Grípa þarf til bankaátaks 24. júní 2009 06:00 Mikil umræða fer nú fram um bankakerfið hér á landi og margir orðnir óþreyjufullir eftir að í því kerfi fari hlutirnir að snúast hraðar. Ríkisvaldið stýrir hér með einum eða öðrum þætti um 75 prósentum af öllu bankakerfinu. Við þurfum að fara 20 ár aftur í tímann til að sjá svipaða tölu, þegar ríkið átti þrjá banka, Útvegs-, Búnaðar- og Landsbankann, nú heita þeir Íslandsbanki, Kaupþing og Landsbanki. Lítið hefur verið rætt um að sameina þessa banka, selja til nýrra aðila eða láta erlenda kröfuhafa einfaldlega taka einn banka upp í skuldir. Landsbankinn í Austurstræti í Reykjavík Greinarhöfundur bendir á að þótt bankarnir hafi hrunið og ríkið tekið yfir innlendan rekstur þeirra séu hér starfandi fjölmörg smærri fjármálafyrirtæki, þar á meðal fjölmargir sparisjóðir, og í þeirra hópi nokkrir sem „séu í góðum málum“. Nauðsynlegt sé hins vegar fyrir alla sem á þessum markaði starfi að starfsumhverfi þeirra til framtíðar skýrist.Markaðurinn/Pjetur Það er ef til vill ekki tímabært að ræða um sameiningu bankanna, vegna þess að enn vantar allar ákvarðanir um stærð þeirra, efnahagsreikning, eignarhald og framtíðarstjórnun. En ríkisstjórnin hefur nú í hendi sér mikla möguleika til hagræðingar í bankakerfinu og þarf jafnframt sem fyrst að ákveða hvað hún ætlar að gera við þessar eignir okkar. En það er unnið allt of hægt, það er eins og flestir séu hræddir við að taka ákvarðanir; skilanefndirnar eru hræddar um að baka sér óvild erlendra kröfuhafa, bankamenn eru hræddir vegna þess að þeir vita ekki um framtíð bankans síns og þar með sína eigin framtíð og því er best að gera sem minnst þá eru jú engin mistök gerð. Það er ljóst að innan nokkurra mánaða munu koma nýir stjórnendur að öllum bönkunum og vonandi nýir eigendur að hluta. Þetta mál er það stórt að ríkisstjórnin verður að taka af skarið og hrinda málum í framkvæmd í bankakerfinu. Það verður að gefa út þau skýru skilaboð að á meðan beðið er eftir endanlegum efnahagsreikningi bankanna þá starfi þeir samt á fullu. Núverandi stjórnendur hafi heimild til eðlilegra lánveitinga og afgreiðslu mála. Bankaráðin séu ekki með puttana í ákvarðanatöku um lánveitingar nema allra stærstu mála. Ríkisstjórnin verður einnig að gera það upp við sig sem fyrst hvaða banka hún ætlar að sameina, hverja á að selja til innlendra og/eða erlendra aðila. Eins og staðan er núna er erlendur lánamarkaður algjörlega lokaður fyrir innlenda aðila og þeir geta því ekki nýtt sér þá lágu vexti sem nú ríkja á alþjóðlegum markaði. Það verður sem fyrst að opna fyrir aðgang að erlendum lánamörkuðum. Stórt skref í þá átt er auðvitað lausn á Icesave deilunni, þó hún geti orðið dýr og svo hitt að ná samkomulagi við erlenda kröfuhafa, til dæmis með því að þeir taki yfir einn af íslensku bönkunum. Það gleymist oft í umræðunni að enn eru hér starfandi fjölmargir sparisjóðir og nokkrir þeirra eru í góðum málum og veita mikilvæga þjónustu. MP banki hefur haslað sér völl sem viðskiptabanki með opnun útibús fyrir almenning og fyrirtæki, það var snjall leikur fyrir lítið fé að fá yfir fjölmarga viðskiptavini SPRON og fleiri án þess þurfa sérstaklega að greiða fyrir það annað en að yfirtaka starfsmannasamninga og leigja fyrrverandi húsnæði SPRON. Nokkrir aðrir aðilar veita ákveðna þjónustu á bankasviðinu, þó þeir séu ekki komnir í viðskiptabankaumhverfið, þar má nefna VBS fjárfestingarbanka, Saga Capital, Íslensk verðbréf og síðan nokkur smærri verðbréfafyrirtæki eins og HF verðbréf og Auður Capital. Í vandræðaganginum með ríkisbankana hefur auðvitað myndast meira rými á markaðnum fyrir þessi fyrirtæki og er það vel. En fyrir alla sem starfa á þessum fjármálamarkaði og þeirra sem njóta þjónustu hans, góðrar eða slæmrar, er mikilvægast af öllu að ríkið ákveði sem fyrst stærð, stefnu og framtíð sinna banka. Við erum öll óbeinir eigendur að þeim og viljum fá sem mest fyrir bankana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða fer nú fram um bankakerfið hér á landi og margir orðnir óþreyjufullir eftir að í því kerfi fari hlutirnir að snúast hraðar. Ríkisvaldið stýrir hér með einum eða öðrum þætti um 75 prósentum af öllu bankakerfinu. Við þurfum að fara 20 ár aftur í tímann til að sjá svipaða tölu, þegar ríkið átti þrjá banka, Útvegs-, Búnaðar- og Landsbankann, nú heita þeir Íslandsbanki, Kaupþing og Landsbanki. Lítið hefur verið rætt um að sameina þessa banka, selja til nýrra aðila eða láta erlenda kröfuhafa einfaldlega taka einn banka upp í skuldir. Landsbankinn í Austurstræti í Reykjavík Greinarhöfundur bendir á að þótt bankarnir hafi hrunið og ríkið tekið yfir innlendan rekstur þeirra séu hér starfandi fjölmörg smærri fjármálafyrirtæki, þar á meðal fjölmargir sparisjóðir, og í þeirra hópi nokkrir sem „séu í góðum málum“. Nauðsynlegt sé hins vegar fyrir alla sem á þessum markaði starfi að starfsumhverfi þeirra til framtíðar skýrist.Markaðurinn/Pjetur Það er ef til vill ekki tímabært að ræða um sameiningu bankanna, vegna þess að enn vantar allar ákvarðanir um stærð þeirra, efnahagsreikning, eignarhald og framtíðarstjórnun. En ríkisstjórnin hefur nú í hendi sér mikla möguleika til hagræðingar í bankakerfinu og þarf jafnframt sem fyrst að ákveða hvað hún ætlar að gera við þessar eignir okkar. En það er unnið allt of hægt, það er eins og flestir séu hræddir við að taka ákvarðanir; skilanefndirnar eru hræddar um að baka sér óvild erlendra kröfuhafa, bankamenn eru hræddir vegna þess að þeir vita ekki um framtíð bankans síns og þar með sína eigin framtíð og því er best að gera sem minnst þá eru jú engin mistök gerð. Það er ljóst að innan nokkurra mánaða munu koma nýir stjórnendur að öllum bönkunum og vonandi nýir eigendur að hluta. Þetta mál er það stórt að ríkisstjórnin verður að taka af skarið og hrinda málum í framkvæmd í bankakerfinu. Það verður að gefa út þau skýru skilaboð að á meðan beðið er eftir endanlegum efnahagsreikningi bankanna þá starfi þeir samt á fullu. Núverandi stjórnendur hafi heimild til eðlilegra lánveitinga og afgreiðslu mála. Bankaráðin séu ekki með puttana í ákvarðanatöku um lánveitingar nema allra stærstu mála. Ríkisstjórnin verður einnig að gera það upp við sig sem fyrst hvaða banka hún ætlar að sameina, hverja á að selja til innlendra og/eða erlendra aðila. Eins og staðan er núna er erlendur lánamarkaður algjörlega lokaður fyrir innlenda aðila og þeir geta því ekki nýtt sér þá lágu vexti sem nú ríkja á alþjóðlegum markaði. Það verður sem fyrst að opna fyrir aðgang að erlendum lánamörkuðum. Stórt skref í þá átt er auðvitað lausn á Icesave deilunni, þó hún geti orðið dýr og svo hitt að ná samkomulagi við erlenda kröfuhafa, til dæmis með því að þeir taki yfir einn af íslensku bönkunum. Það gleymist oft í umræðunni að enn eru hér starfandi fjölmargir sparisjóðir og nokkrir þeirra eru í góðum málum og veita mikilvæga þjónustu. MP banki hefur haslað sér völl sem viðskiptabanki með opnun útibús fyrir almenning og fyrirtæki, það var snjall leikur fyrir lítið fé að fá yfir fjölmarga viðskiptavini SPRON og fleiri án þess þurfa sérstaklega að greiða fyrir það annað en að yfirtaka starfsmannasamninga og leigja fyrrverandi húsnæði SPRON. Nokkrir aðrir aðilar veita ákveðna þjónustu á bankasviðinu, þó þeir séu ekki komnir í viðskiptabankaumhverfið, þar má nefna VBS fjárfestingarbanka, Saga Capital, Íslensk verðbréf og síðan nokkur smærri verðbréfafyrirtæki eins og HF verðbréf og Auður Capital. Í vandræðaganginum með ríkisbankana hefur auðvitað myndast meira rými á markaðnum fyrir þessi fyrirtæki og er það vel. En fyrir alla sem starfa á þessum fjármálamarkaði og þeirra sem njóta þjónustu hans, góðrar eða slæmrar, er mikilvægast af öllu að ríkið ákveði sem fyrst stærð, stefnu og framtíð sinna banka. Við erum öll óbeinir eigendur að þeim og viljum fá sem mest fyrir bankana.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar