Viðskipti innlent

Meiri hækkun en allt árið 2006

Kauphallar Íslands stendur í nýjum methæðum eftir töluverða hækkun á hlutabréfamarkaði í gær. Vísitalan hækkaði þá um 1,25 prósent og stóð í 7.446 stigum.

Þar með nemur hækkun ársins 16,16 prósentum sem er orðin meiri hækkun en á öllu árinu í fyrra. Þá var ávöxtun Úrvalsvísitölunnar 15,8 prósent.

Til samanburðar settu greiningardeildir viðskiptabankanna fram spár í upphafi árs um að Úrvalsvísitalan myndi hækka um 20-25 prósent á árinu 2007.

Fimm fyrirtæki hafa hækkað um fimmtung eða meira það sem af er ári.

Þau koma öll úr fjármálageiranum og eru: Exista, FL Group, Glitnir, Landsbankinn og Straumur-Burðarás. Exista er hástökkvari ársins með um 28 prósenta hækkun.

Kaupþing, verðmætasta félagið í Kauphöllinni, hefur hækkað um 19,4 prósent á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×