Ríkissjóður undir smásjá Elín Hirst skrifar 24. janúar 2014 09:15 Árið 2014 verður afar mikilvægt og stefnumarkandi í ríkisbúskapnum. Búið er að samþykkja það sem lög frá Alþingi að ríkissjóður skuli rekinn hallalaus. Í fyrsta skipti í mörg ár stíga menn á bremsuna og segja: „Hingað og ekki lengra í hallarekstri og skuldasöfnun.“ Við vitum orðið öll að með hallarekstri erum við í reynd að halda niðri lífskjörum þegar fram í sækir. Þegar við lifum um efni fram eins og íslenska ríkið gerir lendir það á fólkinu í landinu að borga brúsann. Nú þegar greiðum við 70 milljarða í vexti af lánum árlega sem tekin hafa verið til að mæta halla ríkissjóðs á undanförnum árum. Hugsa má hvernig þeir fjármunir myndu nýtast inn í heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæsluna, fyrir fatlaða og svo framvegis. Þess vegna er það afar mikilvægt skref sem ríkisstjórnin stígur með þessu að skila ríkissjóði hallalausum árið 2014. Ég vona svo sannarlega að það gangi eftir. Ríkisreikningur fyrir árið 2014 á líka að vera hallalaus. Það er ekki nóg að gleðjast yfir hallalausum fjárlögum nú í ársbyrjun, því verkefnið er rétt að byrja og því er ekki lokið fyrr en ríkisreikningur fyrir árið liggur fyrir. Ég skora því á ríkisstjórnina að fylgja málinu allt til enda og svo tekur við nýtt ár 2015 og þá þarf að halda áfram á sömu braut þannig að áfram verði haldið á braut ábyrgrar efnahagsstjórnar. Á næstu vikum og mánuðum þarf að fylgjast gaumgæfilega með rekstri á hverjum einasta lið fjárlaganna og um leið og einhver frávik verða eiga rauð viðvörunarljós strax að byrja að blikka í stjórnarráðinu. Þá þarf að grípa til viðeigandi ráðstafana. Ekki er lengur hægt að líða það að eytt sé um efni fram í stofnunum ríkisins þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar og þvert á þau lög sem gilda í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2014 verður afar mikilvægt og stefnumarkandi í ríkisbúskapnum. Búið er að samþykkja það sem lög frá Alþingi að ríkissjóður skuli rekinn hallalaus. Í fyrsta skipti í mörg ár stíga menn á bremsuna og segja: „Hingað og ekki lengra í hallarekstri og skuldasöfnun.“ Við vitum orðið öll að með hallarekstri erum við í reynd að halda niðri lífskjörum þegar fram í sækir. Þegar við lifum um efni fram eins og íslenska ríkið gerir lendir það á fólkinu í landinu að borga brúsann. Nú þegar greiðum við 70 milljarða í vexti af lánum árlega sem tekin hafa verið til að mæta halla ríkissjóðs á undanförnum árum. Hugsa má hvernig þeir fjármunir myndu nýtast inn í heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæsluna, fyrir fatlaða og svo framvegis. Þess vegna er það afar mikilvægt skref sem ríkisstjórnin stígur með þessu að skila ríkissjóði hallalausum árið 2014. Ég vona svo sannarlega að það gangi eftir. Ríkisreikningur fyrir árið 2014 á líka að vera hallalaus. Það er ekki nóg að gleðjast yfir hallalausum fjárlögum nú í ársbyrjun, því verkefnið er rétt að byrja og því er ekki lokið fyrr en ríkisreikningur fyrir árið liggur fyrir. Ég skora því á ríkisstjórnina að fylgja málinu allt til enda og svo tekur við nýtt ár 2015 og þá þarf að halda áfram á sömu braut þannig að áfram verði haldið á braut ábyrgrar efnahagsstjórnar. Á næstu vikum og mánuðum þarf að fylgjast gaumgæfilega með rekstri á hverjum einasta lið fjárlaganna og um leið og einhver frávik verða eiga rauð viðvörunarljós strax að byrja að blikka í stjórnarráðinu. Þá þarf að grípa til viðeigandi ráðstafana. Ekki er lengur hægt að líða það að eytt sé um efni fram í stofnunum ríkisins þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar og þvert á þau lög sem gilda í landinu.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar