Kvikmyndagerð á krossgötum? Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 2. september 2011 06:00 Kvikmyndagerð á Íslandi er að mínu mati afar merkilegt fyrirbæri. Það mat byggi ég á því að hafa fylgst með iðnaðinum úr fjarska en ekki af innihaldsríkri þekkingu á greininni þó svo að ég hafi leikið í „Annir og appelsínur“ 1988. Flóra íslenskra kvikmynda er afar mikil og þjónustu við erlenda framleiðendur er hælt. Það er margt samofið kvikmyndagerð. Nægir þar að nefna gerð auglýsinga, fræðslu og menningarefnis og fleira auk þess sem leiklistin er náskyldur ættingi. Við sjáum gjarnan sama fólkið á sviði og í kvikmyndum en svo stíga fram leikarar og framleiðendur sem sýna okkur hvað hægt er að gera með einni myndavél og leikara. Fyrir nokkru ákvað núverandi ríkisstjórn að skera niður framlög til kvikmyndagerðar þótt sannað væri að kvikmyndagerð býr til mun meiri tekjur en hún fær í styrki. Skrítinn sparnaður þar. Kvikmyndaskólinn er í umræðunni vegna fjárhagsvanda. Fyrir mér er kvikmyndaskólinn álíka mikilvægur og bændaskólar landbúnaðinum og viðskiptaskólar fjármagnsgeiranum. Ef við menntum ekki bændur þá leggst landbúnaðurinn af og gjaldeyrir fyrir tugi milljarða fer úr landi til að flytja inn mat. Ef við menntum ekki kvikmyndagerðarmenn þá er hætta á að greinin dragist saman og við verðum af mikilvægum gjaldeyri. Kvikmyndagerð er iðnaður, list, inn- og útflutningsgrein. Við getum ekki verið svo blönk og skammsýn að láta kvikmyndagerðina svelta og drabbast niður. Það má vel vera að rekstur kvikmyndaskólans hafi verið erfiður og þar þurfi að laga til. Það réttlætir hins vegar ekki að námið sé látið reka á reiðanum. Auðvitað á ríkisstjórnin að grípa inn í og sjá til þess að skólastarfið haldi áfram meðan framtíðarlausn er fundin. Það var haustið 2006 sem þáverandi ráðherrar menntamála og fjármála og fulltrúar kvikmyndagerðarmanna undirrituðu samkomulag um stuðning við innlenda kvikmyndagerð. Átti samkomulagið að ná til fjögurra ára, 2007–2010. Samkomulagið markaði tímamót í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar þar sem búið var að tryggja fjármagn fram í tímann. Samkvæmt samkomulaginu var gert ráð fyrir að fjárframlag ríkisins yrði 700 millj. kr. árið 2010 en í fjárlögum ársins var framlagið skorið niður í 450 millj. kr., eða um 35%. Á fjárlögum ársins 2011 er fjárframlag ríkisins einnig 450 millj. kr. Fljótlega munu fjárlög ársins 2012 líta dagsins ljós og þá verður forvitnilegt að sjá hvort ríkisstjórnin hefur breytt um stefnu gagnvart kvikmyndagerðinni. Ég vona að kvikmyndagerðarmenn verði kallaðir til fundar og samkomulagið frá 2006 endurnýjað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Skoðanir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Sjá meira
Kvikmyndagerð á Íslandi er að mínu mati afar merkilegt fyrirbæri. Það mat byggi ég á því að hafa fylgst með iðnaðinum úr fjarska en ekki af innihaldsríkri þekkingu á greininni þó svo að ég hafi leikið í „Annir og appelsínur“ 1988. Flóra íslenskra kvikmynda er afar mikil og þjónustu við erlenda framleiðendur er hælt. Það er margt samofið kvikmyndagerð. Nægir þar að nefna gerð auglýsinga, fræðslu og menningarefnis og fleira auk þess sem leiklistin er náskyldur ættingi. Við sjáum gjarnan sama fólkið á sviði og í kvikmyndum en svo stíga fram leikarar og framleiðendur sem sýna okkur hvað hægt er að gera með einni myndavél og leikara. Fyrir nokkru ákvað núverandi ríkisstjórn að skera niður framlög til kvikmyndagerðar þótt sannað væri að kvikmyndagerð býr til mun meiri tekjur en hún fær í styrki. Skrítinn sparnaður þar. Kvikmyndaskólinn er í umræðunni vegna fjárhagsvanda. Fyrir mér er kvikmyndaskólinn álíka mikilvægur og bændaskólar landbúnaðinum og viðskiptaskólar fjármagnsgeiranum. Ef við menntum ekki bændur þá leggst landbúnaðurinn af og gjaldeyrir fyrir tugi milljarða fer úr landi til að flytja inn mat. Ef við menntum ekki kvikmyndagerðarmenn þá er hætta á að greinin dragist saman og við verðum af mikilvægum gjaldeyri. Kvikmyndagerð er iðnaður, list, inn- og útflutningsgrein. Við getum ekki verið svo blönk og skammsýn að láta kvikmyndagerðina svelta og drabbast niður. Það má vel vera að rekstur kvikmyndaskólans hafi verið erfiður og þar þurfi að laga til. Það réttlætir hins vegar ekki að námið sé látið reka á reiðanum. Auðvitað á ríkisstjórnin að grípa inn í og sjá til þess að skólastarfið haldi áfram meðan framtíðarlausn er fundin. Það var haustið 2006 sem þáverandi ráðherrar menntamála og fjármála og fulltrúar kvikmyndagerðarmanna undirrituðu samkomulag um stuðning við innlenda kvikmyndagerð. Átti samkomulagið að ná til fjögurra ára, 2007–2010. Samkomulagið markaði tímamót í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar þar sem búið var að tryggja fjármagn fram í tímann. Samkvæmt samkomulaginu var gert ráð fyrir að fjárframlag ríkisins yrði 700 millj. kr. árið 2010 en í fjárlögum ársins var framlagið skorið niður í 450 millj. kr., eða um 35%. Á fjárlögum ársins 2011 er fjárframlag ríkisins einnig 450 millj. kr. Fljótlega munu fjárlög ársins 2012 líta dagsins ljós og þá verður forvitnilegt að sjá hvort ríkisstjórnin hefur breytt um stefnu gagnvart kvikmyndagerðinni. Ég vona að kvikmyndagerðarmenn verði kallaðir til fundar og samkomulagið frá 2006 endurnýjað.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun