Fagurgali Samfylkingarinnar um íbúalýðræði Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 2. september 2011 06:00 Mörgum er það enn í fersku minni þegar Samfylkingin í Hafnarfirði ákvað fyrir nokkrum árum að láta Hafnfirðinga kjósa um stækkunaráform álversins í Straumsvík. Nú eftir hrun er flestum ljóst að stækkun þessa öfluga fyrirtækis hefði skapað mörg hundruð störf sem hefðu haft hagfelld margfeldisáhrif út um allt samfélagið. Þáverandi meirihluti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn hafði unnið með forsvarsmönnum álversins að undirbúningi á stækkun þess í nokkur ár. Þegar ljóst var í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna 2006 að mjög skiptar skoðanir væru í bæjarfélaginu um stækkunaráformin var skyndilega sett upp leikrit sem nefndist íbúalýðræði. Þarna var ákvarðanafælni og kjarkleysi sett í umbúðir lýðræðisástar og Hafnfirðingar fengnir til að greiða atkvæði um stækkunina. Sett var ákvæði í samþykktir Hafnarfjarðarbæjar, þar sem segir: „Bæjarstjórn ber að leggja þau mál í dóm kjósenda sem hún álítur vera mjög þýðingarmikil fyrir bæjarfélagið með skoðanakönnun eða atkvæðagreiðslu. Ef 25% kosningabærra manna eða fleiri krefjast atkvæðagreiðslu um tiltekin mál ber bæjarstjórn að verða við þeirri kröfu.“ Með þessu skreytti Samfylkingin í Hafnarfirði sig óspart, ekki síst í kosningabaráttunni 2006, og má vera að þetta hafi átt einhvern þátt í góðu gengi flokksins í kosningunum. Já, íbúalýðræðið í Hafnarfirði var til fyrirmyndar, eða hvað? Þegar á reyndi kom í ljós að þetta voru orðin tóm. Þau stækkunaráform sem íbúarnir kusu um vorið 2007, á hápunkti góðærisins, voru naumlega felld og ljóst að hinar fyrirhuguðu framkvæmdir yrðu að engu. Rúmu ári síðar fóru íbúarnir af stað, í góðri trú um að lýðræðisákvæðið í samþykktum bæjarins væri virkt, og söfnuðu tilskildum fjölda undirskrifta bæjarbúa, eða á fimmta þúsund undirskrifta, og fóru fram á að íbúakosning um álversstækkun yrði endurtekin. Þessar undirskriftir hafa nú safnað ryki á bæjarskrifstofunum, og íbúunum svo ekki mikið sem verið svarað. Hvað varð um íbúalýðræðið?Nú hefur lýðræðið verið tekið úr höndum íbúanna og stofnaður var viðræðuhópur fulltrúa stjórnmálaflokkanna þriggja í bæjarstjórn við fulltrúa álversins. Eftir margra mánaða viðræður og viðamikla rannsóknavinnu varð niðurstaðan sú að ekki væri tímabært að kjósa aftur um mögulega stækkun. Reyna á að hanna stækkunarkost sem tæki betur tillit til sjónarmiða bæjarbúa. Fróðlegt verður að sjá hvernig Vinstri grænir muni bregðast við þegar á reynir, enda svarnir andstæðingar mögulegrar stækkunar álversins. Eftir situr svo Samfylkingin í Hafnarfirði sem hlustaði ekki á íbúana. Fagurgalinn um íbúalýðræðið reyndist falskur. Og til að kóróna allt hefur fyrrgreindum samþykktum Hafnarfjarðarbæjar verið breytt og ákvæðið um að 25% kosningabærra manna geti krafist atkvæðagreiðslu verið þrengt. Nú er því viðurkennt að mistök hafi verið gerð í upphafi. Eðlilegt er því að spyrja hvort fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn hyggist viðurkenna mistök sín opinberlega og biðja Hafnfirðinga og kjósendur afsökunar á þessum íbúalýðræðisblekkingum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Mörgum er það enn í fersku minni þegar Samfylkingin í Hafnarfirði ákvað fyrir nokkrum árum að láta Hafnfirðinga kjósa um stækkunaráform álversins í Straumsvík. Nú eftir hrun er flestum ljóst að stækkun þessa öfluga fyrirtækis hefði skapað mörg hundruð störf sem hefðu haft hagfelld margfeldisáhrif út um allt samfélagið. Þáverandi meirihluti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn hafði unnið með forsvarsmönnum álversins að undirbúningi á stækkun þess í nokkur ár. Þegar ljóst var í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna 2006 að mjög skiptar skoðanir væru í bæjarfélaginu um stækkunaráformin var skyndilega sett upp leikrit sem nefndist íbúalýðræði. Þarna var ákvarðanafælni og kjarkleysi sett í umbúðir lýðræðisástar og Hafnfirðingar fengnir til að greiða atkvæði um stækkunina. Sett var ákvæði í samþykktir Hafnarfjarðarbæjar, þar sem segir: „Bæjarstjórn ber að leggja þau mál í dóm kjósenda sem hún álítur vera mjög þýðingarmikil fyrir bæjarfélagið með skoðanakönnun eða atkvæðagreiðslu. Ef 25% kosningabærra manna eða fleiri krefjast atkvæðagreiðslu um tiltekin mál ber bæjarstjórn að verða við þeirri kröfu.“ Með þessu skreytti Samfylkingin í Hafnarfirði sig óspart, ekki síst í kosningabaráttunni 2006, og má vera að þetta hafi átt einhvern þátt í góðu gengi flokksins í kosningunum. Já, íbúalýðræðið í Hafnarfirði var til fyrirmyndar, eða hvað? Þegar á reyndi kom í ljós að þetta voru orðin tóm. Þau stækkunaráform sem íbúarnir kusu um vorið 2007, á hápunkti góðærisins, voru naumlega felld og ljóst að hinar fyrirhuguðu framkvæmdir yrðu að engu. Rúmu ári síðar fóru íbúarnir af stað, í góðri trú um að lýðræðisákvæðið í samþykktum bæjarins væri virkt, og söfnuðu tilskildum fjölda undirskrifta bæjarbúa, eða á fimmta þúsund undirskrifta, og fóru fram á að íbúakosning um álversstækkun yrði endurtekin. Þessar undirskriftir hafa nú safnað ryki á bæjarskrifstofunum, og íbúunum svo ekki mikið sem verið svarað. Hvað varð um íbúalýðræðið?Nú hefur lýðræðið verið tekið úr höndum íbúanna og stofnaður var viðræðuhópur fulltrúa stjórnmálaflokkanna þriggja í bæjarstjórn við fulltrúa álversins. Eftir margra mánaða viðræður og viðamikla rannsóknavinnu varð niðurstaðan sú að ekki væri tímabært að kjósa aftur um mögulega stækkun. Reyna á að hanna stækkunarkost sem tæki betur tillit til sjónarmiða bæjarbúa. Fróðlegt verður að sjá hvernig Vinstri grænir muni bregðast við þegar á reynir, enda svarnir andstæðingar mögulegrar stækkunar álversins. Eftir situr svo Samfylkingin í Hafnarfirði sem hlustaði ekki á íbúana. Fagurgalinn um íbúalýðræðið reyndist falskur. Og til að kóróna allt hefur fyrrgreindum samþykktum Hafnarfjarðarbæjar verið breytt og ákvæðið um að 25% kosningabærra manna geti krafist atkvæðagreiðslu verið þrengt. Nú er því viðurkennt að mistök hafi verið gerð í upphafi. Eðlilegt er því að spyrja hvort fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn hyggist viðurkenna mistök sín opinberlega og biðja Hafnfirðinga og kjósendur afsökunar á þessum íbúalýðræðisblekkingum?
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun