Um staðsetningu minnismarka 6. júní 2009 06:00 Vegna umræðu í Fréttablaðinu að undanförnu um staðsetningu minningarmarka í Gufuneskirkjugarði vill undirritaður koma neðangreindum sjónarmiðum á framfæri. Í kristnum löndum hafa kistugrafir snúið í austur og vestur og hefur kistan verið jarðsett með það í huga að ásjóna hins látna snúi í austur, þ.e. hvirfillinn snýr í vestur. Í aldaraðir hafa stærri kirkjugarðar á Norðurlöndum og í Evrópu verið skipulagðir á þann veg að göngustígar eru lagðir sitt hvoru megin við tvær grafaraðir og minningarmörk eru sett inn á miðju og síðan er gengið að hvorri grafarröð frá þeim stíg sem er sömu megin og grafarröðin. Þetta fyrirkomulag er fyrir hendi í Hólavallagarði, Fossvogskirkjugarði og Gufuneskirkjugarði. Einnig er það við lýði hjá nokkrum stærri kirkjugörðum utan Reykjavíkur. Hugum nú nánar að þessu skipulagi. Þar sem allar kisturnar snúa eins og gengið er að gröfunum frá sitt hvorum stígnum, er nauðsynlegt að setja minningarmörkin við fótagafl á annarri hverri röð. Minningarmörk þau sem eru við höfðagafl blasa við þegar horft er í vestur á grafarröðina en minningarmörk þau sem eru við fótagafl blasa við þegar litið er til austurs. Ef minningarmörkin væru í báðum tilvikum sett við höfðagafl snéru minningarmörkin öfugt við þeim sem kæmi gangandi eftir vestari stígnum og yrði komumaður við það skipulag að ganga yfir viðkomandi grafarröð og inn á miðjuna til að sjá áletrun á minningarmörkunum. Tvær meginástæður eru fyrir því að skipulagið er með þessum hætti. Annars vegar auðveldar það aðstandendum að nálgast grafirnar frá göngustígunum og lesa á minningarmörkin án þess að ganga ofan á gröfunum og hins vegar er umhirða yfir sumartímann auðveldari, þegar minningarmörkin eru höfð inni á miðjunni. Yfir vetrartímann þarf tíðum að ryðja snjó af stígunum og væru þá mörg minnismerki í hættu ef þau væru staðsett uppi við stígana. Besta nýting á garðinum væri eflaust sú að sleppa öllum göngustígum, ökustígum og bílastæðum og hafa grafaraðir hverja á eftir annarri og þar með væri hægt að hafa minningarmörk við höfðagafl á öllum gröfum. Það er hins vegar óhugsandi þegar stærð garðanna er farin að skipta tugum hektara (1 ha = 10.000 m²) því þar með færi öll vélaumferð yfir grafirnar. Þegar taka ætti grafir í frátekin grafarstæði innan um eldri grafir sömuleiðis færu líkfylgdir við jarðsetningu yfir grafirnar. Örfáar kvartanir hafa borist síðastliðna áratugi vegna þessa skipulags sem viðhaft er innan Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma og fleiri kirkjugarða á landinu. Aðstandendur hafa í þeim tilvikum nær undantekningarlaust tekið skýringar starfsmanna til greina og ekkert aðhafst. Fram að þessu hefur ekki verið talin ástæða til að vekja sérstaka athygli á þessu skipulagi við úthlutun grafa af þeim ástæðum að stór meirihluti fólks er ekki að velta staðsetningunni fyrir sér og ekki hefur verið hægt að velja grafir heldur er þeim úthlutað í þeim grafarröðum sem grafið er í á hverjum tíma. Starfsmenn og stjórnir kirkjugarða hafa vissulega áhyggjur af því, þegar ber á óánægju aðstandenda og vilja gera sem flestum til geðs. Sú umfjöllun sem birst hefur hér í blaðinu hefur fjallað um að óviðunandi sé að aðstandendur séu ekki upplýstir um að minnismerki séu sett upp við fótagafl og þeir haldi almennt að þeir séu að signa yfir ásjónu þegar þeir signa yfir minnismerkið. Það er mikill misskilningur að það skipulag, að minningarmörk séu höfð við fótagafl, sé vísbending um að þar eigi aðstandendur að signa yfir, þegar að gröfinni er komið. Minningarmarkið gefur til kynna hver hvílir undir og er staðsett með það í huga að auðvelt sé að lesa grafskriftina frá stígunum. Þeir aðstandendur sem vilja signa yfir höfðagafl, þar sem minningarmark er við fótagafl, geta það engu að síður, ef það skiptir þá máli. Þeir þurfa þá að vera meðvitaðir um það hvernig hinir látnu hvíla. Engin trúarleg forsenda er fyrir því að minningarmark eigi fremur að vera við höfðalag en fótalag. Minningarmörk í kirkjugörðum kristinna manna hafa allt frá frumkristni verið með ýmsum hætti, staðsetning þeirra hefur aldrei verið sáluhjálparatriði og oftar en ekki hafa engin minningarmörk verið sett upp. Ég vil að lokum fullvissa þá aðstandendur sem vilja signa yfir höfðalag að það er ekkert í skipulagi Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma sem kemur í veg fyrir að það sé gert en það er jafnframt dagljóst að þeir sem signa yfir grafir ástvina sinna án tillits til höfðagafls eða fótagafls eru einnig af kristnum skilningi að biðja um guðsblessun, þar er enginn munur á. Höfundur er forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Vegna umræðu í Fréttablaðinu að undanförnu um staðsetningu minningarmarka í Gufuneskirkjugarði vill undirritaður koma neðangreindum sjónarmiðum á framfæri. Í kristnum löndum hafa kistugrafir snúið í austur og vestur og hefur kistan verið jarðsett með það í huga að ásjóna hins látna snúi í austur, þ.e. hvirfillinn snýr í vestur. Í aldaraðir hafa stærri kirkjugarðar á Norðurlöndum og í Evrópu verið skipulagðir á þann veg að göngustígar eru lagðir sitt hvoru megin við tvær grafaraðir og minningarmörk eru sett inn á miðju og síðan er gengið að hvorri grafarröð frá þeim stíg sem er sömu megin og grafarröðin. Þetta fyrirkomulag er fyrir hendi í Hólavallagarði, Fossvogskirkjugarði og Gufuneskirkjugarði. Einnig er það við lýði hjá nokkrum stærri kirkjugörðum utan Reykjavíkur. Hugum nú nánar að þessu skipulagi. Þar sem allar kisturnar snúa eins og gengið er að gröfunum frá sitt hvorum stígnum, er nauðsynlegt að setja minningarmörkin við fótagafl á annarri hverri röð. Minningarmörk þau sem eru við höfðagafl blasa við þegar horft er í vestur á grafarröðina en minningarmörk þau sem eru við fótagafl blasa við þegar litið er til austurs. Ef minningarmörkin væru í báðum tilvikum sett við höfðagafl snéru minningarmörkin öfugt við þeim sem kæmi gangandi eftir vestari stígnum og yrði komumaður við það skipulag að ganga yfir viðkomandi grafarröð og inn á miðjuna til að sjá áletrun á minningarmörkunum. Tvær meginástæður eru fyrir því að skipulagið er með þessum hætti. Annars vegar auðveldar það aðstandendum að nálgast grafirnar frá göngustígunum og lesa á minningarmörkin án þess að ganga ofan á gröfunum og hins vegar er umhirða yfir sumartímann auðveldari, þegar minningarmörkin eru höfð inni á miðjunni. Yfir vetrartímann þarf tíðum að ryðja snjó af stígunum og væru þá mörg minnismerki í hættu ef þau væru staðsett uppi við stígana. Besta nýting á garðinum væri eflaust sú að sleppa öllum göngustígum, ökustígum og bílastæðum og hafa grafaraðir hverja á eftir annarri og þar með væri hægt að hafa minningarmörk við höfðagafl á öllum gröfum. Það er hins vegar óhugsandi þegar stærð garðanna er farin að skipta tugum hektara (1 ha = 10.000 m²) því þar með færi öll vélaumferð yfir grafirnar. Þegar taka ætti grafir í frátekin grafarstæði innan um eldri grafir sömuleiðis færu líkfylgdir við jarðsetningu yfir grafirnar. Örfáar kvartanir hafa borist síðastliðna áratugi vegna þessa skipulags sem viðhaft er innan Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma og fleiri kirkjugarða á landinu. Aðstandendur hafa í þeim tilvikum nær undantekningarlaust tekið skýringar starfsmanna til greina og ekkert aðhafst. Fram að þessu hefur ekki verið talin ástæða til að vekja sérstaka athygli á þessu skipulagi við úthlutun grafa af þeim ástæðum að stór meirihluti fólks er ekki að velta staðsetningunni fyrir sér og ekki hefur verið hægt að velja grafir heldur er þeim úthlutað í þeim grafarröðum sem grafið er í á hverjum tíma. Starfsmenn og stjórnir kirkjugarða hafa vissulega áhyggjur af því, þegar ber á óánægju aðstandenda og vilja gera sem flestum til geðs. Sú umfjöllun sem birst hefur hér í blaðinu hefur fjallað um að óviðunandi sé að aðstandendur séu ekki upplýstir um að minnismerki séu sett upp við fótagafl og þeir haldi almennt að þeir séu að signa yfir ásjónu þegar þeir signa yfir minnismerkið. Það er mikill misskilningur að það skipulag, að minningarmörk séu höfð við fótagafl, sé vísbending um að þar eigi aðstandendur að signa yfir, þegar að gröfinni er komið. Minningarmarkið gefur til kynna hver hvílir undir og er staðsett með það í huga að auðvelt sé að lesa grafskriftina frá stígunum. Þeir aðstandendur sem vilja signa yfir höfðagafl, þar sem minningarmark er við fótagafl, geta það engu að síður, ef það skiptir þá máli. Þeir þurfa þá að vera meðvitaðir um það hvernig hinir látnu hvíla. Engin trúarleg forsenda er fyrir því að minningarmark eigi fremur að vera við höfðalag en fótalag. Minningarmörk í kirkjugörðum kristinna manna hafa allt frá frumkristni verið með ýmsum hætti, staðsetning þeirra hefur aldrei verið sáluhjálparatriði og oftar en ekki hafa engin minningarmörk verið sett upp. Ég vil að lokum fullvissa þá aðstandendur sem vilja signa yfir höfðalag að það er ekkert í skipulagi Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma sem kemur í veg fyrir að það sé gert en það er jafnframt dagljóst að þeir sem signa yfir grafir ástvina sinna án tillits til höfðagafls eða fótagafls eru einnig af kristnum skilningi að biðja um guðsblessun, þar er enginn munur á. Höfundur er forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun