Vegurinn vestur - hugsum fram veginn! Bjarni Össurarson og Ferdinand Jónsson skrifar 7. september 2011 12:00 Ferdinand Jónsson, læknir. Allir eru sammála um að vegurinn vestur á firði um Austur-Barðastrandarsýslu er óviðunandi og úrbóta er þörf. Hins vegar hafa staðið deilur um hvernig leggja eigi nýjan veg og þá helst um þverun tveggja fjarða, Gufufjarðar og Djúpafjarðar. Þótt við séum ekki eiginlegir heimamenn keyrum við þessa leið oft á ári og leyfum okkur að hafa skoðun á málinu. Í umræðum um veginn vestur er gjarnan stillt upp byggðarsjónarmiðum íbúa Vestfjarða á móti náttúruverndarsjónarmiðum. Haldið er fram að byggð á Vestfjörðum beinlínis standi og falli með þessum nýja vegi og fórnarkostnaður náttúruspjalla sé viðunandi. Við eigum ekki að falla fyrir slíkum málflutningi. Afsláttur á náttúruvernd er óviðunandi. Höfum við ekki lært neitt af mistökum eins og offari í framræslu mýra landsins? Eða þverun Gilsfjarðar? Það er mjög þreytandi þegar lítið er gert úr náttúruverndarsjónarmiðum og náttúruvísindum. Skógurinn og fuglarnir voru hér áður en við komum. Í fjörðum Vestfjarða er flókið vistkerfi þar sem haförninn trónir hæst í fæðukeðjunni – þetta eru eins réttháir ábúendur þessa lands eins og við. Lausnir í vegamálum verða að taka fullt tillit til verndar náttúru Íslands. Fyrir utan áhrif á land og lífríki hefur lítið verið rætt það náttúruverndarsjónarmið sem er hin mikla sjónmengun sem þverun fjarða hefur í för með sér. Vestfirðirnir eru einstök náttúruparadís á ábyrgð okkar Íslendinga. Þangað sækjum við í óspillta náttúru, fegurð og hreinsun. Þessir firðir eru auðlind Vestfirðinga og allra landsmanna. Ferðamenn koma frá öllum heimshornum þar sem náttúran á hvarvetna undir högg að sækja. Ferðamennska er æ mikilvægari tekjulind Vestfirðinga og ætti að geta vaxið enn frekar. Þessu breytum við stórlega til hins verra með því að þvera firðina. Við setjum niður grjótgarða og steypu – við sjóndeildarhring blasa þá við stórkarlaleg mannvirki. Við höfum breytt náttúruupplifun ekki bara okkar heldur komandi kynslóða um ókomna tíð. Það dytti engum í hug að gera brýr yfir Gullfoss eða Dettifoss eða þvera Þingvallavatn þó að þar væru bestu vegstæðin. Sem betur fer. Burtséð frá sjónarmiðum náttúruverndar leyfum við okkur að efast um að þverunarleiðin hefði úrslitaáhrif um byggð á Vestfjörðum eins og margir láta. Þessi lausn myndi vissulega gefa styttri veg. Því má hins vegar ná fram með því að bora stutt göng í gegnum hálsana tvo og leggja síðan góða vegi um botna fjarðanna. Vissulega er slík leið líklega dýrara í krónum dagsins talið. En við erum þrátt fyrir allt rík þjóð. Til eru mörg dæmi um að miklu efnaminni samfélög hafi lagt í mikinn kostnað til að vernda einstaka náttúru (t.d. í Tanzaníu). Það er mikilvægt að hafa í huga að við mannvirkjagerð af þessu tagi erum við að taka ákvarðanir til margra ára, hundraða ára. Við eigum að stíga hægt til jarðar og horfa fram veginn. Dýrari kosturinn í dag – í krónum talið – getur allt eins verið ódýrari þegar litið er til langs tíma. Náttúra Íslands verður illa metin til fjár en við erum sannfærðir um að frekari þverun fjarða landsins myndi reynast íslenskri þjóð dýrkeypt að lokum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ferdinand Jónsson, læknir. Allir eru sammála um að vegurinn vestur á firði um Austur-Barðastrandarsýslu er óviðunandi og úrbóta er þörf. Hins vegar hafa staðið deilur um hvernig leggja eigi nýjan veg og þá helst um þverun tveggja fjarða, Gufufjarðar og Djúpafjarðar. Þótt við séum ekki eiginlegir heimamenn keyrum við þessa leið oft á ári og leyfum okkur að hafa skoðun á málinu. Í umræðum um veginn vestur er gjarnan stillt upp byggðarsjónarmiðum íbúa Vestfjarða á móti náttúruverndarsjónarmiðum. Haldið er fram að byggð á Vestfjörðum beinlínis standi og falli með þessum nýja vegi og fórnarkostnaður náttúruspjalla sé viðunandi. Við eigum ekki að falla fyrir slíkum málflutningi. Afsláttur á náttúruvernd er óviðunandi. Höfum við ekki lært neitt af mistökum eins og offari í framræslu mýra landsins? Eða þverun Gilsfjarðar? Það er mjög þreytandi þegar lítið er gert úr náttúruverndarsjónarmiðum og náttúruvísindum. Skógurinn og fuglarnir voru hér áður en við komum. Í fjörðum Vestfjarða er flókið vistkerfi þar sem haförninn trónir hæst í fæðukeðjunni – þetta eru eins réttháir ábúendur þessa lands eins og við. Lausnir í vegamálum verða að taka fullt tillit til verndar náttúru Íslands. Fyrir utan áhrif á land og lífríki hefur lítið verið rætt það náttúruverndarsjónarmið sem er hin mikla sjónmengun sem þverun fjarða hefur í för með sér. Vestfirðirnir eru einstök náttúruparadís á ábyrgð okkar Íslendinga. Þangað sækjum við í óspillta náttúru, fegurð og hreinsun. Þessir firðir eru auðlind Vestfirðinga og allra landsmanna. Ferðamenn koma frá öllum heimshornum þar sem náttúran á hvarvetna undir högg að sækja. Ferðamennska er æ mikilvægari tekjulind Vestfirðinga og ætti að geta vaxið enn frekar. Þessu breytum við stórlega til hins verra með því að þvera firðina. Við setjum niður grjótgarða og steypu – við sjóndeildarhring blasa þá við stórkarlaleg mannvirki. Við höfum breytt náttúruupplifun ekki bara okkar heldur komandi kynslóða um ókomna tíð. Það dytti engum í hug að gera brýr yfir Gullfoss eða Dettifoss eða þvera Þingvallavatn þó að þar væru bestu vegstæðin. Sem betur fer. Burtséð frá sjónarmiðum náttúruverndar leyfum við okkur að efast um að þverunarleiðin hefði úrslitaáhrif um byggð á Vestfjörðum eins og margir láta. Þessi lausn myndi vissulega gefa styttri veg. Því má hins vegar ná fram með því að bora stutt göng í gegnum hálsana tvo og leggja síðan góða vegi um botna fjarðanna. Vissulega er slík leið líklega dýrara í krónum dagsins talið. En við erum þrátt fyrir allt rík þjóð. Til eru mörg dæmi um að miklu efnaminni samfélög hafi lagt í mikinn kostnað til að vernda einstaka náttúru (t.d. í Tanzaníu). Það er mikilvægt að hafa í huga að við mannvirkjagerð af þessu tagi erum við að taka ákvarðanir til margra ára, hundraða ára. Við eigum að stíga hægt til jarðar og horfa fram veginn. Dýrari kosturinn í dag – í krónum talið – getur allt eins verið ódýrari þegar litið er til langs tíma. Náttúra Íslands verður illa metin til fjár en við erum sannfærðir um að frekari þverun fjarða landsins myndi reynast íslenskri þjóð dýrkeypt að lokum.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun