Samvinnuhugsjónin á erindi við þjóðina Skúli Þ.Skúlason skrifar 23. janúar 2014 06:00 Íbúar jarðar eru um 7 milljarðar um þessar mundir og af þeim er um 1 milljarður skráður í samvinnufélag. Samvinnufélögin eru gríðarsterk um allan heim, þau eru nærri ein og hálf milljón talsins og starfa á fjölmörgum sviðum samfélagsins. Hér á landi er verslunarrekstur þeirra aðalsvið, en auk þess starfa þau í landbúnaði og útgerð. Í öðrum löndum fást félögin við heilsugæslu, fjármálastarfsemi, tryggingastarfsemi, rekstur íþróttafélaga, búsetufélaga, útfararþjónustu, fjarskiptafyrirtækja og svona mætti áfram telja. Í löndum, þar sem atvinnulíf og mikilvægir innviðir samfélagsins eru vanþróaðir, ganga æ fleiri framleiðendur til liðs við samvinnuhugsjónina og á það ekki síst við um matvælaframleiðendur, og þá einkum bændur. Markmiðið er að bæta lífskjörin, en það er einmitt megintilgangur samvinnufélaganna, að stuðla að efnahagslegum ávinningi félagsmanna og um leið samfélagsins í heild. Grundvöll sinn byggja þau á lýðræði félagsmanna og jöfnum atkvæðisrétti við stjórnun félaganna, þar sem ákvarðanir eru teknar í þágu samfélags og samvinnu, ekki í þágu sérhagsmuna.Samvinnufélögin algeng Það er því kannski ekki tilviljun að í vaxandi hagkerfum BRIC-landanna, Brasilíu, Rússlands, Indlands og Kína, eru um 15 prósent landsmanna í samvinnufélagi og þar með eigendur að félögunum. Það er e.t.v. heldur ekki tilviljun að fjórðungur þýska bankakerfisins er rekinn í samvinnuformi, né heldur að um 42 milljónir Bandaríkjamanna fái heimilisrafmagnið frá samvinnufyrirtæki á sviði raforkusölu. Í Bandaríkjunum einum eru um 30 þúsund samvinnufélög, sem skapa um tvær milljónir starfa. Í Kenía afla samvinnufélög 45% þjóðarframleiðslunnar. Í samvinnufélagi eru meðlimir þess jafnframt eigendur félagsins. Sú er jafnframt grunnforsenda samvinnustarfsins. Í Asíu eru 536 milljónir manna eigendur að samvinnufélagi, 171 milljón manna eigendur að hlutafélögum. Í Evrópu eru um 123 milljónir manna í samvinnufélagi, 58 milljónir eigendur að hlutafélögum. Á Íslandi eru í dag rúmlega 30 þúsund manns í samvinnufélagi, eða um 10% þjóðarinnar.Heimsþekkt vörumerki Samvinnufélög framleiða margar þekktustu vörur heims, þeirra á meðal er ein elsta og þekktasta vara Frakka, kampavínið frá Champagnehéraði. Lurpak er eitt þekktasta vörumerki í smjöri í Evrópu. Það er framleitt og í eigu átta þúsund samvinnubænda í Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi. Um 90% heildarframleiðslu Parmesanostsins á Ítalíu eru framleidd hjá samvinnubændum. Hráefnið í sinnepið Colman's English kemur frá breskum samvinnumönnum.Fairtrade frá Mexíkó Fairtrade er vaxandi viðskiptasáttmáli í alþjóðaviðskiptum og valkostur við hinar hefðbundnu alþjóðlegu viðskiptavenjur. Fairtrade lofar stöðugu verðlagi og langtíma viðskiptasambandi. Það stuðlar jafnframt að því að framleiðendur í þróunarlöndunum fái hærra verð en áður hefur tíðkast, að því tilskildu að þeir verji meira fjármagni til að bæta vinnuskilyrði, afla hreinna vatns og taki þátt í samfélagslegum verkefnum. Fairtrade var stofnað af samvinnuhreyfingunni í Mexíkó. Nú eru um 75% vara undir merkjum Fairtrade framleidd af samvinnufélögum. Eins og fyrr segir eru íslensk fyrirtæki mörg hver rekin í samvinnufélögum, þeirra á meðal eru útgerðarfyrirtæki og verslanir, auk félaga á öðrum sviðum. Það er því ekki að efa að enn eiga grunngildi samvinnustarfs um þátttöku, jafnræði og samfélagslega ábyrgð erindi við íslenska þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Íbúar jarðar eru um 7 milljarðar um þessar mundir og af þeim er um 1 milljarður skráður í samvinnufélag. Samvinnufélögin eru gríðarsterk um allan heim, þau eru nærri ein og hálf milljón talsins og starfa á fjölmörgum sviðum samfélagsins. Hér á landi er verslunarrekstur þeirra aðalsvið, en auk þess starfa þau í landbúnaði og útgerð. Í öðrum löndum fást félögin við heilsugæslu, fjármálastarfsemi, tryggingastarfsemi, rekstur íþróttafélaga, búsetufélaga, útfararþjónustu, fjarskiptafyrirtækja og svona mætti áfram telja. Í löndum, þar sem atvinnulíf og mikilvægir innviðir samfélagsins eru vanþróaðir, ganga æ fleiri framleiðendur til liðs við samvinnuhugsjónina og á það ekki síst við um matvælaframleiðendur, og þá einkum bændur. Markmiðið er að bæta lífskjörin, en það er einmitt megintilgangur samvinnufélaganna, að stuðla að efnahagslegum ávinningi félagsmanna og um leið samfélagsins í heild. Grundvöll sinn byggja þau á lýðræði félagsmanna og jöfnum atkvæðisrétti við stjórnun félaganna, þar sem ákvarðanir eru teknar í þágu samfélags og samvinnu, ekki í þágu sérhagsmuna.Samvinnufélögin algeng Það er því kannski ekki tilviljun að í vaxandi hagkerfum BRIC-landanna, Brasilíu, Rússlands, Indlands og Kína, eru um 15 prósent landsmanna í samvinnufélagi og þar með eigendur að félögunum. Það er e.t.v. heldur ekki tilviljun að fjórðungur þýska bankakerfisins er rekinn í samvinnuformi, né heldur að um 42 milljónir Bandaríkjamanna fái heimilisrafmagnið frá samvinnufyrirtæki á sviði raforkusölu. Í Bandaríkjunum einum eru um 30 þúsund samvinnufélög, sem skapa um tvær milljónir starfa. Í Kenía afla samvinnufélög 45% þjóðarframleiðslunnar. Í samvinnufélagi eru meðlimir þess jafnframt eigendur félagsins. Sú er jafnframt grunnforsenda samvinnustarfsins. Í Asíu eru 536 milljónir manna eigendur að samvinnufélagi, 171 milljón manna eigendur að hlutafélögum. Í Evrópu eru um 123 milljónir manna í samvinnufélagi, 58 milljónir eigendur að hlutafélögum. Á Íslandi eru í dag rúmlega 30 þúsund manns í samvinnufélagi, eða um 10% þjóðarinnar.Heimsþekkt vörumerki Samvinnufélög framleiða margar þekktustu vörur heims, þeirra á meðal er ein elsta og þekktasta vara Frakka, kampavínið frá Champagnehéraði. Lurpak er eitt þekktasta vörumerki í smjöri í Evrópu. Það er framleitt og í eigu átta þúsund samvinnubænda í Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi. Um 90% heildarframleiðslu Parmesanostsins á Ítalíu eru framleidd hjá samvinnubændum. Hráefnið í sinnepið Colman's English kemur frá breskum samvinnumönnum.Fairtrade frá Mexíkó Fairtrade er vaxandi viðskiptasáttmáli í alþjóðaviðskiptum og valkostur við hinar hefðbundnu alþjóðlegu viðskiptavenjur. Fairtrade lofar stöðugu verðlagi og langtíma viðskiptasambandi. Það stuðlar jafnframt að því að framleiðendur í þróunarlöndunum fái hærra verð en áður hefur tíðkast, að því tilskildu að þeir verji meira fjármagni til að bæta vinnuskilyrði, afla hreinna vatns og taki þátt í samfélagslegum verkefnum. Fairtrade var stofnað af samvinnuhreyfingunni í Mexíkó. Nú eru um 75% vara undir merkjum Fairtrade framleidd af samvinnufélögum. Eins og fyrr segir eru íslensk fyrirtæki mörg hver rekin í samvinnufélögum, þeirra á meðal eru útgerðarfyrirtæki og verslanir, auk félaga á öðrum sviðum. Það er því ekki að efa að enn eiga grunngildi samvinnustarfs um þátttöku, jafnræði og samfélagslega ábyrgð erindi við íslenska þjóð.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar