Um hvað snýst hæfi? 12. júní 2009 03:00 Fyrrum forstjóri Fjármálaeftirlitsins sendi Rannsóknarnefnd Alþingis bréf í apríl síðastliðnum. Þar var vakin athygli á ummælum sem einn nefndarmaður hafði látið falla og fólu í sér afstöðu til grundvallaratriða sem til skoðunar eru hjá nefndinni, þ.e. að orsök bankahrunsins væri m.a. (á tungu frumheimildarinnar) „reckless complacency by the institutions that were in charge of regulating the industry and in charge of ensuring financial stability in the country". Þessi orð hafa ekki verið dregin til baka. Mun forstjórinn fyrrverandi hafa bent á að augljóslega væri nefndarmaðurinn búinn að gera upp hug sinn til grundvallaratriða. Forstjórinn gerði hins vegar alls ekki kröfu um að nefndarmaðurinn viki sæti eins og fullyrt er í fjölmiðlum að hann hafi gert! Það „fjölmiðla-spinn" sem fór í gang vegna þessa máls er ekki traustvekjandi. Fyrst birtist einhvers konar fréttaleki og daginn eftir skrifa fjórir hagfræðingar, sem virðast hafa fengið sérstakar upplýsingar um málið, dagsblaðsgreinar til að túlka hæfisreglur þar sem ýmsu er snúið á hvolf. Sérstakt hæfi snýr að því að sá sem fjallar um mál hafi ekki þau tengsl við efni máls eða málsaðila né að aðstæður séu þannig að draga megi hlutleysi í efa. Tilgangur reglnanna er m.a. að auka traust á því að stjórnvöld leysi úr málum á hlutlægan hátt. Reynt er að koma í veg fyrir að þeir taki ákvarðanir sem eru fyrirfram líklegir til að gæta ekki hlutleysis, t.d. vegna þess að þeir hafa tjáð sig eindregið um málið sem fyrir þeim liggur eða sambærileg mál á persónulegan hátt. Tilvitnuð ummæli nefndarmannsins - ef rétt eru höfð eftir- eru augljóst dæmi um það síðastnefnda. Hættan er sú að sá sem gefur slíkar yfirlýsingar muni, til að vernda orðspor sitt og fræðimannsheiður, hafa hagsmuni af því að niðurstaða máls verði sú sama og hann hefur áður látið í ljós. Gögn, röksemdir og huglæg matsatriði eru þá vegin og metin í ljósi eigin afstöðu en ekki á hlutlægan, faglegan og sanngjarnan hátt. Þess vegna er ekki tryggt að málefnaleg sjónarmið verði lögð til grundvallar. Á mannamáli kallast þetta tregðan til að éta ofan í sig, sem margir kannast vafalaust við. Umfjöllun um bankahrunið hefur oft einkennst af sleggjudómum og takmörkuðum upplýsingum. Ályktanir í frábærri skýrslu Kaarlo Jännäri, sem ráðinn var af stjórnvöldum til að gera úttekt á eftirlits- og regluverkinu, hafa lítið ratað inn í umræðuna þótt þær ættu þar heima. Menn vekja frekar á sér athygli eða skora pólitísk stig með því að reiða hátt til höggs. Almennt skotleyfi virðist hafa verið gefið út á Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann. Minna hefur verið talað um það að kreppan er alþjóðleg, hefur sett banka um víða veröld á hausinn og á sér margþættar orsakir. Rannsókn á bankahruninu er nauðsynlegt uppgjör þjóðarinnar við þau grimmu örlög sem hún glímir nú við. Til þess að eitthvað gagn verði af rannsókn þarf hún að byggjast á hlutlægu, faglegu og sanngjörnu mati á gögnum, aðstæðum og réttarreglum. Þeir sem rannsaka þurfa að vera hæfir til að sinna því mikilvæga starfi og við þurfum að skilja að það er engum greiði gerður með því að slá þar neitt af. „Sannleiksnefndin" á síst að vera undanskilin. Höfundur er sjálfstætt starfandi lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Fyrrum forstjóri Fjármálaeftirlitsins sendi Rannsóknarnefnd Alþingis bréf í apríl síðastliðnum. Þar var vakin athygli á ummælum sem einn nefndarmaður hafði látið falla og fólu í sér afstöðu til grundvallaratriða sem til skoðunar eru hjá nefndinni, þ.e. að orsök bankahrunsins væri m.a. (á tungu frumheimildarinnar) „reckless complacency by the institutions that were in charge of regulating the industry and in charge of ensuring financial stability in the country". Þessi orð hafa ekki verið dregin til baka. Mun forstjórinn fyrrverandi hafa bent á að augljóslega væri nefndarmaðurinn búinn að gera upp hug sinn til grundvallaratriða. Forstjórinn gerði hins vegar alls ekki kröfu um að nefndarmaðurinn viki sæti eins og fullyrt er í fjölmiðlum að hann hafi gert! Það „fjölmiðla-spinn" sem fór í gang vegna þessa máls er ekki traustvekjandi. Fyrst birtist einhvers konar fréttaleki og daginn eftir skrifa fjórir hagfræðingar, sem virðast hafa fengið sérstakar upplýsingar um málið, dagsblaðsgreinar til að túlka hæfisreglur þar sem ýmsu er snúið á hvolf. Sérstakt hæfi snýr að því að sá sem fjallar um mál hafi ekki þau tengsl við efni máls eða málsaðila né að aðstæður séu þannig að draga megi hlutleysi í efa. Tilgangur reglnanna er m.a. að auka traust á því að stjórnvöld leysi úr málum á hlutlægan hátt. Reynt er að koma í veg fyrir að þeir taki ákvarðanir sem eru fyrirfram líklegir til að gæta ekki hlutleysis, t.d. vegna þess að þeir hafa tjáð sig eindregið um málið sem fyrir þeim liggur eða sambærileg mál á persónulegan hátt. Tilvitnuð ummæli nefndarmannsins - ef rétt eru höfð eftir- eru augljóst dæmi um það síðastnefnda. Hættan er sú að sá sem gefur slíkar yfirlýsingar muni, til að vernda orðspor sitt og fræðimannsheiður, hafa hagsmuni af því að niðurstaða máls verði sú sama og hann hefur áður látið í ljós. Gögn, röksemdir og huglæg matsatriði eru þá vegin og metin í ljósi eigin afstöðu en ekki á hlutlægan, faglegan og sanngjarnan hátt. Þess vegna er ekki tryggt að málefnaleg sjónarmið verði lögð til grundvallar. Á mannamáli kallast þetta tregðan til að éta ofan í sig, sem margir kannast vafalaust við. Umfjöllun um bankahrunið hefur oft einkennst af sleggjudómum og takmörkuðum upplýsingum. Ályktanir í frábærri skýrslu Kaarlo Jännäri, sem ráðinn var af stjórnvöldum til að gera úttekt á eftirlits- og regluverkinu, hafa lítið ratað inn í umræðuna þótt þær ættu þar heima. Menn vekja frekar á sér athygli eða skora pólitísk stig með því að reiða hátt til höggs. Almennt skotleyfi virðist hafa verið gefið út á Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann. Minna hefur verið talað um það að kreppan er alþjóðleg, hefur sett banka um víða veröld á hausinn og á sér margþættar orsakir. Rannsókn á bankahruninu er nauðsynlegt uppgjör þjóðarinnar við þau grimmu örlög sem hún glímir nú við. Til þess að eitthvað gagn verði af rannsókn þarf hún að byggjast á hlutlægu, faglegu og sanngjörnu mati á gögnum, aðstæðum og réttarreglum. Þeir sem rannsaka þurfa að vera hæfir til að sinna því mikilvæga starfi og við þurfum að skilja að það er engum greiði gerður með því að slá þar neitt af. „Sannleiksnefndin" á síst að vera undanskilin. Höfundur er sjálfstætt starfandi lögmaður.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun