Fleiri fréttir

Handaband um æðstu embættismenn Íslands?

Kristrún Heimisdóttir skrifar

Fram er komið opinberlega að Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra undirbúnings nýsköpunar- og atvinnuvegaráðuneytis, hyggst ekki auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra hins nýja ráðuneytis heldur semja um hana eins og RÚV greindi frá. Greinilega virðist ráðherranum þykja þetta sjálfsagt og fjölmiðlar á móti VG úr því þeir spyrja spurninga. En af hverju í veröldinni ættu persónulegir samningar um æðstu embætti Íslands að eiga rétt á sér?

Að vakna sjaldnar vegna Sagapro

Ingvi Hrafn Jónsson skrifar

Sennilega eru sjö ár frá þvi að vinur minn, Þráinn Þorvaldsson, stakk að mér tveimur glösum af pillum, sem dr. Sigmundur Guðbjarnarson, hafði sett saman úr ætihvönninni og kallaði Sagapro. Taktu eina eða tvær á dag. Gæti gert þér gott, sagði Þráinn og kvaddi.

Hvað kosta mannréttindi?

Guðjón Sigurðsson skrifar

Mannréttindi eru ómetanleg í peningum. Samt sem áður eru mannréttindi brotin á fötluðum og öldruðum alla daga á Íslandi. Það hefur þó tekist með baráttu einstaklinga frekar en samtaka að mjaka okkur í rétta átt. Eitt af stærri verkefnum sem unnið er að þessar vikurnar er að Notendastýrð Persónuleg Aðstoð (NPA) verði að veruleika á Íslandi. Allt að 30 árum á eftir öðrum löndum sem við berum okkur saman við. Til þess að koma þessu af stað hefur ríkið lagt okkur til 150 milljónir árlega í 2 ár.

Nasasalurinn fær ekki að standa, nema þú mótmælir

Helgi Þorláksson skrifar

30.júní sl. var í Fréttablaðinu fyrirsögnin „Nasa fær að standa áfram við Austurvöll“. Í undirfyrirsögn segir að samkvæmt vinningstillögu verði ekkert hús rifið. Þá var vísað í tillögu sem hlaut fyrstu verðlaun í „Samkeppni um uppbyggingu í miðborg Reykjavíkur“. Þetta er alrangt, hinn sögufrægi Nasasalur við Austurvöll fær ekki að standa og starfsemi sem fer fram í nýjum sal verður tengd hótelrekstri. Þeim sem vilja mótmæla niðurrifinu er bent á www.ekkihotel.is.

Hótel í Vatnsmýrina

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Flestir voru uppteknir við hátíðahöld vegna kínverska nýársins. Enginn tók eftir því þegar útsendarar kínversks verktakafyrirtækis laumuðust í leyfisleysi inn í einn merkilegasta forna húsagarð Pekingborgar í upphafi árs og rifu hljóðlega niður gamlar byggingarnar sem umluktu hann. Peking var eitt sinn fræg fyrir húsagarða sína. Undanfarin ár hafa þeir hins vegar flestir vikið fyrir blokkum og háhýsum. Margir gráta nú þennan óafturkræfa skaða.

Eistnaflug og aðdráttaraflið

Magnús Halldórsson skrifar

Ég fór ásamt fimm félögum á þungarokkshátíðina Eistnaflug á Neskaupstað um liðna helgi. Það var stórkostleg skemmtun. Við leigðum okkur gistingu á hlöðulofti á Skorrastað, fjórum kílómetrum fyrir utan bæinn, sem breytt hefur verið í skínandi aðstöðu fyrir ferðamenn. Uppábúin rúm, og allt til alls, en í boði eru hestaferðir fyrir ferðamenn sem ábúendur á Skorrastað sjá um. Við fórum reyndar ekki í hestaferðir, heldur héldum okkur við þungarokkið, ásamt því að reyna að veiða fisk í Norðfjarðará.

Harkaleg aðför að Snorra Óskarssyni í Betel

Ingvar Gíslason skrifar

Það situr e.t.v. ekki á mér öðrum einstaklingum fremur að ráðast í að verja málstað Snorra Óskarssonar grunnskólakennara á Akureyri, sem bæjaryfirvöld hafa sagt upp störfum vegna afstöðu hans til málefna samkynhneigðra. Þó get ég ekki orða bundist.

Að endimörkum hipstersins

Stígur Helgason skrifar

Ég las í DV um daginn að íslenski hipsterinn væri í andarslitrunum. Einmitt það, hugsaði ég og glotti, vitandi betur eftir heimsókn mína til Berlínar, bækistöðvar alls þess sem er hipp og kúl. Þar fann ég nefnilega sjálf endimörk hipstersins – og þau hafa enn ekki náð til Íslands.

Ef ekki tölvan þá eitthvað annað

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Netfíkn barna er sögð vaxandi vandamál. Þannig greindi Fréttablaðið frá því í byrjun vikunnar að stór hópur 14 til 18 ára drengja í meðferð á göngudeild barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL) glímdi við netfíkn. Í alvarlegustu tilvikum hefðu börn verið lögð inn á spítala vegna þess að þau væru beinlínis í lífshættu vegna þunglyndis og vanvirkni sem fylgdi því að geta ekki slitið sig frá tölvunni.

Björgum Ingólfstorgsumræðunni

Hjálmar Sveinsson skrifar

Þessa dagana er rætt af kappi um verðlaunatillögu að skipulagi á húsareitnum milli Ingólfstorgs og Kirkjustrætis. Það er von. Þetta er í kvosinni miðri, í næsta nágrenni við Alþingishúsið og rétt þar hjá sem landnámsskálinn fannst fyrir fáeinum árum.

Öfugur hatursáróður

Ólafur Egill Jónsson skrifar

Nokkuð er síðan að ný fjölmiðlalög nr. 38/2011 voru samþykkt. Flutningsmaður lagafrumvarpsins sem varð síðan að lögum var Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Tilurð frumvarpsins og hvata má að mestu rekja til tilskipunar frá Evrópuþinginu og ráðinu þ.e. tilskipun 2007/65/EB.

Umbætur í háskólamálum

Katrín Jakobsdóttir skrifar

Á undanförnum vikum hafa orðið þáttaskil í samskiptum stjórnvalda og háskólanna í landinu með gerð samninga við þá alla til fimm ára um fjárframlög til kennslu og rannsókna. Með samningunum er tekin upp ný aðferðafræði í þessum samskiptum og þar fjallað um þjónustu og verkefni háskólanna, tilgreind fræðasvið þeirra og stærð þeirra afmörkuð í fjölda nemenda og ársnema. Fjallað um réttindi og skyldur nemenda og ábyrgð skóla. Ítarlega er fjallað um framlög ríkisins og fjárhagsleg samskipti auk umfjöllunar um upplýsingagjöf, samskipti og eftirlit.

Seðlabanki Evrópu er sjálfstæð stofnun

Seðlabanki Evrópu er ekki "einkabanki“ samkvæmt almennri skilgreiningu á hugtakinu, það er bankinn er ekki viðskiptabanki í eigu einkaaðila. Seðlabanki Evrópu er ein af stofnunum Evrópusambandsins og eru seðlabankar aðildarríkja Evrópusambandsins eigendur alls hlutafjár bankans. Bankinn er þungamiðja seðlabankakerfis Evrópu (e. European System of Central Banks, ESCB) sem er vettvangur samstarfs seðlabanka aðildarríkja ESB til að viðhalda fjármálastöðugleika í Evrópusambandinu.

Ósnortin landsvæði ein mestu verðmæti sem við eigum

Kristín Linda Árnadóttir skrifar

Í könnun sem gerð var fyrir Ferðamálastofu sögðu um 62% svarenda að náttúran og landið hefði verið kveikjan að þeirri hugmynd að heimsækja Ísland. Um 80% sögðu að náttúran hefði haft áhrif á þá ákvörðun að heimsækja landið.

Til hamingju með undirritun Evrópska landslagssamningsins

Auður Sveinsdóttir skrifar

Fyrir tilstilli Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra varð Ísland 40. Evrópuþjóðin af 47 til að undirrita Evrópska landslagssamninginn (The European Landscape Convention) þann 29. júní síðastliðinn. Henni tókst það sem fjórum forverum hennar lánaðist ekki á þeim tólf árum frá því samningurinn var samþykktur í Flórens 20. október árið 2000.

Forsetaræði

Róbert Trausti Árnason skrifar

Á Kópavogsfundi árið 1662 eða fyrir réttum og sléttum þrjú hundruð og fimmtíu árum fengu Íslendingar svolítið að kynnast kenningum um vald eins manns sem þægi vald sitt beint frá Drottni allsherjar og væri því ekki ábyrgur gagnvart neinum öðrum. Ég rifja upp Kópavogsfundinn vegna þess að ég dreg stórlega í efa réttmæti staðhæfinga merkisbera nýrra sjónarmiða í íslenskum stjórnmálum um að forseti Íslands þiggi milliliðalaust forsetaræðið frá þeim minnihluta atkvæðisbærra manna á kjörskrá sem kusu hann þann 30. júní sl.

Kæra dóttir

Erla Hlynsdóttir skrifar

Sagan sem ég ætla alltaf að segja dóttur minni þegar hún verður eldri, fékk skyndilega enn betri endi. Ég var vart orðin ólétt af henni þegar ég fékk fregnir af því að eigandi strippstaðarins Strawberries við Lækjargötu hefði stefnt mér fyrir meiðyrði. Hann stefndi mér, og bara mér, vegna ummæla sem ég hafði orðrétt eftir viðmælanda mínum. Ummælin sem ég var dæmd fyrir voru (samkvæmt Héraðsdómi Reykjavíkur): "Hann [stefnandi] er búinn að bera orðróm út um allan bæ um að það komi enginn með stæla inn á Strawberries því hann sé þar með litháísku mafíuna og að ég hafi bara verið tekinn og laminn þarna inni.“ Þá var ég líka dæmd fyrir að skrifa millifyrirsögnina "Orðrómur um mafíuna“.

Hvar eru talsmenn neytenda?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Íslenzk stjórnvöld hafa engan vilja sýnt til að hrófla við núverandi landbúnaðarkerfi, þótt það sé eitt það dýrasta í heimi, eða nýta tækifæri sem alþjóðlegir samningar gefa til að auka samkeppni í viðskiptum með búvörur. Ekki er hægt að sjá neinn mun á viljaleysinu á milli þeirra stjórnmálaflokka sem setið hafa á þingi undanfarin ár.

Getur forseti vikið ráðherra frá?

Skúli Magnússon skrifar

Í grein í Fréttablaðinu 12. júlí sl. fjallar Ágúst Geir Ágústsson á áhugaverðan hátt um valdheimildir forseta Íslands og áréttar að lausn og skipun ráðherra sé stjórnarathöfn sem forseti geti ekki framkvæmt án atbeina ráðherra sem ber ábyrgð á ákvörðun (13., 15. og 19. gr. stjskr.). Þetta er hárrétt og raunar kjarninn í grein minni frá 7. júní sl. sem Ágúst vísar til. Í grein Ágústs mætti hins vegar koma skýrar fram að þegar um er að ræða skipun nýs forsætisráðherra er það forsætisráðherraefni sem meðundirritar skipunarbréf sjálfs sín og ber ábyrgð á ákvörðun, en ekki fráfarandi forsætisráðherra. Út frá því hefur því verið gengið að nýr forsætisráðherra verði skipaður (og þar með ný ríkisstjórn) án atbeina, og jafnvel gegn vilja, fráfarandi forsætisráðherra. Hitt er svo annað mál hvort og hvaða ábyrgð hinn nýi forsætisráðherra og ríkisstjórn hans kann að baka sér með þessum athöfnum, sbr. einkum lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963. Það mál er hins vegar flókið og að verulegu leyti háð þeim aðstæðum sem uppi eru hverju sinni.

Atvinnuleysi á hraðri niðurleið

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Einhver ánægjulegustu tíðindi síðustu vikna eru nýbirtar tölur um atvinnuleysi. Skráð atvinnuleysi samkvæmt gögnum Vinnumálastofnunar mældist 4,8% í nýliðnum júnímánuði og hefur lækkað hratt undanfarna mánuði.

Gagnsærri stjórnsýsla með opnari stefnumótun

Pétur Berg Matthíasson skrifar

Stjórnsýslan hefur verið gagnrýnd í kjölfar efnahagshrunsins. Fram hefur komið í opinberum skýrslum að skort hafi frumkvæði, ábyrgð, gagnsæi og fleira sem teljast verður lykileinkenni góðra stjórnhátta. Nefnd um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands (stjórnarráðslaganefnd) gaf út skýrsluna Samhent stjórnsýsla í desember 2010. Nefndin setti bæði fram ítarlegar tillögur að breytingum á lögum um Stjórnarráð Íslands og almennar tillögur er snúa að stjórnarháttum stjórnsýslunnar.

Sumarið er tíminn

Teitur Guðmundsson skrifar

Þegar grasið verður grænt, og ofnæmið þitt verður, óþolandi, ójá! Bubbi vonandi fyrirgefur mér að ég sé að breyta texta hans við frábært lag þessa meistara í íslenskri tónlistarsögu, en þetta á bara svo ansi vel við! Það er ljóst að við sem erum svo óheppin að vera með ofnæmi höfum heldur betur fundið fyrir því að sumarið er komið í allri sinni frjókornadýrð. Ekki hefur bætt úr skák að veðurblíðan og lítil rigning hefur viðhaldið háu frjókornamagni í loftinu auk þess sem annar frábær listamaður og núverandi borgarstjóri hefur lagt rækt við óræktina og forðast slátt þetta sumarið.

Skuggaleg áform

Sverrir Björnsson skrifar

Það er dimmt yfir miðbæ Reykjavíkur því verðmæt lífsgæði borgarbúa eru í hættu.

Kæri Sigurður Líndal

Freyja Haraldsdóttir skrifar

Þann 8. nóvember 2010 skrifaði ég pistil á Pressuna undir yfirskriftinni Frekjan! Í fullri hreinskilni var pistillinn tileinkaður fólki sem virðist með orðum sínum og gjörðum hugsa eins og þú. Mér fannst fyrirsögnin afar viðeigandi þar sem ég upplifði, og geri enn í dag, að ef fatlað fólk ber virðingu fyrir sjálfu sér og gerir kröfur um að búa við grundvallar mannréttindi er það oft álitið ósanngjarnt, óþolinmótt, tilætlunarsamt, kröfuhart og síðast ekki síst frekt.

Samninga á að virða

Andrés Magnússon og Margrét Kristmannsdóttir skrifar

Undanfarin ár hafa SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu látið sig mjög varða framkvæmd stjórnvalda á þeim alþjóðasamningum sem gerðir hafa verið um viðskipti með landbúnaðarvörur. Eins og ítrekað hefur komið fram hafa samtökin verið mjög gagnrýnin á framkvæmd þessara samninga. Að mati þeirra hefur framkvæmdin öll einkennst af algjöru viljaleysi stjórnvalda til þess að hrófla við núverandi landbúnaðarkerfi – sem er eitt það dýrasta í heimi – og nýta þau tækifæri sem samningar þessir gefa til þess að auka samkeppni í viðskiptum með landbúnaðarvörur.

Tjáningar- og upplýsingafrelsi styrkt

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fréttablaðið sagði frá því á laugardag að stýrihópur á vegum mennta- og menningarmálaráðherra hefði nú til skoðunar hvernig breyta þyrfti lögum til að styrkja betur tjáningar- og upplýsingafrelsi á Íslandi. Þetta er þarft verkefni, en hópurinn var settur á fót í framhaldi af því að Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu Birgittu Jónsdóttur og fleiri þingmanna um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis.

Vorið sem breyttist í vetur

Kristín Ástgeirsdóttir skrifar

Arabíska vorið var án blóma fyrir konur og það er að breytast í vetur,? sagði Mouna Ghanem frá Sýrlandi. Þessi orð lét hún falla á ráðstefnu sem undirrituð sótti í Vilníus fyrir skömmu á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og utanríkisráðuneytis Litháens. Ráðstefnan snérist um kyn, menntun og lýðræði en konurnar frá Arabalöndunum vöktu eðlilega mesta athygli, einkum þær frá Sýrlandi og Túnis en báðar eru í andstöðu við stjórnvöld.

Lífríki hafsins – Stöndum vörð um fjöreggið

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Hafið umhverfis Íslands er óvenjuauðugt af lífi. Kaldir og hlýir straumar mætast og róta næringarefnum úr hafdjúpunum upp á yfirborðið, þar sem þörungagróður blómstrar. Grugg úr jökulám er frekari áburður fyrir þörungasvifið, sem er undirstaða einhverra auðugustu fiskimiða í heimi.

Þegar rannsókn spillist

Páll Rúnar M. Kristjánsson skrifar

Nýverið bárust fregnir af því að rannsakendur í tilteknu sakamáli hefðu þegið fé fyrir rannsókn málsins frá ótengdum aðila. Embætti sérstaks saksóknara, sem hafði málið með höndum, kærði athæfi þetta til ríkislögreglustjóra. Hér á eftir verður ekki fjallað sérstaklega um afdrif þessa tiltekna máls þó það sé tekið til skoðunar í dæmaskyni. Öðru fremur er tilgangur þessara stuttu skrifa að velta upp þeirri spurningu hvort atvik af þessu tagi spilli rannsókn sakamála.

Pawel Bartoszek svarað

Ögmundur Jónasson skrifar

Nokkuð er um liðið síðan Pawel Bartoszek beindi til mín spurningum sem snúa að fjárhættuspilum og þá sérstaklega á Netinu.

Reyndar hetjur snúi aftur

Ingimar Einarsson skrifar

Það hefur vakið furðu margra hversu lítið traust almenningur ber til ýmissa lykilstofnana þjóðfélagsins. Einungis 10% landsmanna bera mikið traust til Alþingis og litlu ofar á skalanum er Borgarstjórn Reykjavíkur sem nýtur trausts 15% íbúa. Til samanburðar má heilbrigðisþjónustan bærilega vel við una, því 73% eru ánægðir með hana og kemur hún fast á hæla Háskóla Íslands. Nú kynnu margir að halda að sú endurnýjun sem átti sér stað á fulltrúum á Alþingi og í

Taktu Kúlusúkk á þetta

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Ég þekki einn Madrídarbúa sem veit fátt skemmtilegra en að villa um fyrir bresku ferðafólki. Ég hef aldrei séð hann jafn hamingjusaman og þegar hann var nýbúinn að senda ferðamenn sem voru að leita að Pradosafninu í lest til Chinchon sem er krummaskuð utan við borgina.

Ofan af stallinum

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Einu sinni þótti í hæsta máta óviðeigandi að gagnrýna orð og gerðir forseta Íslands á opinberum vettvangi. En það var þegar þeir sem forsetaembættinu gegndu lögðu áherzlu á að skapa samstöðu frekar en klofning meðal þjóðarinnar og forðuðust að taka afstöðu til pólitískra deilumála.

Vonandi skemmtið' ykkur vel

Atli Fannar Bjarkason skrifar

Á Bestu útihátíðinni, sem fór fram á Gaddstaðaflötum á dögunum, var tilkynnt um eina nauðgun. Í tilkynningu frá lögreglunni kom fram að hátíðin hefði gengið vel fyrir sig að mestu, þrátt fyrir nauðgunina, líkamsárás, dóp og slys. Slíkar tilkynningar eru umdeildar og baráttukonan Hildur Lilliendahl skrifaði opið bréf til lögreglunnar á Hvolsvelli þar sem hún gagnrýndi meðal annars þetta orðalag og bætti við að hátíðin hafi verið "fullkomlega misheppnuð og skammarleg“.

Eintal um Evrópu

Þorsteinn Pálsson skrifar

Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu hafa réttilega bent á að umræðan um aðildarumsóknina hefur um nokkra hríð verið eintal þeirra sjálfra. Þeir eyða miklu púðri í sleggjudóma gegn því sem enginn berst fyrir.

Heiðari Má svarað

Bjarni Geir Einarsson og Jósef Sigurðsson skrifar

Nokkur umræða hefur skapast um þróun lífskjara á Íslandi í kjölfar viðtals við Heiðar Má Guðjónsson þar sem hann beinir ljósinu annarsvegar að launaþróun og hinsvegar að verðmætasköpun í hagkerfinu. Fjallað var um aðferðafræði við samanburð á launaþróun í grein okkar sem birtist í Morgunblaðinu í dag (13.7.2012). Hvað umfjöllun og samanburð á lífskjörum og verðmætasköpun eru nokkur atriði til viðbótar sem vert er benda á.

Reykjavíkurflugvöllur og almennur lýðræðislegur vilji

Undir fyrirsögninni Frá degi til dags á leiðarsíðu Fréttablaðsins fimmtudaginn 12. júlí veltir Kolbeinn Proppé fréttamaður vöngum yfir, annars vegar meintri lýðræðisást minni og hins vegar staðhæfingum um að flugvöllurinn verði ekki fluttur úr Vatnsmýrinni í Reykjavík án samráðs við ríkið, sem eigi hluta landsins undir vellinum. Kolbeinn minnir mig á að atkvæðagreiðsla hafi farið fram á sínum tíma og niðurstaðan orðið sú að meirihluti hafi viljað völlinn burt.

Enginn ostahundur

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Nýjar reglur tóku gildi í maí síðastliðnum, sem heimila ferðamönnum að hafa með sér til landsins allt að einu kílói af osti, sem er búinn til úr ógerilsneyddri mjólk. Þetta er góð breyting, sem stuðlar meðal annars að því að draga úr hinni þjóðernissósíalísku stemningu í tollinum, þar sem tollverðir hafa til þessa gramsað í farangri fólks í leit að hættulegum erlendum landbúnaðarafurðum, auk vopna og fíkniefna. En áformin um að þjálfa ostahundinn verður að leggja á hilluna.

Forðið höfuðborgarsvæðinu frá frekari húsbyggingum undir fölsku flaggi!

Arna Mathiesen skrifar

By building sustainable towns and cities, you will build global sustainability,“ sagði aðalritari Sameinuðu þjóðanna í lok Ríóráðstefnunnar á dögunum. Þetta eru bara draumar svo lengi sem ríkisvaldið þrýstir allri ábyrgð á sjálfbærni niður á borgirnar sem vilja bara vaxa í samkeppni hver við aðra og ýta vandræðum sem af því hlýst niður á þegnana. Þess ber höfuðborgarsvæði Íslands glöggt vitni.

Made in Iceland

Handverkskonur í Þingeyjarsýslum mótmæltu því, með orðum á borð við „að svívirða“ og „siðlaust“, að sumir íslenskir fataframleiðendur fjöldaframleiddu „íslenskar“ lopapeysur erlendis. Auðvitað má hafa samúð með afstöðu þeirra, en sú samúð má ekki bera skynsemina ofurliði. Enginn byggir upp iðnað með þjóðernishyggju og ást á óhagkvæmni að leiðarljósi.

Við, síbrotamenn

Jón Trausti Reynisson skrifar

Lögmaðurinn Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson birti grein í Fréttablaðinu 22. ágúst 2009 þar sem hann kallaði mig og þáverandi samstarfsmenn mína hjá útgáfufélaginu Birtíngi "síbrotamenn“. Vilhjálmur hafði fyrir og eftir þann tíma sérhæft sig í því að fá blaðamenn dæmda til að borga miskabætur til þeirra sem höfðu staðið í vafasömum rekstri eða deilumálum, og verið fjallað um í fjölmiðlum, eða bloggað um, eða skrifuð ummæli við fréttir um.

Sjá næstu 50 greinar