Forsetaræði Róbert Trausti Árnason skrifar 18. júlí 2012 06:00 Á Kópavogsfundi árið 1662 eða fyrir réttum og sléttum þrjú hundruð og fimmtíu árum fengu Íslendingar svolítið að kynnast kenningum um vald eins manns sem þægi vald sitt beint frá Drottni allsherjar og væri því ekki ábyrgur gagnvart neinum öðrum. Ég rifja upp Kópavogsfundinn vegna þess að ég dreg stórlega í efa réttmæti staðhæfinga merkisbera nýrra sjónarmiða í íslenskum stjórnmálum um að forseti Íslands þiggi milliliðalaust forsetaræðið frá þeim minnihluta atkvæðisbærra manna á kjörskrá sem kusu hann þann 30. júní sl. Ég tel að erfitt verði að afla fylgis gegn þessu því hugmyndin um forsetaræði á orðið býsna mikið fylgi. Ég er þeirrar skoðunar að forsetaræðið sé aðeins afsprengi aflsmunar og ofbeldis. Hugmyndir um forsetaræði birtast mér í misöfgafullum myndum. Gera þarf uppsteyt gegn þessum hugmyndum. Harmagrátur forseta Íslands á mannamótum og lýsingarnar hans í fjölmiðlum á meintri hnignun Íslands og á eðli þeirra sem eru honum ósammála finnst mér gefa það í skyn að forseti Íslands telji íslenskar mannskepnur svo sneisafullar af brestum að ekki verði hægt að byggja með þeim betra og réttlátara samfélag. Með nýendurkjörnum forseta Íslands eru allar líkur á að þróun í átt til forsetaræðis nái sér á strik. Ég tel að það muni einkennast af því að forseti Íslands hefur stór orð um dýrð íslenska ríkisins og heiður fósturjarðarinnar og leggur mikið upp úr glæsilegum ytri búningi alls þess sem tilheyrir embætti forsetans. Forseti Íslands mun án efa með ýmsum ráðum drepa á dreif allri gagnrýni og því ráðlegast að bera skoðanir sínar á athöfnum og orðum forsetans ekki á torg nema að vel íhuguðu máli. Forseti Íslands mun síðast en ekki síst lifa á því næstu fjögur ár að eiga óvini sem hann notar sem blóramenn þegar hlutirnir fara úrskeiðis hjá honum svo ekki falli blettur á forseta Íslands. Staða kjörinna fulltrúa fólksins á Alþingi gagnvart forseta Íslands er eins og staða húsdýra gagnvart bónda. Staða sem er engan veginn Alþingi sæmandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Skoðun Skoðun Leikrit Landsvirkjunar skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á Kópavogsfundi árið 1662 eða fyrir réttum og sléttum þrjú hundruð og fimmtíu árum fengu Íslendingar svolítið að kynnast kenningum um vald eins manns sem þægi vald sitt beint frá Drottni allsherjar og væri því ekki ábyrgur gagnvart neinum öðrum. Ég rifja upp Kópavogsfundinn vegna þess að ég dreg stórlega í efa réttmæti staðhæfinga merkisbera nýrra sjónarmiða í íslenskum stjórnmálum um að forseti Íslands þiggi milliliðalaust forsetaræðið frá þeim minnihluta atkvæðisbærra manna á kjörskrá sem kusu hann þann 30. júní sl. Ég tel að erfitt verði að afla fylgis gegn þessu því hugmyndin um forsetaræði á orðið býsna mikið fylgi. Ég er þeirrar skoðunar að forsetaræðið sé aðeins afsprengi aflsmunar og ofbeldis. Hugmyndir um forsetaræði birtast mér í misöfgafullum myndum. Gera þarf uppsteyt gegn þessum hugmyndum. Harmagrátur forseta Íslands á mannamótum og lýsingarnar hans í fjölmiðlum á meintri hnignun Íslands og á eðli þeirra sem eru honum ósammála finnst mér gefa það í skyn að forseti Íslands telji íslenskar mannskepnur svo sneisafullar af brestum að ekki verði hægt að byggja með þeim betra og réttlátara samfélag. Með nýendurkjörnum forseta Íslands eru allar líkur á að þróun í átt til forsetaræðis nái sér á strik. Ég tel að það muni einkennast af því að forseti Íslands hefur stór orð um dýrð íslenska ríkisins og heiður fósturjarðarinnar og leggur mikið upp úr glæsilegum ytri búningi alls þess sem tilheyrir embætti forsetans. Forseti Íslands mun án efa með ýmsum ráðum drepa á dreif allri gagnrýni og því ráðlegast að bera skoðanir sínar á athöfnum og orðum forsetans ekki á torg nema að vel íhuguðu máli. Forseti Íslands mun síðast en ekki síst lifa á því næstu fjögur ár að eiga óvini sem hann notar sem blóramenn þegar hlutirnir fara úrskeiðis hjá honum svo ekki falli blettur á forseta Íslands. Staða kjörinna fulltrúa fólksins á Alþingi gagnvart forseta Íslands er eins og staða húsdýra gagnvart bónda. Staða sem er engan veginn Alþingi sæmandi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar