Aukin menntun stúlkna ávöxtur þróunarsamvinnu Bjarni Gíslason skrifar 6. september 2011 06:00 Kristniboðssambandið hefur undanfarin ár verið með lestrarverkefni meðal Dasentsmanna í Suður-Eþíópíu. Verkefnið hófst á því að búa til kennslubók á tungumál þjóðflokksins og handbók handa kennurum. Því næst var hafist handa við sjálfa kennsluna. Einn aðalmarkhópurinn í þessu verkefni er stúlkur og konur. En skólaganga stúlkna á svæðinu er mjög takmörkuð og jafnvel engin. Grundvöllur allra framfara og jafnréttis er menntun. Hornsteinn menntunar er lestrarkunnátta og því gefur það augaleið hversu mikilvægt þetta verkefni er. Rúbite er ung stúlka. Hún kann að lesa og hefur lokið 4. bekk. Í dag er hún kennari innan þessa verkefnis. Hún vill að stúlkurnar í sínu þorpi fái tækifæri til að mennta sig og tekur þátt í vinnu við að búa til fræðslurit um til dæmis HIV-veiruna og næringarfræði, á sínu tungumáli. Stúlkum sem áður voru „bara húsmæður“ opnast dyr til menntunar og framfara. Þær fá jafnvel tækifæri til að stunda nám við háskóla, verða til dæmis kennarar eða hjúkrunarfræðingar. Nokkuð sem fyrir örfáum árum var algjörlega óþekkt. Fræðsla og menntun bætir líf þeirra á svo margan hátt. Ein af ástæðum þess að stúlkur víða í Afríku fá ekki að ganga í skóla er að það er hlutverk þeirra að vinna flest erfiðustu verkin eins og að sækja vatn. Ef langt er að fara að sækja vatn, sem þarf að gera daglega, fer mikill tími í það og þar með ekki möguleiki að fara í skóla sem er á sama tíma. Þetta er vítahringur vatnsskorts. Brunnur í nánasta umhverfi rýfur þennan vítahring og gefur stúlkum tækifæri til skólagöngu. Menntun hefur síðan keðjuverkandi áhrif sem síðar meir geta breytt hugsunarhætti til meira jafnréttis kynjanna. Vatn er því ekki bara vatn heldur menntun fyrir stúlkur og meira jafnrétti! Þetta staðfesti 12 ára stúlka í þorpinu Mandalika í Malaví þar sem Hjálparstarf kirkjunnar er með vatnsverkefni. Hún tjáði okkur að eftir að brunnur var settur upp við þorpið taki svo stuttan tíma að sækja vatn að hún gat hafið skólagöngu. Þróunarsamvinna ber góðan ávöxt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Kristniboðssambandið hefur undanfarin ár verið með lestrarverkefni meðal Dasentsmanna í Suður-Eþíópíu. Verkefnið hófst á því að búa til kennslubók á tungumál þjóðflokksins og handbók handa kennurum. Því næst var hafist handa við sjálfa kennsluna. Einn aðalmarkhópurinn í þessu verkefni er stúlkur og konur. En skólaganga stúlkna á svæðinu er mjög takmörkuð og jafnvel engin. Grundvöllur allra framfara og jafnréttis er menntun. Hornsteinn menntunar er lestrarkunnátta og því gefur það augaleið hversu mikilvægt þetta verkefni er. Rúbite er ung stúlka. Hún kann að lesa og hefur lokið 4. bekk. Í dag er hún kennari innan þessa verkefnis. Hún vill að stúlkurnar í sínu þorpi fái tækifæri til að mennta sig og tekur þátt í vinnu við að búa til fræðslurit um til dæmis HIV-veiruna og næringarfræði, á sínu tungumáli. Stúlkum sem áður voru „bara húsmæður“ opnast dyr til menntunar og framfara. Þær fá jafnvel tækifæri til að stunda nám við háskóla, verða til dæmis kennarar eða hjúkrunarfræðingar. Nokkuð sem fyrir örfáum árum var algjörlega óþekkt. Fræðsla og menntun bætir líf þeirra á svo margan hátt. Ein af ástæðum þess að stúlkur víða í Afríku fá ekki að ganga í skóla er að það er hlutverk þeirra að vinna flest erfiðustu verkin eins og að sækja vatn. Ef langt er að fara að sækja vatn, sem þarf að gera daglega, fer mikill tími í það og þar með ekki möguleiki að fara í skóla sem er á sama tíma. Þetta er vítahringur vatnsskorts. Brunnur í nánasta umhverfi rýfur þennan vítahring og gefur stúlkum tækifæri til skólagöngu. Menntun hefur síðan keðjuverkandi áhrif sem síðar meir geta breytt hugsunarhætti til meira jafnréttis kynjanna. Vatn er því ekki bara vatn heldur menntun fyrir stúlkur og meira jafnrétti! Þetta staðfesti 12 ára stúlka í þorpinu Mandalika í Malaví þar sem Hjálparstarf kirkjunnar er með vatnsverkefni. Hún tjáði okkur að eftir að brunnur var settur upp við þorpið taki svo stuttan tíma að sækja vatn að hún gat hafið skólagöngu. Þróunarsamvinna ber góðan ávöxt!
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun