Ó-tollaðan ostainnflutning strax Þórólfur Matthíasson skrifar 25. janúar 2014 06:00 Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) fór þess á leit við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið með bréfi 26.11.2013 að ráðuneytið heimilaði innflutning á ótolluðu smjöri til landsins þar sem ljóst væri að innlend framleiðsla dygði ekki til að fullnægja eftirspurn eftir rjóma og smjöri í desembermánuði. Hingað til hafa mjólkurafurðir aðeins verið fluttar inn á grundvelli skuldbindinga sem Ísland hefur undirgengist í alþjóðasamningum. Mjólkurafurðir hafa ekki verið fluttar inn þó einstakar vörutegundir, sumir geita- og ærmjólkurostar til dæmis, séu alls ekki fáanlegir, eða hafi horfið úr verslunum um lengri eða skemmri tíma vegna framleiðslumistaka eða lítillar framleiðslugetu.Brotið í blað Beiðni SAM um ótollaðan innflutning smjörs til að vinna gegn vöruskorti brýtur blað í afstöðu talsmanna bænda og afurðastöðva til innflutnings mjólkurvarnings. Fram til þessa hafa talsmenn bænda og afurðastöðva haft mjög neikvæða afstöðu til þess takmarkaða innflutnings mjólkurvara sem stjórnvöld hafa neyðst til að samþykkja í skiptum fyrir lægri tolla á fiski. Talsmenn bænda og afurðastöðva hafa nú uppgötvað að vöruskortur getur eyðilagt mjólkurvörumarkaðinn og að það kunni að þjóna hagsmunum þeirra sjálfra að mjólkurvörur séu fluttar inn ótollaðar.Hvar eru sérostarnir? Framboð á sérostum úr kúamjólk á borð við þroskaðan Gouda, Jarlsberg, Gamle Ola, Sorte Sara, Munster, Port Salut, Gorgonsola og Parmesan er af skornum skammti. Eðli máls samkvæmt er ekkert framboð af íslenskum geitamjólkurostum, eða af ærmjólkurostum á borð við Roquefort, enda framleiðsla íslenskrar geitamjólkur og ærmjólkur fremur talin í desilítrum en lítrum og tonnum. Þess vegna er „íslenskur Feta-ostur“ úr kúamjólk en ekki geitamjólk.Lækkar verðbólgu Séu rök framkvæmdastjóra Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði í bréfi frá 26.11.2013 fyrir innflutningi smjörs yfirfærð á ostamarkaðinn er dagljóst að heimila eigi tollfrjálsan innflutning allra þeirra osta sem ekki eru framleiddir hér á landi alla mánuði ársins. Boltinn er nú hjá ráðherra atvinnuvega- og nýsköpunarmála. Ekki er að efa að hann bregðist hratt við þegar svo skýr skilaboð koma frá mjólkuriðnaðinum sjálfum. Ekki skaðar að tollfrjáls innflutningur osta sem ekki eru framleiddir hér á landi stuðlar að lækkun vöruverðs og dregur þar með úr verðbólguþrýstingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) fór þess á leit við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið með bréfi 26.11.2013 að ráðuneytið heimilaði innflutning á ótolluðu smjöri til landsins þar sem ljóst væri að innlend framleiðsla dygði ekki til að fullnægja eftirspurn eftir rjóma og smjöri í desembermánuði. Hingað til hafa mjólkurafurðir aðeins verið fluttar inn á grundvelli skuldbindinga sem Ísland hefur undirgengist í alþjóðasamningum. Mjólkurafurðir hafa ekki verið fluttar inn þó einstakar vörutegundir, sumir geita- og ærmjólkurostar til dæmis, séu alls ekki fáanlegir, eða hafi horfið úr verslunum um lengri eða skemmri tíma vegna framleiðslumistaka eða lítillar framleiðslugetu.Brotið í blað Beiðni SAM um ótollaðan innflutning smjörs til að vinna gegn vöruskorti brýtur blað í afstöðu talsmanna bænda og afurðastöðva til innflutnings mjólkurvarnings. Fram til þessa hafa talsmenn bænda og afurðastöðva haft mjög neikvæða afstöðu til þess takmarkaða innflutnings mjólkurvara sem stjórnvöld hafa neyðst til að samþykkja í skiptum fyrir lægri tolla á fiski. Talsmenn bænda og afurðastöðva hafa nú uppgötvað að vöruskortur getur eyðilagt mjólkurvörumarkaðinn og að það kunni að þjóna hagsmunum þeirra sjálfra að mjólkurvörur séu fluttar inn ótollaðar.Hvar eru sérostarnir? Framboð á sérostum úr kúamjólk á borð við þroskaðan Gouda, Jarlsberg, Gamle Ola, Sorte Sara, Munster, Port Salut, Gorgonsola og Parmesan er af skornum skammti. Eðli máls samkvæmt er ekkert framboð af íslenskum geitamjólkurostum, eða af ærmjólkurostum á borð við Roquefort, enda framleiðsla íslenskrar geitamjólkur og ærmjólkur fremur talin í desilítrum en lítrum og tonnum. Þess vegna er „íslenskur Feta-ostur“ úr kúamjólk en ekki geitamjólk.Lækkar verðbólgu Séu rök framkvæmdastjóra Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði í bréfi frá 26.11.2013 fyrir innflutningi smjörs yfirfærð á ostamarkaðinn er dagljóst að heimila eigi tollfrjálsan innflutning allra þeirra osta sem ekki eru framleiddir hér á landi alla mánuði ársins. Boltinn er nú hjá ráðherra atvinnuvega- og nýsköpunarmála. Ekki er að efa að hann bregðist hratt við þegar svo skýr skilaboð koma frá mjólkuriðnaðinum sjálfum. Ekki skaðar að tollfrjáls innflutningur osta sem ekki eru framleiddir hér á landi stuðlar að lækkun vöruverðs og dregur þar með úr verðbólguþrýstingi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar