Hættu að rembast við að selja! Þóranna K. Jónsdóttir, MBA og markaðsnörd skrifa 22. janúar 2014 12:17 Peter Drucker sagði: „Markmiðið með markaðssetningu er að gera sölumennsku óþarfa. Markmiðið með markaðssetningu er að þekkja og skilja viðskiptavininn svo vel að varan eða þjónustan henti honum og selji sig sjálf. Þegar best lætur leiðir markaðssetning til þess að viðskiptavinurinn er tilbúinn til að kaupa.“Það vill enginn láta trufla sig Þrátt fyrir það eru alltaf einhverjir sem halda áfram að stunda sölumennsku à la „used car salesmen“. Það eru námskeið í sölumennsku, sölutækni, að loka sölunni og svo framvegis og svo framvegis. Það eru enn einhverjir sem maður hefur aldrei talað við áður að trufla mann með símhringingu frá því að horfa á uppáhaldsþáttinn á kvöldin og enn fólk að leita að netföngum á vefnum og senda tölvupóst til einhverra sem aldrei hafa heyrt um það áður. HÆTTIÐ! Það vill enginn láta trufla sig! Það er enginn tilbúinn að kaupa af þér eftir eitt símtal eða einn tölvupóst sem það vildi aldrei fá til að byrja með! Og það er dýrt. Ferlega dýrt. John Cleese spurði fyrir hrun af hverju Kaupþing hringdi ekki bara í alla í staðinn fyrir að gera auglýsingar. Hann er grínari! Og þetta var fyrir hrun.Sambandið skiptir máli Markaðssetning snýst um að mynda samband. Samband sem verður til þess að fólk verslar við þig aftur og aftur og velur þig fram yfir samkeppnina. Hefðbundnar söluaðferðir eru eins og að labba upp að stelpunni á barnum og biðja hana strax að giftast sér. Hversu líklegt er að hún segi já? Hversu líklegt er að það verði mikið meira úr sambandinu? Hvað með að byrja bara rólega? Kynnast henni, spjalla, fá að vita á hverju hún hefur áhuga og hvers hún þarfnast, deila þeim áhuga með henni og aðstoða hana með það sem hún þarf á að halda. Svolítið líklegra til hjónabands eða hvað? Það er markaðssetning. Eins og Drucker segir, að þekkja og skilja viðskiptavininn og veita honum það sem hentar honum.„Ég elska Ikea” Hefurðu nokkurn tímann fengið sölusímtal frá Ikea? Eða óumbeðinn tölvupóst frá Apple? Ruslpóst frá Coke? Neibb, ekki ég heldur. Af hverju? Af því að þau markaðssetja – og eru fáránlega góð í því. Sem er ástæðan fyrir því að þú heyrir jafnvel fólk segja „ég elska Ikea“, „ég elska Apple“, „ég elska kók“ – og ef það er ekki gott samband, þá veit ég ekki hvað! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Peter Drucker sagði: „Markmiðið með markaðssetningu er að gera sölumennsku óþarfa. Markmiðið með markaðssetningu er að þekkja og skilja viðskiptavininn svo vel að varan eða þjónustan henti honum og selji sig sjálf. Þegar best lætur leiðir markaðssetning til þess að viðskiptavinurinn er tilbúinn til að kaupa.“Það vill enginn láta trufla sig Þrátt fyrir það eru alltaf einhverjir sem halda áfram að stunda sölumennsku à la „used car salesmen“. Það eru námskeið í sölumennsku, sölutækni, að loka sölunni og svo framvegis og svo framvegis. Það eru enn einhverjir sem maður hefur aldrei talað við áður að trufla mann með símhringingu frá því að horfa á uppáhaldsþáttinn á kvöldin og enn fólk að leita að netföngum á vefnum og senda tölvupóst til einhverra sem aldrei hafa heyrt um það áður. HÆTTIÐ! Það vill enginn láta trufla sig! Það er enginn tilbúinn að kaupa af þér eftir eitt símtal eða einn tölvupóst sem það vildi aldrei fá til að byrja með! Og það er dýrt. Ferlega dýrt. John Cleese spurði fyrir hrun af hverju Kaupþing hringdi ekki bara í alla í staðinn fyrir að gera auglýsingar. Hann er grínari! Og þetta var fyrir hrun.Sambandið skiptir máli Markaðssetning snýst um að mynda samband. Samband sem verður til þess að fólk verslar við þig aftur og aftur og velur þig fram yfir samkeppnina. Hefðbundnar söluaðferðir eru eins og að labba upp að stelpunni á barnum og biðja hana strax að giftast sér. Hversu líklegt er að hún segi já? Hversu líklegt er að það verði mikið meira úr sambandinu? Hvað með að byrja bara rólega? Kynnast henni, spjalla, fá að vita á hverju hún hefur áhuga og hvers hún þarfnast, deila þeim áhuga með henni og aðstoða hana með það sem hún þarf á að halda. Svolítið líklegra til hjónabands eða hvað? Það er markaðssetning. Eins og Drucker segir, að þekkja og skilja viðskiptavininn og veita honum það sem hentar honum.„Ég elska Ikea” Hefurðu nokkurn tímann fengið sölusímtal frá Ikea? Eða óumbeðinn tölvupóst frá Apple? Ruslpóst frá Coke? Neibb, ekki ég heldur. Af hverju? Af því að þau markaðssetja – og eru fáránlega góð í því. Sem er ástæðan fyrir því að þú heyrir jafnvel fólk segja „ég elska Ikea“, „ég elska Apple“, „ég elska kók“ – og ef það er ekki gott samband, þá veit ég ekki hvað!
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar