Getur forseti vikið ráðherra frá? Skúli Magnússon skrifar 17. júlí 2012 06:00 Í grein í Fréttablaðinu 12. júlí sl. fjallar Ágúst Geir Ágústsson á áhugaverðan hátt um valdheimildir forseta Íslands og áréttar að lausn og skipun ráðherra sé stjórnarathöfn sem forseti geti ekki framkvæmt án atbeina ráðherra sem ber ábyrgð á ákvörðun (13., 15. og 19. gr. stjskr.). Þetta er hárrétt og raunar kjarninn í grein minni frá 7. júní sl. sem Ágúst vísar til. Í grein Ágústs mætti hins vegar koma skýrar fram að þegar um er að ræða skipun nýs forsætisráðherra er það forsætisráðherraefni sem meðundirritar skipunarbréf sjálfs sín og ber ábyrgð á ákvörðun, en ekki fráfarandi forsætisráðherra. Út frá því hefur því verið gengið að nýr forsætisráðherra verði skipaður (og þar með ný ríkisstjórn) án atbeina, og jafnvel gegn vilja, fráfarandi forsætisráðherra. Hitt er svo annað mál hvort og hvaða ábyrgð hinn nýi forsætisráðherra og ríkisstjórn hans kann að baka sér með þessum athöfnum, sbr. einkum lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963. Það mál er hins vegar flókið og að verulegu leyti háð þeim aðstæðum sem uppi eru hverju sinni. Ágúst fullyrðir að það leiði af „eðli máls auk þess sem fyrir því sé skýr stjórnskipunarvenja“ að nýr forsætisráðherra verði ekki skipaður nema sá sem fyrir situr hafi áður beðist lausnar frá því embætti. Samkvæmt þessu ætti það væntanlega að leiða til ógildis skipunar nýs forsætisráðherra ef fráfarandi forsætisráðherra hefur ekki áður beðist lausnar. Þetta jafngildir hins vegar því að nýr forsætisráðherra verði ekki skipaður án samþykkis sitjandi ráðherra. Vandamálið við þennan rökstuðning er að einmitt gagnstæð regla hefur gilt að íslenskum rétti og þá með þeim rökum að það gangi ekki upp að fela (fráfarandi) forsætisráðherra sjálfdæmi um það hvort nýr ráðherra verði skipaður. Ágúst gerir raunar þann mikilvæga fyrirvara við framangreinda fullyrðingu sína að neyðarréttarsjónarmið kunni að réttlæta skipun nýs forsætisráðherra gegn vilja þess sem situr. Ég sé ekki betur en að þessi fyrirvari byggi einmitt á þessum grundvelli, þ.e. meginreglunni um að nýr forsætisráðherra verði skipaður með gildum hætti án atbeina og án tillits til vilja sitjandi ráðherra. Kjarni málsins er sá að stjórnskipulegar skyldur forseta og ráðherra, t.a.m. á grundvelli þingræðisreglunnar, falla ekki saman við formlegar stjórnskipulegar heimildir þeirra. Forseti getur þannig með stjórnskipulega gildum hætti skipað nýjan forsætisráðherra og vikið frá þeim sem fyrir er án þess að til þurfi að koma lausnarbeiðni eða annar atbeini sitjandi ráðherra. Hvort og þá hvaða afleiðingar slík ákvörðun kann að hafa, t.d. hvort ráðherra verði látinn sæta refsiábyrgð fyrir Landsdómi, er einfaldlega annað mál sem ekki hefur áhrif á gildi ákvörðunar eða annarra ákvarðana sem teknar eru á grundvelli hennar. Þetta held ég að hafi verið það atriði sem Svanur Kristjánsson setti fram með nokkuð snaggaralegum hætti í útvarpsþætti fyrir nokkru og Ágúst vísar til. Andstætt ráðherrum sætir Forseti Íslands ekki lagalegri ábyrgð á stjórnarathöfnum (11. gr. stjskr.). Á hinn bóginn getur þingið krafist frávikningar forseta með þjóðaratkvæðagreiðslu með samþykkt 3/4 hluta þingmanna sem hefur jafnframt þau áhrif að forseta er vikið frá um stundarsakir (3. mgr. 11. gr. stjskr.). Þar til að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram færu handhafar forsetavalds með forsetavald, þ.e.a.s forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar ásamt hugsanlega forsætisráðherra! Það sem hér skiptir máli er að þingið getur virkjað pólitíska ábyrgð forsetans gagnvart þjóðinni umsvifalaust. Það er þannig alls ekki svo að þingið hafi engin spil á hendi gagnvart forseta sem það telur misbeita valdi sínu. Þó ég sé þeirrar skoðunar að hér megi auka við og styrkja heimildir þingsins er engu að síður mikilvægt að halda þessu atriði til haga við umræðu um gildandi stjórnskipun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu 12. júlí sl. fjallar Ágúst Geir Ágústsson á áhugaverðan hátt um valdheimildir forseta Íslands og áréttar að lausn og skipun ráðherra sé stjórnarathöfn sem forseti geti ekki framkvæmt án atbeina ráðherra sem ber ábyrgð á ákvörðun (13., 15. og 19. gr. stjskr.). Þetta er hárrétt og raunar kjarninn í grein minni frá 7. júní sl. sem Ágúst vísar til. Í grein Ágústs mætti hins vegar koma skýrar fram að þegar um er að ræða skipun nýs forsætisráðherra er það forsætisráðherraefni sem meðundirritar skipunarbréf sjálfs sín og ber ábyrgð á ákvörðun, en ekki fráfarandi forsætisráðherra. Út frá því hefur því verið gengið að nýr forsætisráðherra verði skipaður (og þar með ný ríkisstjórn) án atbeina, og jafnvel gegn vilja, fráfarandi forsætisráðherra. Hitt er svo annað mál hvort og hvaða ábyrgð hinn nýi forsætisráðherra og ríkisstjórn hans kann að baka sér með þessum athöfnum, sbr. einkum lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963. Það mál er hins vegar flókið og að verulegu leyti háð þeim aðstæðum sem uppi eru hverju sinni. Ágúst fullyrðir að það leiði af „eðli máls auk þess sem fyrir því sé skýr stjórnskipunarvenja“ að nýr forsætisráðherra verði ekki skipaður nema sá sem fyrir situr hafi áður beðist lausnar frá því embætti. Samkvæmt þessu ætti það væntanlega að leiða til ógildis skipunar nýs forsætisráðherra ef fráfarandi forsætisráðherra hefur ekki áður beðist lausnar. Þetta jafngildir hins vegar því að nýr forsætisráðherra verði ekki skipaður án samþykkis sitjandi ráðherra. Vandamálið við þennan rökstuðning er að einmitt gagnstæð regla hefur gilt að íslenskum rétti og þá með þeim rökum að það gangi ekki upp að fela (fráfarandi) forsætisráðherra sjálfdæmi um það hvort nýr ráðherra verði skipaður. Ágúst gerir raunar þann mikilvæga fyrirvara við framangreinda fullyrðingu sína að neyðarréttarsjónarmið kunni að réttlæta skipun nýs forsætisráðherra gegn vilja þess sem situr. Ég sé ekki betur en að þessi fyrirvari byggi einmitt á þessum grundvelli, þ.e. meginreglunni um að nýr forsætisráðherra verði skipaður með gildum hætti án atbeina og án tillits til vilja sitjandi ráðherra. Kjarni málsins er sá að stjórnskipulegar skyldur forseta og ráðherra, t.a.m. á grundvelli þingræðisreglunnar, falla ekki saman við formlegar stjórnskipulegar heimildir þeirra. Forseti getur þannig með stjórnskipulega gildum hætti skipað nýjan forsætisráðherra og vikið frá þeim sem fyrir er án þess að til þurfi að koma lausnarbeiðni eða annar atbeini sitjandi ráðherra. Hvort og þá hvaða afleiðingar slík ákvörðun kann að hafa, t.d. hvort ráðherra verði látinn sæta refsiábyrgð fyrir Landsdómi, er einfaldlega annað mál sem ekki hefur áhrif á gildi ákvörðunar eða annarra ákvarðana sem teknar eru á grundvelli hennar. Þetta held ég að hafi verið það atriði sem Svanur Kristjánsson setti fram með nokkuð snaggaralegum hætti í útvarpsþætti fyrir nokkru og Ágúst vísar til. Andstætt ráðherrum sætir Forseti Íslands ekki lagalegri ábyrgð á stjórnarathöfnum (11. gr. stjskr.). Á hinn bóginn getur þingið krafist frávikningar forseta með þjóðaratkvæðagreiðslu með samþykkt 3/4 hluta þingmanna sem hefur jafnframt þau áhrif að forseta er vikið frá um stundarsakir (3. mgr. 11. gr. stjskr.). Þar til að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram færu handhafar forsetavalds með forsetavald, þ.e.a.s forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar ásamt hugsanlega forsætisráðherra! Það sem hér skiptir máli er að þingið getur virkjað pólitíska ábyrgð forsetans gagnvart þjóðinni umsvifalaust. Það er þannig alls ekki svo að þingið hafi engin spil á hendi gagnvart forseta sem það telur misbeita valdi sínu. Þó ég sé þeirrar skoðunar að hér megi auka við og styrkja heimildir þingsins er engu að síður mikilvægt að halda þessu atriði til haga við umræðu um gildandi stjórnskipun.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun