Opið bréf til stúdenta við HÍ 4. júní 2009 06:00 Núverandi meirihluti hefur ætíð verið yfirlýsingaglaður og skáldlegur um stefnu Röskvu þegar kemur að gjaldskyldu í bílastæði við HÍ. Fyrst í aðdraganda kosninga þegar Vaka lýsti því yfir að Röskva vildi gjaldskyldu í öll bílastæði á háskólasvæðinu og nú í umræðunni sem hefur myndast um málið þar sem ýjað er að því að báðar fylkingar telji þetta eitt helsta hagsmunamál stúdenta. Því telur Röskva nauðsynlegt að koma skoðun sinni á framfæri í eitt skipti fyrir öll. Í fyrsta lagi er yfirlýst stefna Röskvu sú að án bætts aðgengis gangandi og hjólandi nemenda að skólanum, auk bættra almenningssamgangna, sé gjaldskylda á háskólasvæðinu óásættanleg. Aftur á móti erum við ósammála Vöku um að það sé eitt stærsta hagsmunamál stúdenta að berjast gegn upptöku gjaldskyldu í 5% bílastæða við Háskólann. Minni mál mega vitanlega ekki gleymast en þau mega aldrei njóta forgangs á kostnað stærri mála á borð við gjaldfrjálsar samgöngur, jafnrétti og lánasjóðsmál. Í öðru lagi viljum við að það komi skýrt fram að það eru starfsmenn skrifstofu Stúdentaráðs sem sjá um póstlista ráðsins. Sú ákvörðun að hafna beiðni stúdents um að senda út undirskriftarsöfnun fyrir þá sem eru hlynntir gjaldtöku í bílastæði, kom því aldrei inn á borð Stúdentaráðs sem slíks. Röskva viðurkennir þessa verkaskiptingu en er mótfallin ritskoðun og geðþóttaákvörðunum. Póstlistinn á að þjóna hagsmunum allra 13.500 nemenda HÍ. Í þriðja lagi teljum við óeðlilegt að framkvæmdastjóri SHÍ skuli ganga jafnhart fram í pólitísku máli sem þessu. Æskilegra væri að formaður eða varaformaður Stúdentaráðs svaraði fyrir stefnu ráðsins í pólitískum hitamálum en faglega ráðinn starfsmaður. Þær rangfærslur sem framkvæmdastjóri ráðsins hefur verið uppvís að, sem og sá hroki sem skein í gegn í svari hans við bréfi stúdents við HÍ, varpa skugga á ráðið og rýra trúverðugleika þess. Það er með öllu óviðunandi að framkvæmdastjóri reyni að slá ryki í augu stúdenta með því að snúa þessu máli upp í að snúast um líkamlega hreysti nemenda en aðgengi fatlaðra mun ekki skerðast við upptöku gjaldskyldu í bílastæði. Enn verra er að hann leyfi sér að taka orð starfsmanns Háskólans úr samhengi eftir eigin geðþótta, máli sínu til stuðnings. Það er nýlunda en um leið grafalvarlegt mál að ítrekað skuli nemendur við HÍ sjá sig knúna til að rita greinar um rangfærslur og lygar forsvarsmanna Stúdentaráðs á opinberum vettvangi. Við vonum að starfsmenn skrifstofu ráðsins taki þessari gagnrýni með opnum hug og beini í framhaldinu sjónum að fleiri hagsmunamálum stúdenta en stöðumælum við hundrað bílastæði á háskólasvæðinu. Höfundur er oddviti Röskvu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Núverandi meirihluti hefur ætíð verið yfirlýsingaglaður og skáldlegur um stefnu Röskvu þegar kemur að gjaldskyldu í bílastæði við HÍ. Fyrst í aðdraganda kosninga þegar Vaka lýsti því yfir að Röskva vildi gjaldskyldu í öll bílastæði á háskólasvæðinu og nú í umræðunni sem hefur myndast um málið þar sem ýjað er að því að báðar fylkingar telji þetta eitt helsta hagsmunamál stúdenta. Því telur Röskva nauðsynlegt að koma skoðun sinni á framfæri í eitt skipti fyrir öll. Í fyrsta lagi er yfirlýst stefna Röskvu sú að án bætts aðgengis gangandi og hjólandi nemenda að skólanum, auk bættra almenningssamgangna, sé gjaldskylda á háskólasvæðinu óásættanleg. Aftur á móti erum við ósammála Vöku um að það sé eitt stærsta hagsmunamál stúdenta að berjast gegn upptöku gjaldskyldu í 5% bílastæða við Háskólann. Minni mál mega vitanlega ekki gleymast en þau mega aldrei njóta forgangs á kostnað stærri mála á borð við gjaldfrjálsar samgöngur, jafnrétti og lánasjóðsmál. Í öðru lagi viljum við að það komi skýrt fram að það eru starfsmenn skrifstofu Stúdentaráðs sem sjá um póstlista ráðsins. Sú ákvörðun að hafna beiðni stúdents um að senda út undirskriftarsöfnun fyrir þá sem eru hlynntir gjaldtöku í bílastæði, kom því aldrei inn á borð Stúdentaráðs sem slíks. Röskva viðurkennir þessa verkaskiptingu en er mótfallin ritskoðun og geðþóttaákvörðunum. Póstlistinn á að þjóna hagsmunum allra 13.500 nemenda HÍ. Í þriðja lagi teljum við óeðlilegt að framkvæmdastjóri SHÍ skuli ganga jafnhart fram í pólitísku máli sem þessu. Æskilegra væri að formaður eða varaformaður Stúdentaráðs svaraði fyrir stefnu ráðsins í pólitískum hitamálum en faglega ráðinn starfsmaður. Þær rangfærslur sem framkvæmdastjóri ráðsins hefur verið uppvís að, sem og sá hroki sem skein í gegn í svari hans við bréfi stúdents við HÍ, varpa skugga á ráðið og rýra trúverðugleika þess. Það er með öllu óviðunandi að framkvæmdastjóri reyni að slá ryki í augu stúdenta með því að snúa þessu máli upp í að snúast um líkamlega hreysti nemenda en aðgengi fatlaðra mun ekki skerðast við upptöku gjaldskyldu í bílastæði. Enn verra er að hann leyfi sér að taka orð starfsmanns Háskólans úr samhengi eftir eigin geðþótta, máli sínu til stuðnings. Það er nýlunda en um leið grafalvarlegt mál að ítrekað skuli nemendur við HÍ sjá sig knúna til að rita greinar um rangfærslur og lygar forsvarsmanna Stúdentaráðs á opinberum vettvangi. Við vonum að starfsmenn skrifstofu ráðsins taki þessari gagnrýni með opnum hug og beini í framhaldinu sjónum að fleiri hagsmunamálum stúdenta en stöðumælum við hundrað bílastæði á háskólasvæðinu. Höfundur er oddviti Röskvu.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun