Skrúfað fyrir bull Ólafur Stephensen skrifar 18. janúar 2014 09:52 Atli Harðarson, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands, gerði vel í því að gagnrýna furðulegar tillögur frá menntamálaráðuneytinu um hvað ætti að standa í umsagnarbréfi um nemendur sem klára framhaldsskólapróf. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær leggur ráðuneytið til að í bréfinu komi fram fullyrðingar eins og „hann/hún ber virðingu fyrir lífsgildum, mannréttindum og jafnrétti“, „hann/hún ber virðingu fyrir náttúru og umhverfi í alþjóðlegu samhengi“ og „hann/hún getur verið virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu nær- og fjærsamfélagi.“ Fyrir nú utan það að lengi má deila um hvað svona orðaleppar þýða, ef nokkuð, er varla hægt að ætlast til þess af kennurum að þeir viti yfirleitt þessa hluti um átján ára gamla nemendur sína. Í bréfi sem Atli skólameistari sendi ráðuneytinu og birti lítið breytt á vef Félags framhaldsskólakennara bendir hann meðal annars á að kennarar hafi ekki í höndum nein gögn til að meta þessa hluti eða leggja einhvern siðferðisdóm á nemendur. Að tjá sig um lífsskoðanir fólks sé auk þess viðkvæmt mál sem geti varðað við persónuvernd. „Ríkisstarfsmenn sem fullyrða af og á um hverjir bera virðingu fyrir réttum gildum og geta verið ábyrgir borgarar setja sjálfa sig á ansi háan hest,“ segir skólameistarinn og hefur rétt fyrir sér í því. Það eru eingöngu nemendur sem ljúka framhaldsskólaprófi, ekki stúdentsprófi eða iðnprófi, sem eiga að fá umsögn af þessu tagi. Framhaldsskólaprófið varð til með nýjum lögum um framhaldsskóla og er í rauninni ekki próf, af því að nemendur þurfa ekki að ná lágmarkseinkunnum til að fá skírteinið. Það hefur verið skilgreint sem „ásættanleg skólalok“ eftir 3-4 annir hjá nemendum sem ekki treysta sér til að ljúka framhaldsskólanum öllum og er góðra gjalda vert sem slíkt. Það á að auðvelda fólki að sækja um vinnu eða halda áfram námi síðar og þjónar þannig mikilvægum tilgangi. Atli Harðarson segir hins vegar réttilega: „Það stendur semsagt til að skólar úrskurði um almenna mannkosti þeirra sem útskrifast með minni skammt af námi úr framhaldsskóla en sleppi slíkum palladómum um þá sem klára lengra nám. Þetta er svolítið eins og sagt sé við þá sem fara styttra eftir menntabrautinni að þeir geti fengið vottorð upp á að vera nokkurn veginn í húsum hæfir en alvöruskírteini séu fyrir þá sem geta lært eitthvað meira. Er líklegt að nemandi með snefil af sjálfsvirðingu kæri sig um slíka umsögn og verði stoltur af skírteini sínu?“ Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra lýsti því yfir í gær að það stæði ekki til að gefa kjánalegar umsagnir af þessu tagi á prófskírteinum. Það er ágætt að hann grípur fram fyrir hendurnar á undirmönnum sínum. Hann mætti gera það oftar, því að þetta er ekki eina dæmið um endemis bullið sem vellur út af kontórum menntamálaráðuneytisins. Tillagan um umsagnarbréfið er raunar í ágætu samræmi við aðrar áherzlur menntamálaráðuneytisins varðandi framhaldsskólann, sem eru aðallega að allir eigi að fá framhaldsskólavist, fólki eigi að líða vel í skólanum og framhaldsskólarnir eigi að vera sem líkastir hver öðrum. Áhugi á gæðum námsins, árangri nemenda og að gerðar séu til þeirra raunverulegar kröfur virðist hins vegar stundum hverfandi í ráðuneyti menntamála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Atli Harðarson, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands, gerði vel í því að gagnrýna furðulegar tillögur frá menntamálaráðuneytinu um hvað ætti að standa í umsagnarbréfi um nemendur sem klára framhaldsskólapróf. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær leggur ráðuneytið til að í bréfinu komi fram fullyrðingar eins og „hann/hún ber virðingu fyrir lífsgildum, mannréttindum og jafnrétti“, „hann/hún ber virðingu fyrir náttúru og umhverfi í alþjóðlegu samhengi“ og „hann/hún getur verið virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu nær- og fjærsamfélagi.“ Fyrir nú utan það að lengi má deila um hvað svona orðaleppar þýða, ef nokkuð, er varla hægt að ætlast til þess af kennurum að þeir viti yfirleitt þessa hluti um átján ára gamla nemendur sína. Í bréfi sem Atli skólameistari sendi ráðuneytinu og birti lítið breytt á vef Félags framhaldsskólakennara bendir hann meðal annars á að kennarar hafi ekki í höndum nein gögn til að meta þessa hluti eða leggja einhvern siðferðisdóm á nemendur. Að tjá sig um lífsskoðanir fólks sé auk þess viðkvæmt mál sem geti varðað við persónuvernd. „Ríkisstarfsmenn sem fullyrða af og á um hverjir bera virðingu fyrir réttum gildum og geta verið ábyrgir borgarar setja sjálfa sig á ansi háan hest,“ segir skólameistarinn og hefur rétt fyrir sér í því. Það eru eingöngu nemendur sem ljúka framhaldsskólaprófi, ekki stúdentsprófi eða iðnprófi, sem eiga að fá umsögn af þessu tagi. Framhaldsskólaprófið varð til með nýjum lögum um framhaldsskóla og er í rauninni ekki próf, af því að nemendur þurfa ekki að ná lágmarkseinkunnum til að fá skírteinið. Það hefur verið skilgreint sem „ásættanleg skólalok“ eftir 3-4 annir hjá nemendum sem ekki treysta sér til að ljúka framhaldsskólanum öllum og er góðra gjalda vert sem slíkt. Það á að auðvelda fólki að sækja um vinnu eða halda áfram námi síðar og þjónar þannig mikilvægum tilgangi. Atli Harðarson segir hins vegar réttilega: „Það stendur semsagt til að skólar úrskurði um almenna mannkosti þeirra sem útskrifast með minni skammt af námi úr framhaldsskóla en sleppi slíkum palladómum um þá sem klára lengra nám. Þetta er svolítið eins og sagt sé við þá sem fara styttra eftir menntabrautinni að þeir geti fengið vottorð upp á að vera nokkurn veginn í húsum hæfir en alvöruskírteini séu fyrir þá sem geta lært eitthvað meira. Er líklegt að nemandi með snefil af sjálfsvirðingu kæri sig um slíka umsögn og verði stoltur af skírteini sínu?“ Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra lýsti því yfir í gær að það stæði ekki til að gefa kjánalegar umsagnir af þessu tagi á prófskírteinum. Það er ágætt að hann grípur fram fyrir hendurnar á undirmönnum sínum. Hann mætti gera það oftar, því að þetta er ekki eina dæmið um endemis bullið sem vellur út af kontórum menntamálaráðuneytisins. Tillagan um umsagnarbréfið er raunar í ágætu samræmi við aðrar áherzlur menntamálaráðuneytisins varðandi framhaldsskólann, sem eru aðallega að allir eigi að fá framhaldsskólavist, fólki eigi að líða vel í skólanum og framhaldsskólarnir eigi að vera sem líkastir hver öðrum. Áhugi á gæðum námsins, árangri nemenda og að gerðar séu til þeirra raunverulegar kröfur virðist hins vegar stundum hverfandi í ráðuneyti menntamála.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun