Vegurinn vestur - hugsum fram veginn! Bjarni Össurarson og Ferdinand Jónsson skrifar 7. september 2011 12:00 Ferdinand Jónsson, læknir. Allir eru sammála um að vegurinn vestur á firði um Austur-Barðastrandarsýslu er óviðunandi og úrbóta er þörf. Hins vegar hafa staðið deilur um hvernig leggja eigi nýjan veg og þá helst um þverun tveggja fjarða, Gufufjarðar og Djúpafjarðar. Þótt við séum ekki eiginlegir heimamenn keyrum við þessa leið oft á ári og leyfum okkur að hafa skoðun á málinu. Í umræðum um veginn vestur er gjarnan stillt upp byggðarsjónarmiðum íbúa Vestfjarða á móti náttúruverndarsjónarmiðum. Haldið er fram að byggð á Vestfjörðum beinlínis standi og falli með þessum nýja vegi og fórnarkostnaður náttúruspjalla sé viðunandi. Við eigum ekki að falla fyrir slíkum málflutningi. Afsláttur á náttúruvernd er óviðunandi. Höfum við ekki lært neitt af mistökum eins og offari í framræslu mýra landsins? Eða þverun Gilsfjarðar? Það er mjög þreytandi þegar lítið er gert úr náttúruverndarsjónarmiðum og náttúruvísindum. Skógurinn og fuglarnir voru hér áður en við komum. Í fjörðum Vestfjarða er flókið vistkerfi þar sem haförninn trónir hæst í fæðukeðjunni – þetta eru eins réttháir ábúendur þessa lands eins og við. Lausnir í vegamálum verða að taka fullt tillit til verndar náttúru Íslands. Fyrir utan áhrif á land og lífríki hefur lítið verið rætt það náttúruverndarsjónarmið sem er hin mikla sjónmengun sem þverun fjarða hefur í för með sér. Vestfirðirnir eru einstök náttúruparadís á ábyrgð okkar Íslendinga. Þangað sækjum við í óspillta náttúru, fegurð og hreinsun. Þessir firðir eru auðlind Vestfirðinga og allra landsmanna. Ferðamenn koma frá öllum heimshornum þar sem náttúran á hvarvetna undir högg að sækja. Ferðamennska er æ mikilvægari tekjulind Vestfirðinga og ætti að geta vaxið enn frekar. Þessu breytum við stórlega til hins verra með því að þvera firðina. Við setjum niður grjótgarða og steypu – við sjóndeildarhring blasa þá við stórkarlaleg mannvirki. Við höfum breytt náttúruupplifun ekki bara okkar heldur komandi kynslóða um ókomna tíð. Það dytti engum í hug að gera brýr yfir Gullfoss eða Dettifoss eða þvera Þingvallavatn þó að þar væru bestu vegstæðin. Sem betur fer. Burtséð frá sjónarmiðum náttúruverndar leyfum við okkur að efast um að þverunarleiðin hefði úrslitaáhrif um byggð á Vestfjörðum eins og margir láta. Þessi lausn myndi vissulega gefa styttri veg. Því má hins vegar ná fram með því að bora stutt göng í gegnum hálsana tvo og leggja síðan góða vegi um botna fjarðanna. Vissulega er slík leið líklega dýrara í krónum dagsins talið. En við erum þrátt fyrir allt rík þjóð. Til eru mörg dæmi um að miklu efnaminni samfélög hafi lagt í mikinn kostnað til að vernda einstaka náttúru (t.d. í Tanzaníu). Það er mikilvægt að hafa í huga að við mannvirkjagerð af þessu tagi erum við að taka ákvarðanir til margra ára, hundraða ára. Við eigum að stíga hægt til jarðar og horfa fram veginn. Dýrari kosturinn í dag – í krónum talið – getur allt eins verið ódýrari þegar litið er til langs tíma. Náttúra Íslands verður illa metin til fjár en við erum sannfærðir um að frekari þverun fjarða landsins myndi reynast íslenskri þjóð dýrkeypt að lokum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Ferdinand Jónsson, læknir. Allir eru sammála um að vegurinn vestur á firði um Austur-Barðastrandarsýslu er óviðunandi og úrbóta er þörf. Hins vegar hafa staðið deilur um hvernig leggja eigi nýjan veg og þá helst um þverun tveggja fjarða, Gufufjarðar og Djúpafjarðar. Þótt við séum ekki eiginlegir heimamenn keyrum við þessa leið oft á ári og leyfum okkur að hafa skoðun á málinu. Í umræðum um veginn vestur er gjarnan stillt upp byggðarsjónarmiðum íbúa Vestfjarða á móti náttúruverndarsjónarmiðum. Haldið er fram að byggð á Vestfjörðum beinlínis standi og falli með þessum nýja vegi og fórnarkostnaður náttúruspjalla sé viðunandi. Við eigum ekki að falla fyrir slíkum málflutningi. Afsláttur á náttúruvernd er óviðunandi. Höfum við ekki lært neitt af mistökum eins og offari í framræslu mýra landsins? Eða þverun Gilsfjarðar? Það er mjög þreytandi þegar lítið er gert úr náttúruverndarsjónarmiðum og náttúruvísindum. Skógurinn og fuglarnir voru hér áður en við komum. Í fjörðum Vestfjarða er flókið vistkerfi þar sem haförninn trónir hæst í fæðukeðjunni – þetta eru eins réttháir ábúendur þessa lands eins og við. Lausnir í vegamálum verða að taka fullt tillit til verndar náttúru Íslands. Fyrir utan áhrif á land og lífríki hefur lítið verið rætt það náttúruverndarsjónarmið sem er hin mikla sjónmengun sem þverun fjarða hefur í för með sér. Vestfirðirnir eru einstök náttúruparadís á ábyrgð okkar Íslendinga. Þangað sækjum við í óspillta náttúru, fegurð og hreinsun. Þessir firðir eru auðlind Vestfirðinga og allra landsmanna. Ferðamenn koma frá öllum heimshornum þar sem náttúran á hvarvetna undir högg að sækja. Ferðamennska er æ mikilvægari tekjulind Vestfirðinga og ætti að geta vaxið enn frekar. Þessu breytum við stórlega til hins verra með því að þvera firðina. Við setjum niður grjótgarða og steypu – við sjóndeildarhring blasa þá við stórkarlaleg mannvirki. Við höfum breytt náttúruupplifun ekki bara okkar heldur komandi kynslóða um ókomna tíð. Það dytti engum í hug að gera brýr yfir Gullfoss eða Dettifoss eða þvera Þingvallavatn þó að þar væru bestu vegstæðin. Sem betur fer. Burtséð frá sjónarmiðum náttúruverndar leyfum við okkur að efast um að þverunarleiðin hefði úrslitaáhrif um byggð á Vestfjörðum eins og margir láta. Þessi lausn myndi vissulega gefa styttri veg. Því má hins vegar ná fram með því að bora stutt göng í gegnum hálsana tvo og leggja síðan góða vegi um botna fjarðanna. Vissulega er slík leið líklega dýrara í krónum dagsins talið. En við erum þrátt fyrir allt rík þjóð. Til eru mörg dæmi um að miklu efnaminni samfélög hafi lagt í mikinn kostnað til að vernda einstaka náttúru (t.d. í Tanzaníu). Það er mikilvægt að hafa í huga að við mannvirkjagerð af þessu tagi erum við að taka ákvarðanir til margra ára, hundraða ára. Við eigum að stíga hægt til jarðar og horfa fram veginn. Dýrari kosturinn í dag – í krónum talið – getur allt eins verið ódýrari þegar litið er til langs tíma. Náttúra Íslands verður illa metin til fjár en við erum sannfærðir um að frekari þverun fjarða landsins myndi reynast íslenskri þjóð dýrkeypt að lokum.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar