Um trúverðugleika vísindamanna og orðræðu stjórnmálamanna Þórarinn Guðjónsson skrifar 23. janúar 2014 00:00 Í heimi vísinda og fræða skiptir trúverðugleiki miklu máli. Vísindamenn vinna út frá forsendum og tilgátum, greina gögn og draga ályktanir eftir bestu vitund. Skoðanir og niðurstöður vísinda- og fræðimanna eru alls ekki yfir gagnrýni hafnar. Þvert á móti. Vísindi nærast á akademískri gagnrýni sem byggir á rökstuddri umræðu um viðfangsefnin. Í nýlegu viðtali við Sigurð Inga Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, í þætti Gísla Marteins Baldurssonar „Sunnudagsmorgni“ hinn 12. janúar var hann spurður um álit sitt á athugasemdum sérfræðinga úr faghópi eitt í öðrum áfanga Rammaáætlunar. Athugasemdirnar birtust í DV 10. janúar í kjölfar tillögu ráðherra um breytingar á Rammaáætluninni. Ráðherra dró fagmennsku vísindamannanna í efa án þess að útlista nánar hvað hann ætti við annað en að hugsanlega væru viðkomandi vísindamenn í pólitískum erindagjörðum. Þess ber að geta að hópurinn samanstóð af 11 vísinda- og fræðimönnum frá mismunandi stofnunum og ólíkum fræðasviðum. Ráðherra til hróss sá hann eftir þessum ummælum og baðst afsökunar á þeim (sjá hádegisfréttir RÚV 15. janúar).Bætum umræðuhefðina Sambærileg atvik hafa áður komið upp og vekur þetta spurningar um skyldur vísindamanna til að miðla upplýsingum á opinberum vettvangi um málefni þar sem þeirra sérþekking liggur. Á vísindamaðurinn að þegja þrátt fyrir að hann telji sig búa yfir mikilvægum upplýsingum sem eigi erindi til almennings? Að vegið sé að trúverðugleika fólks án rökstuðnings er óásættanlegt. Slík vinnubrögð hafa hins vegar gjarnan tíðkast meðal stjórnmálamanna þegar þeir berjast innbyrðis og vega hver að öðrum. Kannski er það ein ástæða þess að stjórnmálin skortir trúverðugleika og að Alþingi er sú stofnun sem fólk ber hvað minnst traust til. Auðvitað geta vísindamenn haft rangt fyrir sér eins og aðrir og er það bara mannlegt en þá takast menn bara á í upplýstri umræðu um málefnin. Það eru ákveðin teikn á lofti um að hluti þingmanna vilji breyta orðræðu í stjórnmálum til hins betra og er það gott. Slíkur viðsnúningur mundi skila sér í betri samskiptum manna á milli og án efa efla samskipti og samvinnu stjórnmálamanna við ráðgefandi hópa í þjóðfélaginu hvort sem það eru vísinda- og fræðimenn eða aðrir. Það er afar mikilvægt að við bætum umræðuhefðina í samfélaginu, hættum að fara í manninn og ræðum málefnin á grundvelli raka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Í heimi vísinda og fræða skiptir trúverðugleiki miklu máli. Vísindamenn vinna út frá forsendum og tilgátum, greina gögn og draga ályktanir eftir bestu vitund. Skoðanir og niðurstöður vísinda- og fræðimanna eru alls ekki yfir gagnrýni hafnar. Þvert á móti. Vísindi nærast á akademískri gagnrýni sem byggir á rökstuddri umræðu um viðfangsefnin. Í nýlegu viðtali við Sigurð Inga Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, í þætti Gísla Marteins Baldurssonar „Sunnudagsmorgni“ hinn 12. janúar var hann spurður um álit sitt á athugasemdum sérfræðinga úr faghópi eitt í öðrum áfanga Rammaáætlunar. Athugasemdirnar birtust í DV 10. janúar í kjölfar tillögu ráðherra um breytingar á Rammaáætluninni. Ráðherra dró fagmennsku vísindamannanna í efa án þess að útlista nánar hvað hann ætti við annað en að hugsanlega væru viðkomandi vísindamenn í pólitískum erindagjörðum. Þess ber að geta að hópurinn samanstóð af 11 vísinda- og fræðimönnum frá mismunandi stofnunum og ólíkum fræðasviðum. Ráðherra til hróss sá hann eftir þessum ummælum og baðst afsökunar á þeim (sjá hádegisfréttir RÚV 15. janúar).Bætum umræðuhefðina Sambærileg atvik hafa áður komið upp og vekur þetta spurningar um skyldur vísindamanna til að miðla upplýsingum á opinberum vettvangi um málefni þar sem þeirra sérþekking liggur. Á vísindamaðurinn að þegja þrátt fyrir að hann telji sig búa yfir mikilvægum upplýsingum sem eigi erindi til almennings? Að vegið sé að trúverðugleika fólks án rökstuðnings er óásættanlegt. Slík vinnubrögð hafa hins vegar gjarnan tíðkast meðal stjórnmálamanna þegar þeir berjast innbyrðis og vega hver að öðrum. Kannski er það ein ástæða þess að stjórnmálin skortir trúverðugleika og að Alþingi er sú stofnun sem fólk ber hvað minnst traust til. Auðvitað geta vísindamenn haft rangt fyrir sér eins og aðrir og er það bara mannlegt en þá takast menn bara á í upplýstri umræðu um málefnin. Það eru ákveðin teikn á lofti um að hluti þingmanna vilji breyta orðræðu í stjórnmálum til hins betra og er það gott. Slíkur viðsnúningur mundi skila sér í betri samskiptum manna á milli og án efa efla samskipti og samvinnu stjórnmálamanna við ráðgefandi hópa í þjóðfélaginu hvort sem það eru vísinda- og fræðimenn eða aðrir. Það er afar mikilvægt að við bætum umræðuhefðina í samfélaginu, hættum að fara í manninn og ræðum málefnin á grundvelli raka.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar