Ég bið þig Ísland, að ganga í ESB Erik Scheller skrifar 16. janúar 2014 06:00 Fyrir stuttu lauk árlegum fundi Norðurlandaráðs í Ósló. Svíþjóð, Noregur, Finnland, Ísland og Danmörk og sjálfsstjórnarsvæðin hittust, eins og vant er, til að vinna að áframhaldandi norrænu samstarfi. Út frá sameiginlegri sögu/fortíð leggjum við grunninn að sameiginlegri framtíð. Lönd okkar hafa sameinaða rödd á alþjóðlegum vettvangi. Við mætumst með það að markmiði að viðhalda sterkum velferðarríkjum með opnum útflutningsmiðuðum hagkerfum. Við erum talsmenn jafnréttis, hreinskilni og umburðarlyndis. Þegar Svíþjóð nýlega tók á móti Obama forseta í hans opinberu heimsókn þótti okkur ekkert annað en sjálfsagt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra myndi einnig vera viðstaddur og fá tækifæri til að tala fyrir hönd Íslands. Okkar norræna rödd getur orðið sterkari því fleiri sem sameiginlegir snertifletir okkar verða. Metnaður minn og margra annarra Svía er að Svíþjóð muni eins fljótt og auðið er ganga í NATO og ósk mín, sem og margra annarra Svía, er að eins fljótt og auðið er muni Ísland og einnig Noregur, verða aðilar að Evrópusambandinu. Þó er það svo að aðeins Íslendingar sjálfir geta ákveðið hvort aðildarviðræðum verði haldið áfram. Svíþjóð og sænskir stjórnmálamenn geta ekki gert annað en að standa hjá og vonast til að geta greitt Íslendingum leiðina til Brussel. Og Svíar hafa góða ástæðu til að vona:- Aðild Íslands að ESB myndi styrkja hina norrænu rödd í Evrópu. Til að mynda með eigin framkvæmdastjóra, atkvæði i ráðherraráðinu og fleiri norrænum sætum á Evrópuþinginu.- Aðild Íslands að ESB myndi styrkja Atlantshafstengslin enn frekar. Ykkar framúrskarandi samband við Kanada myndi bæta enn frekar hið verðandi samstarf milli ESB og Kanada sem nú myndast með fríverslunarsamningnum milli þessara tveggja aðila.- Aðild Íslands að ESB myndi ljúka stækkun ESB í norðvesturátt. Nú þegar evrópskt samstarf vex í austur, sem er sannarlega jákvæð þróun, er það jafnframt mikilvægt að norðvesturhluti sambandsins haldi áfram að gegna stóru hlutverki. Ég hef mikinn skilning á að sigrast þurfi á mörgum áskorunum ætli Ísland að gerast meðlimur í Evrópusambandinu. Þó er ég viss um að þetta séu áskoranir sem hægt er að sigrast á í sameiningu. Með EES-samningnum ættu nýjar samningaviðræður að geta hafist tafarlaust á ný og á áhrifaríkan hátt. Svíþjóð mun standa með ykkur. Þannig birtast tengsl bræðraþjóða. Í maí á næsta ári eru kosningar til Evrópuþingsins. Þar kem ég til með að vera fulltrúi frjálslyndra gilda og hins norræna samfélagslíkans. Þegar sá dagur kemur að Ísland ákveður að taka fullan þátt í hinu evrópska samstarfi þá mun ég standa með hagsmunum ykkar í Brussel. Sem Norðurlandabúar eigum við hjálpast að og styðja hverjir aðra. Þau skilaboð sem ég er að reyna að koma á framfæri eru að ávinningurinn fyrir okkur öll er of stór til þess að láta kyrrt liggja: Ég bið þig Ísland, að ganga í ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu lauk árlegum fundi Norðurlandaráðs í Ósló. Svíþjóð, Noregur, Finnland, Ísland og Danmörk og sjálfsstjórnarsvæðin hittust, eins og vant er, til að vinna að áframhaldandi norrænu samstarfi. Út frá sameiginlegri sögu/fortíð leggjum við grunninn að sameiginlegri framtíð. Lönd okkar hafa sameinaða rödd á alþjóðlegum vettvangi. Við mætumst með það að markmiði að viðhalda sterkum velferðarríkjum með opnum útflutningsmiðuðum hagkerfum. Við erum talsmenn jafnréttis, hreinskilni og umburðarlyndis. Þegar Svíþjóð nýlega tók á móti Obama forseta í hans opinberu heimsókn þótti okkur ekkert annað en sjálfsagt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra myndi einnig vera viðstaddur og fá tækifæri til að tala fyrir hönd Íslands. Okkar norræna rödd getur orðið sterkari því fleiri sem sameiginlegir snertifletir okkar verða. Metnaður minn og margra annarra Svía er að Svíþjóð muni eins fljótt og auðið er ganga í NATO og ósk mín, sem og margra annarra Svía, er að eins fljótt og auðið er muni Ísland og einnig Noregur, verða aðilar að Evrópusambandinu. Þó er það svo að aðeins Íslendingar sjálfir geta ákveðið hvort aðildarviðræðum verði haldið áfram. Svíþjóð og sænskir stjórnmálamenn geta ekki gert annað en að standa hjá og vonast til að geta greitt Íslendingum leiðina til Brussel. Og Svíar hafa góða ástæðu til að vona:- Aðild Íslands að ESB myndi styrkja hina norrænu rödd í Evrópu. Til að mynda með eigin framkvæmdastjóra, atkvæði i ráðherraráðinu og fleiri norrænum sætum á Evrópuþinginu.- Aðild Íslands að ESB myndi styrkja Atlantshafstengslin enn frekar. Ykkar framúrskarandi samband við Kanada myndi bæta enn frekar hið verðandi samstarf milli ESB og Kanada sem nú myndast með fríverslunarsamningnum milli þessara tveggja aðila.- Aðild Íslands að ESB myndi ljúka stækkun ESB í norðvesturátt. Nú þegar evrópskt samstarf vex í austur, sem er sannarlega jákvæð þróun, er það jafnframt mikilvægt að norðvesturhluti sambandsins haldi áfram að gegna stóru hlutverki. Ég hef mikinn skilning á að sigrast þurfi á mörgum áskorunum ætli Ísland að gerast meðlimur í Evrópusambandinu. Þó er ég viss um að þetta séu áskoranir sem hægt er að sigrast á í sameiningu. Með EES-samningnum ættu nýjar samningaviðræður að geta hafist tafarlaust á ný og á áhrifaríkan hátt. Svíþjóð mun standa með ykkur. Þannig birtast tengsl bræðraþjóða. Í maí á næsta ári eru kosningar til Evrópuþingsins. Þar kem ég til með að vera fulltrúi frjálslyndra gilda og hins norræna samfélagslíkans. Þegar sá dagur kemur að Ísland ákveður að taka fullan þátt í hinu evrópska samstarfi þá mun ég standa með hagsmunum ykkar í Brussel. Sem Norðurlandabúar eigum við hjálpast að og styðja hverjir aðra. Þau skilaboð sem ég er að reyna að koma á framfæri eru að ávinningurinn fyrir okkur öll er of stór til þess að láta kyrrt liggja: Ég bið þig Ísland, að ganga í ESB.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun