Viðskipti innlent

Hlutabréf féllu í Aktiv Kapital

Hlutabréf í Aktiv Kapital féllu í verði um 9,6 prósent eftir að félagið birti ársuppgjör fyrir árið 2006 sem sýndi 3,3 milljarða króna tap fyrir skatta. Þar af var tapið á fjórða ársfjórðungi tæpir 1,4 milljarðar.

Þetta er töluverður viðsnúningur til hins verra frá árinu 2005 þegar hagnaðurinn nam 2,5 milljörðum eftir skatta.

Aktiv Kapital er fjármálafyrirtæki sem sérhæfir sig í innheimtu á viðskiptakröfum og starfar í tíu löndum. FL Group er annar stærsti hluthafinn með 13,3 prósenta hlut.

Rekstrartekjur norska félagsins námu 15,8 milljörðum króna í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×