Lánsveðshópurinn enn skilinn eftir Sverrir Bollason skrifar 27. janúar 2014 07:00 Tillögur um höfuðstólslækkun verðtryggðra lána sem kynntar voru í haust taka ekki með markvissum hætti á stöðu þeirra sem keyptu fasteignir með lánsveði. Þessum mjög skuldsetta hópi hefur verið gefinn lítill gaumur þar sem umfjöllun um lánsveð er mjög takmörkuð í skýrslu sérfræðingahóps sem liggur til grundvallar tillögunum. Fær ekki 110% leiðina Allt frá því að 110% leiðin var kynnt til sögunnar í ársbyrjun 2011 hefur lánsveðshópurinn barist fyrir að fá að sitja við sama borð og þeir sem nýtt gátu sér þá leið. Þær tillögur sem nú hafa verið kynntar nýtast lánsveðshópnum aðeins með handahófskenndum hætti. Hjón, sambúðarfólk og einstæðir foreldrar gátu fengið allt að 7 m.kr. niðurfelldar í 110% leiðinni. Nýkynntar tillögur gera ráð fyrir að hámarks niðurfelling fyrir hvert heimili sé fjórar milljónir króna. Heimili hjóna og sambúðarfólks verða því af þremur milljónum króna samanborið við 110% leiðina. Fái fólk þó hámarksniðurfellingu samkvæmt tillögum stjórnvalda verða margir engu að síður yfirveðsettir.Lítill ávinningur Samkomulag sem gert var við lífeyrissjóði landsins í apríl 2013 um að greiða niður skuldir lánsveðshópsins niður að 110% veðsetningu hefur verið í meðförum þingsins síðan í haust. Fjármálaráðherra hefur lýst því yfir að ekki verði staðið við það samkomulag. Lánsveðshópurinn er hins vegar líklega sá hópur sem mest er skuldsettur. Samkvæmt áðurnefndu samkomulagi sem gert var við lífeyrissjóði landsins í apríl sl. er áætlaður kostnaður ríkisins við að rétta af hlut Lánsveðshópsins, í samræmi við 110% leiðina, um 3 milljarðar króna. Beinn kostnaður ríkisins vegna þeirra tillagna sem nú hafa verið kynntar er margfalt hærri eða um 80 milljarðar króna auk eftirgefins skatts vegna nýtingar séreignarlífeyrissparnaðar til endurgreiðslu húsnæðislána.Einn hópur skilinn útundan Fyrir hönd Lánsveðshópsins lýsi ég yfir vonbrigðum með að stór hluti hans er enn og aftur skilinn eftir í aðgerðum stjórnvalda gegn þeim skulda- og greiðsluvanda sem varð til vegna efnahagshrunsins árið 2008. Nú að rúmlega fimm árum liðnum hefur vandi Lánsveðshópsins ekki verið leystur með markvissum hætti. Ekki er unnið í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag við lífeyrissjóðina. Miklum fjármunum er til kostað að færa niður lán almennings en einn hópur er sérstaklega skilinn eftir. Lánsveðshópurinn kallar eftir réttlæti, að stjórnvöld viðurkenni vandann og vinni að því að tryggja Lánsveðshópnum sömu úrræði og öðrum skuldurum sem nýtt gátu sér 110% leiðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Tillögur um höfuðstólslækkun verðtryggðra lána sem kynntar voru í haust taka ekki með markvissum hætti á stöðu þeirra sem keyptu fasteignir með lánsveði. Þessum mjög skuldsetta hópi hefur verið gefinn lítill gaumur þar sem umfjöllun um lánsveð er mjög takmörkuð í skýrslu sérfræðingahóps sem liggur til grundvallar tillögunum. Fær ekki 110% leiðina Allt frá því að 110% leiðin var kynnt til sögunnar í ársbyrjun 2011 hefur lánsveðshópurinn barist fyrir að fá að sitja við sama borð og þeir sem nýtt gátu sér þá leið. Þær tillögur sem nú hafa verið kynntar nýtast lánsveðshópnum aðeins með handahófskenndum hætti. Hjón, sambúðarfólk og einstæðir foreldrar gátu fengið allt að 7 m.kr. niðurfelldar í 110% leiðinni. Nýkynntar tillögur gera ráð fyrir að hámarks niðurfelling fyrir hvert heimili sé fjórar milljónir króna. Heimili hjóna og sambúðarfólks verða því af þremur milljónum króna samanborið við 110% leiðina. Fái fólk þó hámarksniðurfellingu samkvæmt tillögum stjórnvalda verða margir engu að síður yfirveðsettir.Lítill ávinningur Samkomulag sem gert var við lífeyrissjóði landsins í apríl 2013 um að greiða niður skuldir lánsveðshópsins niður að 110% veðsetningu hefur verið í meðförum þingsins síðan í haust. Fjármálaráðherra hefur lýst því yfir að ekki verði staðið við það samkomulag. Lánsveðshópurinn er hins vegar líklega sá hópur sem mest er skuldsettur. Samkvæmt áðurnefndu samkomulagi sem gert var við lífeyrissjóði landsins í apríl sl. er áætlaður kostnaður ríkisins við að rétta af hlut Lánsveðshópsins, í samræmi við 110% leiðina, um 3 milljarðar króna. Beinn kostnaður ríkisins vegna þeirra tillagna sem nú hafa verið kynntar er margfalt hærri eða um 80 milljarðar króna auk eftirgefins skatts vegna nýtingar séreignarlífeyrissparnaðar til endurgreiðslu húsnæðislána.Einn hópur skilinn útundan Fyrir hönd Lánsveðshópsins lýsi ég yfir vonbrigðum með að stór hluti hans er enn og aftur skilinn eftir í aðgerðum stjórnvalda gegn þeim skulda- og greiðsluvanda sem varð til vegna efnahagshrunsins árið 2008. Nú að rúmlega fimm árum liðnum hefur vandi Lánsveðshópsins ekki verið leystur með markvissum hætti. Ekki er unnið í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag við lífeyrissjóðina. Miklum fjármunum er til kostað að færa niður lán almennings en einn hópur er sérstaklega skilinn eftir. Lánsveðshópurinn kallar eftir réttlæti, að stjórnvöld viðurkenni vandann og vinni að því að tryggja Lánsveðshópnum sömu úrræði og öðrum skuldurum sem nýtt gátu sér 110% leiðina.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar