Prump er ekki list Þórður Grímsson skrifar 20. júní 2009 06:00 Undirritaður gerir sér grein fyrir því að gagnrýni á ákvörðun Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, undir stjórn Christians Schoen framkvæmdastjóra, um að velja Ragnar Kjartansson og verk hans „The End" sem fulltrúa Íslands á Feneyjatvíæringnum, kann að hljóma eins og biturt, öfundsjúkt og innantómt þvaður fyrir hinni íslensku listaelítu og fleirum. Undirritaður biður þó lesanda að skoða nokkur atriði áður en hann lofar þetta merkilega verk og listamanninn að baki því. Undirritaður las fréttatilkynningu um verkið The End, horfði á sjónvarpsviðtöl við listamanninn og fylgist með allri umræðu og umfjöllun um Feneyjatvíæringinn. Fréttatilkynningin er stútfull af lofyrðum og háfleygum setningum um sannindi og mikilvægi verksins og listamannsins, til dæmis í þá veru að hann „vegi salt á milli hins háfleyga málara Caspar David Friedrichs og tvíeykisins Gilberts og George sem sækja öllum stundum í hversdagsleikann"; að verkið spanni „epískar víddir í tíma og rúmi". Andreas Eriksson kemst svo að orði: „Ég sé skálann í Feneyjum fyrir mér eins og vita á heimsenda sem gín yfir tóminu. Öldur á höttunum á eftir týndum sálum og mistur við sjóndeildarhringinn varna því að þig sundli á barmi hyldýpisins. Hafið ber ekkert nafn og á bryggjunni situr maður án örlaga." Í sjónvarpsviðtali við Einar Fal Ingólfsson á mbl.is, einhvers konar kynningu/umfjöllun um listaverkið og Ragnar sjálfan, eyddi Ragnar mestum tíma í að útskýra litinn á sundskýlunni sem fyrirsætan, Páll Haukur Björnsson, átti að klæðast og hvers vegna. „Ég er búinn að vera sko að stúdera hvernig skýlu Palli eigi að vera í sko," sagði Ragnar og bætti við: „Þetta verður svona svört Speedo-skýla, verst ég er ekki með hana, hún er núna inni í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, hann hérna hann Guðmundur þar er að sauma sko gula rönd á svörtu skýlurnar." „Af hverju gula rönd?" spyr fréttamaðurinn og Ragnar útskýrir: „Það er eitthvað sem ég var alveg „obsessed" af sko, fannst það rosa mikilvægt að það væri svona gul rönd hérna" og bendir á hlið skýlunnar. „Er það eitthvað ákveðið tísku-steitment?" spyr fréttamaður. „Je, það bara tjsu gasalega smart (mikill hlátur)." Á engum tímapunkti í allri þessari þvælu gat undirritaður fundið útskýringu á neinu sem listamaðurinn ætlaði sér með verkinu, einungis samhengisleysu. Undirritaður hugsar til verks sem hann sá sýnt í Hafnarhúsinu 18. september 2006 sem hafði yfirskriftina „Stúka Hitlers". Ragnar Kjartansson sýndi þetta verk í sýningunni Pakkhús Postulanna og var búinn að skipuleggja gjörning sem hann svo aflýsti sökum „uppgjafar við verkið sjálft". Að panta stúku Hitlers af Helga Björnssyni, fá hana senda til Íslands, fá neikvæða umfjöllun og gefast að lokum upp fyrir verkinu. Í hverju er listin fólgin? Hver var meiningin, var tilgangur með verkinu og hver er yfirlýsingin? Er hugsanlegt að meistarinn gefist upp fyrir málverkinu margfaldaða í Feneyjum, slökkvi á Klettafjallamyndböndunum og komi heim því tóbaks- og áfengisneyslan reynist honum um of? Undirritaður veltir því fyrir sér, hvort það sé óeðlilegt að listamenn sem sýna fyrir hönd Íslands á Feneyjatvíæringnum skýri list sína. Auðvitað væri það óeðlilegt ef allir listamenn væru með svör á reiðum höndum um allar hliðar verka sinna og hugleiðingar, en á ekki listamaður að geta gert grein fyrir því hvað hann er að gera, hvaðan hann kemur í sambandi við áhrifavalda, hafa einhvers konar rökstuddar hugmyndir um eigin listsköpun og komast betur að orði en sex ára barn, í stað þess að nota hikorð inn á milli annars hvers orðs, vera ýkt krúttaður og sætur, og koma sér á Feneyjatvíæringinn með því að vera ógó næs? Að mati undirritaðs er vandamálið það að hér á landi taka mjög fáir mark á myndlist og finnst eiginlega bara rosalega flott hjá „litlustu" þjóðinni og „litlasta" landinu að taka þátt í sýningu á borð við Feneyjatvíæringinn, og að það sé bara besta hugmyndin að senda mesta krúttið út hlæjandi með gítar, bjór og mann í Speedo-sundskýlu. Guð forði okkur frá því að taka okkur sjálf alvarlega. Undirrituðum finnst að Christian Schoen, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar og menntamálaráðuneytið megi og eigi að skammast sín fyrir þessa ákvörðun. Það er líka undarlegt að í allri umræðunni í þjóðfélaginu í dag um ríkisútgjöld komi það hvergi fram að Ragnar Kjartansson og allt hans fylgdarlið sé styrkt bak og fyrir í sex mánuði í Feneyjum til að drekka bjór og reykja sígó. Höfundur er myndlistamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Sjá meira
Undirritaður gerir sér grein fyrir því að gagnrýni á ákvörðun Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, undir stjórn Christians Schoen framkvæmdastjóra, um að velja Ragnar Kjartansson og verk hans „The End" sem fulltrúa Íslands á Feneyjatvíæringnum, kann að hljóma eins og biturt, öfundsjúkt og innantómt þvaður fyrir hinni íslensku listaelítu og fleirum. Undirritaður biður þó lesanda að skoða nokkur atriði áður en hann lofar þetta merkilega verk og listamanninn að baki því. Undirritaður las fréttatilkynningu um verkið The End, horfði á sjónvarpsviðtöl við listamanninn og fylgist með allri umræðu og umfjöllun um Feneyjatvíæringinn. Fréttatilkynningin er stútfull af lofyrðum og háfleygum setningum um sannindi og mikilvægi verksins og listamannsins, til dæmis í þá veru að hann „vegi salt á milli hins háfleyga málara Caspar David Friedrichs og tvíeykisins Gilberts og George sem sækja öllum stundum í hversdagsleikann"; að verkið spanni „epískar víddir í tíma og rúmi". Andreas Eriksson kemst svo að orði: „Ég sé skálann í Feneyjum fyrir mér eins og vita á heimsenda sem gín yfir tóminu. Öldur á höttunum á eftir týndum sálum og mistur við sjóndeildarhringinn varna því að þig sundli á barmi hyldýpisins. Hafið ber ekkert nafn og á bryggjunni situr maður án örlaga." Í sjónvarpsviðtali við Einar Fal Ingólfsson á mbl.is, einhvers konar kynningu/umfjöllun um listaverkið og Ragnar sjálfan, eyddi Ragnar mestum tíma í að útskýra litinn á sundskýlunni sem fyrirsætan, Páll Haukur Björnsson, átti að klæðast og hvers vegna. „Ég er búinn að vera sko að stúdera hvernig skýlu Palli eigi að vera í sko," sagði Ragnar og bætti við: „Þetta verður svona svört Speedo-skýla, verst ég er ekki með hana, hún er núna inni í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, hann hérna hann Guðmundur þar er að sauma sko gula rönd á svörtu skýlurnar." „Af hverju gula rönd?" spyr fréttamaðurinn og Ragnar útskýrir: „Það er eitthvað sem ég var alveg „obsessed" af sko, fannst það rosa mikilvægt að það væri svona gul rönd hérna" og bendir á hlið skýlunnar. „Er það eitthvað ákveðið tísku-steitment?" spyr fréttamaður. „Je, það bara tjsu gasalega smart (mikill hlátur)." Á engum tímapunkti í allri þessari þvælu gat undirritaður fundið útskýringu á neinu sem listamaðurinn ætlaði sér með verkinu, einungis samhengisleysu. Undirritaður hugsar til verks sem hann sá sýnt í Hafnarhúsinu 18. september 2006 sem hafði yfirskriftina „Stúka Hitlers". Ragnar Kjartansson sýndi þetta verk í sýningunni Pakkhús Postulanna og var búinn að skipuleggja gjörning sem hann svo aflýsti sökum „uppgjafar við verkið sjálft". Að panta stúku Hitlers af Helga Björnssyni, fá hana senda til Íslands, fá neikvæða umfjöllun og gefast að lokum upp fyrir verkinu. Í hverju er listin fólgin? Hver var meiningin, var tilgangur með verkinu og hver er yfirlýsingin? Er hugsanlegt að meistarinn gefist upp fyrir málverkinu margfaldaða í Feneyjum, slökkvi á Klettafjallamyndböndunum og komi heim því tóbaks- og áfengisneyslan reynist honum um of? Undirritaður veltir því fyrir sér, hvort það sé óeðlilegt að listamenn sem sýna fyrir hönd Íslands á Feneyjatvíæringnum skýri list sína. Auðvitað væri það óeðlilegt ef allir listamenn væru með svör á reiðum höndum um allar hliðar verka sinna og hugleiðingar, en á ekki listamaður að geta gert grein fyrir því hvað hann er að gera, hvaðan hann kemur í sambandi við áhrifavalda, hafa einhvers konar rökstuddar hugmyndir um eigin listsköpun og komast betur að orði en sex ára barn, í stað þess að nota hikorð inn á milli annars hvers orðs, vera ýkt krúttaður og sætur, og koma sér á Feneyjatvíæringinn með því að vera ógó næs? Að mati undirritaðs er vandamálið það að hér á landi taka mjög fáir mark á myndlist og finnst eiginlega bara rosalega flott hjá „litlustu" þjóðinni og „litlasta" landinu að taka þátt í sýningu á borð við Feneyjatvíæringinn, og að það sé bara besta hugmyndin að senda mesta krúttið út hlæjandi með gítar, bjór og mann í Speedo-sundskýlu. Guð forði okkur frá því að taka okkur sjálf alvarlega. Undirrituðum finnst að Christian Schoen, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar og menntamálaráðuneytið megi og eigi að skammast sín fyrir þessa ákvörðun. Það er líka undarlegt að í allri umræðunni í þjóðfélaginu í dag um ríkisútgjöld komi það hvergi fram að Ragnar Kjartansson og allt hans fylgdarlið sé styrkt bak og fyrir í sex mánuði í Feneyjum til að drekka bjór og reykja sígó. Höfundur er myndlistamaður.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun