Góðar fréttir Inga Dóra Pétursdóttir og Stefán Ingi Stefánsson skrifar 7. september 2011 12:00 Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Er hægt að gera eitthvað til að breyta þessum heimi? Eru vandamálin ekki svo mörg og yfirþyrmandi, fátæktin og misskiptingin svo gríðarleg? Við endurteknar hörmungarfréttir utan úr heimi getur verið auðvelt að draga þá ályktun. Þá er ágætt að hafa í huga að mikill árangur hefur þegar allt kemur til alls náðst á mörgum sviðum. Á tíu árum hefur tíðni nýrra HIV-tilfella dregist saman um fjórðung á heimsvísu. Nærri 7 milljónir manna fá auk þess reglulega lyf við alnæmi, samanborið við nokkur þúsund áður. Á fimm árum hefur dauðsföllum fækkað um 20%. Of mikið af tölum? Hugsum í staðinn um ófríska konu sem grunar að hún sé með HIV. Hún er óttaslegin því ef hún er smituð eru verulegar líkur á að barnið hennar smitist. Auk þess veit hún að mögulega mun hún deyja frá barninu á næstu árum. Hræðileg staða? Góðu fréttirnar eru að leiðir til að draga úr líkum þess að barnið smitist eru vel þekktar. Með því að kanna áður en að fæðingu kemur hvort ófrísk kona sé HIV-smituð er hægt að grípa til ráðstafana. Aðgengi mæðra í þróunarlöndum að þessari þjónustu hefur stóraukist og æ fleiri konur gangast undir HIV-próf – raunar fjölgaði þeim um fjórðung einungis á síðasta ári. Árið 2005 fengu 15% af ófrískum konum með HIV þartilgerð lyf. Nokkrum árum síðar voru þær orðnar yfir 50%! Við meðferð stórdregur úr líkum á að barnið smitist, auk þess sem móðirin þarf ekki að búa við lamandi ótta um að lifa ekki af. Það er sorglegt að nánast öll þau börn sem eru HIV-smituð fengu vírusinn frá móður sinni; á meðgöngu, í fæðingu eða með brjóstagjöf. Þessu er hins vegar hægt að breyta – og þessu er verið að breyta. Það eru góðar fréttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Er hægt að gera eitthvað til að breyta þessum heimi? Eru vandamálin ekki svo mörg og yfirþyrmandi, fátæktin og misskiptingin svo gríðarleg? Við endurteknar hörmungarfréttir utan úr heimi getur verið auðvelt að draga þá ályktun. Þá er ágætt að hafa í huga að mikill árangur hefur þegar allt kemur til alls náðst á mörgum sviðum. Á tíu árum hefur tíðni nýrra HIV-tilfella dregist saman um fjórðung á heimsvísu. Nærri 7 milljónir manna fá auk þess reglulega lyf við alnæmi, samanborið við nokkur þúsund áður. Á fimm árum hefur dauðsföllum fækkað um 20%. Of mikið af tölum? Hugsum í staðinn um ófríska konu sem grunar að hún sé með HIV. Hún er óttaslegin því ef hún er smituð eru verulegar líkur á að barnið hennar smitist. Auk þess veit hún að mögulega mun hún deyja frá barninu á næstu árum. Hræðileg staða? Góðu fréttirnar eru að leiðir til að draga úr líkum þess að barnið smitist eru vel þekktar. Með því að kanna áður en að fæðingu kemur hvort ófrísk kona sé HIV-smituð er hægt að grípa til ráðstafana. Aðgengi mæðra í þróunarlöndum að þessari þjónustu hefur stóraukist og æ fleiri konur gangast undir HIV-próf – raunar fjölgaði þeim um fjórðung einungis á síðasta ári. Árið 2005 fengu 15% af ófrískum konum með HIV þartilgerð lyf. Nokkrum árum síðar voru þær orðnar yfir 50%! Við meðferð stórdregur úr líkum á að barnið smitist, auk þess sem móðirin þarf ekki að búa við lamandi ótta um að lifa ekki af. Það er sorglegt að nánast öll þau börn sem eru HIV-smituð fengu vírusinn frá móður sinni; á meðgöngu, í fæðingu eða með brjóstagjöf. Þessu er hins vegar hægt að breyta – og þessu er verið að breyta. Það eru góðar fréttir.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar