Er hálfur seðill gjaldgengur? Svar til ritstjóra Seðlabanka Íslands Skarphéðinn Þórsson skrifar 18. janúar 2014 06:00 Er ég birti grein mína þann 14. janúar síðastliðinn, „Harmsögu úr strætó“, bjóst ég ekki við jafn miklu fjaðrafoki, en það er engu líkara en að neisti hafi verið kveiktur í púðurtunnu. Eitt er þó ljóst, goðsagan um hvort hálfur peningaseðill sé gjaldgengur er langþráð leyndarmál sem alla þyrstir í að vita hvort sönn sé. Vil ég hér með svara ritstjóra Seðlabanka Íslands, Stefáni Jóhanni Stefánssyni, er sagði í viðtali við blaðamann DV að ekki væri hægt „að skipta þúsund krónu seðli í tvo fimmhundruð króna seðla með því að rífa hann í tvennt og greiða þannig fyrir vöru eða þjónustu.“ Stefán gerir þó „ráð fyrir að bankar taki við [hálfum seðlum] í einhverjum tilvikum því Seðlabankinn hefur viðskipti við viðskiptabankana og sparisjóðina. Bankarnir geta því komið með slíka seðla til Seðlabankans og fengið nýjan seðil í staðinn… Seðlabankinn…innleysir skemmda seðla, honum er skylt að gera það að uppfylltum skilyrðum reglugerðarinnar. Ef að það er eitthvað athugavert við seðilinn þá getur starfsmaður, t.d. í verslun, neitað að taka við honum.“Hvar og hvenær hættir seðillinn að virka?Viðskiptabönkum ætti að vera fullljóst að þeir geta skipt út hálfum seðli fyrir nýjan og þeim er því hættulaust að samþykkja hálfa seðla frá viðskiptavinum sínum, vitandi að Seðlabankanum er skylt að innleysa slíka seðla. Viðskiptavini bankans, einstaklingi sem og rekstraraðila, sem veit að bankinn samþykkir hálfa seðla er því einnig hættulaust að samþykkja slíka seðla sem greiðslu. Getur viðskiptavinurinn því farið með seðilinn í bankann og greitt niður skuldir eða lagt verðmæti hans inn á bankabók. Leikur einn er að telja hinn hálfa seðil fram til skatts því í bókhaldi er hann óaðgreinanlegur frá öðrum peningum. Hér má einnig bæta við að seðlar í umferð lifa sjaldnast lengur en í örfá ár og því er ekki um undantekningardæmi að ræða þegar viðskiptabankar fara með sundurtætta og illa farna seðla upp í Seðlabanka Íslands til þess að skipta þeim út fyrir nýja. Má því áætla að kostnaður viðskiptabanka aukist ekki við það að fara með hálfa seðla upp í Seðlabanka. Að þessu virtu er erfitt að segja til um hvenær ómögulegt verður að greiða fyrir vörur og þjónustu með hálfum seðli, þ.e. að seðillinn verði að gallaðri greiðslu. Því ræður líklegast vanþekking þjónustuaðila. Hafa ber í huga að umrædd reglugerð, er skyldar Seðlabanka Íslands að innleysa hálfa seðla sem sett er með stoðum í 7.gr. laga um gjaldmiðil Íslands, er langt í frá að vera öllum alkunn. Einnig kann að vera að rekstraraðilar banni starfsfólki sínu að taka á móti hálfum seðlum til þess að fyrirbyggja mistök, en t.a.m. verður minnst einn fjórði af flatarmáli seðilsins að fylgja með raðnúmerinu. Ljóst er að hið opinbera getur ekki stöðvað greiðslur með hálfum seðlum, því er ekkert takmark á hve oft hálfur seðill getur skipt um hendur svo lengi sem hann er samþykktur, og er Seðlabanka Íslands skylt að innleysa slíka seðla. Virðist því verðmæti hálfra seðla velta á því hvort viðskiptabankar séu viljugir að taka á móti slíkum seðlum, einkareknum fyrirtækjum sem hafa það eina markmið að safna peningum. Þann dag sem bankar neita að taka við peningum mun ég éta hattinn minn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Er ég birti grein mína þann 14. janúar síðastliðinn, „Harmsögu úr strætó“, bjóst ég ekki við jafn miklu fjaðrafoki, en það er engu líkara en að neisti hafi verið kveiktur í púðurtunnu. Eitt er þó ljóst, goðsagan um hvort hálfur peningaseðill sé gjaldgengur er langþráð leyndarmál sem alla þyrstir í að vita hvort sönn sé. Vil ég hér með svara ritstjóra Seðlabanka Íslands, Stefáni Jóhanni Stefánssyni, er sagði í viðtali við blaðamann DV að ekki væri hægt „að skipta þúsund krónu seðli í tvo fimmhundruð króna seðla með því að rífa hann í tvennt og greiða þannig fyrir vöru eða þjónustu.“ Stefán gerir þó „ráð fyrir að bankar taki við [hálfum seðlum] í einhverjum tilvikum því Seðlabankinn hefur viðskipti við viðskiptabankana og sparisjóðina. Bankarnir geta því komið með slíka seðla til Seðlabankans og fengið nýjan seðil í staðinn… Seðlabankinn…innleysir skemmda seðla, honum er skylt að gera það að uppfylltum skilyrðum reglugerðarinnar. Ef að það er eitthvað athugavert við seðilinn þá getur starfsmaður, t.d. í verslun, neitað að taka við honum.“Hvar og hvenær hættir seðillinn að virka?Viðskiptabönkum ætti að vera fullljóst að þeir geta skipt út hálfum seðli fyrir nýjan og þeim er því hættulaust að samþykkja hálfa seðla frá viðskiptavinum sínum, vitandi að Seðlabankanum er skylt að innleysa slíka seðla. Viðskiptavini bankans, einstaklingi sem og rekstraraðila, sem veit að bankinn samþykkir hálfa seðla er því einnig hættulaust að samþykkja slíka seðla sem greiðslu. Getur viðskiptavinurinn því farið með seðilinn í bankann og greitt niður skuldir eða lagt verðmæti hans inn á bankabók. Leikur einn er að telja hinn hálfa seðil fram til skatts því í bókhaldi er hann óaðgreinanlegur frá öðrum peningum. Hér má einnig bæta við að seðlar í umferð lifa sjaldnast lengur en í örfá ár og því er ekki um undantekningardæmi að ræða þegar viðskiptabankar fara með sundurtætta og illa farna seðla upp í Seðlabanka Íslands til þess að skipta þeim út fyrir nýja. Má því áætla að kostnaður viðskiptabanka aukist ekki við það að fara með hálfa seðla upp í Seðlabanka. Að þessu virtu er erfitt að segja til um hvenær ómögulegt verður að greiða fyrir vörur og þjónustu með hálfum seðli, þ.e. að seðillinn verði að gallaðri greiðslu. Því ræður líklegast vanþekking þjónustuaðila. Hafa ber í huga að umrædd reglugerð, er skyldar Seðlabanka Íslands að innleysa hálfa seðla sem sett er með stoðum í 7.gr. laga um gjaldmiðil Íslands, er langt í frá að vera öllum alkunn. Einnig kann að vera að rekstraraðilar banni starfsfólki sínu að taka á móti hálfum seðlum til þess að fyrirbyggja mistök, en t.a.m. verður minnst einn fjórði af flatarmáli seðilsins að fylgja með raðnúmerinu. Ljóst er að hið opinbera getur ekki stöðvað greiðslur með hálfum seðlum, því er ekkert takmark á hve oft hálfur seðill getur skipt um hendur svo lengi sem hann er samþykktur, og er Seðlabanka Íslands skylt að innleysa slíka seðla. Virðist því verðmæti hálfra seðla velta á því hvort viðskiptabankar séu viljugir að taka á móti slíkum seðlum, einkareknum fyrirtækjum sem hafa það eina markmið að safna peningum. Þann dag sem bankar neita að taka við peningum mun ég éta hattinn minn.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun