Opið bréf til stúdenta við HÍ 4. júní 2009 06:00 Núverandi meirihluti hefur ætíð verið yfirlýsingaglaður og skáldlegur um stefnu Röskvu þegar kemur að gjaldskyldu í bílastæði við HÍ. Fyrst í aðdraganda kosninga þegar Vaka lýsti því yfir að Röskva vildi gjaldskyldu í öll bílastæði á háskólasvæðinu og nú í umræðunni sem hefur myndast um málið þar sem ýjað er að því að báðar fylkingar telji þetta eitt helsta hagsmunamál stúdenta. Því telur Röskva nauðsynlegt að koma skoðun sinni á framfæri í eitt skipti fyrir öll. Í fyrsta lagi er yfirlýst stefna Röskvu sú að án bætts aðgengis gangandi og hjólandi nemenda að skólanum, auk bættra almenningssamgangna, sé gjaldskylda á háskólasvæðinu óásættanleg. Aftur á móti erum við ósammála Vöku um að það sé eitt stærsta hagsmunamál stúdenta að berjast gegn upptöku gjaldskyldu í 5% bílastæða við Háskólann. Minni mál mega vitanlega ekki gleymast en þau mega aldrei njóta forgangs á kostnað stærri mála á borð við gjaldfrjálsar samgöngur, jafnrétti og lánasjóðsmál. Í öðru lagi viljum við að það komi skýrt fram að það eru starfsmenn skrifstofu Stúdentaráðs sem sjá um póstlista ráðsins. Sú ákvörðun að hafna beiðni stúdents um að senda út undirskriftarsöfnun fyrir þá sem eru hlynntir gjaldtöku í bílastæði, kom því aldrei inn á borð Stúdentaráðs sem slíks. Röskva viðurkennir þessa verkaskiptingu en er mótfallin ritskoðun og geðþóttaákvörðunum. Póstlistinn á að þjóna hagsmunum allra 13.500 nemenda HÍ. Í þriðja lagi teljum við óeðlilegt að framkvæmdastjóri SHÍ skuli ganga jafnhart fram í pólitísku máli sem þessu. Æskilegra væri að formaður eða varaformaður Stúdentaráðs svaraði fyrir stefnu ráðsins í pólitískum hitamálum en faglega ráðinn starfsmaður. Þær rangfærslur sem framkvæmdastjóri ráðsins hefur verið uppvís að, sem og sá hroki sem skein í gegn í svari hans við bréfi stúdents við HÍ, varpa skugga á ráðið og rýra trúverðugleika þess. Það er með öllu óviðunandi að framkvæmdastjóri reyni að slá ryki í augu stúdenta með því að snúa þessu máli upp í að snúast um líkamlega hreysti nemenda en aðgengi fatlaðra mun ekki skerðast við upptöku gjaldskyldu í bílastæði. Enn verra er að hann leyfi sér að taka orð starfsmanns Háskólans úr samhengi eftir eigin geðþótta, máli sínu til stuðnings. Það er nýlunda en um leið grafalvarlegt mál að ítrekað skuli nemendur við HÍ sjá sig knúna til að rita greinar um rangfærslur og lygar forsvarsmanna Stúdentaráðs á opinberum vettvangi. Við vonum að starfsmenn skrifstofu ráðsins taki þessari gagnrýni með opnum hug og beini í framhaldinu sjónum að fleiri hagsmunamálum stúdenta en stöðumælum við hundrað bílastæði á háskólasvæðinu. Höfundur er oddviti Röskvu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Núverandi meirihluti hefur ætíð verið yfirlýsingaglaður og skáldlegur um stefnu Röskvu þegar kemur að gjaldskyldu í bílastæði við HÍ. Fyrst í aðdraganda kosninga þegar Vaka lýsti því yfir að Röskva vildi gjaldskyldu í öll bílastæði á háskólasvæðinu og nú í umræðunni sem hefur myndast um málið þar sem ýjað er að því að báðar fylkingar telji þetta eitt helsta hagsmunamál stúdenta. Því telur Röskva nauðsynlegt að koma skoðun sinni á framfæri í eitt skipti fyrir öll. Í fyrsta lagi er yfirlýst stefna Röskvu sú að án bætts aðgengis gangandi og hjólandi nemenda að skólanum, auk bættra almenningssamgangna, sé gjaldskylda á háskólasvæðinu óásættanleg. Aftur á móti erum við ósammála Vöku um að það sé eitt stærsta hagsmunamál stúdenta að berjast gegn upptöku gjaldskyldu í 5% bílastæða við Háskólann. Minni mál mega vitanlega ekki gleymast en þau mega aldrei njóta forgangs á kostnað stærri mála á borð við gjaldfrjálsar samgöngur, jafnrétti og lánasjóðsmál. Í öðru lagi viljum við að það komi skýrt fram að það eru starfsmenn skrifstofu Stúdentaráðs sem sjá um póstlista ráðsins. Sú ákvörðun að hafna beiðni stúdents um að senda út undirskriftarsöfnun fyrir þá sem eru hlynntir gjaldtöku í bílastæði, kom því aldrei inn á borð Stúdentaráðs sem slíks. Röskva viðurkennir þessa verkaskiptingu en er mótfallin ritskoðun og geðþóttaákvörðunum. Póstlistinn á að þjóna hagsmunum allra 13.500 nemenda HÍ. Í þriðja lagi teljum við óeðlilegt að framkvæmdastjóri SHÍ skuli ganga jafnhart fram í pólitísku máli sem þessu. Æskilegra væri að formaður eða varaformaður Stúdentaráðs svaraði fyrir stefnu ráðsins í pólitískum hitamálum en faglega ráðinn starfsmaður. Þær rangfærslur sem framkvæmdastjóri ráðsins hefur verið uppvís að, sem og sá hroki sem skein í gegn í svari hans við bréfi stúdents við HÍ, varpa skugga á ráðið og rýra trúverðugleika þess. Það er með öllu óviðunandi að framkvæmdastjóri reyni að slá ryki í augu stúdenta með því að snúa þessu máli upp í að snúast um líkamlega hreysti nemenda en aðgengi fatlaðra mun ekki skerðast við upptöku gjaldskyldu í bílastæði. Enn verra er að hann leyfi sér að taka orð starfsmanns Háskólans úr samhengi eftir eigin geðþótta, máli sínu til stuðnings. Það er nýlunda en um leið grafalvarlegt mál að ítrekað skuli nemendur við HÍ sjá sig knúna til að rita greinar um rangfærslur og lygar forsvarsmanna Stúdentaráðs á opinberum vettvangi. Við vonum að starfsmenn skrifstofu ráðsins taki þessari gagnrýni með opnum hug og beini í framhaldinu sjónum að fleiri hagsmunamálum stúdenta en stöðumælum við hundrað bílastæði á háskólasvæðinu. Höfundur er oddviti Röskvu.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar