Atvinnuleit hælisleitenda Toshiki Toma skrifar 25. janúar 2014 06:00 Flestir hælisleitendur sem ég hitti segjast vilja fá sér vinnu. Að eyða dögum án ákveðins tilgangs veldur hælisleitendum oft vanlíðan og þeim finnst tilvist sín þýðingarlaus. Þeir verða pirraðir og daprir eins og títt er um atvinnulausa. Það er mjög skiljanleg ósk að þeir vilji starfa ef hægt er. Um þessar mundir er ég að hjálpa nokkrum hælisleitendum í atvinnuleit og tók þá eftir ákveðnum atriðum sem gera hælisleitendum atvinnuleit erfiða. Langar mig að benda á þau hér til umhugsunar.1. Ekki mega allir hælisleitendur sækja um vinnu. Samkvæmt núverandi reglugerðum mega hælisleitendur, sem tengdir eru Dyflinnarreglugerðinni, ekki starfa hér á landi. (Hvort þessi reglugerð sé viðeigandi eða ekki er annað mál). Engu að síður leita sumir hælisleitendur sér að vinnu og fá jafnvel vinnu. Þegar svo kemur að ráðningu kemur í ljós að þeir mega ekki vinna og það veldur vinnuveitandanum einnig veseni, þar sem hann bjóst við að hafa ráðið nýjan starfsmann. Þá kemur annar hælisleitandi til vinnuveitandans, sem má vinna. En vinnuveitandinn vill ekki veita honum vinnu vegna fyrri reynslu af því að hafa reynt að ráða hælisleitanda. Vinnuveitandinn hefur engar forsendur til að aðgreina hvaða hælisleitandi má vinna og hver ekki. En slíkt vandamál væri auðveldlega hægt að leysa ef Útlendingastofnun myndi gefa út „staðfestingu leyfis atvinnuþátttöku hælisleitanda“, sem sýnir fram að viðkomandi hælisleitanda er heimilt að starfa á Íslandi á meðan umsókn hans um hæli á Íslandi er til meðferðar.2. Hælisleitendur fá ekki notið þjónustu Vinnumálastofnunar. Hælisleitendur eiga ekki lögheimli hérlendis og hafa því yfirleitt ekki aðgengi að velferðarþjónustu. Þannig er atvinnuleit þeirra háð upplýsingum á persónulegum grundvelli. Jafnvel þótt þeir geti fundið vinnu, verða hælisleitendur að bíða eftir umsögn þess stéttarfélags sem umsóknarstarf tilheyrir. Það er til þess að staðfesta að hvorki Íslendingar né EES-útlendingar vilji fá það starf og því megi útlendingar utan EES fá það. En þetta ferli getur tekið nokkrar vikur. Ofangreind atriði eru rökstudd og ég skil hvers vegna þessar reglur eru til. En saman komnar mynda þær múr sem erfiður eru fyrir manneskju að komast yfir. Ólíkt útlendingum utan EES sem leita að vinnu á Íslandi, eru hælisleitendur hérlendis á framfæri íslenska ríkisins. Ef hælisleitendur geta fengið sér vinnu, þá dregur úr framfærslu ríkissjóðs. Er það ekki hagkvæmt? Er ekki sniðugra að gefa hælisleitendum sambærilega stöðu og EES-útlendinga svo að þeir hafi meiri möguleika en núna í atvinnuleit?3. Hælisleitandi er ekki með kennitölu. Þegar hann hefur fengið ráðningarsamning við vinnuveitanda, á sá vinnuveitandi að sækja um kennitölu fyrir hælisleitandann. En vinnuveitendur virðast ekki þekkja kerfið, ef þeir eru ekki vanir því að ráða nýkomna útlendinga. „Vinnuveitandi spurði mig um kennitölu og ég sagði að ég væri ekki með kennitölu. Þá sagðist hann geta ekki ráðið mig“. Ég hef heyrt þessa sögu mörgum sinnum frá mörgum hælisleitendum. En þessi misskilningur myndi leysast auðveldlega ef Útlendingastofnun eða Rauði krossinn myndu búa til bækling til að útskýra ráðningu hælisleitenda fyrir vinnuveitendum og láta hælisleitendur hafa bæklinginn með sér í atvinnuleit. Mér sýnist að það sé rými til þess að bæta ýmislegt þegar kemur að aðstæðum hælisleitenda í atvinnuleit. Sumar aðgerðirnar mun taka langan tíma að framkvæma en margar, eins og hér eru nefndar, eru auðgerðar. Ég vona að yfirvöld skilji erfiða stöðu hælisleitenda í atvinnuleit aðeins betur og losi þá við óþarfa erfiðleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Flestir hælisleitendur sem ég hitti segjast vilja fá sér vinnu. Að eyða dögum án ákveðins tilgangs veldur hælisleitendum oft vanlíðan og þeim finnst tilvist sín þýðingarlaus. Þeir verða pirraðir og daprir eins og títt er um atvinnulausa. Það er mjög skiljanleg ósk að þeir vilji starfa ef hægt er. Um þessar mundir er ég að hjálpa nokkrum hælisleitendum í atvinnuleit og tók þá eftir ákveðnum atriðum sem gera hælisleitendum atvinnuleit erfiða. Langar mig að benda á þau hér til umhugsunar.1. Ekki mega allir hælisleitendur sækja um vinnu. Samkvæmt núverandi reglugerðum mega hælisleitendur, sem tengdir eru Dyflinnarreglugerðinni, ekki starfa hér á landi. (Hvort þessi reglugerð sé viðeigandi eða ekki er annað mál). Engu að síður leita sumir hælisleitendur sér að vinnu og fá jafnvel vinnu. Þegar svo kemur að ráðningu kemur í ljós að þeir mega ekki vinna og það veldur vinnuveitandanum einnig veseni, þar sem hann bjóst við að hafa ráðið nýjan starfsmann. Þá kemur annar hælisleitandi til vinnuveitandans, sem má vinna. En vinnuveitandinn vill ekki veita honum vinnu vegna fyrri reynslu af því að hafa reynt að ráða hælisleitanda. Vinnuveitandinn hefur engar forsendur til að aðgreina hvaða hælisleitandi má vinna og hver ekki. En slíkt vandamál væri auðveldlega hægt að leysa ef Útlendingastofnun myndi gefa út „staðfestingu leyfis atvinnuþátttöku hælisleitanda“, sem sýnir fram að viðkomandi hælisleitanda er heimilt að starfa á Íslandi á meðan umsókn hans um hæli á Íslandi er til meðferðar.2. Hælisleitendur fá ekki notið þjónustu Vinnumálastofnunar. Hælisleitendur eiga ekki lögheimli hérlendis og hafa því yfirleitt ekki aðgengi að velferðarþjónustu. Þannig er atvinnuleit þeirra háð upplýsingum á persónulegum grundvelli. Jafnvel þótt þeir geti fundið vinnu, verða hælisleitendur að bíða eftir umsögn þess stéttarfélags sem umsóknarstarf tilheyrir. Það er til þess að staðfesta að hvorki Íslendingar né EES-útlendingar vilji fá það starf og því megi útlendingar utan EES fá það. En þetta ferli getur tekið nokkrar vikur. Ofangreind atriði eru rökstudd og ég skil hvers vegna þessar reglur eru til. En saman komnar mynda þær múr sem erfiður eru fyrir manneskju að komast yfir. Ólíkt útlendingum utan EES sem leita að vinnu á Íslandi, eru hælisleitendur hérlendis á framfæri íslenska ríkisins. Ef hælisleitendur geta fengið sér vinnu, þá dregur úr framfærslu ríkissjóðs. Er það ekki hagkvæmt? Er ekki sniðugra að gefa hælisleitendum sambærilega stöðu og EES-útlendinga svo að þeir hafi meiri möguleika en núna í atvinnuleit?3. Hælisleitandi er ekki með kennitölu. Þegar hann hefur fengið ráðningarsamning við vinnuveitanda, á sá vinnuveitandi að sækja um kennitölu fyrir hælisleitandann. En vinnuveitendur virðast ekki þekkja kerfið, ef þeir eru ekki vanir því að ráða nýkomna útlendinga. „Vinnuveitandi spurði mig um kennitölu og ég sagði að ég væri ekki með kennitölu. Þá sagðist hann geta ekki ráðið mig“. Ég hef heyrt þessa sögu mörgum sinnum frá mörgum hælisleitendum. En þessi misskilningur myndi leysast auðveldlega ef Útlendingastofnun eða Rauði krossinn myndu búa til bækling til að útskýra ráðningu hælisleitenda fyrir vinnuveitendum og láta hælisleitendur hafa bæklinginn með sér í atvinnuleit. Mér sýnist að það sé rými til þess að bæta ýmislegt þegar kemur að aðstæðum hælisleitenda í atvinnuleit. Sumar aðgerðirnar mun taka langan tíma að framkvæma en margar, eins og hér eru nefndar, eru auðgerðar. Ég vona að yfirvöld skilji erfiða stöðu hælisleitenda í atvinnuleit aðeins betur og losi þá við óþarfa erfiðleika.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun