Vinstri græn og tímamótin í ESB-umræðunni 6. júní 2009 06:00 Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lagði áherslu á það í þingræðu að tillaga frá ríkisstjórninni til þingsályktunar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu (þingmál nr. 38) væri tímamótaviðburður. Ráðherrann hefur rétt fyrir sér í þessu. Tillagan markar tímamót í ýmsum skilningi. Þótt flokkur Össurar hafi lengi barist fyrir aðild Íslands að ESB hefur Samfylkingin ekki haft möguleika á að gera umsókn um aðild að stefnumáli ríkisstjórnar fyrr en nú. Þessi möguleiki hefur skyndilega opnast. Og hvernig mátti það verða? Samfylkingin er orðin stærsti flokkur landsins, finnur vel til máttar síns og á í stjórnarsamstarfi við flokk sem kallast Vinstrihreyfingin - grænt framboð, eða Vinstri grænir til hægðarauka og gerir út á það að grasrótarbragð finnist af nafni og gælunafni. Ekki skal úr því dregið að flokkurinn er vinstrisinnaður og ber umhverfismál fyrir brjósti. En í hugleiðingu minni að þessu sinni vil ég einkum benda á, að Vinstri grænir hafa markað sér með hástemmdum orðum þá stefnu að berjast gegn aðild Íslands að ESB. Þeir hafa auglýst sig sem fullveldissinna í réttum skilningi þess orðs og þóst standa stífir á meiningunni. Upp á síðkastið hefur þó komið í ljós að skoðanafestan er laus í sér og flokkseindrægni í Evrópumálum stórlega ýkt. Vinstri grænir hafa nú gert sitt til þess að aðild Íslands að ESB er opinber stefna ríkisstjórnar sem þeir eru þátttakendur í. Miðað við fyrri orð kemur þetta úr hörðustu átt. Vinstri grænir gera sig bera að tvískinnungi. Þeir segja í sama orðinu að þeir séu harðir andstæðingar aðildar en jafnframt taka þeir undir við fólk sem vill að sótt sé um aðild til þess að fá úr því skorið, „hvað sé í boði". Auk þess telja þeir að það „þjóni lýðræðinu" að fara í þess háttar könnunarviðræður. Látum það vera! En hingað til hafa Vinstri grænir staðið á því eins og aðrir andstæðingar aðildar, að Íslendingar geti vitað það fyrirfram, hvað í boði er, ekki síst hvað varðar pólitísk málefni, stjórnskipan og stjórnsýslu. Á því er enginn vafi að þjóðin væri að ganga í ríkjasamtök sem lúta yfirþjóðlegu valdi. Evrópusambandið hefur öll pólitísk og táknleg einkenni sambandsríkja (bandaríkja). Evrópusambandið er „federal" (upp á ensku), „föderativ" (upp á skandinavísku) og lýtur vitaskuld lögmálum þess háttar stjórnskipulags. Erlendis fer þetta ekki leynt, en á Íslandi er varla á þetta minnst. Aðildarsinnar hér á landi taka létt á þessu grundvallaratriði, þó út yfir taki ábyrgðarleysi þeirra sem halda því beinlínis fram að fullveldisafsal, svo víðtækt og almennt sem raun ber vitni, styrki stjórnfrelsi þjóðarinnar! Sú kenning er engin spakleg þverstæða, heldur blátt áfram fjarstæða! Fullveldi er hvorki söluvara né skiptimynt. Það er algilt, en ekki afstætt. Vinstri grænir verja með fyrirvörum, sem þó eru mestmegnis fyrirsláttur, stuðning sinn við tillöguflutning ríkisstjórnar um ESB-aðild. Samfylkingin beitti því bragði í fyrstu að telja Vinstri grænum trú um að þeir gætu staðið gegn þessu þingmáli en setið þó sem fastast í ríkisstjórn, því að varla mundi standa á framsóknarmönnum og Borgarahreyfingunni og e.t.v. þingmönnum úr Sjálfstæðisflokki að styðja slíka tillögu. Össur og Jóhanna sögðu ítrekað að tillaga um aðildarumsókn hefði meirihlutastuðning á þingi. Annað hefur komið í ljós. Framsóknarmenn höfnuðu henni þegar í stað, svo að það gladdi mitt gamla hjarta, og hafa tekið upp samstarf við Sjálfstæðisflokkinn um að fordæma efni tillögunnar og málsmeðferð ríkisstjórnarinnar frá rótum. Engar líkur eru til þess að tillaga ríkisstjórnarinnar um Evrópusambandsaðild verði samþykkt. Hún er fyrirfram dæmd. En í þessum ruglingslega málatilbúnaði Jóhönnu, Össurar og Steingríms stendur upp úr sem tímamótaviðburður tvískinnungur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Evrópumálum og fyrirsláttur forustumanna VG sér til afbötunar. Hvar eruð þið nú Ögmundur, Katrín og Atli? Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokks og félagi í Heimssýn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lagði áherslu á það í þingræðu að tillaga frá ríkisstjórninni til þingsályktunar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu (þingmál nr. 38) væri tímamótaviðburður. Ráðherrann hefur rétt fyrir sér í þessu. Tillagan markar tímamót í ýmsum skilningi. Þótt flokkur Össurar hafi lengi barist fyrir aðild Íslands að ESB hefur Samfylkingin ekki haft möguleika á að gera umsókn um aðild að stefnumáli ríkisstjórnar fyrr en nú. Þessi möguleiki hefur skyndilega opnast. Og hvernig mátti það verða? Samfylkingin er orðin stærsti flokkur landsins, finnur vel til máttar síns og á í stjórnarsamstarfi við flokk sem kallast Vinstrihreyfingin - grænt framboð, eða Vinstri grænir til hægðarauka og gerir út á það að grasrótarbragð finnist af nafni og gælunafni. Ekki skal úr því dregið að flokkurinn er vinstrisinnaður og ber umhverfismál fyrir brjósti. En í hugleiðingu minni að þessu sinni vil ég einkum benda á, að Vinstri grænir hafa markað sér með hástemmdum orðum þá stefnu að berjast gegn aðild Íslands að ESB. Þeir hafa auglýst sig sem fullveldissinna í réttum skilningi þess orðs og þóst standa stífir á meiningunni. Upp á síðkastið hefur þó komið í ljós að skoðanafestan er laus í sér og flokkseindrægni í Evrópumálum stórlega ýkt. Vinstri grænir hafa nú gert sitt til þess að aðild Íslands að ESB er opinber stefna ríkisstjórnar sem þeir eru þátttakendur í. Miðað við fyrri orð kemur þetta úr hörðustu átt. Vinstri grænir gera sig bera að tvískinnungi. Þeir segja í sama orðinu að þeir séu harðir andstæðingar aðildar en jafnframt taka þeir undir við fólk sem vill að sótt sé um aðild til þess að fá úr því skorið, „hvað sé í boði". Auk þess telja þeir að það „þjóni lýðræðinu" að fara í þess háttar könnunarviðræður. Látum það vera! En hingað til hafa Vinstri grænir staðið á því eins og aðrir andstæðingar aðildar, að Íslendingar geti vitað það fyrirfram, hvað í boði er, ekki síst hvað varðar pólitísk málefni, stjórnskipan og stjórnsýslu. Á því er enginn vafi að þjóðin væri að ganga í ríkjasamtök sem lúta yfirþjóðlegu valdi. Evrópusambandið hefur öll pólitísk og táknleg einkenni sambandsríkja (bandaríkja). Evrópusambandið er „federal" (upp á ensku), „föderativ" (upp á skandinavísku) og lýtur vitaskuld lögmálum þess háttar stjórnskipulags. Erlendis fer þetta ekki leynt, en á Íslandi er varla á þetta minnst. Aðildarsinnar hér á landi taka létt á þessu grundvallaratriði, þó út yfir taki ábyrgðarleysi þeirra sem halda því beinlínis fram að fullveldisafsal, svo víðtækt og almennt sem raun ber vitni, styrki stjórnfrelsi þjóðarinnar! Sú kenning er engin spakleg þverstæða, heldur blátt áfram fjarstæða! Fullveldi er hvorki söluvara né skiptimynt. Það er algilt, en ekki afstætt. Vinstri grænir verja með fyrirvörum, sem þó eru mestmegnis fyrirsláttur, stuðning sinn við tillöguflutning ríkisstjórnar um ESB-aðild. Samfylkingin beitti því bragði í fyrstu að telja Vinstri grænum trú um að þeir gætu staðið gegn þessu þingmáli en setið þó sem fastast í ríkisstjórn, því að varla mundi standa á framsóknarmönnum og Borgarahreyfingunni og e.t.v. þingmönnum úr Sjálfstæðisflokki að styðja slíka tillögu. Össur og Jóhanna sögðu ítrekað að tillaga um aðildarumsókn hefði meirihlutastuðning á þingi. Annað hefur komið í ljós. Framsóknarmenn höfnuðu henni þegar í stað, svo að það gladdi mitt gamla hjarta, og hafa tekið upp samstarf við Sjálfstæðisflokkinn um að fordæma efni tillögunnar og málsmeðferð ríkisstjórnarinnar frá rótum. Engar líkur eru til þess að tillaga ríkisstjórnarinnar um Evrópusambandsaðild verði samþykkt. Hún er fyrirfram dæmd. En í þessum ruglingslega málatilbúnaði Jóhönnu, Össurar og Steingríms stendur upp úr sem tímamótaviðburður tvískinnungur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Evrópumálum og fyrirsláttur forustumanna VG sér til afbötunar. Hvar eruð þið nú Ögmundur, Katrín og Atli? Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokks og félagi í Heimssýn.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun