Um staðsetningu minnismarka 6. júní 2009 06:00 Vegna umræðu í Fréttablaðinu að undanförnu um staðsetningu minningarmarka í Gufuneskirkjugarði vill undirritaður koma neðangreindum sjónarmiðum á framfæri. Í kristnum löndum hafa kistugrafir snúið í austur og vestur og hefur kistan verið jarðsett með það í huga að ásjóna hins látna snúi í austur, þ.e. hvirfillinn snýr í vestur. Í aldaraðir hafa stærri kirkjugarðar á Norðurlöndum og í Evrópu verið skipulagðir á þann veg að göngustígar eru lagðir sitt hvoru megin við tvær grafaraðir og minningarmörk eru sett inn á miðju og síðan er gengið að hvorri grafarröð frá þeim stíg sem er sömu megin og grafarröðin. Þetta fyrirkomulag er fyrir hendi í Hólavallagarði, Fossvogskirkjugarði og Gufuneskirkjugarði. Einnig er það við lýði hjá nokkrum stærri kirkjugörðum utan Reykjavíkur. Hugum nú nánar að þessu skipulagi. Þar sem allar kisturnar snúa eins og gengið er að gröfunum frá sitt hvorum stígnum, er nauðsynlegt að setja minningarmörkin við fótagafl á annarri hverri röð. Minningarmörk þau sem eru við höfðagafl blasa við þegar horft er í vestur á grafarröðina en minningarmörk þau sem eru við fótagafl blasa við þegar litið er til austurs. Ef minningarmörkin væru í báðum tilvikum sett við höfðagafl snéru minningarmörkin öfugt við þeim sem kæmi gangandi eftir vestari stígnum og yrði komumaður við það skipulag að ganga yfir viðkomandi grafarröð og inn á miðjuna til að sjá áletrun á minningarmörkunum. Tvær meginástæður eru fyrir því að skipulagið er með þessum hætti. Annars vegar auðveldar það aðstandendum að nálgast grafirnar frá göngustígunum og lesa á minningarmörkin án þess að ganga ofan á gröfunum og hins vegar er umhirða yfir sumartímann auðveldari, þegar minningarmörkin eru höfð inni á miðjunni. Yfir vetrartímann þarf tíðum að ryðja snjó af stígunum og væru þá mörg minnismerki í hættu ef þau væru staðsett uppi við stígana. Besta nýting á garðinum væri eflaust sú að sleppa öllum göngustígum, ökustígum og bílastæðum og hafa grafaraðir hverja á eftir annarri og þar með væri hægt að hafa minningarmörk við höfðagafl á öllum gröfum. Það er hins vegar óhugsandi þegar stærð garðanna er farin að skipta tugum hektara (1 ha = 10.000 m²) því þar með færi öll vélaumferð yfir grafirnar. Þegar taka ætti grafir í frátekin grafarstæði innan um eldri grafir sömuleiðis færu líkfylgdir við jarðsetningu yfir grafirnar. Örfáar kvartanir hafa borist síðastliðna áratugi vegna þessa skipulags sem viðhaft er innan Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma og fleiri kirkjugarða á landinu. Aðstandendur hafa í þeim tilvikum nær undantekningarlaust tekið skýringar starfsmanna til greina og ekkert aðhafst. Fram að þessu hefur ekki verið talin ástæða til að vekja sérstaka athygli á þessu skipulagi við úthlutun grafa af þeim ástæðum að stór meirihluti fólks er ekki að velta staðsetningunni fyrir sér og ekki hefur verið hægt að velja grafir heldur er þeim úthlutað í þeim grafarröðum sem grafið er í á hverjum tíma. Starfsmenn og stjórnir kirkjugarða hafa vissulega áhyggjur af því, þegar ber á óánægju aðstandenda og vilja gera sem flestum til geðs. Sú umfjöllun sem birst hefur hér í blaðinu hefur fjallað um að óviðunandi sé að aðstandendur séu ekki upplýstir um að minnismerki séu sett upp við fótagafl og þeir haldi almennt að þeir séu að signa yfir ásjónu þegar þeir signa yfir minnismerkið. Það er mikill misskilningur að það skipulag, að minningarmörk séu höfð við fótagafl, sé vísbending um að þar eigi aðstandendur að signa yfir, þegar að gröfinni er komið. Minningarmarkið gefur til kynna hver hvílir undir og er staðsett með það í huga að auðvelt sé að lesa grafskriftina frá stígunum. Þeir aðstandendur sem vilja signa yfir höfðagafl, þar sem minningarmark er við fótagafl, geta það engu að síður, ef það skiptir þá máli. Þeir þurfa þá að vera meðvitaðir um það hvernig hinir látnu hvíla. Engin trúarleg forsenda er fyrir því að minningarmark eigi fremur að vera við höfðalag en fótalag. Minningarmörk í kirkjugörðum kristinna manna hafa allt frá frumkristni verið með ýmsum hætti, staðsetning þeirra hefur aldrei verið sáluhjálparatriði og oftar en ekki hafa engin minningarmörk verið sett upp. Ég vil að lokum fullvissa þá aðstandendur sem vilja signa yfir höfðalag að það er ekkert í skipulagi Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma sem kemur í veg fyrir að það sé gert en það er jafnframt dagljóst að þeir sem signa yfir grafir ástvina sinna án tillits til höfðagafls eða fótagafls eru einnig af kristnum skilningi að biðja um guðsblessun, þar er enginn munur á. Höfundur er forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Vegna umræðu í Fréttablaðinu að undanförnu um staðsetningu minningarmarka í Gufuneskirkjugarði vill undirritaður koma neðangreindum sjónarmiðum á framfæri. Í kristnum löndum hafa kistugrafir snúið í austur og vestur og hefur kistan verið jarðsett með það í huga að ásjóna hins látna snúi í austur, þ.e. hvirfillinn snýr í vestur. Í aldaraðir hafa stærri kirkjugarðar á Norðurlöndum og í Evrópu verið skipulagðir á þann veg að göngustígar eru lagðir sitt hvoru megin við tvær grafaraðir og minningarmörk eru sett inn á miðju og síðan er gengið að hvorri grafarröð frá þeim stíg sem er sömu megin og grafarröðin. Þetta fyrirkomulag er fyrir hendi í Hólavallagarði, Fossvogskirkjugarði og Gufuneskirkjugarði. Einnig er það við lýði hjá nokkrum stærri kirkjugörðum utan Reykjavíkur. Hugum nú nánar að þessu skipulagi. Þar sem allar kisturnar snúa eins og gengið er að gröfunum frá sitt hvorum stígnum, er nauðsynlegt að setja minningarmörkin við fótagafl á annarri hverri röð. Minningarmörk þau sem eru við höfðagafl blasa við þegar horft er í vestur á grafarröðina en minningarmörk þau sem eru við fótagafl blasa við þegar litið er til austurs. Ef minningarmörkin væru í báðum tilvikum sett við höfðagafl snéru minningarmörkin öfugt við þeim sem kæmi gangandi eftir vestari stígnum og yrði komumaður við það skipulag að ganga yfir viðkomandi grafarröð og inn á miðjuna til að sjá áletrun á minningarmörkunum. Tvær meginástæður eru fyrir því að skipulagið er með þessum hætti. Annars vegar auðveldar það aðstandendum að nálgast grafirnar frá göngustígunum og lesa á minningarmörkin án þess að ganga ofan á gröfunum og hins vegar er umhirða yfir sumartímann auðveldari, þegar minningarmörkin eru höfð inni á miðjunni. Yfir vetrartímann þarf tíðum að ryðja snjó af stígunum og væru þá mörg minnismerki í hættu ef þau væru staðsett uppi við stígana. Besta nýting á garðinum væri eflaust sú að sleppa öllum göngustígum, ökustígum og bílastæðum og hafa grafaraðir hverja á eftir annarri og þar með væri hægt að hafa minningarmörk við höfðagafl á öllum gröfum. Það er hins vegar óhugsandi þegar stærð garðanna er farin að skipta tugum hektara (1 ha = 10.000 m²) því þar með færi öll vélaumferð yfir grafirnar. Þegar taka ætti grafir í frátekin grafarstæði innan um eldri grafir sömuleiðis færu líkfylgdir við jarðsetningu yfir grafirnar. Örfáar kvartanir hafa borist síðastliðna áratugi vegna þessa skipulags sem viðhaft er innan Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma og fleiri kirkjugarða á landinu. Aðstandendur hafa í þeim tilvikum nær undantekningarlaust tekið skýringar starfsmanna til greina og ekkert aðhafst. Fram að þessu hefur ekki verið talin ástæða til að vekja sérstaka athygli á þessu skipulagi við úthlutun grafa af þeim ástæðum að stór meirihluti fólks er ekki að velta staðsetningunni fyrir sér og ekki hefur verið hægt að velja grafir heldur er þeim úthlutað í þeim grafarröðum sem grafið er í á hverjum tíma. Starfsmenn og stjórnir kirkjugarða hafa vissulega áhyggjur af því, þegar ber á óánægju aðstandenda og vilja gera sem flestum til geðs. Sú umfjöllun sem birst hefur hér í blaðinu hefur fjallað um að óviðunandi sé að aðstandendur séu ekki upplýstir um að minnismerki séu sett upp við fótagafl og þeir haldi almennt að þeir séu að signa yfir ásjónu þegar þeir signa yfir minnismerkið. Það er mikill misskilningur að það skipulag, að minningarmörk séu höfð við fótagafl, sé vísbending um að þar eigi aðstandendur að signa yfir, þegar að gröfinni er komið. Minningarmarkið gefur til kynna hver hvílir undir og er staðsett með það í huga að auðvelt sé að lesa grafskriftina frá stígunum. Þeir aðstandendur sem vilja signa yfir höfðagafl, þar sem minningarmark er við fótagafl, geta það engu að síður, ef það skiptir þá máli. Þeir þurfa þá að vera meðvitaðir um það hvernig hinir látnu hvíla. Engin trúarleg forsenda er fyrir því að minningarmark eigi fremur að vera við höfðalag en fótalag. Minningarmörk í kirkjugörðum kristinna manna hafa allt frá frumkristni verið með ýmsum hætti, staðsetning þeirra hefur aldrei verið sáluhjálparatriði og oftar en ekki hafa engin minningarmörk verið sett upp. Ég vil að lokum fullvissa þá aðstandendur sem vilja signa yfir höfðalag að það er ekkert í skipulagi Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma sem kemur í veg fyrir að það sé gert en það er jafnframt dagljóst að þeir sem signa yfir grafir ástvina sinna án tillits til höfðagafls eða fótagafls eru einnig af kristnum skilningi að biðja um guðsblessun, þar er enginn munur á. Höfundur er forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun