Þorkell á betra skilið Margeir Pétursson skrifar 24. júní 2009 06:00 Það verður ekki hjá því komist að gera alvarlega athugasemd við umfjöllun dr. Þorvaldar Gylfasonar, prófessors í Fréttablaðinu sl. fimmtudag undir fyrirsögninni „Fjórar bækur um hrun". Þar fjallar hann um nýja bók með eftirfarandi hætti: „Bók Þorkels Sigurlaugssonar, Ný framtíðarsýn, er af öðrum toga af kápunni að dæma. Þar fjallar eitt hvellasta gjallarhorn útrásarinnar um endurreisn efnahagslífsins og bætt viðskiptasiðferði. Ég hef ekki lesið bókina og hef því ekkert meira um hana að segja." Þetta er afskaplega ósanngjörn afgreiðsla sem ekki verður unað við af hálfu þeirra sem þekkja til starfa og ferils Þorkels Sigurlaugssonar og hafa þar að auki lesið bók hans. Allt sem Þorkell hefur ritað undanfarna áratugi byggir einmitt á því að vanda þurfi mjög til stjórnunarhátta fyrirtækja og byggja þurfi þau upp á heilbrigðan hátt. Ég held að ekkert geti verið fjarlægara hans gildum en að hægt sé að ná í skjótfenginn gróða með því að stækka sem hraðast og skuldsetja sig sem mest. Það var einmitt langtímahugsun Þorkels sem viðskiptalífið skorti mjög á árunum 2003-2008, þegar allt virtist svo auðvelt. Þorkell starfaði hjá Eimskip á níunda og tíunda áratugnum þegar félagið innleiddi nýja og agaðri stjórnunarhætti, sem mörgum urðu fyrirmynd. Hann hefur ávallt haft brennandi áhuga á stjórnun og stefnumótun fyrirtækja og verið ötull við að miðla af reynslu sinni og þekkingu. Þorkell tók t.d. að sér að koma að stjórnum ýmissa sprotafyrirtækja og ber þar hæst Marel og Össur, auk margra annarra. Í gegnum alla þá reynslu þekkir Þorkell manna best að það kostar mikið erfiði og fórnir að koma á fót fyrirtæki sem er arðbært og veitir mörgum atvinnu. Um svipað leyti og nýir menn með nýja siði tóku yfir rekstur Eimskips söðlaði Þorkell um og hóf störf við Háskólann í Reykjavík. Hans viðhorf fóru líka úr tísku í nokkur ár, en nú er hans tími kominn eins og fleiri. Það er gott til þess að hugsa í núverandi erfiðleikum að ungt og metnaðarfullt fólk geti leitað í smiðju hans. Rit hans Ný framtíðarsýn er jákvætt og þarft innlegg í umræðuna um framtíð Íslands, sem allir ættu að kynna sér. Þorkell Sigurlaugsson þekkir mikið mótlæti vegna fötlunar, en lætur það ekki á sig fá. Það eru þeir menn sem gefast ekki upp við andstreymi sem vert er að hlusta á núna. Höfundur er stjórnarformaður MP Banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Hönnun og list Talsverðar umræður hafa spunnist út af bókun okkar í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur út af vali á borgarlistamanni í ár. Eins og gjarnan gerist koma fram ýkjur og oftúlkanir, og rökræn niðurstaða nokkrum setningum síðar er sú að undirrituð séu óbærilega hrokafull og gjörræðisleg. Svona vill þetta nú oft verða í umræðum á Íslandi, fólk verður stóryrtara en það þarf að vera. 24. júní 2009 06:00 Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Það verður ekki hjá því komist að gera alvarlega athugasemd við umfjöllun dr. Þorvaldar Gylfasonar, prófessors í Fréttablaðinu sl. fimmtudag undir fyrirsögninni „Fjórar bækur um hrun". Þar fjallar hann um nýja bók með eftirfarandi hætti: „Bók Þorkels Sigurlaugssonar, Ný framtíðarsýn, er af öðrum toga af kápunni að dæma. Þar fjallar eitt hvellasta gjallarhorn útrásarinnar um endurreisn efnahagslífsins og bætt viðskiptasiðferði. Ég hef ekki lesið bókina og hef því ekkert meira um hana að segja." Þetta er afskaplega ósanngjörn afgreiðsla sem ekki verður unað við af hálfu þeirra sem þekkja til starfa og ferils Þorkels Sigurlaugssonar og hafa þar að auki lesið bók hans. Allt sem Þorkell hefur ritað undanfarna áratugi byggir einmitt á því að vanda þurfi mjög til stjórnunarhátta fyrirtækja og byggja þurfi þau upp á heilbrigðan hátt. Ég held að ekkert geti verið fjarlægara hans gildum en að hægt sé að ná í skjótfenginn gróða með því að stækka sem hraðast og skuldsetja sig sem mest. Það var einmitt langtímahugsun Þorkels sem viðskiptalífið skorti mjög á árunum 2003-2008, þegar allt virtist svo auðvelt. Þorkell starfaði hjá Eimskip á níunda og tíunda áratugnum þegar félagið innleiddi nýja og agaðri stjórnunarhætti, sem mörgum urðu fyrirmynd. Hann hefur ávallt haft brennandi áhuga á stjórnun og stefnumótun fyrirtækja og verið ötull við að miðla af reynslu sinni og þekkingu. Þorkell tók t.d. að sér að koma að stjórnum ýmissa sprotafyrirtækja og ber þar hæst Marel og Össur, auk margra annarra. Í gegnum alla þá reynslu þekkir Þorkell manna best að það kostar mikið erfiði og fórnir að koma á fót fyrirtæki sem er arðbært og veitir mörgum atvinnu. Um svipað leyti og nýir menn með nýja siði tóku yfir rekstur Eimskips söðlaði Þorkell um og hóf störf við Háskólann í Reykjavík. Hans viðhorf fóru líka úr tísku í nokkur ár, en nú er hans tími kominn eins og fleiri. Það er gott til þess að hugsa í núverandi erfiðleikum að ungt og metnaðarfullt fólk geti leitað í smiðju hans. Rit hans Ný framtíðarsýn er jákvætt og þarft innlegg í umræðuna um framtíð Íslands, sem allir ættu að kynna sér. Þorkell Sigurlaugsson þekkir mikið mótlæti vegna fötlunar, en lætur það ekki á sig fá. Það eru þeir menn sem gefast ekki upp við andstreymi sem vert er að hlusta á núna. Höfundur er stjórnarformaður MP Banka.
Hönnun og list Talsverðar umræður hafa spunnist út af bókun okkar í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur út af vali á borgarlistamanni í ár. Eins og gjarnan gerist koma fram ýkjur og oftúlkanir, og rökræn niðurstaða nokkrum setningum síðar er sú að undirrituð séu óbærilega hrokafull og gjörræðisleg. Svona vill þetta nú oft verða í umræðum á Íslandi, fólk verður stóryrtara en það þarf að vera. 24. júní 2009 06:00
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun