Fleiri fréttir

Skoða skráningu Glitnis í erlenda kauphöll

Stjórnendur Glitnis hafa haft það til skoðunar að skrá bankann í erlenda kauphöll. „Slík skráning hefur marga kosti í för með sér fyrir félagið og munu stjórnendur bankans vega þá og meta vandlega á komandi mánuðum,“ sagði Einar Sveinsson, formaður stjórnar Glitnis, í ræðu sinni á aðalfundi bankans í gær.

Ísland fylgir munstri Evrópu

Ísland hefur á undanförnum árum fylgt sama munstri og Evrópa þegar kemur að yfirtökum og samrunum. Þetta er mat Dr. Ralph A. Walkling, prófessors við Drexel-háskóla í Fíladelfíu. Walkling hefur rannsakað yfirtökur og samruna undanfarin þrjátíu ár og er talinn meðal fremstu fræðimanna heims á því sviði.

Útilokar tryggingakaup

Björn Wahlroos, forstjóri Sampo Group, telur ólíklegt að fyrirtækið ráðist í kaup á öðru fjármálaþjónustufyrirtæki sem er með puttana í tryggingageiranum, svo sem skaða- og líftryggingum, og fjárfestingabankastarfsemi á borð við eignastýringu, verðbréfaviðskipti og eigna- og sjóða­stýringu. Þetta segir hann í viðtali við alþjóðaútgáfu Helsingin Sanomat.

Simbabve slær verðbólgumet

Verðbólgan í Afríkuríkinu Simbabve rauk í methæðir í síðasta mánuði þegar hún mældist 1.593,6 prósent á ársgrundvelli. Sé litið til hækkunar á milli mánaða jókst verðbólgan um 45,4 prósentustig frá því í desember. Að sögn hagstofu Simbabve munar mestu um hækkun á rafmagns-, gas- og öðru orkuverði milli mánaða.

Tækifæri þrátt fyrir hindranir

Miomir Boljanovic hefur verið búsettur á Íslandi í sex ár. Hann kom hingað árið 2001 ásamt eiginkonu sinni. Þá var uppgangur í tölvuiðnaði á heimsvísu og mikill skortur á hugbúnaðarsérfræðingum. Miomir fékk því fljótt vinnu hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Landmati sem er sérhæft í þróun upplýsingakerfa og var þar í þrjú ár.

Verða að vera í sambandi

Þegar upp var staðið í fyrirlestri Finns Mortensen var fátt eftir af gagnrýni hans á íslenska útrás í Danaveldi, annað en það að hann taldi að íslensku fyrirtækin þyrftu að vera duglegri við að svara dönskum blaðamönnum. Hann benti á að Peter Straarup, bankastjóri Danske Bank, væri skjótur til svars þegar eftir því væri leitað.

Færri tóku tappann úr flöskunni

Áfengisdrykkjaframleiðandinn Diageo skilaði 1,3 milljarða punda hagnaði á síðasta ári. Það svarar til 172 milljarða íslenskra króna, sem er öllu betri niðurstaða en stjórnendur fyrirtækisins höfðu gert ráð fyrir. Svo svartsýnir voru þeir að tilefni þótti til að senda neikvæða afkomuviðvörun frá fyrirtækinu vegna hugsanlegs samdráttar í sölu á áfengum drykkjum í fyrra.

Draumóralandið

Ísland á um þessar mundir í mikilli kreppu. Hún endurspeglast í því brenglaða gildis- og verðmætamati sem unga fólkið okkar hefur tileinkað sér, ekki hvað síst hinir villuráfandi sauðir sem gert hafa bókina Draumalandið að eins konar testamenti nýrra trúarbragða.

Hlúa ber vel að auðæfum þjóðarinnar

Lífeyrisbókin – handbók fyrir stjórnendur lífeyrissjóða – hefur verið endurútgefin af eignastýringu Kaupþings í samstarfi við lífeyrissjóðina. Útgefandinn vill með fræðsluritinu minna á þann mikla auð sem hefur safnast hjá lífeyrissjóðunum og koma á framf

Airbus veitir afslátt

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus hefur ákveðið að veita taílenska flugfélaginu Thai Airways afslátt af átta A330 farþegaþotum frá Airbus. Ástæðan er tafir á afhendingu A380 risaþotnanna, sem er tveimur árum á eftir áætlun. Thai Airways hafði pantað sex risaþotur frá Airbus en hótaði að draga kaupin til baka ef flugvélaframleiðandinn veitti flugfélaginu ekki afslátt.

Vísbendingar um vatn á Mars

Miklar líkur eru á að vatn hafi eitt sinn flætt um sprungur undir yfirborði rauðu plánetunnar Mars. Þetta segir hópur vísindamanna við nokkra af helstu háskólum Bandaríkjanna í grein sem þeir birtu undir lok síðustu viku í vísindatímaritinu Science.

Þrír keppa um uppgjör evruhlutabréfa

Deutsche Bank, eða annar erlendur banki, kann að keppa við Seðlabankann þegar kemur að uppgjöri í dagslok á hlutabréfum sem hér verða skráð í evrum.

Hafði fregnir af sköpunargleði og náttúrufegurð

Lisa Johnsons, frumkvöðull í markaðsrannsóknum með sérstakri áherslu á kauphegðun kvenna, hélt fyrirlestur á vegum Samtaka verslunar og þjónustu og Félags kvenna í atvinnurekstri í Salnum í Kópavogi í gær. Óli Kristján Ármannsson hafði samband við Lisu fy

Bankar í sviðsljósinu

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor’s efnir til ráðstefnu um íslensku bankana og framtíðarhorfur fjármálastofnana hér á landi og í Evrópu á Hótel Loftleiðum í fyrramálið. Ráðstefnan hefst klukkan hálf níu og stendur til hádegis.

Sættir í risaskattamáli Merck & Co

Stjórn bandaríska lyfjarisans Merck & Co, eins af stærstu lyfjafyrirtækjum í heimi, hefur náð samkomulagi við bandarísk skattayfirvöld um greiðslu ógreiddra skatta á árabilinu 1993 til 2001. Greiðslan, með vöxtum og álögðum kostnaði, nemur 2,3 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 155,8 milljörðum íslenskra króna. Þetta er önnur stærsta einstaka skattgreiðsla sögunnar.

Afsökun á Fiskare

Finn Mortensen, viðskiptaritstjóri Berlingske Tidende, var gestur Félags íslenskra stórkaupmanna á aðalfundi félagsins. Ef einhver bjóst við stórkarlalegum fjandsamlegum yfirlýsingum frá Mortensen þá varð sá hinn sami fyrir vonbrigðum.

Skoða sölu á Chrysler

Fjöldi fyrirtækja um víða veröld hefur sýnt áhuga á að kaupa Chrysler-hluta bandarísk-þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler samkvæmt Wall Street Journal.

Vatnasafn í Stykkishólmi

Fulltrúar Straums-Burðaráss, FL Group og Olíufélagsins ásamt fulltrúa Artangel-listastofnunarinnar í Bretlandi skrifuðu í gær undir samning um uppsetningu á Vatnasafni bandarísku listakonunnar Roni Horn í Stykkishólmi. Fyrirtækin leggja 13,5 milljónir króna til safnsins sem gert er ráð fyrir að verði opnað 5. maí.

Þorskur enn í toppsætinu

Framboð var ágætt á fismörkuðum landsins í síðustu viku. Seld voru 2.570 tonn af fiski samanborið við 3.164 tonn í vikunni á undan. Meðalverðið stóð í 164,96 krónum á kíló af fiski, sem er 5,27 króna lækkun á milli vikna. Þetta jafngildir því að fiskur hafi selst fyrir 424 milljónir króna í vikunni, að sögn skipa.is, vefs Fiskifrétta.

Mæla með Straumi

Greiningardeild Landsbankans hefur gefið út uppfært verðmat fyrir Straum-Burðarás. Deildin segir Straum-Burðarás hafa náð öllum markmiðum sínum á síðasta ári og mælir með því að fjárfestar kaupi bréf í bankanum.

Fjárfestingar lífeyrissjóða

Á morgun býður Lífeyrissjóður verkfræðinga til hádegisverðar á Grand Hótel Reykjavík milli klukkan tólf og eitt. Þar verður fjárfestingastefna lífeyrissjóða og hlutverk þeirra í efnahagslífinu rædd í þaula. Ræðumenn á fundinum verða þau Helga Jónsdóttir, framkvæmdastjóri BSRB, Skarphéðinn Berg Steinarsson hjá Baugi og Tryggvi Þór Herbertsson, forstjóri nýja fjárfestingabankans Aska Capital.

LOGOS kostar stöðu lektors í HÍ

LOGOS lögmannsþjónusta kostar stöðu lektors við lagadeild Háskóla Íslands næstu þrjú árin. Kristín Ingólfsdóttir rektor, Páll Hreinsson, forseti lagadeildar, og Gunnar Sturluson, framkvæmdastjóri LOGOS, undirrituðu samning þessa efnis í gær.

Hagnaður Wal-Mart upp eftir verðlækkanir

Hagnaður Wal-Mart verslunarkeðjunnar jókst um 9,8 prósent frá nóvember til loka janúar þegar fyrirtækið lækkaði vöruverð til að laða að viðskiptavini. Hækkun á fjórða ársfjórðungi síðasta árs er 340 milljónum bandaríkjadollara hærri en frá fyrra ári. Hagnaður á síðasta ársfjórðungi var 3,94 milljarðar dollara.

Besta afkoman í sögu Icelandair Group

Icelandic Group skilaði ríflega 2,6 milljarða króna hagnaði á síðasta ári. Félagið skilaði hins vegar 555 milljóna króna tapi á fjórða og síðasta rekstrarfjórðungi síðasta árs. Þetta er besta afkoman í sögu félagsins, sem var skráð í Kauphöll Íslands undir lok síðasta árs.

Yfir 100 sýnendur á Tækni og vit 2007

Yfir 100 sýnendur hafa skráð sig til þátttöku á stórsýningunni Tækni og vit 2007 verður haldin í Fífunni í Kópavogi dagana 8.-11. mars næstkomandi. Mikil gróska er í tækni- og þekkingariðnaði og verður sýningin stærsti viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi á þessu sviði.

Icelandic Glacial með víðtæka dreifingu í N-Ameríku

Íslenska fyrirtækið Icelandic Water Holdings, sem framleiðir átappað vatn á flöskum undir vörumerkinu Icelandic Glacial í Þorlákshöfn, hefur gert samning við kanadíska fyrirtækið Leading Brands um dreifingu á vatninu í Kanada og í Bandaríkjunum. Fyrirtækið mun meðal annars selja vatnið í verslanakeðjunum Shoppers Drug Mart, Whole Foods Markets og í Wal-Mart auk annarra verslana.

Leiðtogar ræða um uppsagnir Airbus

Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, funduðu í dag vegna yfirvofandi uppsagna hjá evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus. Airbus hefur festað að greina frá hagræðingu í rekstri félagsins en óttast er að tugþúsundir starfsmanna fyrirtækisins verði sagt upp á næstu þremur árum.

Friðrik Már Baldursson prófessor með fulltingi Kaupþings

Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að dr. Friðrik Már Baldursson, gegni stöðu prófessors með fulltingi Kaupþings. Þetta er í samræmi við sambning sem HÍ og Kaupþing gerðu undir lok síðasta árs um ótímabundna kostun á stöðu prófessors í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.

Óvissa í Japan

Seðlabanki Japans ákveður á morgun hvort breytingar verði gerðar á stýrivöxtum landsins. Greiningardeild Glitnis segir mikla óvissu ríkja um ákvörðun bankans og bendir á að jafnar líkur séu á því hvort vextirnir verði óbreyttir eða hækki um fjórðung úr prósenti. Vextirnir hafa ekki verið hækkaðir síðan um mitt síðasta ár eftir nokkurra ára núllvaxtastig.

Warner býður í EMI

Bandaríski útgáfurisinn Warner Music hefur gert tilboð í útgáfufélagið EMI. Ekki er um yfirtökutilboð en ekki er ólíklegt að út í það verði farið, að sögn forsvarsmanna EMI. Tilboð sem þetta er enginn nýlunda því bæði fyrirtækin hafa ítrekað reynt að kaupa hvort annað á síðastliðnum sjö árum.

Alfesca kaupir franskan skelfiskframleiðanda

Matvælaframleiðandinn Alfesca hefur keypt franska skelfiskframleiðandann Adrimex fyrir um 1,9 milljarða krónur. Adrimex er leiðandi í framleiðslu og sölu úrvalsskelfisks.

Airbus frestar tilkynningu um hagræðingu

Evrópsku flugvélasmiðirnir hjá Airbus hafa ákveðið að fresta því að tilkynna um fyrirhuguð hagræðingaráform hjá fyrirtækinu. Ástæðan er sú að ekki hafa náðst sættir við dótturfélög Airbus víðs vegar í Evrópu. Óttast er að tugþúsund starfsmenn fyrirtækisins missi vinnuna hjá Airbus.

Hagnaður Stoða rúmlega fimmfaldast

Fasteignafélagið Stoðir hf. skilaði tæplega 11,4 milljarða króna hagnaði á síðasta ári samanborið við tæplega 2,1 milljarðs króna hagnaðar ári fyrr.

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkar

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði að meðaltali um 30 sent á markaði og fór í rétt tæpa 59 dali á tunnu í dag eftir að mannræningjar slepptu úr haldi bandarískum olíuverkamönnum hjá þarlendum olíufyrirtækjum í Nígeríu. Þá ákvaðu Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, sömuleiðis að mæla ekki með því á næsta fundi sínum að draga úr olíuframleiðslu.

Sími fyrir heyrnarlausa

SMS-smáskilaboð voru bylting fyrir samfélag heyrnarlausra en nú er von á nýrri byltingu. Verkefnið MobileASL sem nú er langt komið við Washington-háskóla í Bandaríkjunum er að ná að fullkomna tækni sem gerir fólki kleyft að tala táknmál í gegnum myndsíma sem auðvelt er að stinga í vasa. Símarnir eru með stóran skjá og innbygða upptökuvél. Vandamálið sem enn blasir við er að flutningsgeta GSM-kerfa dugir illa fyrir rauntíma video-samskipti. Til að ná þeirri skerpu sem þarf á skjáina til að táknmálið skiljist hefur hópurinn hannað nýjan video-staðal byggðan á H.264 staðli Apple, x264, en þessi staðall gefur mjög skýra mynd þó hún sé lítil. Það má búast við að á næstu árum geti heyrnarlausir hérlendis farið að nýta sér þessa tækni.

Minna tap hjá Kögun

Kögun hf skilaði 983 milljóna króna tapi á síðasta ári samanborið við tæplega 636 milljóna króna tap árið á undan. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu 3.632 milljónum króna á árinu sem er 99 prósenta hækkun frá 2005 auk þess sem rekstrarhagnaður (EBITDA) nam 1.542 milljónum á árinu sem er liðleg tvöföldun á milli ára.

Kaupþing spáir 5,5% verðbólgu í mars

Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverð lækki um 0,7 prósentustig í næsta mánuði. Gangi það eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 5,5 prósent miðað við 7,4 prósent í febrúar. Deildin segir lækkun matarskatts hafa veruleg áhrif á verðbólgumælinguna en að hækkun á verði fasteigna, fatnaði og skóm muni vega á móti.

Landsbanki og Landsvirkjun í endurnýjanlegri orkuvinnslu

Landsbankinn og Landsvirkjun hafa stofnað sameiginlegt fjárfestingafélag um endurnýjanlega orkuvinnslu erlendis. Félagið heitir HydroKraft Invest en því er ætlað að fjárfesta í verkefnum á erlendis sem tengjast endurnýjanlegri orkuvinnslu, með áherslu á vatnsafl.

ESB spáir minni verðbólgu í ár

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur uppfært hagvaxtarspá fyrir evrusvæðið á þessu ári. Þá eru horfur á minni verðbólgu en reiknað var með. Joaquín Almunia , sem fer með efnahagsmál innan framkvæmdastjórnar ESB, segir að gert sé ráð fyrir 2,4 prósenta hagvexti á evrusvæðinu. Það er 0,3 prósentustigum meira en fyrri spá hljóðaði upp á.

BA og Goldman Sachs ekki í yfirtökuhugleiðingum

Breska flugfélagið British Airways og bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs hafa ekki í hyggju að gera yfirtökutilboð í bandaríska flugrekstrarfélagið AMR Corporation, móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines. Gengi bréfa í FL Group, sem keypti tæpan 6 prósenta hlut í AMR undir lok síðasta árs, hækkaði mest um rúm 5 prósent í Kauphöll Íslands vegna frétta um hugsanlegt yfirtökutilboð í AMR.

Afkoma TM undir spám

Tryggingamiðstöðin (TM) skilaði 696 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samanborið við tæpa 7,2 milljarða krónur árið 2005. Hagnaður tryggingafélagsins nam 231,6 milljónum króna á fjórða ársfjórðungi 2006 sem er undir meðaltalsspá greiningardeilda viðskiptabankanna.

Forstjórinn hættir í sumar

Pelle Törnberg, forstjóri sænsku fríblaðaútgáfunnar Metro International, hefur ákveðið að láta af störfum í lok sumars. Törnberg er frumkvöðull á sviði dagblaðaútgáfu en hann, ásamt öðrum, ýtti fríblaðinu Metro úr vör á götum Stokkhólms árið 1995.

Gengistap tæpur milljarður: Teymi birti uppgjör fjórða ársfjórðungs í gær.

Tap fjarskipta- og upplýsingatæknifyrirtækisins Teymis nam 1.253 milljónum króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Félagið birti uppgjör í gær. Tapið er langt yfir spá Landsbankans upp á 93 milljóna króna tap. Teymi segir að gengistap vegna langtímaskulda skýri 927 milljónir króna af tapinu og bendir á að miðað við núverandi gengi krónunnar séu þau áhrif gengin til baka.

Sjá næstu 50 fréttir