Hungurleikarnir Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. janúar 2014 00:00 Á næstu vikum mun stjórn LÍN klára að semja og samþykkja úthlutunarreglur námslána fyrir næsta skólaár. Úthlutunarreglurnar eru mikilvægur liður í að tryggja námsmönnum viðunandi framfærslu út námsárið. Slík lán eru vitaskuld af hinu góða og einrómur er um það að fjárfesting í menntun og velgengni námsmanna er þjóðinni til heilla. Í dag er framfærsla námsmanna ekki í samræmi við neysluviðmið velferðarráðuneytisins og nokkuð lægri en atvinnuleysisbætur sem skapar fáa hvata til að sækja sér menntun. Því er staða námsmanna þröng og mun eflaust þrengjast á næstunni miðað við ummæli menntamálaráðherra. Í tilefni af samningum um nýjar úthlutunarreglur höfum við í Ungum jafnaðarmönnum brugðið á það ráð að boða til Hungurleika LÍN. Markmiðið er að fá þátttakendur leikanna til að greina frá neyslu sinni í heila viku og kanna hvort gerlegt sé að lifa á framfærslunni einni. Fylgjast má með gangi mála og keppendum á facebook svæði Ungra jafnaðarmanna. Gjörningurinn er auðvitað líka til þess fallinn að vekja athygli á bágri stöðu námsmanna og krefjast endurbóta á lánafyrirkomulaginu. Tryggja þarf að framfærslan haldi í við verðlag og auk þess þarf að tryggja að námsmenn geti fengið sér viðunandi sumarstarf án þess að of brött tekjutenging námslána éti upp öll lánin. Þá er brýnt að halda áfram á þeirri vegferð að gera hluta að námslánum að námsstyrkjum sem greiða mætti þeim námsmönnum sem standa sig vel í námi. Slíkt tíðkast í nágrannaríkjum okkar og hefur verið lykilatriði í að efla menntunarstig annarra norrænna ríkja og hlúa að þekkingarsamfélaginu. Í fyrra var haft eftir menntamálaráðherra að leggja ætti á námsmenn þyngri námsframvindukröfur og að námsmenn ættu að stunda nám sitt af „fullri alvöru”. Að tryggja viðvarandi Hungurleika í háskólasamfélaginu rænir ungt og tekjulágt fólk tækifærinu til að stunda nám sitt af fullri alvöru. Þess í stað ætti menntamálaráðherra að leita leiða til hvatninga. En saddir og sælir námsmenn eru einmitt í mun betri stöðu til að stunda nám sitt af fullri alvöru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Á næstu vikum mun stjórn LÍN klára að semja og samþykkja úthlutunarreglur námslána fyrir næsta skólaár. Úthlutunarreglurnar eru mikilvægur liður í að tryggja námsmönnum viðunandi framfærslu út námsárið. Slík lán eru vitaskuld af hinu góða og einrómur er um það að fjárfesting í menntun og velgengni námsmanna er þjóðinni til heilla. Í dag er framfærsla námsmanna ekki í samræmi við neysluviðmið velferðarráðuneytisins og nokkuð lægri en atvinnuleysisbætur sem skapar fáa hvata til að sækja sér menntun. Því er staða námsmanna þröng og mun eflaust þrengjast á næstunni miðað við ummæli menntamálaráðherra. Í tilefni af samningum um nýjar úthlutunarreglur höfum við í Ungum jafnaðarmönnum brugðið á það ráð að boða til Hungurleika LÍN. Markmiðið er að fá þátttakendur leikanna til að greina frá neyslu sinni í heila viku og kanna hvort gerlegt sé að lifa á framfærslunni einni. Fylgjast má með gangi mála og keppendum á facebook svæði Ungra jafnaðarmanna. Gjörningurinn er auðvitað líka til þess fallinn að vekja athygli á bágri stöðu námsmanna og krefjast endurbóta á lánafyrirkomulaginu. Tryggja þarf að framfærslan haldi í við verðlag og auk þess þarf að tryggja að námsmenn geti fengið sér viðunandi sumarstarf án þess að of brött tekjutenging námslána éti upp öll lánin. Þá er brýnt að halda áfram á þeirri vegferð að gera hluta að námslánum að námsstyrkjum sem greiða mætti þeim námsmönnum sem standa sig vel í námi. Slíkt tíðkast í nágrannaríkjum okkar og hefur verið lykilatriði í að efla menntunarstig annarra norrænna ríkja og hlúa að þekkingarsamfélaginu. Í fyrra var haft eftir menntamálaráðherra að leggja ætti á námsmenn þyngri námsframvindukröfur og að námsmenn ættu að stunda nám sitt af „fullri alvöru”. Að tryggja viðvarandi Hungurleika í háskólasamfélaginu rænir ungt og tekjulágt fólk tækifærinu til að stunda nám sitt af fullri alvöru. Þess í stað ætti menntamálaráðherra að leita leiða til hvatninga. En saddir og sælir námsmenn eru einmitt í mun betri stöðu til að stunda nám sitt af fullri alvöru.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar