Viðskipti innlent

Milestone skilaði 21,4 milljörðum í hagnað

Fjárfestingafélagið Milestone skilaði 21,4 milljarða króna hagnaði í fyrra samanborið við rúma 14,7 milljarða árið á undan.

Í ársuppgjöri félagsins kemur fram að arðsemi eigin fjár nam 92 prósentum og námu heildareignir ríflega 170 milljörðum króna, sem er um 102 prósenta aukning á árinu.

Eigið fé nam ríflega 43,7 milljörðum króna í árslok 2006 samanborið við rúmlega 25,8 milljarða krónur í lok fyrra árs.

„Afkoma Milestone á árinu 2006 var góð og arðsemi eiginfjár framúrskarandi. Félagið hefur styrkt sig umtalsvert með nýjum arðsömum fjárfestingum. Milestone hyggst vaxa áfram með styrkingu núverandi eininga og nýtingu á þeim fjárfestingartækifærum sem munu bjóðast innan þeirra kjarnasviða sem við höfum sérhæft okkur á," segir Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone, í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Uppgjör Milestone






Fleiri fréttir

Sjá meira


×