(G)narrast með fólk Sighvatur Björgvinsson skrifar 9. september 2011 06:00 Heyrst hefur, að útgjöld upp á minnst fjörutíu þúsund milljónir króna í fyrsta áfanga nýrrar sjúkrahúsbyggingar og stöðugur samdráttur útgjalda til reksturs og viðhalds heilbrigðisþjónustunnar séu tvö óskyld mál. Óskyld, vegna þess að útgjöldin vegna byggingarinnar séu fengin annars staðar frá en útgjöldin vegna rekstrar og viðhalds. Fjármunirnir til þess að kosta steinsteypuna komi sem lántaka frá lífeyrissjóðum en fjármunirnir til rekstrar og viðhalds úr ríkissjóði. Hvort tveggja endar hins vegar á sama stað. Hjá skattgreiðendum. Lán þarf að greiða. Hvort tveggja – byggingakostnaðurinn og rekstrarútgjöldin - endar í vasanum á skattgreiðendum. Reikningunum fyrir hvort tveggja er framvísað þar. Til einnar og sömu þjóðarinnar, sem ekki telst eiga fyrir þeim útgjöldum sem nauðsynleg eru fyrir rekstur steinsteypunnar sem nú þegar er til staðar í kerfinu. Svarið við því vandamáli á að vera að tvöfalda magn þeirrar steypu! Það er sagt vera allsendis óskylt mál. Meira að segja er því haldið fram, að sparaðar verði þrjú þúsund milljónir króna á ári í rekstri við það að húsrýmið verði tvöfaldað að stærð! Nú skulum við yfirfæra þessar röksemdir á almenning. Setjum sem svo að fjölskylda búi í 100 fermetra íbúð nú eftir hrun og hafi ekki efni á að standa undir rekstrarkostnaði við húsnæðið og frumþarfir fjölskyldunnar. Þurfi sem sé að skera niður útgjöld til daglegra þarfa. Myndu ráðherrar gefa þeirri fjölskyldu það ráð að taka lán og reisa sér stórt einbýlishús því þeir fjármunir kæmu annars staðar frá en dagleg rekstrarútgjöld fjölskyldunnar? Í ofanálag væru svo allar líkur til þess að með því að flytja í nýja húsið myndi fjölskyldan geta sparað sér rekstrarútgjöld í svo miklum mæli að eftir svo sem eins og 15 ár næmi sparnaðurinn andvirði byggingakostnaðar hússins sem fjölskyldan ætti þá skuldlaust? Er þetta virkilega ráðgjöf ríkisstjórnar – eða er bara verið að (G)narrast í fólki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Sjá meira
Heyrst hefur, að útgjöld upp á minnst fjörutíu þúsund milljónir króna í fyrsta áfanga nýrrar sjúkrahúsbyggingar og stöðugur samdráttur útgjalda til reksturs og viðhalds heilbrigðisþjónustunnar séu tvö óskyld mál. Óskyld, vegna þess að útgjöldin vegna byggingarinnar séu fengin annars staðar frá en útgjöldin vegna rekstrar og viðhalds. Fjármunirnir til þess að kosta steinsteypuna komi sem lántaka frá lífeyrissjóðum en fjármunirnir til rekstrar og viðhalds úr ríkissjóði. Hvort tveggja endar hins vegar á sama stað. Hjá skattgreiðendum. Lán þarf að greiða. Hvort tveggja – byggingakostnaðurinn og rekstrarútgjöldin - endar í vasanum á skattgreiðendum. Reikningunum fyrir hvort tveggja er framvísað þar. Til einnar og sömu þjóðarinnar, sem ekki telst eiga fyrir þeim útgjöldum sem nauðsynleg eru fyrir rekstur steinsteypunnar sem nú þegar er til staðar í kerfinu. Svarið við því vandamáli á að vera að tvöfalda magn þeirrar steypu! Það er sagt vera allsendis óskylt mál. Meira að segja er því haldið fram, að sparaðar verði þrjú þúsund milljónir króna á ári í rekstri við það að húsrýmið verði tvöfaldað að stærð! Nú skulum við yfirfæra þessar röksemdir á almenning. Setjum sem svo að fjölskylda búi í 100 fermetra íbúð nú eftir hrun og hafi ekki efni á að standa undir rekstrarkostnaði við húsnæðið og frumþarfir fjölskyldunnar. Þurfi sem sé að skera niður útgjöld til daglegra þarfa. Myndu ráðherrar gefa þeirri fjölskyldu það ráð að taka lán og reisa sér stórt einbýlishús því þeir fjármunir kæmu annars staðar frá en dagleg rekstrarútgjöld fjölskyldunnar? Í ofanálag væru svo allar líkur til þess að með því að flytja í nýja húsið myndi fjölskyldan geta sparað sér rekstrarútgjöld í svo miklum mæli að eftir svo sem eins og 15 ár næmi sparnaðurinn andvirði byggingakostnaðar hússins sem fjölskyldan ætti þá skuldlaust? Er þetta virkilega ráðgjöf ríkisstjórnar – eða er bara verið að (G)narrast í fólki?
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar