Tökum skref í átt til jafnréttis Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar 18. júní 2009 03:00 Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur fjörutíu ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Við minnumst þess í dag og fögnum þeim skrefum sem hafa verið tekin áfram á veginum til samfélags þar sem konur standa jafnfætis körlum. Sú spurning kemur eðlilega upp í hugann hvað séu brýnustu verkefnin sem þarf að leysa nú á krepputímum til að jafnrétti megi ríkja í samfélaginu. Þegar kreppan skall á varð samdráttur í mörgum greinum þar sem karlar eru í meirihluta, svo sem byggingariðnaði. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að ríkið ætli að forgangsraða verkefnum í þágu mannaflsfrekra framkvæmda til að sporna við atvinnuleysi. Í yfirlýsingunni stendur enn fremur að standa eigi vörð um opinber störf, „ekki síst í velferðarþjónustu og menntastofnunum". Konur eru stór hluti þeirra sem gegna opinberum störfum, sér í lagi störfum í velferðarþjónustu og menntakerfinu. Það á sem sé að forgangsraða þannig að fjölga störfum þar sem karlar eru í meirihluta, en standa vörð um störf þar sem konur eru fjölmennari. Enn eru fleiri karlar án atvinnu en konur, atvinnuleysi er 9,7% meðal karla og 7,4% meðal kvenna. Það er þó mikilvægt að sjá hvert við stefnum og þróunin er uggvænleg því að í maískýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu á vinnumarkaði segir að atvinnuleysi minnki um 3,8% meðal karla en aukist um 2,9% á meðal kvenna. Það virðist því ganga ágætlega að fjölga karlastörfum en verr að standa vörð um kvennastörfin. Þetta er ekki síst alvarlegt þegar litið er til þess að konur hafa almennt minni tekjur en karlar og kynbundinn launamunur er viðvarandi vandamál hérlendis. Jafnréttisnefnd BSRB hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lögð er áhersla á að stjórnvöld grípi til atvinnuskapandi aðgerða sem gagnast báðum kynjum og án þess að slík atvinnusköpun verði á kostnað mikilvægrar starfsemi velferðarkerfisins. Í yfirlýsingunni segir m.a.: „Atburðarásin má hins vegar ekki verða sú að kvennastéttum sé ýtt út af vinnumarkaði við fjármögnun verkefna til að skapa ný störf fyrir karla. Reynslan kennir að allt of oft hefur raunin orðið sú á samdráttartímum. Þannig hefur beinlínis verið ráðist í atvinnusköpun á kostnað kvenna". Til þess eru vítin að varast þau. Nú er stórhættulegt að sofna á verðinum, því ef það gerist þá getum við endað með að ganga aftur á bak í stað þess að fara áfram á veginum til jafnréttis. Það er skref áfram að verja velferðarkerfið og störf þeirra sem sinna grunnvelferðarþjónustu fyrir þjóðina, og það er skref áfram að leggja áherslu á atvinnusköpun fyrir bæði kynin. Tökum þetta skref. Til hamingju með daginn. Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur fjörutíu ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Við minnumst þess í dag og fögnum þeim skrefum sem hafa verið tekin áfram á veginum til samfélags þar sem konur standa jafnfætis körlum. Sú spurning kemur eðlilega upp í hugann hvað séu brýnustu verkefnin sem þarf að leysa nú á krepputímum til að jafnrétti megi ríkja í samfélaginu. Þegar kreppan skall á varð samdráttur í mörgum greinum þar sem karlar eru í meirihluta, svo sem byggingariðnaði. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að ríkið ætli að forgangsraða verkefnum í þágu mannaflsfrekra framkvæmda til að sporna við atvinnuleysi. Í yfirlýsingunni stendur enn fremur að standa eigi vörð um opinber störf, „ekki síst í velferðarþjónustu og menntastofnunum". Konur eru stór hluti þeirra sem gegna opinberum störfum, sér í lagi störfum í velferðarþjónustu og menntakerfinu. Það á sem sé að forgangsraða þannig að fjölga störfum þar sem karlar eru í meirihluta, en standa vörð um störf þar sem konur eru fjölmennari. Enn eru fleiri karlar án atvinnu en konur, atvinnuleysi er 9,7% meðal karla og 7,4% meðal kvenna. Það er þó mikilvægt að sjá hvert við stefnum og þróunin er uggvænleg því að í maískýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu á vinnumarkaði segir að atvinnuleysi minnki um 3,8% meðal karla en aukist um 2,9% á meðal kvenna. Það virðist því ganga ágætlega að fjölga karlastörfum en verr að standa vörð um kvennastörfin. Þetta er ekki síst alvarlegt þegar litið er til þess að konur hafa almennt minni tekjur en karlar og kynbundinn launamunur er viðvarandi vandamál hérlendis. Jafnréttisnefnd BSRB hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lögð er áhersla á að stjórnvöld grípi til atvinnuskapandi aðgerða sem gagnast báðum kynjum og án þess að slík atvinnusköpun verði á kostnað mikilvægrar starfsemi velferðarkerfisins. Í yfirlýsingunni segir m.a.: „Atburðarásin má hins vegar ekki verða sú að kvennastéttum sé ýtt út af vinnumarkaði við fjármögnun verkefna til að skapa ný störf fyrir karla. Reynslan kennir að allt of oft hefur raunin orðið sú á samdráttartímum. Þannig hefur beinlínis verið ráðist í atvinnusköpun á kostnað kvenna". Til þess eru vítin að varast þau. Nú er stórhættulegt að sofna á verðinum, því ef það gerist þá getum við endað með að ganga aftur á bak í stað þess að fara áfram á veginum til jafnréttis. Það er skref áfram að verja velferðarkerfið og störf þeirra sem sinna grunnvelferðarþjónustu fyrir þjóðina, og það er skref áfram að leggja áherslu á atvinnusköpun fyrir bæði kynin. Tökum þetta skref. Til hamingju með daginn. Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun