styðja ekki Linux frá Oracle IBM-tölvuframleiðandinn segist ekki tilbúinn að tryggja að tölvur þeirra geti keyrt nýja útgáfu Linux-stýrikerfisins frá Oracle. Þetta þýðir að ef upp koma vandamál með keyrslu á nýja Linux á tölvum IBM er það vandamál Oracle, ekki IBM sagði talsmaður IBM í gær. 24.2.2007 17:03 Ríkasti Skotinn kaupir í Glitni Sir Tom Hunter, sem sagður er auðugasti maður Skotlands, eignaðist í gær í það minnsta tveggja prósenta hlut í Glitni fyrir um átta milljarða króna. FL Group, stærsti hluthafinn í Glitni, keypti á sama tíma hlutabréf í bankanum fyrir 10,5 milljarða króna og ræður nú yfir tæpum þriðjungi hlutafjár. 24.2.2007 08:00 BAE skilaði af sér góðu ári Tekjur breska hergagnaframleiðandans BAE Systems tæplega þrefaldaðist á síðasta ári. Mestu munar um aukna sölu á hergögnum til bandaríska hersins í fyrra og sölu félagsins á 20 prósenta hlut í evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus til EADS, móðurfélags Airbus. 24.2.2007 06:15 Meiri hækkun en allt árið 2006 Kauphallar Íslands stendur í nýjum methæðum eftir töluverða hækkun á hlutabréfamarkaði í gær. Vísitalan hækkaði þá um 1,25 prósent og stóð í 7.446 stigum. 24.2.2007 06:00 Kjarnafjárfestingar skila sér Hagnaður samstæðu Milestone nam 21,4 milljörðum króna eftir skatta á árinu 2006, samkvæmt uppgjöri sem birt var í gær. 24.2.2007 05:45 Hlutabréf féllu í Aktiv Kapital Hlutabréf í Aktiv Kapital féllu í verði um 9,6 prósent eftir að félagið birti ársuppgjör fyrir árið 2006 sem sýndi 3,3 milljarða króna tap fyrir skatta. Þar af var tapið á fjórða ársfjórðungi tæpir 1,4 milljarðar. 24.2.2007 05:30 Milestone skilaði 21,4 milljörðum í hagnað Fjárfestingafélagið Milestone skilaði 21,4 milljarða króna hagnaði í fyrra samanborið við rúma 14,7 milljarða árið á undan. Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone, segir afkomuna góða og arðsemi félagsins framúrskarandi. 23.2.2007 17:04 FL Group með fullnýtta heimild í Glitni FL Group bætti við sig um 2,59 prósent hlutafjár í Glitni banka fyrir um 10,5 milljarða króna í dag. Viðskiptin fóru fram á genginu 28,46 krónur á hlut en samtals var um að ræða um 369,9 milljónir króna að nafnverði. FL Group og fjárhagslega tengdir aðilar þess á nú rétt tæplega 33 prósent hluta í bankanum. 23.2.2007 16:40 Byggðastofnun skilaði 10 milljónum í hagnað Byggðastofnun skilaði 10,1 milljón króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 272,2 milljóna króna hallarekstur árið 2005. Í ársuppgjöri stofnunarinnar segir að í vetur hafi á ný verið lagt fram á Alþingi frumvarp um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun en það hafi hins vegar ekki verið afgreitt. 23.2.2007 14:45 Merkel og Chirac ræða við EADS Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Jacques Chirac, forseti Frakklands, ætla að funda bráðlega með stjórnendum EADS, móðurfélagi evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, vegna fyrirhugaðra hagræðingaaðgerða félagsins. Gert er ráð fyrir að félagið segi upp tugþúsundum starfsmanna auk þess sem nokkrum verksmiðjum verður lokað. 23.2.2007 12:26 Gengi bréfa í Sanyo hrundi vegna rannsóknar Gengi hlutabréfa í japanska tæknifyrirtækinu Sanyo féll um heilt 21 prósent í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag eftir að fréttir bárust af því að fjármálayfirvöld í Japan hefðu fyrirtækið til rannsóknar. Grunur er sagður leika á að gögn í bókhaldi fyrirtækisins hafi verið fölsuð árið 2003. 23.2.2007 09:11 Peningaskápurinn … Það geta margir skemmt sér við lestur ársskýrslna félaga í Kauphöllinni þessa dagana, en þær koma nú út hver á fætur annarri. Ýmislegt forvitnilegt er þar að finna, meðal annars launakjör stjórnenda. Í skýrslu FL Group má sjá að forstjórinn var með 51 milljón króna í árslaun. Það sætir varla tíðindum í samhengi íslenskra stórfyrirtækja. 23.2.2007 00:01 Borgaði Apple fyrir iPhone nafnið? Nú eru uppi kenningar um að Apple hafi borgað Cisco milljónir dala fyrir afnot af iPhone nafninu. Fyrirtækin hafa rifust um nafnið í nokkrar vikur þar til í dag að þau náðu samkomulagi um að Apple mætti nota nafnið. Cisco hefur notað iPhone sem vörumerki á internet símaþjónustu í nær sjö ár. 22.2.2007 20:50 Microsoft greiði himinháar skaðabætur Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum hefur dæmt Microsoft til að greiða einn og hálfan milljarð bandaríkjadala í skaðabætur til Alcatel-Lucent hugbúnaðarfyrirtækisins fyrir að hafa stolið einkaleyfisvörðu skráartegundinni mp3. 22.2.2007 22:08 FL Group stærsti hluthafinn í American Airlines FL Group er orðinn stærsti hluthafinn í AMR Corporation, móðurfélagi American Airlines, stærsta flugfélags í heimi, en fyrirtækið bætti nýverið við hlut sinn og á í dag 8,63 prósenta hlut í félaginu. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins í dag. 22.2.2007 17:15 Apple og Cisco ná sáttum Bandarísku tölvufyrirtækin Apple og Cisco hafa náð sáttum sem felur í sér að bæði fyrirtækin geta notað vörumerkið iPhone. Steve Jobs, forstjóri Apple, greindi frá því í síðasta mánuði að Apple ætli að setja margmiðlunarsímann iPhone á markað í haust. Forsvarsmenn Cisco Systems bentu hins vegar á að fyrirtækið hefði átt vörumerkið síðan árið 2000. 22.2.2007 16:20 Canon kynnir nýjar gerðir myndavéla Canon kynntu í dag til sögunnar fimm nýjar gerðir af stafrænum myndavélum fyrir almenning. Þá kynntu þeir einnig nýja gerð af stafrænni vél fyrir atvinnumenn, 10.1 megapixla 1D Mark III D-SLR. 22.2.2007 16:14 Hráolíuverð á uppleið Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði nokkuð í dag og fór í rúma 60 bandaríkjadali á tunnu eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því í gær að umframbirgðir af olíu jukust minna er gert hafði verið ráð fyrir. Hráolíubirgðirnar jukust hins vegar meira en vænst var. 22.2.2007 16:01 Skuldir heimilanna jukust um 2,6 milljarða Skuldir heimilanna við innlánsstofnanir, viðskiptabanka og sparisjóði, námu 716 milljörðum króna í lok janúar. Mestur hluti skuldanna eru íbúðalán sem byrjað var að veita í lok ágúst árið 2004 en þau námu 389 milljörðum króna og jukust um 2,6 milljarða krónur á milli mánaða. Þá hafa yfirdráttarlán heimilanna aukist nokkuð en þau hafa ekki verið hærri síðan í febrúar í fyrra, að sögn greiningardeildar Glitnis. 22.2.2007 12:01 Metár hjá Nestlé Hagnaður svissneska matvælarisans Nestlé nam 9,2 svissneskum frönkum, jafnvirði 492,5 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er 13,8 prósenta aukning frá síðasta ári og methagnaður í sögu fyrirtækisins. 22.2.2007 10:26 Ekki einhugur innan Englandsbanka Einhugur virðist ekki hafa verið í peningamálanefnd Englandsbanka á síðasta vaxtaákvörðunarfundi hennar en bankinn ákvað fyrir hálfum mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Í gær var greint frá því að tveir af níu nefndarmönnum hafi verið fylgjandi 25 punkta hækkun. 22.2.2007 10:00 EMI opnar dyrnar fyrir Warner Breski tónlistarrisinn EMI ákvað í gærkvöldi að gera bandaríska útgáfufyrirtækinu Warner Music kleift að leggja fram yfirtökutilboð í samsteypuna. EMI, sem er með stórstjörnur á borð við Íslandsvinina í Coldplay og Robbie Williams á sínum snærum, mun hafa sagt forsvarrsmönnum Warner að tilboðið verði að vera ásættanlegt auk þess sem yfirvöld verði að samþykkja það áður en gengið verði frá kaupum. 22.2.2007 09:11 Peningaskápurinn... Ríkisstjórn hægrimanna í Svíðþjóð hyggst selja hluti ríkisins í fyrirtækjum á næstunni. Meðal þess sem er til sölu er fasteignalánabankinn SBAB sem virðist vekja áhuga margra. Þanning hefur Danske Bank undir forystu Peter Straarup sýnt áhuga á að kaupa bankann. 22.2.2007 00:01 Risarnir saman á sviði Steve Jobs forstjóri Apple og Bill Gates forstjóri Microsoft munu stíga saman á svið í vor á tækniráðstefnu sem haldin verður á vegum Wall Street Journal í Kaliforníu. Jobs og Gates hafa verið aðalleikarar á tölvuöld í meira en þrjátíu ár. Þeir munu saman fjalla um stafræna byltingu undanfarinna ára og framtíð tækninnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jobs og Gates stíga saman á svið en það gerðu þeir síðast á samskonar ráðstefnu fyrir tveimur árum. 21.2.2007 18:30 Hagnaður SPRON níu milljarðar SPRON hagnaðist um níu milljarða króna á síðast ári. Hagnaðurinn er sá langmesti frá upphafi og tvöfaldaðist frá árinu 2005. Rekstur síðasta árs var árangursríkur og góð afkoma einkenndi alla starfsemi fyrirtækisins. Arðsemi eiginfjár var tæplega 60 prósent og er langt yfir 15 prósent arðsemismarkmiði sparisjóðsins. 21.2.2007 17:43 Hagnaður Lego þrefaldast Danski leikfangaframleiðandinn Lego skilaði hagnaði upp á 1,4 milljarða danskra króna fyrir skatt í fyrra. Þetta svarar til ríflega 16 milljarða íslenskra króna, sem er þrisvar sinnum betri afkoma en árið 2005. Forstjóri Lego segir árið verða erfitt fyrir fyrirtækið og gerir ráð fyrir minni hagnaði á þessu ári. 21.2.2007 11:35 Stýrivextir hækka í Japan Seðlabanki Japans hækkaði stýrivexti um fjórðung úr prósenti í dag og standa stýrivextir landsins nú í 0,50 prósentum. Þetta er önnur stýrivaxtahækkun seðlabankans á sex árum. Vextirnir voru núllstilltir fram á síðasta ár en þá hækkaði bankinn þá um fjórðung úr prósenti. 21.2.2007 10:36 Vöruskipti óhagstæð um 148,6 milljarða í fyrra Vöruskipti Íslands voru neikvæð upp á 148,6 milljarða krónur í fyrra en vöruskiptin voru óhagstæð um 105,7 milljarða krónur árið 2005, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands.Þetta jafngildir því að vöruskiptahallinn hafi aukist um 42,9 milljarða krónur á milli ára. Vöruskiptin í desember í fyrra voru óhagstæð um 13,1 milljarð króna en það er 1,9 milljarða aukning á milli ára. 21.2.2007 09:00 Stöðug notkun eykur endingu Harðir diskar í tölvum eyðileggjast ekki þótt þeir séu mikið notaðir. Þvert á móti eru meiri líkur á því að harðir diskar í lítilli notkun eyðileggist. Þetta eru niðurstöður prófana þriggja verkfræðinga hjá bandaríska netleitarfyrirtækinu Google á hörðum diskum. 21.2.2007 06:15 Langtímaútrás með eignarhaldi í orkuiðnaði Horft er áratugi fram í tímann í verkefnum sem Geysir Green Energy, nýtt fjárfestingarfélag í sjálfbærum orkuiðnaði, tekur sér fyrir hendur. Fyrirtækið var stofnað í byrjun árs af FL Group, Glitni og verkfræðistofunni VGK-Hönnun. 21.2.2007 06:15 Rós í hnappagatið Tom Hunter og Baugur eignast brátt Blooms og eru nú með 123 garðvöruverslanir á sínum snærum. 21.2.2007 06:00 Fleiri horfa til fjárfestinga í orkugeira Í lok síðustu viku tilkynntu Landsbankinn og Landsvirkjun á sameiginlegum blaðamannafundi um stofnun alþjóðlega fjárfestingarfélagsins HydroKraft Invest sem ætlað er að fjárfesta á erlendri grundu í verkefnum sem tengjast endurnýjanlegri orkuvinnslu. HydroKraft Invest er ætlað að leiða umbótaverkefni á sviði orkumála erlendis, einkum í Evrópu. 21.2.2007 06:00 Gott að vera stór Stundum er gott að vera stór. Samt ekki of stór. Ég naut þess í síðustu viku að vera einn af þeim kúnnum greiningardeildar Landsbankans sem fékk senda nýja greiningu á Eimskipafélaginu. Greiningin hljóðaði upp á mun hærra gengi en markaðsgengið. 21.2.2007 06:00 Marel vill borga, Stork ekki Stjórnarformaður Marels segir fyrirtækið tilbúið að borga töluvert yfirverð fyrir Stork Food Systems í Hollandi. Móðurfélagið, Stork N.V., vill á móti kaupa Marel. 21.2.2007 06:00 Rothschild-veldið verður til Á föstudag verða liðin 263 ár frá fæðingu Mayers Amschel Rothschild, stofnanda banka, sem heitir í höfuðið á honum. Bankinn lagði grunninn að veldi Rothschild-fjöldskyldunnar sem allt fram til dagsins í dag er á meðal auðugustu fjölskyldna í heimi. 21.2.2007 06:00 Þrjár leiðir færar í evruskráningu Deutsche Bank er með í slagnum. 21.2.2007 06:00 Eignir heimila jukust í janúar Eignir heimilanna jukust um 2,3 prósent að raunvirði í janúar miðað við eignaverðsvísitölu Greiningardeildar Kaupþings. 21.2.2007 05:45 Örmynt sem ekki fótar sig í sviptibyljum alþjóðlegs markaðar Spurningunni um hvort evruvæðing hér væri hagkvæm efnahagslífinu var velt upp á málþingi í Háskólanum í Reykjavík fyrir skömmu. Óli Kristján Ármannsson sat þingið, sem haldið var af Viðskiptaráði, nemendafélagi viðskiptafræðinema við skólann. 21.2.2007 05:30 Tilbúinn fyrir geimferð Ásókn hefur verið meðal efnaðra í ferð til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Fimmti ferðalangurinn er nú í startholunum. 21.2.2007 05:30 Norska ríkið selur hlutabréf í Storebrand Folketrygdfondet, opinber lífeyrissjóður í Noregi, hefur verið að minnka eignarhlut sinn í norska tryggingafélaginu Storebrand. Sjóðurinn átti 6,7 prósent þann 9. febrúar sem var hálfu prósentustigi minna en í byrjun mánaðarins. 21.2.2007 05:15 Rætur samkeppnishæfninnar Íslensk útrásarfyrirtæki eru drifin áfram af krafti og sameiginlegu markmiði. Þau kunna að nýta sér áður ónýttar glufur á erlendum mörkuðum en þar liggur vöxtur þeirra. 21.2.2007 05:00 Nýmæli í kostun prófessors við HÍ Friðrik Már Baldursson mun framvegis gegna stöðu prófessors við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands með fulltingi Kaupþings. Í lok síðasta árs gerðu Háskóli Íslands og Kaupþing með sér samning um ótímabundna kostun á stöðu prófessors við deildina. Það er nýmæli hér á landi. Fyrirtæki hafa áður kostað stöður við háskólann en stuðningurinn hefur hingað til alltaf verið tímabundinn. 21.2.2007 05:00 Bankar með brúðarslör Umræðan um sameiningu banka á Norðurlöndum er ekki bara á fleygiferð á Íslandi, en margir sjá tækifæri liggja í kaupum Exista á hlut í Sampo. Ekonomienyheterna í Svíaríki fjalla um bankamarkaðinn undir fyrirsögninni „Allir undirbúa brúðkaup.“ Þar er fjallað um mögulegan samruna Nordea og SEB. 21.2.2007 05:00 Gleði, metnaður og vöxtur hjá A. Karlssyni Linda Björk Gunnlaugsdóttir tók við starfi forstjóra A. Karlssonar á síðasta ári. Hún segir að eftir stefnumótun og endurskipulagningu sé þetta rótgróna fyrirtæki vel í stakk búið fyrir mikinn vöxt. Eggert Þór Aðalsteinsson hitti Lindu Björk að máli. 21.2.2007 04:45 Eldpipar í fornum réttum frumbyggja Fimmtán fornleifafræðingar frá Bandaríkjunum og Kanada, sem rannsakað hafa íverustaði frumbyggja í Mið-Ameríku á vegum bandarísku Smithsonian-stofnunarinnar, segja margt benda til að fornar menningarþjóðir syðra hafi ræktað chili, eða eldpipar, sem þeir skáru niður og krydduðu mat sinn með fyrir allt að 6.100 árum. 21.2.2007 04:30 Sjá næstu 50 fréttir
IBM styðja ekki Linux frá Oracle IBM-tölvuframleiðandinn segist ekki tilbúinn að tryggja að tölvur þeirra geti keyrt nýja útgáfu Linux-stýrikerfisins frá Oracle. Þetta þýðir að ef upp koma vandamál með keyrslu á nýja Linux á tölvum IBM er það vandamál Oracle, ekki IBM sagði talsmaður IBM í gær. 24.2.2007 17:03
Ríkasti Skotinn kaupir í Glitni Sir Tom Hunter, sem sagður er auðugasti maður Skotlands, eignaðist í gær í það minnsta tveggja prósenta hlut í Glitni fyrir um átta milljarða króna. FL Group, stærsti hluthafinn í Glitni, keypti á sama tíma hlutabréf í bankanum fyrir 10,5 milljarða króna og ræður nú yfir tæpum þriðjungi hlutafjár. 24.2.2007 08:00
BAE skilaði af sér góðu ári Tekjur breska hergagnaframleiðandans BAE Systems tæplega þrefaldaðist á síðasta ári. Mestu munar um aukna sölu á hergögnum til bandaríska hersins í fyrra og sölu félagsins á 20 prósenta hlut í evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus til EADS, móðurfélags Airbus. 24.2.2007 06:15
Meiri hækkun en allt árið 2006 Kauphallar Íslands stendur í nýjum methæðum eftir töluverða hækkun á hlutabréfamarkaði í gær. Vísitalan hækkaði þá um 1,25 prósent og stóð í 7.446 stigum. 24.2.2007 06:00
Kjarnafjárfestingar skila sér Hagnaður samstæðu Milestone nam 21,4 milljörðum króna eftir skatta á árinu 2006, samkvæmt uppgjöri sem birt var í gær. 24.2.2007 05:45
Hlutabréf féllu í Aktiv Kapital Hlutabréf í Aktiv Kapital féllu í verði um 9,6 prósent eftir að félagið birti ársuppgjör fyrir árið 2006 sem sýndi 3,3 milljarða króna tap fyrir skatta. Þar af var tapið á fjórða ársfjórðungi tæpir 1,4 milljarðar. 24.2.2007 05:30
Milestone skilaði 21,4 milljörðum í hagnað Fjárfestingafélagið Milestone skilaði 21,4 milljarða króna hagnaði í fyrra samanborið við rúma 14,7 milljarða árið á undan. Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone, segir afkomuna góða og arðsemi félagsins framúrskarandi. 23.2.2007 17:04
FL Group með fullnýtta heimild í Glitni FL Group bætti við sig um 2,59 prósent hlutafjár í Glitni banka fyrir um 10,5 milljarða króna í dag. Viðskiptin fóru fram á genginu 28,46 krónur á hlut en samtals var um að ræða um 369,9 milljónir króna að nafnverði. FL Group og fjárhagslega tengdir aðilar þess á nú rétt tæplega 33 prósent hluta í bankanum. 23.2.2007 16:40
Byggðastofnun skilaði 10 milljónum í hagnað Byggðastofnun skilaði 10,1 milljón króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 272,2 milljóna króna hallarekstur árið 2005. Í ársuppgjöri stofnunarinnar segir að í vetur hafi á ný verið lagt fram á Alþingi frumvarp um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun en það hafi hins vegar ekki verið afgreitt. 23.2.2007 14:45
Merkel og Chirac ræða við EADS Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Jacques Chirac, forseti Frakklands, ætla að funda bráðlega með stjórnendum EADS, móðurfélagi evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, vegna fyrirhugaðra hagræðingaaðgerða félagsins. Gert er ráð fyrir að félagið segi upp tugþúsundum starfsmanna auk þess sem nokkrum verksmiðjum verður lokað. 23.2.2007 12:26
Gengi bréfa í Sanyo hrundi vegna rannsóknar Gengi hlutabréfa í japanska tæknifyrirtækinu Sanyo féll um heilt 21 prósent í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag eftir að fréttir bárust af því að fjármálayfirvöld í Japan hefðu fyrirtækið til rannsóknar. Grunur er sagður leika á að gögn í bókhaldi fyrirtækisins hafi verið fölsuð árið 2003. 23.2.2007 09:11
Peningaskápurinn … Það geta margir skemmt sér við lestur ársskýrslna félaga í Kauphöllinni þessa dagana, en þær koma nú út hver á fætur annarri. Ýmislegt forvitnilegt er þar að finna, meðal annars launakjör stjórnenda. Í skýrslu FL Group má sjá að forstjórinn var með 51 milljón króna í árslaun. Það sætir varla tíðindum í samhengi íslenskra stórfyrirtækja. 23.2.2007 00:01
Borgaði Apple fyrir iPhone nafnið? Nú eru uppi kenningar um að Apple hafi borgað Cisco milljónir dala fyrir afnot af iPhone nafninu. Fyrirtækin hafa rifust um nafnið í nokkrar vikur þar til í dag að þau náðu samkomulagi um að Apple mætti nota nafnið. Cisco hefur notað iPhone sem vörumerki á internet símaþjónustu í nær sjö ár. 22.2.2007 20:50
Microsoft greiði himinháar skaðabætur Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum hefur dæmt Microsoft til að greiða einn og hálfan milljarð bandaríkjadala í skaðabætur til Alcatel-Lucent hugbúnaðarfyrirtækisins fyrir að hafa stolið einkaleyfisvörðu skráartegundinni mp3. 22.2.2007 22:08
FL Group stærsti hluthafinn í American Airlines FL Group er orðinn stærsti hluthafinn í AMR Corporation, móðurfélagi American Airlines, stærsta flugfélags í heimi, en fyrirtækið bætti nýverið við hlut sinn og á í dag 8,63 prósenta hlut í félaginu. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins í dag. 22.2.2007 17:15
Apple og Cisco ná sáttum Bandarísku tölvufyrirtækin Apple og Cisco hafa náð sáttum sem felur í sér að bæði fyrirtækin geta notað vörumerkið iPhone. Steve Jobs, forstjóri Apple, greindi frá því í síðasta mánuði að Apple ætli að setja margmiðlunarsímann iPhone á markað í haust. Forsvarsmenn Cisco Systems bentu hins vegar á að fyrirtækið hefði átt vörumerkið síðan árið 2000. 22.2.2007 16:20
Canon kynnir nýjar gerðir myndavéla Canon kynntu í dag til sögunnar fimm nýjar gerðir af stafrænum myndavélum fyrir almenning. Þá kynntu þeir einnig nýja gerð af stafrænni vél fyrir atvinnumenn, 10.1 megapixla 1D Mark III D-SLR. 22.2.2007 16:14
Hráolíuverð á uppleið Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði nokkuð í dag og fór í rúma 60 bandaríkjadali á tunnu eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því í gær að umframbirgðir af olíu jukust minna er gert hafði verið ráð fyrir. Hráolíubirgðirnar jukust hins vegar meira en vænst var. 22.2.2007 16:01
Skuldir heimilanna jukust um 2,6 milljarða Skuldir heimilanna við innlánsstofnanir, viðskiptabanka og sparisjóði, námu 716 milljörðum króna í lok janúar. Mestur hluti skuldanna eru íbúðalán sem byrjað var að veita í lok ágúst árið 2004 en þau námu 389 milljörðum króna og jukust um 2,6 milljarða krónur á milli mánaða. Þá hafa yfirdráttarlán heimilanna aukist nokkuð en þau hafa ekki verið hærri síðan í febrúar í fyrra, að sögn greiningardeildar Glitnis. 22.2.2007 12:01
Metár hjá Nestlé Hagnaður svissneska matvælarisans Nestlé nam 9,2 svissneskum frönkum, jafnvirði 492,5 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er 13,8 prósenta aukning frá síðasta ári og methagnaður í sögu fyrirtækisins. 22.2.2007 10:26
Ekki einhugur innan Englandsbanka Einhugur virðist ekki hafa verið í peningamálanefnd Englandsbanka á síðasta vaxtaákvörðunarfundi hennar en bankinn ákvað fyrir hálfum mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Í gær var greint frá því að tveir af níu nefndarmönnum hafi verið fylgjandi 25 punkta hækkun. 22.2.2007 10:00
EMI opnar dyrnar fyrir Warner Breski tónlistarrisinn EMI ákvað í gærkvöldi að gera bandaríska útgáfufyrirtækinu Warner Music kleift að leggja fram yfirtökutilboð í samsteypuna. EMI, sem er með stórstjörnur á borð við Íslandsvinina í Coldplay og Robbie Williams á sínum snærum, mun hafa sagt forsvarrsmönnum Warner að tilboðið verði að vera ásættanlegt auk þess sem yfirvöld verði að samþykkja það áður en gengið verði frá kaupum. 22.2.2007 09:11
Peningaskápurinn... Ríkisstjórn hægrimanna í Svíðþjóð hyggst selja hluti ríkisins í fyrirtækjum á næstunni. Meðal þess sem er til sölu er fasteignalánabankinn SBAB sem virðist vekja áhuga margra. Þanning hefur Danske Bank undir forystu Peter Straarup sýnt áhuga á að kaupa bankann. 22.2.2007 00:01
Risarnir saman á sviði Steve Jobs forstjóri Apple og Bill Gates forstjóri Microsoft munu stíga saman á svið í vor á tækniráðstefnu sem haldin verður á vegum Wall Street Journal í Kaliforníu. Jobs og Gates hafa verið aðalleikarar á tölvuöld í meira en þrjátíu ár. Þeir munu saman fjalla um stafræna byltingu undanfarinna ára og framtíð tækninnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jobs og Gates stíga saman á svið en það gerðu þeir síðast á samskonar ráðstefnu fyrir tveimur árum. 21.2.2007 18:30
Hagnaður SPRON níu milljarðar SPRON hagnaðist um níu milljarða króna á síðast ári. Hagnaðurinn er sá langmesti frá upphafi og tvöfaldaðist frá árinu 2005. Rekstur síðasta árs var árangursríkur og góð afkoma einkenndi alla starfsemi fyrirtækisins. Arðsemi eiginfjár var tæplega 60 prósent og er langt yfir 15 prósent arðsemismarkmiði sparisjóðsins. 21.2.2007 17:43
Hagnaður Lego þrefaldast Danski leikfangaframleiðandinn Lego skilaði hagnaði upp á 1,4 milljarða danskra króna fyrir skatt í fyrra. Þetta svarar til ríflega 16 milljarða íslenskra króna, sem er þrisvar sinnum betri afkoma en árið 2005. Forstjóri Lego segir árið verða erfitt fyrir fyrirtækið og gerir ráð fyrir minni hagnaði á þessu ári. 21.2.2007 11:35
Stýrivextir hækka í Japan Seðlabanki Japans hækkaði stýrivexti um fjórðung úr prósenti í dag og standa stýrivextir landsins nú í 0,50 prósentum. Þetta er önnur stýrivaxtahækkun seðlabankans á sex árum. Vextirnir voru núllstilltir fram á síðasta ár en þá hækkaði bankinn þá um fjórðung úr prósenti. 21.2.2007 10:36
Vöruskipti óhagstæð um 148,6 milljarða í fyrra Vöruskipti Íslands voru neikvæð upp á 148,6 milljarða krónur í fyrra en vöruskiptin voru óhagstæð um 105,7 milljarða krónur árið 2005, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands.Þetta jafngildir því að vöruskiptahallinn hafi aukist um 42,9 milljarða krónur á milli ára. Vöruskiptin í desember í fyrra voru óhagstæð um 13,1 milljarð króna en það er 1,9 milljarða aukning á milli ára. 21.2.2007 09:00
Stöðug notkun eykur endingu Harðir diskar í tölvum eyðileggjast ekki þótt þeir séu mikið notaðir. Þvert á móti eru meiri líkur á því að harðir diskar í lítilli notkun eyðileggist. Þetta eru niðurstöður prófana þriggja verkfræðinga hjá bandaríska netleitarfyrirtækinu Google á hörðum diskum. 21.2.2007 06:15
Langtímaútrás með eignarhaldi í orkuiðnaði Horft er áratugi fram í tímann í verkefnum sem Geysir Green Energy, nýtt fjárfestingarfélag í sjálfbærum orkuiðnaði, tekur sér fyrir hendur. Fyrirtækið var stofnað í byrjun árs af FL Group, Glitni og verkfræðistofunni VGK-Hönnun. 21.2.2007 06:15
Rós í hnappagatið Tom Hunter og Baugur eignast brátt Blooms og eru nú með 123 garðvöruverslanir á sínum snærum. 21.2.2007 06:00
Fleiri horfa til fjárfestinga í orkugeira Í lok síðustu viku tilkynntu Landsbankinn og Landsvirkjun á sameiginlegum blaðamannafundi um stofnun alþjóðlega fjárfestingarfélagsins HydroKraft Invest sem ætlað er að fjárfesta á erlendri grundu í verkefnum sem tengjast endurnýjanlegri orkuvinnslu. HydroKraft Invest er ætlað að leiða umbótaverkefni á sviði orkumála erlendis, einkum í Evrópu. 21.2.2007 06:00
Gott að vera stór Stundum er gott að vera stór. Samt ekki of stór. Ég naut þess í síðustu viku að vera einn af þeim kúnnum greiningardeildar Landsbankans sem fékk senda nýja greiningu á Eimskipafélaginu. Greiningin hljóðaði upp á mun hærra gengi en markaðsgengið. 21.2.2007 06:00
Marel vill borga, Stork ekki Stjórnarformaður Marels segir fyrirtækið tilbúið að borga töluvert yfirverð fyrir Stork Food Systems í Hollandi. Móðurfélagið, Stork N.V., vill á móti kaupa Marel. 21.2.2007 06:00
Rothschild-veldið verður til Á föstudag verða liðin 263 ár frá fæðingu Mayers Amschel Rothschild, stofnanda banka, sem heitir í höfuðið á honum. Bankinn lagði grunninn að veldi Rothschild-fjöldskyldunnar sem allt fram til dagsins í dag er á meðal auðugustu fjölskyldna í heimi. 21.2.2007 06:00
Eignir heimila jukust í janúar Eignir heimilanna jukust um 2,3 prósent að raunvirði í janúar miðað við eignaverðsvísitölu Greiningardeildar Kaupþings. 21.2.2007 05:45
Örmynt sem ekki fótar sig í sviptibyljum alþjóðlegs markaðar Spurningunni um hvort evruvæðing hér væri hagkvæm efnahagslífinu var velt upp á málþingi í Háskólanum í Reykjavík fyrir skömmu. Óli Kristján Ármannsson sat þingið, sem haldið var af Viðskiptaráði, nemendafélagi viðskiptafræðinema við skólann. 21.2.2007 05:30
Tilbúinn fyrir geimferð Ásókn hefur verið meðal efnaðra í ferð til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Fimmti ferðalangurinn er nú í startholunum. 21.2.2007 05:30
Norska ríkið selur hlutabréf í Storebrand Folketrygdfondet, opinber lífeyrissjóður í Noregi, hefur verið að minnka eignarhlut sinn í norska tryggingafélaginu Storebrand. Sjóðurinn átti 6,7 prósent þann 9. febrúar sem var hálfu prósentustigi minna en í byrjun mánaðarins. 21.2.2007 05:15
Rætur samkeppnishæfninnar Íslensk útrásarfyrirtæki eru drifin áfram af krafti og sameiginlegu markmiði. Þau kunna að nýta sér áður ónýttar glufur á erlendum mörkuðum en þar liggur vöxtur þeirra. 21.2.2007 05:00
Nýmæli í kostun prófessors við HÍ Friðrik Már Baldursson mun framvegis gegna stöðu prófessors við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands með fulltingi Kaupþings. Í lok síðasta árs gerðu Háskóli Íslands og Kaupþing með sér samning um ótímabundna kostun á stöðu prófessors við deildina. Það er nýmæli hér á landi. Fyrirtæki hafa áður kostað stöður við háskólann en stuðningurinn hefur hingað til alltaf verið tímabundinn. 21.2.2007 05:00
Bankar með brúðarslör Umræðan um sameiningu banka á Norðurlöndum er ekki bara á fleygiferð á Íslandi, en margir sjá tækifæri liggja í kaupum Exista á hlut í Sampo. Ekonomienyheterna í Svíaríki fjalla um bankamarkaðinn undir fyrirsögninni „Allir undirbúa brúðkaup.“ Þar er fjallað um mögulegan samruna Nordea og SEB. 21.2.2007 05:00
Gleði, metnaður og vöxtur hjá A. Karlssyni Linda Björk Gunnlaugsdóttir tók við starfi forstjóra A. Karlssonar á síðasta ári. Hún segir að eftir stefnumótun og endurskipulagningu sé þetta rótgróna fyrirtæki vel í stakk búið fyrir mikinn vöxt. Eggert Þór Aðalsteinsson hitti Lindu Björk að máli. 21.2.2007 04:45
Eldpipar í fornum réttum frumbyggja Fimmtán fornleifafræðingar frá Bandaríkjunum og Kanada, sem rannsakað hafa íverustaði frumbyggja í Mið-Ameríku á vegum bandarísku Smithsonian-stofnunarinnar, segja margt benda til að fornar menningarþjóðir syðra hafi ræktað chili, eða eldpipar, sem þeir skáru niður og krydduðu mat sinn með fyrir allt að 6.100 árum. 21.2.2007 04:30