Átak gegn ofbeldi? Rósa María Hjörvar skrifar 25. janúar 2014 06:00 Þó að það geti vissulega verið gaman að baða sig í sviðsljósinu, efast ég um að fatlaðar konur hafi haft gagn af þeirri umræðu um kynferðislegt ofbeldi sem hefur átt sér stað undanfarnar vikur. Og ég efast um að þau úrræði sem kynnt hafa verið, breyti þeirri staðreynd að fatlaðar konur eru einna líklegastar til þess að verða fórnarlömb ofbeldis. Þótt það sé virðingarvert og sjálfsagt að Stígamót ætli sér að gera aðstöðu sína aðgengilega fötluðum konum, er það þegar tekið er tillit til umfangs og gerð vandans, á við að reyna auka flugöryggi með svampdýnum. Og þegar talað er um að gera fatlaðar konur að börnum í lagalegum skilningi og veita þeim vernd þannig, þá er það beinlínis meiðandi og eykur á ímynd fatlaðra kvenna sem ósjálfbjarga fórnarlömb. Ef ætlun manna er að bæta skilning á þeim vanda sem fötluð fórnarlömb ofbeldis eru í hlýtur það að vera grundvallaratriði að þetta sé gert í samráði við samtök fatlaðra og fatlaðar konur sjálfar.Viðhorfið Kynbundið ofbeldi gegn fötluðum konum er þó ekki óleysanlegt vandamál. Rannsóknir á Norðurlöndum sýna að það hefur í raun mjög lítið með eiginlega fötlun að gera en meira með viðhorf gagnvart fötluðum og þeim aðstæðum sem samfélagið kýs að setja fatlaða í. Það er nefnilega alfarið í höndum samfélagsins að gefa fötluðum tækifæri til þess að móta líf sitt með reisn og sjálfstæði og sporna þannig gegn ofbeldi. Að brjóta niður einangrun og jaðarsetningu fatlaðra er átak gegn ofbeldi. Að tryggja fötluðum ferðafrelsi og aðgengi að vinnu og menntun er átak gegn ofbeldi. Að tryggja fötluðum fjárhagslegt sjálfstæði og jafnan aðgang að stofnunum samfélagsins er átak gegn ofbeldi. Við þurfum ekki að leita lengra, kalla til fleiri sérfræðinga eða setja niður nefndir, við sem samfélag vitum nákvæmlega hvers er krafist, það þarf bara að framkvæma. Tryggja mannsæmandi ferðaþjónustu um land allt, svo fatlaðir geti sinnt störfum sínum og áhugamálum. Tryggja framkvæmd nýrrar byggingarreglugerðar svo fötluðum sé tryggt aðgengi á öllum sviðum þjóðfélagsins. Byggja félagslegar íbúðir svo fatlaðir hafi raunverulegt val um búsetu. Og svo hitt, að skilja það að einstaklingar, hvort sem þeir eru fatlaðir eða ófatlaðir, geta aðeins blómstrað ef þeim er gefið tækifæri til að vaxa. Við þurfum að hlúa að öllum borgurum þessa lands og hætta að beita hugtökum og orðræðu sem er til þess fallin að meiða og einangra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Þó að það geti vissulega verið gaman að baða sig í sviðsljósinu, efast ég um að fatlaðar konur hafi haft gagn af þeirri umræðu um kynferðislegt ofbeldi sem hefur átt sér stað undanfarnar vikur. Og ég efast um að þau úrræði sem kynnt hafa verið, breyti þeirri staðreynd að fatlaðar konur eru einna líklegastar til þess að verða fórnarlömb ofbeldis. Þótt það sé virðingarvert og sjálfsagt að Stígamót ætli sér að gera aðstöðu sína aðgengilega fötluðum konum, er það þegar tekið er tillit til umfangs og gerð vandans, á við að reyna auka flugöryggi með svampdýnum. Og þegar talað er um að gera fatlaðar konur að börnum í lagalegum skilningi og veita þeim vernd þannig, þá er það beinlínis meiðandi og eykur á ímynd fatlaðra kvenna sem ósjálfbjarga fórnarlömb. Ef ætlun manna er að bæta skilning á þeim vanda sem fötluð fórnarlömb ofbeldis eru í hlýtur það að vera grundvallaratriði að þetta sé gert í samráði við samtök fatlaðra og fatlaðar konur sjálfar.Viðhorfið Kynbundið ofbeldi gegn fötluðum konum er þó ekki óleysanlegt vandamál. Rannsóknir á Norðurlöndum sýna að það hefur í raun mjög lítið með eiginlega fötlun að gera en meira með viðhorf gagnvart fötluðum og þeim aðstæðum sem samfélagið kýs að setja fatlaða í. Það er nefnilega alfarið í höndum samfélagsins að gefa fötluðum tækifæri til þess að móta líf sitt með reisn og sjálfstæði og sporna þannig gegn ofbeldi. Að brjóta niður einangrun og jaðarsetningu fatlaðra er átak gegn ofbeldi. Að tryggja fötluðum ferðafrelsi og aðgengi að vinnu og menntun er átak gegn ofbeldi. Að tryggja fötluðum fjárhagslegt sjálfstæði og jafnan aðgang að stofnunum samfélagsins er átak gegn ofbeldi. Við þurfum ekki að leita lengra, kalla til fleiri sérfræðinga eða setja niður nefndir, við sem samfélag vitum nákvæmlega hvers er krafist, það þarf bara að framkvæma. Tryggja mannsæmandi ferðaþjónustu um land allt, svo fatlaðir geti sinnt störfum sínum og áhugamálum. Tryggja framkvæmd nýrrar byggingarreglugerðar svo fötluðum sé tryggt aðgengi á öllum sviðum þjóðfélagsins. Byggja félagslegar íbúðir svo fatlaðir hafi raunverulegt val um búsetu. Og svo hitt, að skilja það að einstaklingar, hvort sem þeir eru fatlaðir eða ófatlaðir, geta aðeins blómstrað ef þeim er gefið tækifæri til að vaxa. Við þurfum að hlúa að öllum borgurum þessa lands og hætta að beita hugtökum og orðræðu sem er til þess fallin að meiða og einangra.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar