Fleiri fréttir

Ó ljúfa, erfiða sumar

Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar

Sumarfríið getur verið yndislegasti tími ársins. Það getur líka verið erfiður tími sem gengur nærri einstaklingum og fjölskyldum. Streita og uppsöfnuð þreyta, ásamt væntingum um allt það skemmtilega sem við viljum gera, geta breytt tíma sem á að vera uppbyggjandi í tíma átaka og vonbrigða.

Hluthafasjálfsvörn

Baldur Thorlacius skrifar

"Most shareholders are galvanized into action only when their rights have been trampled upon, and they would better to be more proactive in the first place" – IR Magazine, júní 2009.

Forsetinn minn

Ari Trausti Guðmundsson skrifar

Sá sem hlýtur um 85.000 atkvæði frá 235.000 kjósendum er löglega kjörinn forseti Íslands, að því gefnu að aðrir hljóti líka atkvæði og um 30% kjósenda greiði ekki atkvæði. Hefur hann þá umboð þjóðarinnar? Já, samkvæmt lýðræði og lögum. En í reynd er það fremur formlegt en raunverulegt því meirihlutinn er allur annar. Í því ljósi er vafasamt að skilgreina sem svo að umboðið sé "umboð þjóðarinnar til halda áfram lýðræðisbyltingu“ sem á að hafa hafist með beitingu málskotsréttar og tilheyrandi þjóðaratkvæðagreiðslum. Einkum ef viðtekin stefna þessarar byltingar er ekki til; aðeins almennur vilji fólks til beinna og skilvirkara lýðræðis.

Um skipun og lausn ráðherra

Ágúst Geir Ágústsson skrifar

Nokkuð hefur verið rætt og ritað um valdsvið forseta Íslands í aðdraganda og í kjölfar nýafstaðinna forsetakosninga. Meðal annars skrifaði Skúli Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, grein í Fréttablaðið 7. júní sl. þar sem hann fjallaði stuttlega um stöðu og valdsvið forseta Íslands samkvæmt stjórnarskrá.

Glíman við leyndarhyggjuna

Jóhann Hauksson skrifar

Þeir sem eitthvað fylgjast með þjóðmálum vita sem er að endurreisn efnahagslífsins hefur gengið vonum framar. Hagvöxturinn er meiri hér á landi en víðast hvar í Evrópu.

Listin að gera ekki neitt

Friðrika Benónýsdóttir skrifar

Ætlarðu bara að sitja á þessum sófa allt sumarfríið?“ spyr vinur minn stórhneykslaður á svip. Hann hefur kíkt í kaffi í góða veðrinu eftir að hafa hjólað tuttugu kílómetra, komið við í grillveislu, pantað sér sumarbústað og drukkið latte á útikaffihúsi við Austurvöll. „Maður verður að GERA eitthvað í sumarfríinu,“ segir hann með hyldjúpri sannfæringu. Og reynir að fela geispa með hendinni.

Hver er sekur um sjálfhverfu og gaspur?

Gunnar Ingi Jóhannsson skrifar

Brynjar Níelsson lögmaður birtir á bloggi sínu á vefmiðlinum Pressunni, hinn 11. júlí 2012, pistil undir fyrirsögninni "sjálfhverfa og gaspur“. Þar gerir hann að umfjöllunarefni viðbrögð við nýgengnum dómum Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í tveimur málum íslenskra blaðamanna, sem hann telur almennt vera gaspur sjálfhverfs fólks. Brynjar er ósáttur við viðbrögðin, en lætur þess að engu getið, að sjálfur sótti hann mál fyrir íslenskum dómstólum f.h. umbj. síns gegn blaðamanninum Erlu Hlynsdóttur vegna ummæla sem viðmælandi Erlu viðhafði. Málið er annað þeirra tveggja sem nú bíður umfjöllunar MDE, um það hvort réttmætt hafi verið að gera blaðamann ábyrgan fyrir ummælum viðmælanda síns.

Er jörðin flöt? Enn um forsetann

Skúli Magnússon skrifar

Í Bretlandi starfar félagsskapur, The Flat Earth Society, sem byggir á þeirri kennisetningu að jörðin sé kringlulaga og flöt.

Loðin höfuðborg

Margir Reykvíkingar ergja sig þessa dagana á því hvernig borgarstjórninni virðist fyrirmunað að halda umferðareyjum og opnum svæðum víða um borgina sæmilega snyrtilegum. Órækt er eina orðið sem hægt er að nota yfir gras- og illgresisvöxtinn sem víða blasir við.

Oliver Cromwell

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Ferðumst nú saman við tveir (tvö) aftur í aldir. Aftur um svo sem eins og 370 ár. Nemum staðar á Bretlandseyjum. Nánar tiltekið í Lundúnaborg. Frá tímum Jóhanns, sem kallaður var landlausi, hafði breska ríkisvaldið í höndum kóngsins verið svona heldur á fallandi fæti. Samkomur, sem kallaðar voru þing, mynduðust við að koma í staðinn. Þóttust best til þess fallnar að stjórna þjóðinni. Einmitt um þetta leyti, fyrir á að giska 370 árum, var eitt slíkt búið að sitja á rökstólum í Lundúnaborg samfellt í þrjú ár og sagðist vera að þinga um þjóðarhag en náði engum árangri. Eilíft þras og rifrildi en engin niðurstaða. Breska þjóðin var því orðin þreytt og uppgefin. Enginn treysti þinginu.

Samhengi hlutanna

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Fyrir skömmu greiddi Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum arð til hluthafa sinna. Upphæðin: 850 milljónir króna. Frá árinu 2007 hefur þetta EINA útgerðarfyrirtæki greitt hluthöfum sínum um 2,8 milljarða í arð, samkvæmt samantekt sem DV birti. Tvö þúsund og átta hundruð milljónir króna! Fyrir Íslending með meðallaun, um 325.000 á mánuði, tæki það um 217 ár að vinna fyrir þessari nýjustu arðgreiðslu. Vinnslustöðin er eitt þeirra fyrirtækja hér á landi sem sækir arð sinn í sameiginlega auðlind þjóðarinnar, fiskinn í sjónum.

Eggin í Gleðivík

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Þegar komið er inn á Djúpavog greinist gatan í tvær áttir. Önnur leiðin liggur niður á bryggjuna þar sem falleg gömul hús prýða umhverfið. Í hina áttina bendir skilti sem á stendur Eggin í Gleðivík. Beygðu í þá átt, í átt til Gleðivíkur, þar sem einu sinni var loðnubræðsla sem síðan var lögð niður og eftir stóð verksmiðjan ein. Keyrðu fram hjá hinu skemmtilega og leyndardómsfulla Hvarfi þar sem tvær hvalabeinagrindur standa vörð um ævintýraheim þar sem hundur syngur og hægt er að fræðast um töfrasteina en passaðu að kíkja þar við í bakaleiðinni. Og svo sérðu Eggin í Gleðivík.

Rjómaís fyrir ríka fólkið

Benjamín Plaggenborg skrifar

Einn af undarlegri öngum velferðarkerfisins birtist í útvarpinu í dag. Þar talaði maður sem sagði að hvað sem allri fræðslu og forvörnum liði, þá þyrfti að setja leiðbeinandi skatta á sætindi. Þetta er gömul vísa sem er of oft kveðin. Fyrir henni eru yfirleitt færð tvenn rök.

Þéttari byggð, betri borg

Næstu átján árin vantar 14.500 nýjar íbúðir í Reykjavík, samkvæmt áætlunum borgaryfirvalda. Samkvæmt endurskoðuðu aðalskipulagi borgarinnar, sem vonazt er til að taki gildi fyrir næsta vor, á að byggja langstærstan hluta, eða 12.200 íbúðir, vestan Elliðaáa og ekki reisa nein ný úthverfi, eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær.

SagaPro – Náttúrumeðal eða della

Reynir Eyjólfsson skrifar

Um mörg undanfarin ár hafa hérlendis verið á markaði SagaPro, s.k. fæðubótartöflur, sem sagðar eru innihalda 100 mg af jurtaefni úr völdu laufi ætihvannar. Á heimasíðu framleiðanda (www.sagamedica.is) er staðhæft að varan komi að gagni við tíðum þvaglátum. Einnig hafa birzt auglýsingar sama efnis í dagblöðum, sem einna helzt minna á staðhæfingar um lækningamátt snákaolíu í USA um aldamótin 1900. Töflurnar eru dýrar en lyfjatæknilega lélegar – sumar þeirra molna við það eitt að vera þrýst úr þynnupakkningunum.

Atvinnuvegafjárfesting tekur vel við sér

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Nú er spáð heldur meiri hagvexti á yfirstandandi ári en í fyrri spám. Sker Ísland sig nokkuð úr í þessum efnum þar sem horfur hafa farið jafnt og þétt batnandi hér og spár um hagvöxt fara hækkandi. Öðru er því miður fyrir að fara víða. Í ár er reiknað með 2,8% hagvexti samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar.

Glæsilegt landsmót í Reykjavík

Kjartan Magnússon skrifar

Landsmót hestamanna var haldið í Reykjavík 25. júní – 1. júlí, og var aðstandendum sem og þátttakendum til mikils sóma. Með velheppnuðu móti hefur höfuðborgin sannað gildi sitt sem frábær landsmótsstaður enda voru aðstæður á Fákssvæðinu í Víðidal eins og best verður á kosið.

Unga fólkið sem villist af leið

Lára Kristín Brynjólfsdóttir skrifar

Ég hef heyrt gífurlega mikla umfjöllun um ungt fólk sem hefur villst af leið og valið sér öðruvísi líf en aðrir krakkar. Heim þar sem fíknin tekur við – heim þar sem ekkert er mikilvægara en næsti skammtur eiturlyfja eða áfengis. Ég las fréttir um þennan brothætta hóp en gat þó illa skilið hvers vegna þessi leið varð fyrir valinu.

Öll dýrkum við útlitið

Segi þér einhver að hann eða hún spái ekkert í útlitið þá er viðkomandi að ljúga. Við spáum vissulega mismikið í útlitið, en öll veltum við því fyrir okkur. Hafir þú, lesandi góður, greitt þér í fegrunarskyni, litað varirnar, snyrt skeggið, látið lita á þér hárið eða skerða það með annað en þægindi í huga, ekki keypt þægilega skó þar sem þeir voru forljótir, kreist á þér bólu, eða hvað annað sem við gerum í dagsins önn; þá hefurðu vissulega spáð í útlitið.

Sjö eða níu halar

Sigurður Árni Þórðarson skrifar

Austan við Þingvallakirkju er falleg tjörn og gjá í henni miðri. Tjörnin heitir Skötutjörn og nafnið verður skiljanlegt ef lögun hennar er skoðuð. Um tjörnina er til saga, sem er úr flokki þjóðsagna. Slíkar sögur miðla ekki aðeins þurrum fræðum, heldur skemmta og miðla oft lífsspeki. Hið yfirborðslega verður tilefni til að tala um hið innra. Hversdagsleg mál eru færð í sögur til lærdóms og góðs lífs. Svo er einnig með söguna um Skötutjörn.

Lopapeysur og viðskiptahættir

Regína Ásvaldsdóttir skrifar

Að undanförnu hafa borist fréttir af framleiðslu ?íslensku? lopapeysunnar í Kína og Taívan og mótmælum, meðal annars frá Handprjónasambandi Íslands, þar sem þess er krafist að merkingar á peysunum séu skýrar. Íslenska lopapeysan er í hugum margra nátengd sögu handverks hér á landi, þótt sú saga sé ekki löng. Það má ef til vill bera hana saman við kampavínið en enginn framleiðandi freyðivíns má kalla vínið sitt því nafni, nema það komi frá Champagne-héraði.

Alvarleg staða íslenska heilbrigðiskerfisins og greining landlæknis á ummælum

Þorbjörn Jónsson skrifar

Í Fréttablaðinu þann 4. júlí síðastliðinn var frétt með fyrirsögninni ?Krefst greiningar á orðum um aflimun?. Þar er sagt að landlæknir skoði, að ósk velferðarráðherra, fullyrðingar formanns Læknafélags Íslands um að fjárskortur hafi verið orsök þess að taka þurfti fót af manni. Sagt er að velferðarráðherra hafi ritað landlækni bréf og óskað eftir greiningu á ummælum sem höfð voru eftir formanni Læknafélagsins í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í vikunni á undan. Mér var brugðið við að lesa þessa stórkarlalegu fyrirsögn. Það kom á óvart að sjá að viðtal við mig, þar sem ég ræði almennt um stöðu heilbrigðiskerfisins á niðurskurðartímum, skyldi verða velferðarráðherra tilefni til að kalla eftir sérstakri skoðun landlæknis.

Þingið endurspegli þjóðina

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar

Þess var minnst um helgina að níutíu ár eru liðin frá því að kona tók í fyrsta skipti sæti á Alþingi. Það er sem sagt ekki lengra en ein mannsævi síðan Ingibjörg H. Bjarnason settist á þing og braut blað í sögunni.

Kaldastríðsleikur

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Enn halda fjöldamorð og önnur grimmdarverk áfram í Sýrlandi. Sífellt berast nýjar fréttir af villimennsku stjórnvalda, nú síðast af kerfisbundnum pyntingum á fólki sem talið er andsnúið stjórn Bashar al-Assads, jafnvel börnum.

Bylting?

Þorsteinn Pálsson skrifar

Forseti Íslands taldi að kosningarnar bæru vott um vitræna umræðu þjóðarinnar um stjórnskipunarmál og staðfestu stuðning fólksins við lýðræðisbyltingu hans sjálfs. Þessi staðhæfing er úr lausu lofti gripin. Sú umræða fór aldrei fram. Fremur má segja að frambjóðendurnir hafi í misjafnlega ríkum mæli gefið kjósendum villandi mynd af völdum forsetans. Það var ekkert sérlega vitrænt í því.

Yfir holt og hóla

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Ég varð fyrir því að týna bíllyklinum mínum fyrir nokkru. Varð reyndar ekki vör við að hann vantaði í líf mitt fyrr en töluverðu eftir að ég notaði hann síðast og er því ekki alveg með á hreinu hvar hann hvarf.

Af sérfræðiöpum

Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar

Þeirri skoðun virðist hafa vaxið ásmegin undanfarið að svokallaðir sérfræðingar séu oft og tíðum lítils virði og benda menn þá oft á að sprenglærðir bankamenn hafi nærri sett landið á hausinn. Slíkur málflutningur hefur án vafa gengið of langt síðustu ár. Það er hæpið að ætla að við værum betur sett án lækna á bráðamóttöku eða lögfræðinga í Hæstarétti. Sérfræðingar taka jafnan ákvarðanir í samræmi við viðtekin fræði. Hinn valkosturinn er væntanlega að notast við tilfinningu, ágiskun eða hugmyndafræði. Sá valkostur hljómar ekki vel.

Að glata menningarverðmætum eða upphefja

Björn Stefán Hallsson skrifar

Fíngert yfirbragð gömlu húsanna í miðborginni og Þingholtunum eru einstök og algerlega sérstök menningarverðmæti. Þau tilbrigði sem í þeim felast og umhverfi þeirra eru það sem vekur áhuga í byggð Reykjavíkur og skapar aðdráttarafl. Þetta þarf að efla og upphefja með öllum tiltækum ráðum. Hús af sömu gerð verða aldrei byggð aftur í borginni.

Tekjur og aðrar afkomutölur

Hilmar Guðmundsson skrifar

Þegar skoðaðar eru launatölur kemur margt skrýtið í ljós. Samkvæmt kjarasamningi ASÍ og SA eru lágmarkstekjur fyrir fullt starf kr. 193.000 fyrir 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki.

Að elska límmiðann sinn

Pawel Bartoszek skrifar

Það gekk mynd um vefinn fyrir nýafstaðnar forsetakosningar þar sem allir frambjóðendur voru spurðir hvort þeir litu á sig sem femínista. Konurnar hófu svörin með "jái" en karlarnir með hvers kyns skilyrðingum. Það var vissulega athyglisvert. Ég lít á mig sem kapítalista, sem er reyndar ekki alltaf jákvætt orð í okkar umræðumenningu. Ef ég mætti sjálfur búa til skilgreiningu á kapítalista þá væri það "sá sem ber virðingu fyrir eigum annarra". Nú gæti ég spurt frambjóðendur í hin og þessi embætti hvort þeir litu á sig sem "kapítalista" og vopnaður minni eigin skilgreiningu á hugtakinu komist að því að fullt af íslenskum stjórnmálamönnum bæri enga virðingu fyrir eigum fólks.

Nota bara sumir þjónustuna?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Nú er deilt um hvort rukka eigi kafara, sem kafa í Silfru á Þingvöllum, um þjónustugjald. Rukka á köfunarfyrirtæki, sem skipuleggja ferðir kafara í gjána, um 750 krónur á hvern kafara. Það er réttilega rökstutt með því að þjóðgarðurinn þurfi að ráðast í uppbyggingu á aðstöðu og þjónustu við gjána, meðal annars til að tryggja öryggi og vernda náttúruna.

Nýtt upphaf í Reykjavík

Hjálmar Sveinsson skrifar

Eftir fjögurra ára kreppu og nær algert byggingarstopp eru merki á lofti um að nýtt uppbyggingarskeið sé að hefjast í Reykjavík. Á svæði Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni, sem hefur verið skipulagt fyrir vísinda- og stúdentagarða, er verið að byggja 280 stúdentaíbúðir. Borgarráð samþykkti um daginn að auglýsa 100 stúdentaíbúðir við Bolholt.

Uppskerutími íslensks grænmetis – njótið!

Bjarni Jónsson skrifar

Þessa dagana er að bresta á með einum skemmtilegast tíma grænmetisframleiðslu á Íslandi. Uppskerutími útiræktaðs grænmetis er hafin! Fyrst á markað var kínakálið og á meðan þú lesandi góður ert að lesa þessa grein ættu nýjar íslenskar kartöflur að vera komnar í allar betri verslanir! Síðan tekur hver tegundin við af annari. Blómkál, hvítkál, spergilkál, gulrætur og rófur. Iceberg, rauðkál og sellerí. Ekki má gleyma jarðaberjum sem fóru að berast í verslanir um miðjan júní og síðan eru hindber væntanleg. Það getur ekki verið betra – ný grænmetisuppskera er einfaldlega best!

Leiðin úr svartholinu - Hugleiðingar við heimkomu

Gunnar Páll Tryggvason skrifar

Hvað ertu að spá? Þetta var algengasta spurningin sem ég fékk frá fólki þegar ég greindi þeim frá ákvörðun minni að flytja heim eftir níu ára dvöl erlendis. Þessarri spurningu fylgdi svo oft upptalning á ótal ókostum Íslands. Lífið lék við mig og fjölskyldu mína á erlendri grundu. Ég og konan mín vorum í gefandi störfum og börnin okkar ánægð. Það var ekkert að. Það var samt eitthvað afl sem togaði okkur heim líkt og flesta Íslendinga sem búið hafa erlendis. Það var svo gott að finna þessa tilfinningu að maður vilji vera hluti af þeim rótum sem maður er sprottinn upp frá þó maður hafi aðra góða valkosti.

Öruggari leiðir á netinu

Jón Kristinn Ragnarsson skrifar

Öllum þeim sem nota tölvur ættu að vera ljósar hætturnar sem geta fylgt venjulegri tölvunotkun. Þá ætti öllum líka að vera orðið ljóst að það er nokkurn veginn sama á hvaða stýrikerfi er keyrt, Windows, Apple, eða hvað sem er, það eru alltaf til einhverjir vírusar sem eru hannaðir til að gera kerfinu skaða. Enginn er lengur algerlega óhultur fyrir þeirri ógn. Þrátt fyrir þessa vitneskju er tölvusmitum ekki að fækka, heldur virðist þeim þvert á móti vera að fjölga. Nýlega komu fram fréttir sem sögðu að 20% af íslenskum tölvum væru hluti af tölvuher sýktra tölva. Ég er þess fullviss að sú tala sé enn hærri. Hvernig má það vera að á sama tíma og menn eru vel upplýstir um möguleg vírussmit þá er tölvusmitum að fjölga?

Hvenær lækkar maður laun?

Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar

Í rúm tvö ár hafa starfsmenn hjá Reykjavíkurborg beðið þess að tímabundin launalækkun sem þeir sættu árið 2009 gengi til baka. Umsaminn gildistími lækkunar var eitt ár en ástandið hefur varað þrefalt lengur.

Velferð hælisleitenda

Anna Stefánsdóttir skrifar

Í síðustu viku kom út skýrsla nefndar sem innanríkisráðherra skipaði sumarið 2011 um málefni útlendinga utan evrópska efnahagssvæðisins. Rauði krossinn fagnar almennt tillögum nefndarinnar varðandi flóttamenn og hælisleitendur og að verulegt tillit hafi verið tekið til þeirra ábendinga sem félagið kom á framfæri við nefndina og ráðuneytið.

Vörslusviptingar og lýðskrum

Brynjar Níelsson skrifar

Nýlega voru gerðar breytingar á innheimtulögum í þeim tilgangi að takmarka heimildir til vörslusviptinga. Byggist þessi löggjöf, eins og stundum áður, á því að hér sé um mikið réttlætismál að ræða. Í greinargerð er vísað til þess að vörslusvipting fari ekki fram nema með skriflegu samþykki umráðamanns eignar. Jafnframt er því haldið fram í þessari sömu greinargerð að ekki sé heimilt að semja um slíkar þvingunaraðgerðir fyrir fram.

Til móts við fjölbreyttar þarfir í félagsstarfi

Ellý A. Þorsteinsdóttir skrifar

Síðastliðin ár hefur farið fram vinna við endurskoðun á starfsemi félagsmiðstöðva velferðarsviðs Reykjavíkurborgar til að koma betur til móts við mismunandi þarfir notenda og auka fjölbreytileika í þjónustutilboðum. Þá er lögð áhersla á að auka áhrif notenda á framkvæmd og skipulag þjónustunnar – þ.e. að þeir sem nýta þjónustuna hverju sinni hafi meira um hana að segja.

Skylda að semja

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, krafðist þess þegar hún kom hingað til lands fyrr í vikunni að Ísland gæfi eftir í deilunni um veiðar úr makrílstofninum. Hún benti á að Evrópusambandið og Noregur hefðu hækkað boð sitt til Íslands um 60 prósent.

Sjá næstu 50 greinar