Getur forseti vikið ráðherra frá? Skúli Magnússon skrifar 17. júlí 2012 06:00 Í grein í Fréttablaðinu 12. júlí sl. fjallar Ágúst Geir Ágústsson á áhugaverðan hátt um valdheimildir forseta Íslands og áréttar að lausn og skipun ráðherra sé stjórnarathöfn sem forseti geti ekki framkvæmt án atbeina ráðherra sem ber ábyrgð á ákvörðun (13., 15. og 19. gr. stjskr.). Þetta er hárrétt og raunar kjarninn í grein minni frá 7. júní sl. sem Ágúst vísar til. Í grein Ágústs mætti hins vegar koma skýrar fram að þegar um er að ræða skipun nýs forsætisráðherra er það forsætisráðherraefni sem meðundirritar skipunarbréf sjálfs sín og ber ábyrgð á ákvörðun, en ekki fráfarandi forsætisráðherra. Út frá því hefur því verið gengið að nýr forsætisráðherra verði skipaður (og þar með ný ríkisstjórn) án atbeina, og jafnvel gegn vilja, fráfarandi forsætisráðherra. Hitt er svo annað mál hvort og hvaða ábyrgð hinn nýi forsætisráðherra og ríkisstjórn hans kann að baka sér með þessum athöfnum, sbr. einkum lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963. Það mál er hins vegar flókið og að verulegu leyti háð þeim aðstæðum sem uppi eru hverju sinni. Ágúst fullyrðir að það leiði af „eðli máls auk þess sem fyrir því sé skýr stjórnskipunarvenja“ að nýr forsætisráðherra verði ekki skipaður nema sá sem fyrir situr hafi áður beðist lausnar frá því embætti. Samkvæmt þessu ætti það væntanlega að leiða til ógildis skipunar nýs forsætisráðherra ef fráfarandi forsætisráðherra hefur ekki áður beðist lausnar. Þetta jafngildir hins vegar því að nýr forsætisráðherra verði ekki skipaður án samþykkis sitjandi ráðherra. Vandamálið við þennan rökstuðning er að einmitt gagnstæð regla hefur gilt að íslenskum rétti og þá með þeim rökum að það gangi ekki upp að fela (fráfarandi) forsætisráðherra sjálfdæmi um það hvort nýr ráðherra verði skipaður. Ágúst gerir raunar þann mikilvæga fyrirvara við framangreinda fullyrðingu sína að neyðarréttarsjónarmið kunni að réttlæta skipun nýs forsætisráðherra gegn vilja þess sem situr. Ég sé ekki betur en að þessi fyrirvari byggi einmitt á þessum grundvelli, þ.e. meginreglunni um að nýr forsætisráðherra verði skipaður með gildum hætti án atbeina og án tillits til vilja sitjandi ráðherra. Kjarni málsins er sá að stjórnskipulegar skyldur forseta og ráðherra, t.a.m. á grundvelli þingræðisreglunnar, falla ekki saman við formlegar stjórnskipulegar heimildir þeirra. Forseti getur þannig með stjórnskipulega gildum hætti skipað nýjan forsætisráðherra og vikið frá þeim sem fyrir er án þess að til þurfi að koma lausnarbeiðni eða annar atbeini sitjandi ráðherra. Hvort og þá hvaða afleiðingar slík ákvörðun kann að hafa, t.d. hvort ráðherra verði látinn sæta refsiábyrgð fyrir Landsdómi, er einfaldlega annað mál sem ekki hefur áhrif á gildi ákvörðunar eða annarra ákvarðana sem teknar eru á grundvelli hennar. Þetta held ég að hafi verið það atriði sem Svanur Kristjánsson setti fram með nokkuð snaggaralegum hætti í útvarpsþætti fyrir nokkru og Ágúst vísar til. Andstætt ráðherrum sætir Forseti Íslands ekki lagalegri ábyrgð á stjórnarathöfnum (11. gr. stjskr.). Á hinn bóginn getur þingið krafist frávikningar forseta með þjóðaratkvæðagreiðslu með samþykkt 3/4 hluta þingmanna sem hefur jafnframt þau áhrif að forseta er vikið frá um stundarsakir (3. mgr. 11. gr. stjskr.). Þar til að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram færu handhafar forsetavalds með forsetavald, þ.e.a.s forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar ásamt hugsanlega forsætisráðherra! Það sem hér skiptir máli er að þingið getur virkjað pólitíska ábyrgð forsetans gagnvart þjóðinni umsvifalaust. Það er þannig alls ekki svo að þingið hafi engin spil á hendi gagnvart forseta sem það telur misbeita valdi sínu. Þó ég sé þeirrar skoðunar að hér megi auka við og styrkja heimildir þingsins er engu að síður mikilvægt að halda þessu atriði til haga við umræðu um gildandi stjórnskipun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu 12. júlí sl. fjallar Ágúst Geir Ágústsson á áhugaverðan hátt um valdheimildir forseta Íslands og áréttar að lausn og skipun ráðherra sé stjórnarathöfn sem forseti geti ekki framkvæmt án atbeina ráðherra sem ber ábyrgð á ákvörðun (13., 15. og 19. gr. stjskr.). Þetta er hárrétt og raunar kjarninn í grein minni frá 7. júní sl. sem Ágúst vísar til. Í grein Ágústs mætti hins vegar koma skýrar fram að þegar um er að ræða skipun nýs forsætisráðherra er það forsætisráðherraefni sem meðundirritar skipunarbréf sjálfs sín og ber ábyrgð á ákvörðun, en ekki fráfarandi forsætisráðherra. Út frá því hefur því verið gengið að nýr forsætisráðherra verði skipaður (og þar með ný ríkisstjórn) án atbeina, og jafnvel gegn vilja, fráfarandi forsætisráðherra. Hitt er svo annað mál hvort og hvaða ábyrgð hinn nýi forsætisráðherra og ríkisstjórn hans kann að baka sér með þessum athöfnum, sbr. einkum lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963. Það mál er hins vegar flókið og að verulegu leyti háð þeim aðstæðum sem uppi eru hverju sinni. Ágúst fullyrðir að það leiði af „eðli máls auk þess sem fyrir því sé skýr stjórnskipunarvenja“ að nýr forsætisráðherra verði ekki skipaður nema sá sem fyrir situr hafi áður beðist lausnar frá því embætti. Samkvæmt þessu ætti það væntanlega að leiða til ógildis skipunar nýs forsætisráðherra ef fráfarandi forsætisráðherra hefur ekki áður beðist lausnar. Þetta jafngildir hins vegar því að nýr forsætisráðherra verði ekki skipaður án samþykkis sitjandi ráðherra. Vandamálið við þennan rökstuðning er að einmitt gagnstæð regla hefur gilt að íslenskum rétti og þá með þeim rökum að það gangi ekki upp að fela (fráfarandi) forsætisráðherra sjálfdæmi um það hvort nýr ráðherra verði skipaður. Ágúst gerir raunar þann mikilvæga fyrirvara við framangreinda fullyrðingu sína að neyðarréttarsjónarmið kunni að réttlæta skipun nýs forsætisráðherra gegn vilja þess sem situr. Ég sé ekki betur en að þessi fyrirvari byggi einmitt á þessum grundvelli, þ.e. meginreglunni um að nýr forsætisráðherra verði skipaður með gildum hætti án atbeina og án tillits til vilja sitjandi ráðherra. Kjarni málsins er sá að stjórnskipulegar skyldur forseta og ráðherra, t.a.m. á grundvelli þingræðisreglunnar, falla ekki saman við formlegar stjórnskipulegar heimildir þeirra. Forseti getur þannig með stjórnskipulega gildum hætti skipað nýjan forsætisráðherra og vikið frá þeim sem fyrir er án þess að til þurfi að koma lausnarbeiðni eða annar atbeini sitjandi ráðherra. Hvort og þá hvaða afleiðingar slík ákvörðun kann að hafa, t.d. hvort ráðherra verði látinn sæta refsiábyrgð fyrir Landsdómi, er einfaldlega annað mál sem ekki hefur áhrif á gildi ákvörðunar eða annarra ákvarðana sem teknar eru á grundvelli hennar. Þetta held ég að hafi verið það atriði sem Svanur Kristjánsson setti fram með nokkuð snaggaralegum hætti í útvarpsþætti fyrir nokkru og Ágúst vísar til. Andstætt ráðherrum sætir Forseti Íslands ekki lagalegri ábyrgð á stjórnarathöfnum (11. gr. stjskr.). Á hinn bóginn getur þingið krafist frávikningar forseta með þjóðaratkvæðagreiðslu með samþykkt 3/4 hluta þingmanna sem hefur jafnframt þau áhrif að forseta er vikið frá um stundarsakir (3. mgr. 11. gr. stjskr.). Þar til að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram færu handhafar forsetavalds með forsetavald, þ.e.a.s forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar ásamt hugsanlega forsætisráðherra! Það sem hér skiptir máli er að þingið getur virkjað pólitíska ábyrgð forsetans gagnvart þjóðinni umsvifalaust. Það er þannig alls ekki svo að þingið hafi engin spil á hendi gagnvart forseta sem það telur misbeita valdi sínu. Þó ég sé þeirrar skoðunar að hér megi auka við og styrkja heimildir þingsins er engu að síður mikilvægt að halda þessu atriði til haga við umræðu um gildandi stjórnskipun.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun