Hungurleikarnir Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. janúar 2014 00:00 Á næstu vikum mun stjórn LÍN klára að semja og samþykkja úthlutunarreglur námslána fyrir næsta skólaár. Úthlutunarreglurnar eru mikilvægur liður í að tryggja námsmönnum viðunandi framfærslu út námsárið. Slík lán eru vitaskuld af hinu góða og einrómur er um það að fjárfesting í menntun og velgengni námsmanna er þjóðinni til heilla. Í dag er framfærsla námsmanna ekki í samræmi við neysluviðmið velferðarráðuneytisins og nokkuð lægri en atvinnuleysisbætur sem skapar fáa hvata til að sækja sér menntun. Því er staða námsmanna þröng og mun eflaust þrengjast á næstunni miðað við ummæli menntamálaráðherra. Í tilefni af samningum um nýjar úthlutunarreglur höfum við í Ungum jafnaðarmönnum brugðið á það ráð að boða til Hungurleika LÍN. Markmiðið er að fá þátttakendur leikanna til að greina frá neyslu sinni í heila viku og kanna hvort gerlegt sé að lifa á framfærslunni einni. Fylgjast má með gangi mála og keppendum á facebook svæði Ungra jafnaðarmanna. Gjörningurinn er auðvitað líka til þess fallinn að vekja athygli á bágri stöðu námsmanna og krefjast endurbóta á lánafyrirkomulaginu. Tryggja þarf að framfærslan haldi í við verðlag og auk þess þarf að tryggja að námsmenn geti fengið sér viðunandi sumarstarf án þess að of brött tekjutenging námslána éti upp öll lánin. Þá er brýnt að halda áfram á þeirri vegferð að gera hluta að námslánum að námsstyrkjum sem greiða mætti þeim námsmönnum sem standa sig vel í námi. Slíkt tíðkast í nágrannaríkjum okkar og hefur verið lykilatriði í að efla menntunarstig annarra norrænna ríkja og hlúa að þekkingarsamfélaginu. Í fyrra var haft eftir menntamálaráðherra að leggja ætti á námsmenn þyngri námsframvindukröfur og að námsmenn ættu að stunda nám sitt af „fullri alvöru”. Að tryggja viðvarandi Hungurleika í háskólasamfélaginu rænir ungt og tekjulágt fólk tækifærinu til að stunda nám sitt af fullri alvöru. Þess í stað ætti menntamálaráðherra að leita leiða til hvatninga. En saddir og sælir námsmenn eru einmitt í mun betri stöðu til að stunda nám sitt af fullri alvöru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Á næstu vikum mun stjórn LÍN klára að semja og samþykkja úthlutunarreglur námslána fyrir næsta skólaár. Úthlutunarreglurnar eru mikilvægur liður í að tryggja námsmönnum viðunandi framfærslu út námsárið. Slík lán eru vitaskuld af hinu góða og einrómur er um það að fjárfesting í menntun og velgengni námsmanna er þjóðinni til heilla. Í dag er framfærsla námsmanna ekki í samræmi við neysluviðmið velferðarráðuneytisins og nokkuð lægri en atvinnuleysisbætur sem skapar fáa hvata til að sækja sér menntun. Því er staða námsmanna þröng og mun eflaust þrengjast á næstunni miðað við ummæli menntamálaráðherra. Í tilefni af samningum um nýjar úthlutunarreglur höfum við í Ungum jafnaðarmönnum brugðið á það ráð að boða til Hungurleika LÍN. Markmiðið er að fá þátttakendur leikanna til að greina frá neyslu sinni í heila viku og kanna hvort gerlegt sé að lifa á framfærslunni einni. Fylgjast má með gangi mála og keppendum á facebook svæði Ungra jafnaðarmanna. Gjörningurinn er auðvitað líka til þess fallinn að vekja athygli á bágri stöðu námsmanna og krefjast endurbóta á lánafyrirkomulaginu. Tryggja þarf að framfærslan haldi í við verðlag og auk þess þarf að tryggja að námsmenn geti fengið sér viðunandi sumarstarf án þess að of brött tekjutenging námslána éti upp öll lánin. Þá er brýnt að halda áfram á þeirri vegferð að gera hluta að námslánum að námsstyrkjum sem greiða mætti þeim námsmönnum sem standa sig vel í námi. Slíkt tíðkast í nágrannaríkjum okkar og hefur verið lykilatriði í að efla menntunarstig annarra norrænna ríkja og hlúa að þekkingarsamfélaginu. Í fyrra var haft eftir menntamálaráðherra að leggja ætti á námsmenn þyngri námsframvindukröfur og að námsmenn ættu að stunda nám sitt af „fullri alvöru”. Að tryggja viðvarandi Hungurleika í háskólasamfélaginu rænir ungt og tekjulágt fólk tækifærinu til að stunda nám sitt af fullri alvöru. Þess í stað ætti menntamálaráðherra að leita leiða til hvatninga. En saddir og sælir námsmenn eru einmitt í mun betri stöðu til að stunda nám sitt af fullri alvöru.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar