Tannlækningar barna 2. september 2011 06:00 Nokkuð hefur verið ritað og rætt um tannlækningar barna undanfarin misseri. Hefur þar hæst borið sú staðreynd að tennur íslenskra barna skemmast meir en hjá frændþjóðum okkar í Skandinavíu. En hvers vegna skemmast tennur? Jú það er almenn þekking að bakteríur sitja á tönnum í lengri tíma og mynda sýru sem holar tennur að innan og skemmir fyrst glerung og síðar tannbein. Bakteríur nýta helst kolvetni (t.d. sykur og hveiti) til að lifa og því er almennt talið óhollt fyrir tennur að neyta mikils sykurs, því það fæðir bakteríurnar og gerir þær virkari í niðurbroti tanna. Þá hefur verið lögð áhersla á að hreinsa tennur með tannbursta og flúortannkremi en flúor gengur í efnasamband við tennur og endurnýjar yfirborð skemmdra tanna, í einfölduðu máli. Því er mikilvægt að foreldrar hirði tennur barna sinna samviskusamlega, passi upp á að börn neyti sætinda í hófi og bursti alltaf tennur barna sinna kvölds og morgna og noti tannþráð reglulega. Jæja, þá er búið að fara í gegnum helstu ástæður tannskemmda og hvernig hægt er að fyrirbyggja þær. Einfalt ekki satt? En því miður gengur þetta ekki alltaf svona fyrir sig og tennur íslenskra barna skemmast meir en annarra þjóða. Regluleg skoðun barns hjá tannlækni og þær fyrirbyggjandi meðferðir sem hægt er að bjóða upp á eru svo þær aðferðir sem algengast er að nota til að greina og koma í veg fyrir tannskemmdir. En hversu algengar eru tannskemmdir? Samkvæmt nýjustu rannsókn sem gerð hefur verið á Íslandi eru tannskemmdir um tvisvar sinnum algengari á Íslandi en í Danmörku (árið 2005) hjá tólf ára börnum. Þetta segir kannski ekki mikið en við greiningu á þessum staðreyndum má segja: Helmingur fullorðinsjaxla sem hafa verið lengur en eitt ár í munni, í 12 ára börnum, er skemmdur. Tannskemmdirnar versna svo þegar unglingsárin taka við og hjá 15 ára krökkum á Íslandi árið 2005 voru skemmdirnar orðnar að meðaltali fjórar á hvert barn(!). Þá eru ótaldar byrjandi skemmdir í munni sömu barna. Það er vert að lesa þetta aftur og íhuga hversu margar skemmdar tennur þetta eru á landsvísu. Tannlæknar hafa vakið máls á þessum staðreyndum, ítrekað. Komur barna til tannlækna eru þó ekki alveg í samræmi við vandann en allt að 40% barna komu ekki til tannlæknis á Íslandi árið 2010. Hvers vegna koma mæður og feður barna ekki með börn sín í reglulegt eftirlit? Er þetta algjört hirðuleysi? Vanræksla? hafa sumir spurt. Mín reynsla er að langflestir foreldra eru mjög umhyggjusamir um börn sín, koma með þau reglulega í eftirlit og vilja ekki að börn sín séu með skemmdar tennur. Hver er þá ástæðan? Í fyrrnefndri rannsókn (MUNNÍS 2005) kemur einnig fram að efnahagur foreldra hefur áhrif á komu þeirra með börn til tannlækna. Þetta stafar af þeirri einföldu staðreynd að kostnaður foreldra við tannlækningar á Íslandi hefur aukist til muna síðustu ár. Er það einkum vegna þess að á sama tíma og verðhækkanir hafa dunið yfir þjóðina í öllum geirum þjónustu og vörukaupa hefur framlag ríkisins til almennra tannlækninga barna staðið í stað í krónutölu frá árinu 2004. Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) sjá um endurgreiðslu (styrk) vegna tannlækninga. Heilbrigðisráðherra hefur frá árinu 2002 sett, fyrst Tryggingastofnun og síðar SÍ, s.k. ráðherragjaldskrá og er það hún sem hefur ekkert hækkað. Þannig hefur það verið á valdi heilbrigðisráðherra hverju sinni hver gjaldskráin er. Óhætt er að spyrja þá alla sjö talsins (frá árinu 2004) hverju sætir að ekki hafi hækkað styrkir til tannlækninga barna. Það segir auðvitað nokkuð um þá opinberu stjórnsýslu sem hefur verið í þessum málaflokki að fimm mismunandi ráðherrar hafa komið að ákvörðunum um málaflokkinn þegar mest hefur riðið á síðastliðin fimm ár. Ekki einu sinni sú dapra staðreynd um samanburð okkar barna við önnur í Evrópu hefur náð að vekja þingmenn til verka, tönnum barna til bjargar. Það er hins vegar fyrir löngu nóg komið og mál er að hið opinbera styðji við barnafjölskyldur til að koma í veg fyrir tannskemmdir í æsku landsins. Nú fyrr í sumar voru samningaviðræður milli SÍ og Tannlæknafélag Íslands (TFÍ) um þessi mál. Má segja að þær hafi farið þokkalega fram og von okkar í stjórn TFÍ var að grundvöllur fyrir samningum yrði nú á haustdögum. SÍ og Heilbrigðisráðuneyti lýstu því yfir að forgangsraða yrði í fjárheimildum til heilbrigðismála og ef tannlækningahlutinn myndi hækka, kæmi það niður á öðrum málaflokkum (sem nota bene hafa hækkað umtalsvert síðan 2004). Þessu ræður ráðuneytið og TFÍ gerði að sjálfsögðu ekki athugasemdir við. Þá slitu SÍ samningaviðræðum svo til fyrirvaralaust í júlí og lýstu yfir að „tannlæknar væru með algjörlega óraunhæfar kröfur um hækkanir á verðskrá“. Þar sem hækkanir hafa ekki orðið á gjaldskrá ráðherra síðan 2004 og áður 2002, hefur TFÍ lagt til grundvallar útreikningum á hækkun verðskrár tannlækna, að samningur milli Tryggingastofnunar og TFÍ frá árinu 1998 yrði lagður til grundvallar kostnaðarútreikningum á verðskrá. Þetta þýddi mjög umtalsverða hækkun ráðherragjaldskrár sem SÍ taldi algjörlega óraunhæfa. Í samningaviðræðunum óskaði TFÍ að þriðji aðili (nk. gerðardómur) yrði fenginn til að meta umræddan kostnaðargrunn en því hafnaði SÍ algerlega á þeim forsendum að slíkt yrði alltof dýrt fyrir stofnunina. Nú hefur SÍ boðað að samningar séu að nást við tannlækna um aðild að sk. rammasamningi um tannlækningar barna. Á hann að taka gildi þann 16. september næstkomandi. Sá samningur er því miður afar illa framsettur af hálfu SÍ. Í raun er ekki um „samning“ að ræða heldur útboð. Markmið SÍ er að fækka tannlæknum í viðskiptum við SÍ en það leiðir til þess að foreldrar hafa ekki lengur frjálst val um tannlækni barns síns (nema styrkur SÍ sé afþakkaður). Þá eru mörg atriði sem TFÍ hefur tilgreint SÍ bréflega að séu óaðgengileg en mitt mat er að útboðið í heild sinni sé algjört klúður af hálfu SÍ. Að öllum líkindum verða það mjög fáir, ef einhverjir, tannlæknar sem taka þátt í því. Margar leiðir eru færar til lausnar á þessu vandamáli en það verður að gera í samráði við þá sem eiga að vinna verkin – tannlækna. Það er með öllu óviðunandi að fjárheimildir SÍ nýtist ekki vegna þess að endurgreiðslustyrkir eru alltof lágir. 300 milljónir á ári síðastliðin ár hafa ekki verið notaðar af þeim peningum sem Alþingi hefur ætlað í málaflokkinn. Er það ásættanlegt? Hver er uppsafnaður „sparnaður“ ríkisins vegna þessa? Því miður enginn, því miður er þetta meira tap en gróði þegar horft er til langs tíma. Það er mjög dýrt að láta tennur í íslenskum börnum skemmast, en það má reikna með að viðgerðir þurfi að endurnýja á 10 ára fresti út ævi einstaklings. Miklu ódýrara væri að koma í veg fyrir skemmdirnar með hefðbundnum forvörnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið ritað og rætt um tannlækningar barna undanfarin misseri. Hefur þar hæst borið sú staðreynd að tennur íslenskra barna skemmast meir en hjá frændþjóðum okkar í Skandinavíu. En hvers vegna skemmast tennur? Jú það er almenn þekking að bakteríur sitja á tönnum í lengri tíma og mynda sýru sem holar tennur að innan og skemmir fyrst glerung og síðar tannbein. Bakteríur nýta helst kolvetni (t.d. sykur og hveiti) til að lifa og því er almennt talið óhollt fyrir tennur að neyta mikils sykurs, því það fæðir bakteríurnar og gerir þær virkari í niðurbroti tanna. Þá hefur verið lögð áhersla á að hreinsa tennur með tannbursta og flúortannkremi en flúor gengur í efnasamband við tennur og endurnýjar yfirborð skemmdra tanna, í einfölduðu máli. Því er mikilvægt að foreldrar hirði tennur barna sinna samviskusamlega, passi upp á að börn neyti sætinda í hófi og bursti alltaf tennur barna sinna kvölds og morgna og noti tannþráð reglulega. Jæja, þá er búið að fara í gegnum helstu ástæður tannskemmda og hvernig hægt er að fyrirbyggja þær. Einfalt ekki satt? En því miður gengur þetta ekki alltaf svona fyrir sig og tennur íslenskra barna skemmast meir en annarra þjóða. Regluleg skoðun barns hjá tannlækni og þær fyrirbyggjandi meðferðir sem hægt er að bjóða upp á eru svo þær aðferðir sem algengast er að nota til að greina og koma í veg fyrir tannskemmdir. En hversu algengar eru tannskemmdir? Samkvæmt nýjustu rannsókn sem gerð hefur verið á Íslandi eru tannskemmdir um tvisvar sinnum algengari á Íslandi en í Danmörku (árið 2005) hjá tólf ára börnum. Þetta segir kannski ekki mikið en við greiningu á þessum staðreyndum má segja: Helmingur fullorðinsjaxla sem hafa verið lengur en eitt ár í munni, í 12 ára börnum, er skemmdur. Tannskemmdirnar versna svo þegar unglingsárin taka við og hjá 15 ára krökkum á Íslandi árið 2005 voru skemmdirnar orðnar að meðaltali fjórar á hvert barn(!). Þá eru ótaldar byrjandi skemmdir í munni sömu barna. Það er vert að lesa þetta aftur og íhuga hversu margar skemmdar tennur þetta eru á landsvísu. Tannlæknar hafa vakið máls á þessum staðreyndum, ítrekað. Komur barna til tannlækna eru þó ekki alveg í samræmi við vandann en allt að 40% barna komu ekki til tannlæknis á Íslandi árið 2010. Hvers vegna koma mæður og feður barna ekki með börn sín í reglulegt eftirlit? Er þetta algjört hirðuleysi? Vanræksla? hafa sumir spurt. Mín reynsla er að langflestir foreldra eru mjög umhyggjusamir um börn sín, koma með þau reglulega í eftirlit og vilja ekki að börn sín séu með skemmdar tennur. Hver er þá ástæðan? Í fyrrnefndri rannsókn (MUNNÍS 2005) kemur einnig fram að efnahagur foreldra hefur áhrif á komu þeirra með börn til tannlækna. Þetta stafar af þeirri einföldu staðreynd að kostnaður foreldra við tannlækningar á Íslandi hefur aukist til muna síðustu ár. Er það einkum vegna þess að á sama tíma og verðhækkanir hafa dunið yfir þjóðina í öllum geirum þjónustu og vörukaupa hefur framlag ríkisins til almennra tannlækninga barna staðið í stað í krónutölu frá árinu 2004. Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) sjá um endurgreiðslu (styrk) vegna tannlækninga. Heilbrigðisráðherra hefur frá árinu 2002 sett, fyrst Tryggingastofnun og síðar SÍ, s.k. ráðherragjaldskrá og er það hún sem hefur ekkert hækkað. Þannig hefur það verið á valdi heilbrigðisráðherra hverju sinni hver gjaldskráin er. Óhætt er að spyrja þá alla sjö talsins (frá árinu 2004) hverju sætir að ekki hafi hækkað styrkir til tannlækninga barna. Það segir auðvitað nokkuð um þá opinberu stjórnsýslu sem hefur verið í þessum málaflokki að fimm mismunandi ráðherrar hafa komið að ákvörðunum um málaflokkinn þegar mest hefur riðið á síðastliðin fimm ár. Ekki einu sinni sú dapra staðreynd um samanburð okkar barna við önnur í Evrópu hefur náð að vekja þingmenn til verka, tönnum barna til bjargar. Það er hins vegar fyrir löngu nóg komið og mál er að hið opinbera styðji við barnafjölskyldur til að koma í veg fyrir tannskemmdir í æsku landsins. Nú fyrr í sumar voru samningaviðræður milli SÍ og Tannlæknafélag Íslands (TFÍ) um þessi mál. Má segja að þær hafi farið þokkalega fram og von okkar í stjórn TFÍ var að grundvöllur fyrir samningum yrði nú á haustdögum. SÍ og Heilbrigðisráðuneyti lýstu því yfir að forgangsraða yrði í fjárheimildum til heilbrigðismála og ef tannlækningahlutinn myndi hækka, kæmi það niður á öðrum málaflokkum (sem nota bene hafa hækkað umtalsvert síðan 2004). Þessu ræður ráðuneytið og TFÍ gerði að sjálfsögðu ekki athugasemdir við. Þá slitu SÍ samningaviðræðum svo til fyrirvaralaust í júlí og lýstu yfir að „tannlæknar væru með algjörlega óraunhæfar kröfur um hækkanir á verðskrá“. Þar sem hækkanir hafa ekki orðið á gjaldskrá ráðherra síðan 2004 og áður 2002, hefur TFÍ lagt til grundvallar útreikningum á hækkun verðskrár tannlækna, að samningur milli Tryggingastofnunar og TFÍ frá árinu 1998 yrði lagður til grundvallar kostnaðarútreikningum á verðskrá. Þetta þýddi mjög umtalsverða hækkun ráðherragjaldskrár sem SÍ taldi algjörlega óraunhæfa. Í samningaviðræðunum óskaði TFÍ að þriðji aðili (nk. gerðardómur) yrði fenginn til að meta umræddan kostnaðargrunn en því hafnaði SÍ algerlega á þeim forsendum að slíkt yrði alltof dýrt fyrir stofnunina. Nú hefur SÍ boðað að samningar séu að nást við tannlækna um aðild að sk. rammasamningi um tannlækningar barna. Á hann að taka gildi þann 16. september næstkomandi. Sá samningur er því miður afar illa framsettur af hálfu SÍ. Í raun er ekki um „samning“ að ræða heldur útboð. Markmið SÍ er að fækka tannlæknum í viðskiptum við SÍ en það leiðir til þess að foreldrar hafa ekki lengur frjálst val um tannlækni barns síns (nema styrkur SÍ sé afþakkaður). Þá eru mörg atriði sem TFÍ hefur tilgreint SÍ bréflega að séu óaðgengileg en mitt mat er að útboðið í heild sinni sé algjört klúður af hálfu SÍ. Að öllum líkindum verða það mjög fáir, ef einhverjir, tannlæknar sem taka þátt í því. Margar leiðir eru færar til lausnar á þessu vandamáli en það verður að gera í samráði við þá sem eiga að vinna verkin – tannlækna. Það er með öllu óviðunandi að fjárheimildir SÍ nýtist ekki vegna þess að endurgreiðslustyrkir eru alltof lágir. 300 milljónir á ári síðastliðin ár hafa ekki verið notaðar af þeim peningum sem Alþingi hefur ætlað í málaflokkinn. Er það ásættanlegt? Hver er uppsafnaður „sparnaður“ ríkisins vegna þessa? Því miður enginn, því miður er þetta meira tap en gróði þegar horft er til langs tíma. Það er mjög dýrt að láta tennur í íslenskum börnum skemmast, en það má reikna með að viðgerðir þurfi að endurnýja á 10 ára fresti út ævi einstaklings. Miklu ódýrara væri að koma í veg fyrir skemmdirnar með hefðbundnum forvörnum.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun