Árangurinn er eini jarðneski mælikvarðinn á milli rétts og rangs 2. september 2011 06:00 Hinn 29. ágúst sl. fjallar leiðari Fréttablaðsins um stefnu ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar í skattlagningu ferðamáta. Að sönnu er ýmislegt sem betur mætti fara í skattastefnu þeirrar stjórnar, en henni er þó ekki alls varnað. Hið sama á við um leiðaraskrifin. Leiðarahöfundur kvartar undan því að dísilolían sé dýrari en bensínið. Það er ekki að undra þar sem heimsmarkaðsverð dísilolíu er að jafnaði hærri en bensíns, en orkuinnihaldið er hins vegar nokkru meira. Skattlagning á dísilolíu er því örlítið lægri á lítra, nokkru minni á orkueiningu og talsvert lægri á CO2-losun en á bensín. Því er vandséð hví munurinn ætti að vera meiri. Þá talar leiðarahöfundur um meinta „skattpíningu“ bíleiganda sem og að þeim sé ætlað að skila „óheyrilega“ miklu til hins opinbera. Skoðum þetta nánar. Tekjur ríkissjóðs af bifreiðum og eldsneyti hafa á undanförnum árum staðið undir rekstri Vegagerðarinnar og nýframkvæmda á vegum hennar sem og Samgönguráðuneytisins, sjá t.d. þingskjöl 1.084 og 1.679 frá 139. löggjafarþingi. En kostnaður Vegagerðarinnar er bara hluti af kostnaði hins opinbera. Meira og minna öll gatnagerð í þéttbýli er á hendi sveitafélaga, auk þess sem verðmætt land fer undir umferðarmannvirki. T.d. hefur verið talið að helmingur lands í Reykjavík fari undir vegamannvirki og bílastæði. Jafnframt er gjaldskylda á innan við 5% af öllum bílastæðum í Reykjavík. Hversu mikils virði skyldi leigan af helmingnum af borgarlandinu vera? Og landinu í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Akureyri o.s.frv.? Verkfræðistofan Línuhönnun uppreiknaði árið 2006 upp úr skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands kostnað vegna umferðarslysa. Á núverandi verðlagi er kostnaður af banaslysi að meðaltali 546 millj. kr., slys með alvarlegum meiðslum 85 millj. kr. og með litlum meiðslum 13 millj. kr., sjá þingskjal 886 frá 139. löggjafarþingi. Ljóst er að ábyrgðartrygging ökumanna greiðir eingöngu hluta tjónsins og afgangurinn lendir á einstaklingunum og samfélaginu. Í sama þingskjali er árlegur slysakostnaður vegna umferðarslysa metinn 21-29 milljarðar m.v. launavísitölu 2005. Af þessu má sjá að hinar „óheyrilegu“ upphæðir hrökkva skammt til að standa undir kostnaði við bifreiðar. Því má spyrja leiðarahöfund, ef þeir sem bílana keyra og vegina nota eiga ekki að standa undir þessum kostnaði, hverjir þá? Launþegar af launum sínum? Þeir sem ganga eða hjóla? Þá er þegar búið að aflétta öllum vörugjöldum af umhverfisvænsta flokki bifreiða, svo sem metanbíla, og sú furðulega staða komin upp að „sparneytnir“ bílar, sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti að fullu eða hluta, greiða ekkert vörugjald á meðan enn er 10% tollur af reiðhjólum. Og hvort skyldi nú vera umhverfisvænna að nota bílinn eða hjólið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Hinn 29. ágúst sl. fjallar leiðari Fréttablaðsins um stefnu ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar í skattlagningu ferðamáta. Að sönnu er ýmislegt sem betur mætti fara í skattastefnu þeirrar stjórnar, en henni er þó ekki alls varnað. Hið sama á við um leiðaraskrifin. Leiðarahöfundur kvartar undan því að dísilolían sé dýrari en bensínið. Það er ekki að undra þar sem heimsmarkaðsverð dísilolíu er að jafnaði hærri en bensíns, en orkuinnihaldið er hins vegar nokkru meira. Skattlagning á dísilolíu er því örlítið lægri á lítra, nokkru minni á orkueiningu og talsvert lægri á CO2-losun en á bensín. Því er vandséð hví munurinn ætti að vera meiri. Þá talar leiðarahöfundur um meinta „skattpíningu“ bíleiganda sem og að þeim sé ætlað að skila „óheyrilega“ miklu til hins opinbera. Skoðum þetta nánar. Tekjur ríkissjóðs af bifreiðum og eldsneyti hafa á undanförnum árum staðið undir rekstri Vegagerðarinnar og nýframkvæmda á vegum hennar sem og Samgönguráðuneytisins, sjá t.d. þingskjöl 1.084 og 1.679 frá 139. löggjafarþingi. En kostnaður Vegagerðarinnar er bara hluti af kostnaði hins opinbera. Meira og minna öll gatnagerð í þéttbýli er á hendi sveitafélaga, auk þess sem verðmætt land fer undir umferðarmannvirki. T.d. hefur verið talið að helmingur lands í Reykjavík fari undir vegamannvirki og bílastæði. Jafnframt er gjaldskylda á innan við 5% af öllum bílastæðum í Reykjavík. Hversu mikils virði skyldi leigan af helmingnum af borgarlandinu vera? Og landinu í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Akureyri o.s.frv.? Verkfræðistofan Línuhönnun uppreiknaði árið 2006 upp úr skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands kostnað vegna umferðarslysa. Á núverandi verðlagi er kostnaður af banaslysi að meðaltali 546 millj. kr., slys með alvarlegum meiðslum 85 millj. kr. og með litlum meiðslum 13 millj. kr., sjá þingskjal 886 frá 139. löggjafarþingi. Ljóst er að ábyrgðartrygging ökumanna greiðir eingöngu hluta tjónsins og afgangurinn lendir á einstaklingunum og samfélaginu. Í sama þingskjali er árlegur slysakostnaður vegna umferðarslysa metinn 21-29 milljarðar m.v. launavísitölu 2005. Af þessu má sjá að hinar „óheyrilegu“ upphæðir hrökkva skammt til að standa undir kostnaði við bifreiðar. Því má spyrja leiðarahöfund, ef þeir sem bílana keyra og vegina nota eiga ekki að standa undir þessum kostnaði, hverjir þá? Launþegar af launum sínum? Þeir sem ganga eða hjóla? Þá er þegar búið að aflétta öllum vörugjöldum af umhverfisvænsta flokki bifreiða, svo sem metanbíla, og sú furðulega staða komin upp að „sparneytnir“ bílar, sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti að fullu eða hluta, greiða ekkert vörugjald á meðan enn er 10% tollur af reiðhjólum. Og hvort skyldi nú vera umhverfisvænna að nota bílinn eða hjólið?
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun