Fagurgali Samfylkingarinnar um íbúalýðræði Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 2. september 2011 06:00 Mörgum er það enn í fersku minni þegar Samfylkingin í Hafnarfirði ákvað fyrir nokkrum árum að láta Hafnfirðinga kjósa um stækkunaráform álversins í Straumsvík. Nú eftir hrun er flestum ljóst að stækkun þessa öfluga fyrirtækis hefði skapað mörg hundruð störf sem hefðu haft hagfelld margfeldisáhrif út um allt samfélagið. Þáverandi meirihluti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn hafði unnið með forsvarsmönnum álversins að undirbúningi á stækkun þess í nokkur ár. Þegar ljóst var í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna 2006 að mjög skiptar skoðanir væru í bæjarfélaginu um stækkunaráformin var skyndilega sett upp leikrit sem nefndist íbúalýðræði. Þarna var ákvarðanafælni og kjarkleysi sett í umbúðir lýðræðisástar og Hafnfirðingar fengnir til að greiða atkvæði um stækkunina. Sett var ákvæði í samþykktir Hafnarfjarðarbæjar, þar sem segir: „Bæjarstjórn ber að leggja þau mál í dóm kjósenda sem hún álítur vera mjög þýðingarmikil fyrir bæjarfélagið með skoðanakönnun eða atkvæðagreiðslu. Ef 25% kosningabærra manna eða fleiri krefjast atkvæðagreiðslu um tiltekin mál ber bæjarstjórn að verða við þeirri kröfu.“ Með þessu skreytti Samfylkingin í Hafnarfirði sig óspart, ekki síst í kosningabaráttunni 2006, og má vera að þetta hafi átt einhvern þátt í góðu gengi flokksins í kosningunum. Já, íbúalýðræðið í Hafnarfirði var til fyrirmyndar, eða hvað? Þegar á reyndi kom í ljós að þetta voru orðin tóm. Þau stækkunaráform sem íbúarnir kusu um vorið 2007, á hápunkti góðærisins, voru naumlega felld og ljóst að hinar fyrirhuguðu framkvæmdir yrðu að engu. Rúmu ári síðar fóru íbúarnir af stað, í góðri trú um að lýðræðisákvæðið í samþykktum bæjarins væri virkt, og söfnuðu tilskildum fjölda undirskrifta bæjarbúa, eða á fimmta þúsund undirskrifta, og fóru fram á að íbúakosning um álversstækkun yrði endurtekin. Þessar undirskriftir hafa nú safnað ryki á bæjarskrifstofunum, og íbúunum svo ekki mikið sem verið svarað. Hvað varð um íbúalýðræðið?Nú hefur lýðræðið verið tekið úr höndum íbúanna og stofnaður var viðræðuhópur fulltrúa stjórnmálaflokkanna þriggja í bæjarstjórn við fulltrúa álversins. Eftir margra mánaða viðræður og viðamikla rannsóknavinnu varð niðurstaðan sú að ekki væri tímabært að kjósa aftur um mögulega stækkun. Reyna á að hanna stækkunarkost sem tæki betur tillit til sjónarmiða bæjarbúa. Fróðlegt verður að sjá hvernig Vinstri grænir muni bregðast við þegar á reynir, enda svarnir andstæðingar mögulegrar stækkunar álversins. Eftir situr svo Samfylkingin í Hafnarfirði sem hlustaði ekki á íbúana. Fagurgalinn um íbúalýðræðið reyndist falskur. Og til að kóróna allt hefur fyrrgreindum samþykktum Hafnarfjarðarbæjar verið breytt og ákvæðið um að 25% kosningabærra manna geti krafist atkvæðagreiðslu verið þrengt. Nú er því viðurkennt að mistök hafi verið gerð í upphafi. Eðlilegt er því að spyrja hvort fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn hyggist viðurkenna mistök sín opinberlega og biðja Hafnfirðinga og kjósendur afsökunar á þessum íbúalýðræðisblekkingum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Mörgum er það enn í fersku minni þegar Samfylkingin í Hafnarfirði ákvað fyrir nokkrum árum að láta Hafnfirðinga kjósa um stækkunaráform álversins í Straumsvík. Nú eftir hrun er flestum ljóst að stækkun þessa öfluga fyrirtækis hefði skapað mörg hundruð störf sem hefðu haft hagfelld margfeldisáhrif út um allt samfélagið. Þáverandi meirihluti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn hafði unnið með forsvarsmönnum álversins að undirbúningi á stækkun þess í nokkur ár. Þegar ljóst var í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna 2006 að mjög skiptar skoðanir væru í bæjarfélaginu um stækkunaráformin var skyndilega sett upp leikrit sem nefndist íbúalýðræði. Þarna var ákvarðanafælni og kjarkleysi sett í umbúðir lýðræðisástar og Hafnfirðingar fengnir til að greiða atkvæði um stækkunina. Sett var ákvæði í samþykktir Hafnarfjarðarbæjar, þar sem segir: „Bæjarstjórn ber að leggja þau mál í dóm kjósenda sem hún álítur vera mjög þýðingarmikil fyrir bæjarfélagið með skoðanakönnun eða atkvæðagreiðslu. Ef 25% kosningabærra manna eða fleiri krefjast atkvæðagreiðslu um tiltekin mál ber bæjarstjórn að verða við þeirri kröfu.“ Með þessu skreytti Samfylkingin í Hafnarfirði sig óspart, ekki síst í kosningabaráttunni 2006, og má vera að þetta hafi átt einhvern þátt í góðu gengi flokksins í kosningunum. Já, íbúalýðræðið í Hafnarfirði var til fyrirmyndar, eða hvað? Þegar á reyndi kom í ljós að þetta voru orðin tóm. Þau stækkunaráform sem íbúarnir kusu um vorið 2007, á hápunkti góðærisins, voru naumlega felld og ljóst að hinar fyrirhuguðu framkvæmdir yrðu að engu. Rúmu ári síðar fóru íbúarnir af stað, í góðri trú um að lýðræðisákvæðið í samþykktum bæjarins væri virkt, og söfnuðu tilskildum fjölda undirskrifta bæjarbúa, eða á fimmta þúsund undirskrifta, og fóru fram á að íbúakosning um álversstækkun yrði endurtekin. Þessar undirskriftir hafa nú safnað ryki á bæjarskrifstofunum, og íbúunum svo ekki mikið sem verið svarað. Hvað varð um íbúalýðræðið?Nú hefur lýðræðið verið tekið úr höndum íbúanna og stofnaður var viðræðuhópur fulltrúa stjórnmálaflokkanna þriggja í bæjarstjórn við fulltrúa álversins. Eftir margra mánaða viðræður og viðamikla rannsóknavinnu varð niðurstaðan sú að ekki væri tímabært að kjósa aftur um mögulega stækkun. Reyna á að hanna stækkunarkost sem tæki betur tillit til sjónarmiða bæjarbúa. Fróðlegt verður að sjá hvernig Vinstri grænir muni bregðast við þegar á reynir, enda svarnir andstæðingar mögulegrar stækkunar álversins. Eftir situr svo Samfylkingin í Hafnarfirði sem hlustaði ekki á íbúana. Fagurgalinn um íbúalýðræðið reyndist falskur. Og til að kóróna allt hefur fyrrgreindum samþykktum Hafnarfjarðarbæjar verið breytt og ákvæðið um að 25% kosningabærra manna geti krafist atkvæðagreiðslu verið þrengt. Nú er því viðurkennt að mistök hafi verið gerð í upphafi. Eðlilegt er því að spyrja hvort fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn hyggist viðurkenna mistök sín opinberlega og biðja Hafnfirðinga og kjósendur afsökunar á þessum íbúalýðræðisblekkingum?
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun