Umbætur í háskólamálum Katrín Jakobsdóttir skrifar 18. júlí 2012 06:00 Á undanförnum vikum hafa orðið þáttaskil í samskiptum stjórnvalda og háskólanna í landinu með gerð samninga við þá alla til fimm ára um fjárframlög til kennslu og rannsókna. Með samningunum er tekin upp ný aðferðafræði í þessum samskiptum og þar fjallað um þjónustu og verkefni háskólanna, tilgreind fræðasvið þeirra og stærð þeirra afmörkuð í fjölda nemenda og ársnema. Fjallað um réttindi og skyldur nemenda og ábyrgð skóla. Ítarlega er fjallað um framlög ríkisins og fjárhagsleg samskipti auk umfjöllunar um upplýsingagjöf, samskipti og eftirlit. Fleiri atriði má nefna sem eru ný af nálinni. Þannig er ætlast til að háskólar skilgreini og birti lágmarkskröfur um aðgangsviðmið nemenda sem hefja nám á grunnstigi í einstökum deildum og/eða námsbrautum. Við framsetningu aðgangsviðmiða verði tekið mið af aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011. Aðgangsviðmið einstakra deilda á háskólastigi eru mikilvægar upplýsingar fyrir framhaldsskóla við gerð námsbrauta og fyrir námsmenn við sérhæft námsval. Háskólarnir munu í síðasta lagi skólaárið 2014/2015 birta aðgangsviðmið allra námsleiða sinna og er gert ráð fyrir að allir framhaldsskólar kenni samkvæmt nýrri námskrá haustið 2015. Þá vinna háskólarnir að aukinni nýtingu frjáls hugbúnaðar í háskólastarfi í samræmi við stefnu stjórnvalda um frjálsan og opinn hugbúnað en ávinningur af nýtingu frjáls hugbúnaðar er mikill. Frjáls hugbúnaður gerir skólann óháðari einstökum aðilum og býður frjáls hugbúnaður upp á kennslumöguleika sem ekki eru fyrir hendi í séreignarhugbúnaði, svo sem að kynna sér innri virkni hugbúnaðarins og að taka virkari þátt í þróun hugbúnaðarins. Með frelsinu til að dreifa hugbúnaðinum getur háskólinn jafnframt stuðlað að jöfnuði meðal nemenda skólans og starfsmanna þar sem sami hugbúnaður stendur öllum til boða. Fjárhagslegur ávinningur getur einnig orðið umtalsverður þar sem ekki er greitt fyrir hugbúnaðarleyfi og hægt er að auka samstarf og samnýtingu til að draga úr bæði notkunar- og þróunarkostnaði. Að lokum má nefna að við innra og ytra mat háskóla er m.a. byggt á tölulegum gögnum sem gefa mynd af starfi og árangri skólans. Markmiðið er að fá sem gleggsta heildarmynd af háskólunum og hvernig þeir þróast í samanburði. Háskólarnir munu skila reglulega yfirliti yfir lykiltölur í samræmi við birtingaráætlun. Mennta- og menningarmálaráðuneytið mun jafnframt birta lykiltölur um háskólakerfið í heild. Mikið starf hefur verið unnið á undanförnum árum við að auka gæði íslenskra háskóla þrátt fyrir erfitt efnahagsástand og niðurskurð á öllum sviðum hins opinbera. Rammi stjórnsýslunnar skiptir þar máli, rétt eins og gæði kennslu og rannsókna. Sú aðferðafræði sem hér er lýst er tvímælalaust til þess fallin að gera íslenska háskólakerfið betra og stjórnsýslu þess gagnsærri öllum almenningi og styrkja umgjörðina um hið mikilvæga starf háskólanna sem er lífsnauðsynlegt hverju því samfélagi sem vill byggja atvinnuuppbyggingu og framtíðarsýn á þekkingu og nýsköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum vikum hafa orðið þáttaskil í samskiptum stjórnvalda og háskólanna í landinu með gerð samninga við þá alla til fimm ára um fjárframlög til kennslu og rannsókna. Með samningunum er tekin upp ný aðferðafræði í þessum samskiptum og þar fjallað um þjónustu og verkefni háskólanna, tilgreind fræðasvið þeirra og stærð þeirra afmörkuð í fjölda nemenda og ársnema. Fjallað um réttindi og skyldur nemenda og ábyrgð skóla. Ítarlega er fjallað um framlög ríkisins og fjárhagsleg samskipti auk umfjöllunar um upplýsingagjöf, samskipti og eftirlit. Fleiri atriði má nefna sem eru ný af nálinni. Þannig er ætlast til að háskólar skilgreini og birti lágmarkskröfur um aðgangsviðmið nemenda sem hefja nám á grunnstigi í einstökum deildum og/eða námsbrautum. Við framsetningu aðgangsviðmiða verði tekið mið af aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011. Aðgangsviðmið einstakra deilda á háskólastigi eru mikilvægar upplýsingar fyrir framhaldsskóla við gerð námsbrauta og fyrir námsmenn við sérhæft námsval. Háskólarnir munu í síðasta lagi skólaárið 2014/2015 birta aðgangsviðmið allra námsleiða sinna og er gert ráð fyrir að allir framhaldsskólar kenni samkvæmt nýrri námskrá haustið 2015. Þá vinna háskólarnir að aukinni nýtingu frjáls hugbúnaðar í háskólastarfi í samræmi við stefnu stjórnvalda um frjálsan og opinn hugbúnað en ávinningur af nýtingu frjáls hugbúnaðar er mikill. Frjáls hugbúnaður gerir skólann óháðari einstökum aðilum og býður frjáls hugbúnaður upp á kennslumöguleika sem ekki eru fyrir hendi í séreignarhugbúnaði, svo sem að kynna sér innri virkni hugbúnaðarins og að taka virkari þátt í þróun hugbúnaðarins. Með frelsinu til að dreifa hugbúnaðinum getur háskólinn jafnframt stuðlað að jöfnuði meðal nemenda skólans og starfsmanna þar sem sami hugbúnaður stendur öllum til boða. Fjárhagslegur ávinningur getur einnig orðið umtalsverður þar sem ekki er greitt fyrir hugbúnaðarleyfi og hægt er að auka samstarf og samnýtingu til að draga úr bæði notkunar- og þróunarkostnaði. Að lokum má nefna að við innra og ytra mat háskóla er m.a. byggt á tölulegum gögnum sem gefa mynd af starfi og árangri skólans. Markmiðið er að fá sem gleggsta heildarmynd af háskólunum og hvernig þeir þróast í samanburði. Háskólarnir munu skila reglulega yfirliti yfir lykiltölur í samræmi við birtingaráætlun. Mennta- og menningarmálaráðuneytið mun jafnframt birta lykiltölur um háskólakerfið í heild. Mikið starf hefur verið unnið á undanförnum árum við að auka gæði íslenskra háskóla þrátt fyrir erfitt efnahagsástand og niðurskurð á öllum sviðum hins opinbera. Rammi stjórnsýslunnar skiptir þar máli, rétt eins og gæði kennslu og rannsókna. Sú aðferðafræði sem hér er lýst er tvímælalaust til þess fallin að gera íslenska háskólakerfið betra og stjórnsýslu þess gagnsærri öllum almenningi og styrkja umgjörðina um hið mikilvæga starf háskólanna sem er lífsnauðsynlegt hverju því samfélagi sem vill byggja atvinnuuppbyggingu og framtíðarsýn á þekkingu og nýsköpun.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun