Eigi síðar en strax Svavar Gestsson skrifar 23. janúar 2014 06:00 Vorið 1980 gengum við frá breytingum á húsnæðislögum í samkomulagi við verkalýðshreyfinguna. Þá var við völd ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Ég var félagsmálaráðherra í þeirri stjórn. Breytingarnar á húsnæðislögunum voru hluti af félagsmálapakka verkalýðshreyfingarinnar og stjórnvalda. Í lögunum var miðað við að reyna að ná því marki að þriðjungur þeirra lána sem færu til íbúðarhúsnæðis yrði til félagslegra bygginga, kallað verkamannabústaðir. Hvað var það? Til íbúða í verkamannabústöðum voru lánuð 90 prósent kostnaðar í flestum tilvikum, en í undantekningartilfellum 100 prósent. Þessi lán voru til langs tíma, 40 ára, og þau báru lága vexti. Vextirnir voru lægri en almennt gerðist því ríkissjóður borgaði vaxtamuninn. Nú skilja allir allt í einu að það hefði verið betra að hafa svona kerfi. En hvernig? Það er mikið skrifað og talað en það er ekki farið í saumana á því hvernig á að fjármagna breytingarnar. Það mætti gera svona: Lífeyrissjóðirnir lána húsnæðisstofnun/íbúðalánasjóði fjármuni til að byggja félagslegt húsnæði í stórum stíl. Segjum að það verði ákveðið að byggja 1.000 íbúðir til að byrja með. Þær kosta um það bil 25 milljónir hver eða alls um 25 milljarða. Lífeyrissjóðirnir þurfa vexti af þessum peningum, segjum þrjú til fjögur prósent. Það gerir tíu milljarða á ári miðað við fjögur prósent, annars 7,5 milljarða. Þeir sem eignast íbúðir í verkamannabústöðum borga segjum eitt prósent vexti. Það sem lendir á ríkissjóði eru því um sjö milljarðar króna, smáaurar miðað við það sem nú er ausið ómarkvisst í aðra hluta húsnæðismála. Þetta mætti til dæmis fjármagna með bankaskatti. Það er svona átak sem þarf að koma til. Strax. Þetta kerfi verður ekki opið öllum, en mörgum og það fer eftir tekjum. Þeir sem hafa meiri tekjur verða að bjarga sér sjálfir – af því að þeir geta það vel. Sveitarfélögin verða að koma að þessu máli til dæmis með því að leggja til ókeypis/ódýrar lóðir. Íbúðunum má svo dreifa eftir stærð sveitarfélaganna. Í hverju sveitarfélagi þarf úthlutun íbúðanna að vera sanngjörn og gagnsæ. Semsé: Strax. Þörfin fyrir íbúðir NÚNA er ekki teygjanlegt hugtak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Vorið 1980 gengum við frá breytingum á húsnæðislögum í samkomulagi við verkalýðshreyfinguna. Þá var við völd ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Ég var félagsmálaráðherra í þeirri stjórn. Breytingarnar á húsnæðislögunum voru hluti af félagsmálapakka verkalýðshreyfingarinnar og stjórnvalda. Í lögunum var miðað við að reyna að ná því marki að þriðjungur þeirra lána sem færu til íbúðarhúsnæðis yrði til félagslegra bygginga, kallað verkamannabústaðir. Hvað var það? Til íbúða í verkamannabústöðum voru lánuð 90 prósent kostnaðar í flestum tilvikum, en í undantekningartilfellum 100 prósent. Þessi lán voru til langs tíma, 40 ára, og þau báru lága vexti. Vextirnir voru lægri en almennt gerðist því ríkissjóður borgaði vaxtamuninn. Nú skilja allir allt í einu að það hefði verið betra að hafa svona kerfi. En hvernig? Það er mikið skrifað og talað en það er ekki farið í saumana á því hvernig á að fjármagna breytingarnar. Það mætti gera svona: Lífeyrissjóðirnir lána húsnæðisstofnun/íbúðalánasjóði fjármuni til að byggja félagslegt húsnæði í stórum stíl. Segjum að það verði ákveðið að byggja 1.000 íbúðir til að byrja með. Þær kosta um það bil 25 milljónir hver eða alls um 25 milljarða. Lífeyrissjóðirnir þurfa vexti af þessum peningum, segjum þrjú til fjögur prósent. Það gerir tíu milljarða á ári miðað við fjögur prósent, annars 7,5 milljarða. Þeir sem eignast íbúðir í verkamannabústöðum borga segjum eitt prósent vexti. Það sem lendir á ríkissjóði eru því um sjö milljarðar króna, smáaurar miðað við það sem nú er ausið ómarkvisst í aðra hluta húsnæðismála. Þetta mætti til dæmis fjármagna með bankaskatti. Það er svona átak sem þarf að koma til. Strax. Þetta kerfi verður ekki opið öllum, en mörgum og það fer eftir tekjum. Þeir sem hafa meiri tekjur verða að bjarga sér sjálfir – af því að þeir geta það vel. Sveitarfélögin verða að koma að þessu máli til dæmis með því að leggja til ókeypis/ódýrar lóðir. Íbúðunum má svo dreifa eftir stærð sveitarfélaganna. Í hverju sveitarfélagi þarf úthlutun íbúðanna að vera sanngjörn og gagnsæ. Semsé: Strax. Þörfin fyrir íbúðir NÚNA er ekki teygjanlegt hugtak.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar