Við, síbrotamenn Jón Trausti Reynisson skrifar 13. júlí 2012 06:00 Lögmaðurinn Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson birti grein í Fréttablaðinu 22. ágúst 2009 þar sem hann kallaði mig og þáverandi samstarfsmenn mína hjá útgáfufélaginu Birtíngi „síbrotamenn". Vilhjálmur hafði fyrir og eftir þann tíma sérhæft sig í því að fá blaðamenn dæmda til að borga miskabætur til þeirra sem höfðu staðið í vafasömum rekstri eða deilumálum, og verið fjallað um í fjölmiðlum, eða bloggað um, eða skrifuð ummæli við fréttir um. Staðreyndin er að nokkrir blaðamenn hjá útgáfufélaginu höfðu verið dæmdir til að borga mönnum miskabætur, sem samsvöruðu því að við hefðum nauðgað þeim. Ég segi það vegna þess að fórnarlömb nauðgana höfðu verið að fá lægri miskabætur frá nauðgurum sínum. Árið 2007 voru sjónvarpsstjóra dæmdar 1,5 milljónir í miskabætur. Nokkru áður hafði fórnarlamb hrottafenginnar nauðgunar fengið sömu upphæð í miskabætur. Nauðgarinn notaði kjötöxi og búrhníf til að ógna konunni og halda henni fanginni klukkustundum saman. Hann reyndi líka nokkrum sinnum að kæfa hana með kodda. En sjónvarpsstjórinn hafði orðið fyrir því að mynd birtist af honum við fyrirsögn fjölmiðlapistils Fréttablaðsins, „geðþekkur geðsjúklingur", sem fjallaði um brjálæðislega en geðþekka sjónvarpsdagskrá Skjás eins. Fórnarlamb hópnauðgunar fékk nokkru áður lægri miskabætur en sjónvarpsstjórinn, eða 1,1 milljón. Þrettán ára stúlka fékk bara 500 þúsund í bætur frá þeim sem misnotaði hana kynferðislega. En það sem við gerðum til að verðskulda opinberlega stimpilinn „síbrotamenn" var að fjalla um tengsl nektardansstaða við mansalsstarfsemi. Þetta snerist ekki bara um lögin, eða túlkun dómstóla, heldur samfélagið allt. Greinin „Stúlkurnar á Goldfinger" í tímaritinu Ísafold 2007 hafði fyrst þær skyndilegu afleiðingar að eigandi næststærstu verslunarkeðju landsins ákvað að banna sölu tímaritsins í öllum sínum verslunum. Þetta var ekki viðskiptaleg ákvörðun, því tímaritið var meðal þeirra mest seldu í verslununum. Eigandinn, Jón Helgi Guðmundsson, er hins vegar gegnheill Kópavogsbúi, góður vinur bæjarstjórans, og svaraði því til að við hefðum ekki átt að birta þessa grein. Eftir margra mánaða umleitanir við Kaupás um að leyfa aftur sölu á tímaritinu ákvað útgáfufélagið Birtíngur að leggja tímaritið niður, því það þýddi lítið að gefa út metnaðarfullt tímarit á landsvísu ef þriðjungur af sölustöðunum bannaði sölu þess. Þetta árið virtust flestir sammála því að hann ætti þetta og mætti þetta. En við áttum ekki rétt á því að segja frá. Aðalmálið varð ekki það sem sagt var frá, heldur hvort segja mætti frá því. Síðan tók við tveggja ára barátta fyrir dómstólum sem endaði með þeirri niðurstöðu að yfirvöld veittu okkur refsingu. Einhvern veginn sætti maður sig við að heimili manns og allar eigur væru í uppnámi vegna þess að dómararnir töldu að maður hefði sagt of mikið. Maður sætti sig líka við að vera á svörtum lista hjá fjármálastofnunum vegna fjárnáms Ásgeirs Þórs Davíðssonar á Goldfinger. Niðurstaða dómstóla var að eigur okkar ættu að færast yfir til þeirra sem við fjölluðum um, vegna þess að við hefðum brotið hegningarlögin gegn þeim. Jafnvel þótt dómurinn, sem skyldaði mig og blaðamanninn Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur til að borga Geira á Goldfinger meira en milljón, hefði í grunninn byggt á því að við notuðum alþjóðlega skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna á mansali, eins og kom fram í greininni, en ekki skilgreininguna í íslenskri orðabók, sem er einfaldlega „þrælasala". Auðvitað voru nektardansmeyjarnar frá Austur-Evrópu, sem unnu á Goldfinger, ekki fluttar til landsins með þrælaskipi, eins og fórnarlömb mansals sem unnu á bómullarökrum fyrir ameríska borgarastríðið frá 1861 til 1865. En maður sætti sig við þetta allt, því ef maður getur ekki sætt sig við niðurstöðu Hæstaréttar lands síns er maður orðinn ófær um að vera borgari þess lands. Fleiri harðir hegningarlagadómar yfir blaðamönnum fylgdu næstu árin. Við urðum að undirgangast að vera síbrotamenn í augum íslenskra yfirvalda, eins og menn sem stela, skemma, berja og nauðga aftur og aftur. Fyrr í vikunni dæmdi Mannréttindadómstóll Evrópu íslenska ríkið til að borga tveimur blaðakonum, Erlu Hlynsdóttur og Björk Eiðsdóttur, samtals tíu milljónir króna í bætur vegna þess að íslenskir dómstólar brutu á þeim. Þeir dæmdu blaðakonurnar til refsinga fyrir að skrifa um nektardansstaði á Íslandi. Eitt grundvallaratriðið í dómi Mannréttindadómstólsins var að í lýðræðisríki verði að vera rúmt svigrúm til að fjalla um umdeild þjóðfélagsmál og að íslenska ríkið hefði ekki náð að rökstyðja hvers vegna grundvallarmannréttindi voru höfð af blaðamönnunum og hvers vegna hagsmunir almennings af því að fá upplýsingar hefðu ekki verið í fyrsta sæti. Ef blaðamenn þurfa að leggja fjárhag fjölskyldunnar að veði til að segja sannleikann í umdeildum málum eru þeir líklegri til að segja bara þann sannleika sem skiptir engu máli, eða segja bara sannleika þeirra sem hafa mest völd í samfélaginu. Allir reyna að vernda fjölskylduna sína fyrir áföllum. Ef blaðamenn eru dæmdir eins og síbrotamenn fyrir að sinna skyldum sínum er skaðinn miklu meiri en fólk getur vitað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Lögmaðurinn Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson birti grein í Fréttablaðinu 22. ágúst 2009 þar sem hann kallaði mig og þáverandi samstarfsmenn mína hjá útgáfufélaginu Birtíngi „síbrotamenn". Vilhjálmur hafði fyrir og eftir þann tíma sérhæft sig í því að fá blaðamenn dæmda til að borga miskabætur til þeirra sem höfðu staðið í vafasömum rekstri eða deilumálum, og verið fjallað um í fjölmiðlum, eða bloggað um, eða skrifuð ummæli við fréttir um. Staðreyndin er að nokkrir blaðamenn hjá útgáfufélaginu höfðu verið dæmdir til að borga mönnum miskabætur, sem samsvöruðu því að við hefðum nauðgað þeim. Ég segi það vegna þess að fórnarlömb nauðgana höfðu verið að fá lægri miskabætur frá nauðgurum sínum. Árið 2007 voru sjónvarpsstjóra dæmdar 1,5 milljónir í miskabætur. Nokkru áður hafði fórnarlamb hrottafenginnar nauðgunar fengið sömu upphæð í miskabætur. Nauðgarinn notaði kjötöxi og búrhníf til að ógna konunni og halda henni fanginni klukkustundum saman. Hann reyndi líka nokkrum sinnum að kæfa hana með kodda. En sjónvarpsstjórinn hafði orðið fyrir því að mynd birtist af honum við fyrirsögn fjölmiðlapistils Fréttablaðsins, „geðþekkur geðsjúklingur", sem fjallaði um brjálæðislega en geðþekka sjónvarpsdagskrá Skjás eins. Fórnarlamb hópnauðgunar fékk nokkru áður lægri miskabætur en sjónvarpsstjórinn, eða 1,1 milljón. Þrettán ára stúlka fékk bara 500 þúsund í bætur frá þeim sem misnotaði hana kynferðislega. En það sem við gerðum til að verðskulda opinberlega stimpilinn „síbrotamenn" var að fjalla um tengsl nektardansstaða við mansalsstarfsemi. Þetta snerist ekki bara um lögin, eða túlkun dómstóla, heldur samfélagið allt. Greinin „Stúlkurnar á Goldfinger" í tímaritinu Ísafold 2007 hafði fyrst þær skyndilegu afleiðingar að eigandi næststærstu verslunarkeðju landsins ákvað að banna sölu tímaritsins í öllum sínum verslunum. Þetta var ekki viðskiptaleg ákvörðun, því tímaritið var meðal þeirra mest seldu í verslununum. Eigandinn, Jón Helgi Guðmundsson, er hins vegar gegnheill Kópavogsbúi, góður vinur bæjarstjórans, og svaraði því til að við hefðum ekki átt að birta þessa grein. Eftir margra mánaða umleitanir við Kaupás um að leyfa aftur sölu á tímaritinu ákvað útgáfufélagið Birtíngur að leggja tímaritið niður, því það þýddi lítið að gefa út metnaðarfullt tímarit á landsvísu ef þriðjungur af sölustöðunum bannaði sölu þess. Þetta árið virtust flestir sammála því að hann ætti þetta og mætti þetta. En við áttum ekki rétt á því að segja frá. Aðalmálið varð ekki það sem sagt var frá, heldur hvort segja mætti frá því. Síðan tók við tveggja ára barátta fyrir dómstólum sem endaði með þeirri niðurstöðu að yfirvöld veittu okkur refsingu. Einhvern veginn sætti maður sig við að heimili manns og allar eigur væru í uppnámi vegna þess að dómararnir töldu að maður hefði sagt of mikið. Maður sætti sig líka við að vera á svörtum lista hjá fjármálastofnunum vegna fjárnáms Ásgeirs Þórs Davíðssonar á Goldfinger. Niðurstaða dómstóla var að eigur okkar ættu að færast yfir til þeirra sem við fjölluðum um, vegna þess að við hefðum brotið hegningarlögin gegn þeim. Jafnvel þótt dómurinn, sem skyldaði mig og blaðamanninn Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur til að borga Geira á Goldfinger meira en milljón, hefði í grunninn byggt á því að við notuðum alþjóðlega skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna á mansali, eins og kom fram í greininni, en ekki skilgreininguna í íslenskri orðabók, sem er einfaldlega „þrælasala". Auðvitað voru nektardansmeyjarnar frá Austur-Evrópu, sem unnu á Goldfinger, ekki fluttar til landsins með þrælaskipi, eins og fórnarlömb mansals sem unnu á bómullarökrum fyrir ameríska borgarastríðið frá 1861 til 1865. En maður sætti sig við þetta allt, því ef maður getur ekki sætt sig við niðurstöðu Hæstaréttar lands síns er maður orðinn ófær um að vera borgari þess lands. Fleiri harðir hegningarlagadómar yfir blaðamönnum fylgdu næstu árin. Við urðum að undirgangast að vera síbrotamenn í augum íslenskra yfirvalda, eins og menn sem stela, skemma, berja og nauðga aftur og aftur. Fyrr í vikunni dæmdi Mannréttindadómstóll Evrópu íslenska ríkið til að borga tveimur blaðakonum, Erlu Hlynsdóttur og Björk Eiðsdóttur, samtals tíu milljónir króna í bætur vegna þess að íslenskir dómstólar brutu á þeim. Þeir dæmdu blaðakonurnar til refsinga fyrir að skrifa um nektardansstaði á Íslandi. Eitt grundvallaratriðið í dómi Mannréttindadómstólsins var að í lýðræðisríki verði að vera rúmt svigrúm til að fjalla um umdeild þjóðfélagsmál og að íslenska ríkið hefði ekki náð að rökstyðja hvers vegna grundvallarmannréttindi voru höfð af blaðamönnunum og hvers vegna hagsmunir almennings af því að fá upplýsingar hefðu ekki verið í fyrsta sæti. Ef blaðamenn þurfa að leggja fjárhag fjölskyldunnar að veði til að segja sannleikann í umdeildum málum eru þeir líklegri til að segja bara þann sannleika sem skiptir engu máli, eða segja bara sannleika þeirra sem hafa mest völd í samfélaginu. Allir reyna að vernda fjölskylduna sína fyrir áföllum. Ef blaðamenn eru dæmdir eins og síbrotamenn fyrir að sinna skyldum sínum er skaðinn miklu meiri en fólk getur vitað.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar