Viðskipti erlent

Microsoft greiði himinháar skaðabætur

Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum hefur dæmt Microsoft til að greiða einn og hálfan milljarð bandaríkjadala í skaðabætur til Alcatel-Lucent hugbúnaðarfyrirtækisins fyrir að hafa stolið einkaleyfisvörðu skráartegundinni mp3.

Microsoft héldu því fram að þeir hefðu keypt einkaleyfi á þeirri tækni sem þeir hefðu notað frá þýsku fyrirtæki en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að vissulega hefðu Microsoft notað tæknina frá Alcatel án leyfis og falsað einkaleyfisgögn til að reyna að komast upp með það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×