Skoðun

Af „Hörpu-kryddsíld“

Örnólfur Hall skrifar
Svar hefur borist frá Ástríði Magnúsdóttur verkefnastjóra vegna gagnrýnispistils míns á sérsniðna Hörpu-málþingið.

Í fyrirspurn á vef A.Í. til aðstandenda málþingsins spurði ég hvort rétt væri að gagnrýnendur Hörpu (t.d. undirritaður o.fl. kollegar) mættu ekki bera fram fyrirspurnir á þinginu? Á.M. svarar þar að það sé rétt skilið hjá mér og að Hjálmar Sveinsson stjórni umræðum og þeir sem tali séu gestir hringborðsins.

Í Fréttablaðinu 16. janúar segir hún að þetta eigi að vera eins konar „Kryddsíldar“-þáttur með sjónvarpsuppstillingu þar sem stjórnandi spyr og áhorfendur fái að fylgjast með hljóðir út í sal.

Það er löngu orðið tímabært að haldið verði alvörumálþing um Hörpu þar sem öll sjónarmið Hörpuskuldara fái að koma fram, m.a heildarkostnaðurinn frá A-Ö, líka þeir þættir sem er ósvarað.

Tveggja tíma „kryddsíldar“-þáttur um Hörpumál er ekki nóg!




Skoðun

Sjá meira


×