Svona er þetta bara Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 1. september 2011 06:00 „Það er ekkert um að semja ef 110% leiðin er ekki samþykkt. Þá fer íbúðin þín auðvitað á nauðungaruppboð. Svona er þetta bara," sagði kona í Arionbanka sem hringdi í mig í kjölfar síðasta pistils míns. Þetta sagði hún eins og hún væri að tala um náttúrulögmál og ekki var annað að heyra en að henni þætti þetta fullkomlega sjálfsagt og eðlilegt. Og hún sagðist ekki vilja sleppa mér úr símanum fyrr en ég væri orðin sátt. Það hefði nú verið gott að vita fyrir einu og hálfu ári að bankinn ætlaði ekkert að semja við mig og væri bara að ásælast heimili mitt. Og henni fannst sjálfsagt og eðlilegt að ég væri sátt.Nauðungarsala Ég hef reynt að komast í samband við fólk sem misst hefur heimili sín á nauðungarsölu en það er erfitt. Fólk sem verður fyrir ofbeldi á erfitt með að treysta. Það er niðurbrotið í sorg og ber harm sinn í hljóði. Ein kona sagði mér þó ótrúlega sögu sína. Banki tók heimili fjölskyldunnar en hún hefur ekki fengið neitt uppgjör ennþá. Samt á að fara að selja húsið. Fjölskyldan brotnaði undan álaginu. Konan berst í bökkum með sig og barnið sitt og þiggur mat hjá Fjölskylduhjálpinni. Bankinn tók líka iðnaðarlóð sem var 25-30 milljóna virði á 11 milljónir af fjölskyldunni. Margt fólk heldur að það sleppi út úr skuldunum ef bankinn tekur eignirnar. Það hélt ég reyndar líka en þannig er það ekki. Bankinn tekur eignir til sín á nauðungarsölu á lágmarksvirði. Eignin er slegin hæstbjóðanda, oftast eru bara lánardrottnar og kröfuhafar sem bjóða í. Þeir hafa gífurlegra hagsmuna að gæta að bjóða sem lægst. Mörg dæmi eru þess að lánadrottnar og kröfuhafar bjóði undir 20.000 kr. á fermetrann í eignir. Andvirðið gengur upp í áhvílandi lán á viðkomandi eign til lækkunar á því. Ekki nóg með það heldur fær sá sem verður fyrir nauðungarsölunni, bankaþolinn, reikning fyrir mismuninum á framreiknuðu láninu sem hvíldi á húsnæðinu, sem oftast hefur stökkbreyst og því sem fékkst upp í kröfuna á nauðungaruppboðinu. Síðan selur bankinn eignina aftur á 100% markaðsvirði og fær þannig hámarksvirði húsnæðisins til baka. Það fékk eigandinn ekkert tækifæri til að gera. Þegar bankinn selur eignina á frjálsum markaði innleysir hann hagnað sem nemur mismuninum á nauðungarsöluverðinu og markaðsverði. Svona er þetta bara. Auðvitað. Eruð þið ekki sátt?Skoðum nauðungarsölu betur Markaðsvirði 100 fm íbúðar er 25 milljónir. Á henni hvíla 36 milljónir, lán sem hafa stökkbreyst í óðaverðbólgu sýndargóðæris og óstjórnar. Þar sem lánið er tvískipt og hluti þess ekki eyrnamerktur sem fasteignalán reiknast það ekki inn í 110% leiðina svo hún er ekki fær. Íbúðin fer á nauðungarsölu og banki sem á bæði lánin leysir hana til sín á 100 þúsund krónur fermetrann (stundum undir 20.000 kr. fermetrann) eða á 10 milljónir. Það gengur upp í kröfuna til lækkunar á 36 milljón kr. láninu. Eftir stendur skuld upp á 26 milljónir. Bankinn gerir ekki strax upp við bankaþolann sem oft er fjölskylda með börn á framfæri. Á meðan tikkar lánið. Þegar bankinn loksins gerir dæmið upp framreiknar hann 36 milljóna kr. lánin, dregur 10 milljónirnar frá og fjölskyldan sem missti heimili sitt fær reikninginn fyrir mismuninum sem er þá meira en 26 milljónir. Samt er bankinn búinn að taka allt af henni. Ekki nóg með það heldur selur bankinn íbúðina aftur á markaðsvirði eða 230–250 þúsund kr. fermetrann eða allt að 25 milljónum. Bankinn hefur þá fengið 25 milljónir út úr íbúð sem hann „keypti" á 10 milljónir meðan fjölskyldan bíður þess sem verða vill. Auk þess á bankinn útistandandi mismuninn á nauðungarsöluverðinu og áhvílandi lánunum eða rúmar 26 milljónir hjá fjölskyldunni sem hann „keypti" íbúðina af. Og nú getur bankinn innleyst hagnað upp á 15 milljónir eða 25 milljónir mínus 10 milljónirnar sem hann „keypti" íbúðina fyrir. Fjölskyldan sem hafði upphaflega átt fyrir útborgun og hefur samviskusamlega borgað af stökkbreyttum lánunum og ofurvexti í mörg ár (sem þurrkast út) er nú á götunni og skuldar bankanum ennþá rúmar 26 milljónir. Auðvitað, því bankinn „keypti" íbúðina bara á 10 milljónir. Bankinn færir 26 milljóna kr. skuldina á afskriftarreikning, en hann hefur þegar fengið 25 milljónir. Síðan afskrifar bankinn mismuninn á lánunum og því sem hann hefur örugglega heimt við sölu eignarinnar á frjálsum markaði. Þetta er bankanum skylt að gera samkvæmt lögum. Eftirstöðvunum af lánunum það sem útaf stendur eða 11 milljónir, þeirri kröfu getur bankinn haldið gangandi út yfir gröf og dauða. Og nú toppar löggjafinn niðurlæginguna (57. gr. laga um nauðungarsölu) því fjölskyldan sem er á götunni og á ekkert lengur getur ráðið sér lögmann á 17 - 27 þúsund kr. á tímann til að höfða mál á hendur kröfuhafanum til að fá eftirstöðvarnar felldar eða færðar niður. „Heggur sá er hlífa skyldi". „Hagnaður" bankans, 15 milljónir, er færður í sjóð og sýnir þar stöðugt batnandi stöðu bankans og lausafjárgnótt. Bankaþolinn, fjölskyldan sem missti heimili sitt og er á götunni, á sér ekki viðreisnar von. Enginn! gætir hagsmuna hennar. Og nú fær hún tilkynningu um að hún skuli ekki reikna með lánafyrirgreiðslu til annarra íbúðakaupa næstu 4-5 árin. Auðvitað. Svona er þetta bara. Fjölskyldur sem lenda í nauðungarsölum með heimili sín eru tregar til að segja frá. Þær eru oftast búnar að missa allt í þessum örvæntingarfullu hremmingum og oft hefur fjölskyldan líka liðast í sundur undan ágangi lánardrottna og kröfuhafa. Fjölskyldur eru niðurbrotnar í orðsins fyllstu merkingu. Þær vita líka að það er litið niður á þær. Þeim finnst þær örugglega ekki hafa verið að standa sig því heiðarlegt fólk leggur metnað í að borga skuldir sínar. Þær fyllast örvæntingu og uppgjöf, sektarkennd og skömm og eru fullar af sorg, niðurlægingu og vanmáttarkennd svipað og fórnarlömb nauðgara. Já, svona er þetta bara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
„Það er ekkert um að semja ef 110% leiðin er ekki samþykkt. Þá fer íbúðin þín auðvitað á nauðungaruppboð. Svona er þetta bara," sagði kona í Arionbanka sem hringdi í mig í kjölfar síðasta pistils míns. Þetta sagði hún eins og hún væri að tala um náttúrulögmál og ekki var annað að heyra en að henni þætti þetta fullkomlega sjálfsagt og eðlilegt. Og hún sagðist ekki vilja sleppa mér úr símanum fyrr en ég væri orðin sátt. Það hefði nú verið gott að vita fyrir einu og hálfu ári að bankinn ætlaði ekkert að semja við mig og væri bara að ásælast heimili mitt. Og henni fannst sjálfsagt og eðlilegt að ég væri sátt.Nauðungarsala Ég hef reynt að komast í samband við fólk sem misst hefur heimili sín á nauðungarsölu en það er erfitt. Fólk sem verður fyrir ofbeldi á erfitt með að treysta. Það er niðurbrotið í sorg og ber harm sinn í hljóði. Ein kona sagði mér þó ótrúlega sögu sína. Banki tók heimili fjölskyldunnar en hún hefur ekki fengið neitt uppgjör ennþá. Samt á að fara að selja húsið. Fjölskyldan brotnaði undan álaginu. Konan berst í bökkum með sig og barnið sitt og þiggur mat hjá Fjölskylduhjálpinni. Bankinn tók líka iðnaðarlóð sem var 25-30 milljóna virði á 11 milljónir af fjölskyldunni. Margt fólk heldur að það sleppi út úr skuldunum ef bankinn tekur eignirnar. Það hélt ég reyndar líka en þannig er það ekki. Bankinn tekur eignir til sín á nauðungarsölu á lágmarksvirði. Eignin er slegin hæstbjóðanda, oftast eru bara lánardrottnar og kröfuhafar sem bjóða í. Þeir hafa gífurlegra hagsmuna að gæta að bjóða sem lægst. Mörg dæmi eru þess að lánadrottnar og kröfuhafar bjóði undir 20.000 kr. á fermetrann í eignir. Andvirðið gengur upp í áhvílandi lán á viðkomandi eign til lækkunar á því. Ekki nóg með það heldur fær sá sem verður fyrir nauðungarsölunni, bankaþolinn, reikning fyrir mismuninum á framreiknuðu láninu sem hvíldi á húsnæðinu, sem oftast hefur stökkbreyst og því sem fékkst upp í kröfuna á nauðungaruppboðinu. Síðan selur bankinn eignina aftur á 100% markaðsvirði og fær þannig hámarksvirði húsnæðisins til baka. Það fékk eigandinn ekkert tækifæri til að gera. Þegar bankinn selur eignina á frjálsum markaði innleysir hann hagnað sem nemur mismuninum á nauðungarsöluverðinu og markaðsverði. Svona er þetta bara. Auðvitað. Eruð þið ekki sátt?Skoðum nauðungarsölu betur Markaðsvirði 100 fm íbúðar er 25 milljónir. Á henni hvíla 36 milljónir, lán sem hafa stökkbreyst í óðaverðbólgu sýndargóðæris og óstjórnar. Þar sem lánið er tvískipt og hluti þess ekki eyrnamerktur sem fasteignalán reiknast það ekki inn í 110% leiðina svo hún er ekki fær. Íbúðin fer á nauðungarsölu og banki sem á bæði lánin leysir hana til sín á 100 þúsund krónur fermetrann (stundum undir 20.000 kr. fermetrann) eða á 10 milljónir. Það gengur upp í kröfuna til lækkunar á 36 milljón kr. láninu. Eftir stendur skuld upp á 26 milljónir. Bankinn gerir ekki strax upp við bankaþolann sem oft er fjölskylda með börn á framfæri. Á meðan tikkar lánið. Þegar bankinn loksins gerir dæmið upp framreiknar hann 36 milljóna kr. lánin, dregur 10 milljónirnar frá og fjölskyldan sem missti heimili sitt fær reikninginn fyrir mismuninum sem er þá meira en 26 milljónir. Samt er bankinn búinn að taka allt af henni. Ekki nóg með það heldur selur bankinn íbúðina aftur á markaðsvirði eða 230–250 þúsund kr. fermetrann eða allt að 25 milljónum. Bankinn hefur þá fengið 25 milljónir út úr íbúð sem hann „keypti" á 10 milljónir meðan fjölskyldan bíður þess sem verða vill. Auk þess á bankinn útistandandi mismuninn á nauðungarsöluverðinu og áhvílandi lánunum eða rúmar 26 milljónir hjá fjölskyldunni sem hann „keypti" íbúðina af. Og nú getur bankinn innleyst hagnað upp á 15 milljónir eða 25 milljónir mínus 10 milljónirnar sem hann „keypti" íbúðina fyrir. Fjölskyldan sem hafði upphaflega átt fyrir útborgun og hefur samviskusamlega borgað af stökkbreyttum lánunum og ofurvexti í mörg ár (sem þurrkast út) er nú á götunni og skuldar bankanum ennþá rúmar 26 milljónir. Auðvitað, því bankinn „keypti" íbúðina bara á 10 milljónir. Bankinn færir 26 milljóna kr. skuldina á afskriftarreikning, en hann hefur þegar fengið 25 milljónir. Síðan afskrifar bankinn mismuninn á lánunum og því sem hann hefur örugglega heimt við sölu eignarinnar á frjálsum markaði. Þetta er bankanum skylt að gera samkvæmt lögum. Eftirstöðvunum af lánunum það sem útaf stendur eða 11 milljónir, þeirri kröfu getur bankinn haldið gangandi út yfir gröf og dauða. Og nú toppar löggjafinn niðurlæginguna (57. gr. laga um nauðungarsölu) því fjölskyldan sem er á götunni og á ekkert lengur getur ráðið sér lögmann á 17 - 27 þúsund kr. á tímann til að höfða mál á hendur kröfuhafanum til að fá eftirstöðvarnar felldar eða færðar niður. „Heggur sá er hlífa skyldi". „Hagnaður" bankans, 15 milljónir, er færður í sjóð og sýnir þar stöðugt batnandi stöðu bankans og lausafjárgnótt. Bankaþolinn, fjölskyldan sem missti heimili sitt og er á götunni, á sér ekki viðreisnar von. Enginn! gætir hagsmuna hennar. Og nú fær hún tilkynningu um að hún skuli ekki reikna með lánafyrirgreiðslu til annarra íbúðakaupa næstu 4-5 árin. Auðvitað. Svona er þetta bara. Fjölskyldur sem lenda í nauðungarsölum með heimili sín eru tregar til að segja frá. Þær eru oftast búnar að missa allt í þessum örvæntingarfullu hremmingum og oft hefur fjölskyldan líka liðast í sundur undan ágangi lánardrottna og kröfuhafa. Fjölskyldur eru niðurbrotnar í orðsins fyllstu merkingu. Þær vita líka að það er litið niður á þær. Þeim finnst þær örugglega ekki hafa verið að standa sig því heiðarlegt fólk leggur metnað í að borga skuldir sínar. Þær fyllast örvæntingu og uppgjöf, sektarkennd og skömm og eru fullar af sorg, niðurlægingu og vanmáttarkennd svipað og fórnarlömb nauðgara. Já, svona er þetta bara.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun