Óttaþjóðfélagið Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 9. september 2011 06:00 Ég var orðin einn af þessum dæmigerðu Íslendingum sem margir hverjir fá ekki tækifæri til að hugsa um mikið annað en hvernig þeir eigi að ná endum saman og eiga fyrir útgjöldunum um næstu mánaðamót. Þegar harðnaði á dalnum magnaðist þessi hugsun eins og hjá flestu heiðarlegu fólki og yfirtók allt annað. Ég leiddi hugann því ekkert sérstaklega að því hvað lánin sem ég borgaði innihéldu og hvort þau væru sanngjörn eða réttlát, en lagði allan metnað minn í að borga lánin.Samningaviðræður Þegar greiðsluvandi blasti við var það því mitt fyrsta verk að fara í bankann. Láta vita að ég væri að komast í vanda og óska eftir viðræðum um hvernig ég gæti staðið í skilum. Þetta var forgangsatriðið. Og líklega hefði ég verið tilbúin til að selja ömmu mína til að geta staðið í skilum við bankann. Og jafnvel ganga lengra hefðu þeir farið fram á það. Óttinn við að geta ekki staðið í skilum yfirtók allt. Í undanförnum pistlum mínum hef ég reynt að varpa ljósi á hvernig íbúðin mín var allt í einu að fara á nauðungaruppboð meðan ég hélt alltaf að ég væri í samningaviðræðum við bankann. En skoðum eitt lánið mitt aðeins betur. Lán sem var þó í skilum allan tímann.Banki í samfestingi með belti og axlabönd Verðtryggt 16,8 milljóna kr. lán sem tekið var á vordögum 2005 er uppreiknað í dag, um 26,4 milljónir. Lánið er á 4,15% vöxtum. Mánaðarlegur kostnaður minn af láninu er í dag kr. 99.637. Mánaðarleg afborgun af láninu er kr. 17.674. Búið er að greiðslujafna lánið þannig að kr. 13.910 af afborguninni færast á svokallaðan jöfnunarreikning. Ég borga því bara kr. 3.764 af láninu á mánuði. Jöfnunarreikningurinn safnar bæði verðbótum og vöxtum og er á rúmu ári orðinn um kr. 400.000. Skoðum þetta nánar Lán stökkbreytist úr 16,8 milljónum í 26,4 milljónir á 6 árum. Mánaðarleg afborgun 17.674 Greiðsujöfnun - 13.910 Mismunur, mánaðarleg afborgun: 3.764 Afborgun verðbóta, vextir,og verðbætur v/vaxta: 95.023 Og ekki má gleyma innheimtugjaldinu 850 Samtals: 99.637 Ég borga sem sagt kr. 3.764 á mánuði af láninu meðan ég borga bankanum kr. 95.873 fyrir alla áhættuna og umsýsluna við lánið. Ekki má heldur gleyma að verðbætur og vextir voru borgaðir af jöfnunarupphæðinni áður en hún fór á jöfnunarreikninginn þar sem hún fær aftur verðbætur og vexti. Frelsi til að hugsa Það er hagur lánastofnana að lántakendur séu óttaslegnir og dauðhræddir um að missa heimili fjölskyldunnar. Þannig er hægt að bjóða þeim nánast hvað sem er og halda þeim við efnið hvað sem það kostar. Þess vegna er 110% leiðin. Það var stórt skref fyrir mig að viðurkenna að ég réði ekki við bankann og greiðsluvanda minn. Það var enn stærra skref að viðurkenna að ég gæti ekki borgað af öllum lánunum og flyttist úr hópi lántakenda í hóp skuldara. Það sem ég fékk í staðinn er samt dýrmætara en þetta allt saman. Frelsi til að hugsa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Ég var orðin einn af þessum dæmigerðu Íslendingum sem margir hverjir fá ekki tækifæri til að hugsa um mikið annað en hvernig þeir eigi að ná endum saman og eiga fyrir útgjöldunum um næstu mánaðamót. Þegar harðnaði á dalnum magnaðist þessi hugsun eins og hjá flestu heiðarlegu fólki og yfirtók allt annað. Ég leiddi hugann því ekkert sérstaklega að því hvað lánin sem ég borgaði innihéldu og hvort þau væru sanngjörn eða réttlát, en lagði allan metnað minn í að borga lánin.Samningaviðræður Þegar greiðsluvandi blasti við var það því mitt fyrsta verk að fara í bankann. Láta vita að ég væri að komast í vanda og óska eftir viðræðum um hvernig ég gæti staðið í skilum. Þetta var forgangsatriðið. Og líklega hefði ég verið tilbúin til að selja ömmu mína til að geta staðið í skilum við bankann. Og jafnvel ganga lengra hefðu þeir farið fram á það. Óttinn við að geta ekki staðið í skilum yfirtók allt. Í undanförnum pistlum mínum hef ég reynt að varpa ljósi á hvernig íbúðin mín var allt í einu að fara á nauðungaruppboð meðan ég hélt alltaf að ég væri í samningaviðræðum við bankann. En skoðum eitt lánið mitt aðeins betur. Lán sem var þó í skilum allan tímann.Banki í samfestingi með belti og axlabönd Verðtryggt 16,8 milljóna kr. lán sem tekið var á vordögum 2005 er uppreiknað í dag, um 26,4 milljónir. Lánið er á 4,15% vöxtum. Mánaðarlegur kostnaður minn af láninu er í dag kr. 99.637. Mánaðarleg afborgun af láninu er kr. 17.674. Búið er að greiðslujafna lánið þannig að kr. 13.910 af afborguninni færast á svokallaðan jöfnunarreikning. Ég borga því bara kr. 3.764 af láninu á mánuði. Jöfnunarreikningurinn safnar bæði verðbótum og vöxtum og er á rúmu ári orðinn um kr. 400.000. Skoðum þetta nánar Lán stökkbreytist úr 16,8 milljónum í 26,4 milljónir á 6 árum. Mánaðarleg afborgun 17.674 Greiðsujöfnun - 13.910 Mismunur, mánaðarleg afborgun: 3.764 Afborgun verðbóta, vextir,og verðbætur v/vaxta: 95.023 Og ekki má gleyma innheimtugjaldinu 850 Samtals: 99.637 Ég borga sem sagt kr. 3.764 á mánuði af láninu meðan ég borga bankanum kr. 95.873 fyrir alla áhættuna og umsýsluna við lánið. Ekki má heldur gleyma að verðbætur og vextir voru borgaðir af jöfnunarupphæðinni áður en hún fór á jöfnunarreikninginn þar sem hún fær aftur verðbætur og vexti. Frelsi til að hugsa Það er hagur lánastofnana að lántakendur séu óttaslegnir og dauðhræddir um að missa heimili fjölskyldunnar. Þannig er hægt að bjóða þeim nánast hvað sem er og halda þeim við efnið hvað sem það kostar. Þess vegna er 110% leiðin. Það var stórt skref fyrir mig að viðurkenna að ég réði ekki við bankann og greiðsluvanda minn. Það var enn stærra skref að viðurkenna að ég gæti ekki borgað af öllum lánunum og flyttist úr hópi lántakenda í hóp skuldara. Það sem ég fékk í staðinn er samt dýrmætara en þetta allt saman. Frelsi til að hugsa.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun