Vörður staðinn um Strætó Jórunn Frímannsdóttir skrifar 18. júní 2009 04:00 Stjórn og stjórnendur Strætó bs. hafa undanfarna mánuði unnið að mótun stefnu og framtíðarsýnar fyrir fyrirtækið ásamt því að endurskilgreina hlutverk þess sem þjónustufyrirtækis. Stefnumótunin hefur, eðli máls samkvæmt, verið undir áhrifum af þeim efnahagslegu þrengingum sem við búum við um þessar mundir. Fjármagn er af skornum skammti og sterk krafa er um það í samfélaginu að vel sé farið með almannafé um leið og leitast er við að veita góða og styrka þjónustu. Markmið StrætóHöfuðmarkmið Strætó bs. er að strætósamgöngur á höfuðborgarsvæðinu séu góður og öruggur kostur í samanburði við aðra ferðamáta og stuðli að því að draga úr aukningu bílaumferðar og þeim vandamálum sem henni fylgja. Framtíðarsýn stjórnar Strætó bs. er að í árslok 2014 verði Strætó þekkt sem fyrirmyndarfyrirtæki á sviði umhverfisvænna og skilvirkra strætósamgangna. Þjónusta fyrirtækisins verði framúrskarandi og svari þörfum mikilvægustu markhópa þess. Leiðakerfið verði skilvirkt og hagkvæmt og starfsfólk ánægt og stolt af sínum störfum. Ímynd fyrirtækisins skal einkennast af virðingu, þjónustulund og vingjarnlegu viðmóti gagnvart notendum. Þá er stefnt að því að nýting fjármagns sem bundið er í rekstrinum verði með því besta sem þekkist og eigendur þess verði ánægðir með samfélagslegt virði þjónustunnar. Þjónustustefna til framtíðarStjórn Strætó bs. hefur skilgreint ítarlega þjónustustefnu í þeirri viðleitni að gera framtíðarsýn sína að veruleika. Hana má nálgast í heild sinni á www.straeto.is.Meðal helstu lykilmarkmiða er að leiðakerfið skuli vera auðskilið og taki mið af almennum ferðaþörfum. Áhersla verður lögð á þjónustu á annatíma og hún efld eftir þörfum þannig að vagnar á stofnleiðum og öðrum helstu leiðum aki með að minnsta kosti 15 mínútna tíðni. Á öðrum tímum sé þjónustan löguð að eftirspurn og haldið innan eðlilegra kostnaðarmarka. Á minna notuðum leiðum getur tíðnin verið breytileg og í samræmi við notkun. Almennt er stefnt að því að lækka meðalkostnað hverrar ferðar í leiðakerfinu í heild. Mikilvægt er að hafa í huga að akstursleiðir geta breyst samfara fjölgun eða fækkun farþega. Til grundvallar verða þá hafðar nákvæmar reglubundnar talningar ásamt kostnaðarmati.Í þjónustustefnunni er mikil áhersla á áreiðanleika, stundvísi og þægindi og í því sambandi verður unnið að því með sveitarfélögunum að strætisvagnar fái aukinn forgang í umferðinni og þeir losaðir eftir megni við umferðartafir. Lögð verður aukin áhersla á innkaup og notkun umhverfisvænna vagna og nýtingu á umverfisvænum og innlendum orkugjöfum. Þá verða gerðar auknar kröfur til gæða og útbúnaðar í vögnum til að auka þægindi og öryggi. Almenna markmiðið er að hlutfall þeirra sem nota strætókerfið verði aukið innan næstu fimm ára. Í því sambandi verða markaðs- og kynningarmál efld og m.a. leitast við að kynna almenningssamgöngur sérstaklega í skólum. Almenningssamgöngur hafa sjaldan verið mikilvægari en einmitt nú. Með stefnumótun Strætó bs. sýna stjórn samlagsins og aðildarsveitarfélög einbeittan vilja sinn til að standa vörð um þjónustuna þannig að hún nýtist sem flestum á eins hagkvæman hátt og kostur er.Höfundur er stjórnarformður Strætó bs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Sjá meira
Stjórn og stjórnendur Strætó bs. hafa undanfarna mánuði unnið að mótun stefnu og framtíðarsýnar fyrir fyrirtækið ásamt því að endurskilgreina hlutverk þess sem þjónustufyrirtækis. Stefnumótunin hefur, eðli máls samkvæmt, verið undir áhrifum af þeim efnahagslegu þrengingum sem við búum við um þessar mundir. Fjármagn er af skornum skammti og sterk krafa er um það í samfélaginu að vel sé farið með almannafé um leið og leitast er við að veita góða og styrka þjónustu. Markmið StrætóHöfuðmarkmið Strætó bs. er að strætósamgöngur á höfuðborgarsvæðinu séu góður og öruggur kostur í samanburði við aðra ferðamáta og stuðli að því að draga úr aukningu bílaumferðar og þeim vandamálum sem henni fylgja. Framtíðarsýn stjórnar Strætó bs. er að í árslok 2014 verði Strætó þekkt sem fyrirmyndarfyrirtæki á sviði umhverfisvænna og skilvirkra strætósamgangna. Þjónusta fyrirtækisins verði framúrskarandi og svari þörfum mikilvægustu markhópa þess. Leiðakerfið verði skilvirkt og hagkvæmt og starfsfólk ánægt og stolt af sínum störfum. Ímynd fyrirtækisins skal einkennast af virðingu, þjónustulund og vingjarnlegu viðmóti gagnvart notendum. Þá er stefnt að því að nýting fjármagns sem bundið er í rekstrinum verði með því besta sem þekkist og eigendur þess verði ánægðir með samfélagslegt virði þjónustunnar. Þjónustustefna til framtíðarStjórn Strætó bs. hefur skilgreint ítarlega þjónustustefnu í þeirri viðleitni að gera framtíðarsýn sína að veruleika. Hana má nálgast í heild sinni á www.straeto.is.Meðal helstu lykilmarkmiða er að leiðakerfið skuli vera auðskilið og taki mið af almennum ferðaþörfum. Áhersla verður lögð á þjónustu á annatíma og hún efld eftir þörfum þannig að vagnar á stofnleiðum og öðrum helstu leiðum aki með að minnsta kosti 15 mínútna tíðni. Á öðrum tímum sé þjónustan löguð að eftirspurn og haldið innan eðlilegra kostnaðarmarka. Á minna notuðum leiðum getur tíðnin verið breytileg og í samræmi við notkun. Almennt er stefnt að því að lækka meðalkostnað hverrar ferðar í leiðakerfinu í heild. Mikilvægt er að hafa í huga að akstursleiðir geta breyst samfara fjölgun eða fækkun farþega. Til grundvallar verða þá hafðar nákvæmar reglubundnar talningar ásamt kostnaðarmati.Í þjónustustefnunni er mikil áhersla á áreiðanleika, stundvísi og þægindi og í því sambandi verður unnið að því með sveitarfélögunum að strætisvagnar fái aukinn forgang í umferðinni og þeir losaðir eftir megni við umferðartafir. Lögð verður aukin áhersla á innkaup og notkun umhverfisvænna vagna og nýtingu á umverfisvænum og innlendum orkugjöfum. Þá verða gerðar auknar kröfur til gæða og útbúnaðar í vögnum til að auka þægindi og öryggi. Almenna markmiðið er að hlutfall þeirra sem nota strætókerfið verði aukið innan næstu fimm ára. Í því sambandi verða markaðs- og kynningarmál efld og m.a. leitast við að kynna almenningssamgöngur sérstaklega í skólum. Almenningssamgöngur hafa sjaldan verið mikilvægari en einmitt nú. Með stefnumótun Strætó bs. sýna stjórn samlagsins og aðildarsveitarfélög einbeittan vilja sinn til að standa vörð um þjónustuna þannig að hún nýtist sem flestum á eins hagkvæman hátt og kostur er.Höfundur er stjórnarformður Strætó bs.
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar