Viðskipti innlent

Kjarnafjárfestingar skila sér

Hagnaður samstæðu Milestone nam 21,4 milljörðum króna eftir skatta á árinu 2006, samkvæmt uppgjöri sem birt var í gær.

Í lok síðasta árs var arðsemi eigin fjár Milestone 92 prósent og heildareignir námu ríflega 170 milljörðum króna, jukust um 102 prósent á árinu. Eigið fé samstæðunnar nam ríflega 43,7 milljörðum króna og hafði aukist um 69 prósent frá því í byrjun ársins.

„Vöxtur hefur einkennt efnahag samstæðunnar á undanförnum árum með fjárfestingum og styrkingu eiginfjár. Heildareignir samstæðunnar hafa frá upphafi árs 2005 vaxið úr tæplega 11,4 milljörðum í rúmlega 170 milljarða, þar af 85,7 milljarða á árinu 2006,“ segir félagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×