Grípa þarf til bankaátaks 24. júní 2009 06:00 Mikil umræða fer nú fram um bankakerfið hér á landi og margir orðnir óþreyjufullir eftir að í því kerfi fari hlutirnir að snúast hraðar. Ríkisvaldið stýrir hér með einum eða öðrum þætti um 75 prósentum af öllu bankakerfinu. Við þurfum að fara 20 ár aftur í tímann til að sjá svipaða tölu, þegar ríkið átti þrjá banka, Útvegs-, Búnaðar- og Landsbankann, nú heita þeir Íslandsbanki, Kaupþing og Landsbanki. Lítið hefur verið rætt um að sameina þessa banka, selja til nýrra aðila eða láta erlenda kröfuhafa einfaldlega taka einn banka upp í skuldir. Landsbankinn í Austurstræti í Reykjavík Greinarhöfundur bendir á að þótt bankarnir hafi hrunið og ríkið tekið yfir innlendan rekstur þeirra séu hér starfandi fjölmörg smærri fjármálafyrirtæki, þar á meðal fjölmargir sparisjóðir, og í þeirra hópi nokkrir sem „séu í góðum málum“. Nauðsynlegt sé hins vegar fyrir alla sem á þessum markaði starfi að starfsumhverfi þeirra til framtíðar skýrist.Markaðurinn/Pjetur Það er ef til vill ekki tímabært að ræða um sameiningu bankanna, vegna þess að enn vantar allar ákvarðanir um stærð þeirra, efnahagsreikning, eignarhald og framtíðarstjórnun. En ríkisstjórnin hefur nú í hendi sér mikla möguleika til hagræðingar í bankakerfinu og þarf jafnframt sem fyrst að ákveða hvað hún ætlar að gera við þessar eignir okkar. En það er unnið allt of hægt, það er eins og flestir séu hræddir við að taka ákvarðanir; skilanefndirnar eru hræddar um að baka sér óvild erlendra kröfuhafa, bankamenn eru hræddir vegna þess að þeir vita ekki um framtíð bankans síns og þar með sína eigin framtíð og því er best að gera sem minnst þá eru jú engin mistök gerð. Það er ljóst að innan nokkurra mánaða munu koma nýir stjórnendur að öllum bönkunum og vonandi nýir eigendur að hluta. Þetta mál er það stórt að ríkisstjórnin verður að taka af skarið og hrinda málum í framkvæmd í bankakerfinu. Það verður að gefa út þau skýru skilaboð að á meðan beðið er eftir endanlegum efnahagsreikningi bankanna þá starfi þeir samt á fullu. Núverandi stjórnendur hafi heimild til eðlilegra lánveitinga og afgreiðslu mála. Bankaráðin séu ekki með puttana í ákvarðanatöku um lánveitingar nema allra stærstu mála. Ríkisstjórnin verður einnig að gera það upp við sig sem fyrst hvaða banka hún ætlar að sameina, hverja á að selja til innlendra og/eða erlendra aðila. Eins og staðan er núna er erlendur lánamarkaður algjörlega lokaður fyrir innlenda aðila og þeir geta því ekki nýtt sér þá lágu vexti sem nú ríkja á alþjóðlegum markaði. Það verður sem fyrst að opna fyrir aðgang að erlendum lánamörkuðum. Stórt skref í þá átt er auðvitað lausn á Icesave deilunni, þó hún geti orðið dýr og svo hitt að ná samkomulagi við erlenda kröfuhafa, til dæmis með því að þeir taki yfir einn af íslensku bönkunum. Það gleymist oft í umræðunni að enn eru hér starfandi fjölmargir sparisjóðir og nokkrir þeirra eru í góðum málum og veita mikilvæga þjónustu. MP banki hefur haslað sér völl sem viðskiptabanki með opnun útibús fyrir almenning og fyrirtæki, það var snjall leikur fyrir lítið fé að fá yfir fjölmarga viðskiptavini SPRON og fleiri án þess þurfa sérstaklega að greiða fyrir það annað en að yfirtaka starfsmannasamninga og leigja fyrrverandi húsnæði SPRON. Nokkrir aðrir aðilar veita ákveðna þjónustu á bankasviðinu, þó þeir séu ekki komnir í viðskiptabankaumhverfið, þar má nefna VBS fjárfestingarbanka, Saga Capital, Íslensk verðbréf og síðan nokkur smærri verðbréfafyrirtæki eins og HF verðbréf og Auður Capital. Í vandræðaganginum með ríkisbankana hefur auðvitað myndast meira rými á markaðnum fyrir þessi fyrirtæki og er það vel. En fyrir alla sem starfa á þessum fjármálamarkaði og þeirra sem njóta þjónustu hans, góðrar eða slæmrar, er mikilvægast af öllu að ríkið ákveði sem fyrst stærð, stefnu og framtíð sinna banka. Við erum öll óbeinir eigendur að þeim og viljum fá sem mest fyrir bankana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða fer nú fram um bankakerfið hér á landi og margir orðnir óþreyjufullir eftir að í því kerfi fari hlutirnir að snúast hraðar. Ríkisvaldið stýrir hér með einum eða öðrum þætti um 75 prósentum af öllu bankakerfinu. Við þurfum að fara 20 ár aftur í tímann til að sjá svipaða tölu, þegar ríkið átti þrjá banka, Útvegs-, Búnaðar- og Landsbankann, nú heita þeir Íslandsbanki, Kaupþing og Landsbanki. Lítið hefur verið rætt um að sameina þessa banka, selja til nýrra aðila eða láta erlenda kröfuhafa einfaldlega taka einn banka upp í skuldir. Landsbankinn í Austurstræti í Reykjavík Greinarhöfundur bendir á að þótt bankarnir hafi hrunið og ríkið tekið yfir innlendan rekstur þeirra séu hér starfandi fjölmörg smærri fjármálafyrirtæki, þar á meðal fjölmargir sparisjóðir, og í þeirra hópi nokkrir sem „séu í góðum málum“. Nauðsynlegt sé hins vegar fyrir alla sem á þessum markaði starfi að starfsumhverfi þeirra til framtíðar skýrist.Markaðurinn/Pjetur Það er ef til vill ekki tímabært að ræða um sameiningu bankanna, vegna þess að enn vantar allar ákvarðanir um stærð þeirra, efnahagsreikning, eignarhald og framtíðarstjórnun. En ríkisstjórnin hefur nú í hendi sér mikla möguleika til hagræðingar í bankakerfinu og þarf jafnframt sem fyrst að ákveða hvað hún ætlar að gera við þessar eignir okkar. En það er unnið allt of hægt, það er eins og flestir séu hræddir við að taka ákvarðanir; skilanefndirnar eru hræddar um að baka sér óvild erlendra kröfuhafa, bankamenn eru hræddir vegna þess að þeir vita ekki um framtíð bankans síns og þar með sína eigin framtíð og því er best að gera sem minnst þá eru jú engin mistök gerð. Það er ljóst að innan nokkurra mánaða munu koma nýir stjórnendur að öllum bönkunum og vonandi nýir eigendur að hluta. Þetta mál er það stórt að ríkisstjórnin verður að taka af skarið og hrinda málum í framkvæmd í bankakerfinu. Það verður að gefa út þau skýru skilaboð að á meðan beðið er eftir endanlegum efnahagsreikningi bankanna þá starfi þeir samt á fullu. Núverandi stjórnendur hafi heimild til eðlilegra lánveitinga og afgreiðslu mála. Bankaráðin séu ekki með puttana í ákvarðanatöku um lánveitingar nema allra stærstu mála. Ríkisstjórnin verður einnig að gera það upp við sig sem fyrst hvaða banka hún ætlar að sameina, hverja á að selja til innlendra og/eða erlendra aðila. Eins og staðan er núna er erlendur lánamarkaður algjörlega lokaður fyrir innlenda aðila og þeir geta því ekki nýtt sér þá lágu vexti sem nú ríkja á alþjóðlegum markaði. Það verður sem fyrst að opna fyrir aðgang að erlendum lánamörkuðum. Stórt skref í þá átt er auðvitað lausn á Icesave deilunni, þó hún geti orðið dýr og svo hitt að ná samkomulagi við erlenda kröfuhafa, til dæmis með því að þeir taki yfir einn af íslensku bönkunum. Það gleymist oft í umræðunni að enn eru hér starfandi fjölmargir sparisjóðir og nokkrir þeirra eru í góðum málum og veita mikilvæga þjónustu. MP banki hefur haslað sér völl sem viðskiptabanki með opnun útibús fyrir almenning og fyrirtæki, það var snjall leikur fyrir lítið fé að fá yfir fjölmarga viðskiptavini SPRON og fleiri án þess þurfa sérstaklega að greiða fyrir það annað en að yfirtaka starfsmannasamninga og leigja fyrrverandi húsnæði SPRON. Nokkrir aðrir aðilar veita ákveðna þjónustu á bankasviðinu, þó þeir séu ekki komnir í viðskiptabankaumhverfið, þar má nefna VBS fjárfestingarbanka, Saga Capital, Íslensk verðbréf og síðan nokkur smærri verðbréfafyrirtæki eins og HF verðbréf og Auður Capital. Í vandræðaganginum með ríkisbankana hefur auðvitað myndast meira rými á markaðnum fyrir þessi fyrirtæki og er það vel. En fyrir alla sem starfa á þessum fjármálamarkaði og þeirra sem njóta þjónustu hans, góðrar eða slæmrar, er mikilvægast af öllu að ríkið ákveði sem fyrst stærð, stefnu og framtíð sinna banka. Við erum öll óbeinir eigendur að þeim og viljum fá sem mest fyrir bankana.
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar